80 likes | 209 Views
Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna. Glæra 1. Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna Átaksverkefni um aukinn hlut kvenna í forystustörfum og fjölbreyttara náms- og starfsval kynjanna. Samstarfsaðilar jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og Jafnréttisráðs Íslands:
E N D
Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna Glæra 1. Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna Átaksverkefni um aukinn hlut kvenna í forystustörfum og fjölbreyttara náms- og starfsval kynjanna. Samstarfsaðilar jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og Jafnréttisráðs Íslands: Félagsmálaráðuneyti, Forsætisráðuneyti, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Félag íslenskra framhaldsskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Eimskipafélag Íslands hf., Gallup-Ráðgarður ehf. og Orkuveita Reykjavíkur. Glæra 2 1. Ætla sér aukinn hlut í verk- og tæknifræði, tölvunarfræðum og raunvísindum, og það sem ekki skiptir minna máli, að leggja sig eftir tölvu- og upplýsingatækni innan sinna greina þó þær séu á öðrum sviðum. 2. Þær þurfa að undirbúa betur starfsframa sinn að loknu námi, hvort sem er í vísindum, stjórnun og stofnun fyrirtækja eða forystu á öðrum sviðum samfélagsins. Glæra 3 *Annars vegar verður leitað samstarfs við fjölda aðila með það að markmiði að jafna kynjaskiptingu í hefðbundnum karlafögum eins og tölvunar- og verkfræði, raunvísindum, einkum stærðfræði, eðlisfræði og í hefðbundnum kvennafögum eins og t.d. hjúkrunarfræði. *Hins vegar verður lögð áhersla á að mannauður kvenna úr öllum deildum Háskólans nýtist sem best á framtíðarstarfsvettvangi þeirra og konur hvattar og undirbúnar undir forystustörf hver á sínu sviði, meðal annars með því að bjóða upp á námskeið og leiðsögn fyrir kvennemendur á lokanámsári í öllum deildum skólans. Unnið verður að aukinni áherslu á upplýsinga- og tölvutækni í hefðbundnum kvennagreinum. Glæra 4 Meðal mögulegra erkefna og aðgerða: I. Átak til að jafna kynjaskiptingu í raunvísindum, tölvunarfræði, verk- og tæknifræðinámi í námi á háskólastigi: 1. Hvatningarátak í framhaldsskólum á Íslandi sem miðar að því að fjölga kvennemendum í raunvísindum, tölvunarfr. og verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. 2. Hvatningarátak sem miðar að því að fjölga kvenkennurum í raun-, verk- og tæknifræði á öllum skólastigum. 3. Námskeið um heimspeki vísinda og vísindasögu þar sem áhersla yrði lögð á að setja vísindi í víðara menningar- og samfélagslegt samhengi og þannig vekja áhuga kvennemenda. 4. Námskeið fyrir kennara um kennslufræði raungreina sem tæki mið af kynjamismun í námi og kennslu þ.e.a.s. að stuðlað verði að fjölbreyttari kennslufræði raungreina til að ná til fleiri nemenda. Þessi liður á einnig við um átak til að jafna kynjaskiptingu í hjúkrunarfræði. 5. Hvatt verði til rannsókna innan H.Í. á orsökum kynbundins námsvals og mati á árangri aðgerða sem stuðla eiga að jafnara námsvali. I.a. Átak til að jafna kynjaskiptingu í hjúkrunarfræði: Hvatningarátak sem miðar að því að kynna drengjum í framhaldsskólum hjúkrunarfræðiskor Háskóla Íslands. Glæra 5 II. Átak sem miðar að því að auka hlut kvenna eftir að námi lýkur í stjórnunarstörfum fyrirtækja, í vísindastörfum, í æðstu stöðum stjórnsýslunnar, í stofnun fyrirtækja og ennfremur að stuðla að virkni þeirra í vísindastörfum: Námskeið og leiðsögn fyrir konur úr öllum deildum Háskólans á lokanámsári sem undirbýr þær sérstaklega undir stjórnun og rekstur fyrirtækja og ábyrgðarstörf innan stjórnsýslunnar. Námskeiðin verða sniðin að þeim kröfum sem upplýsingasamfélagið gerir til nútíma vinnuafls. Kvennemendur hljóta kennslu í stjórnun, rekstri og tölvu- og upplýsingatækni, um nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem og leiðsagnar um óskráð lög atvinnulífsins. Námskeið og leiðsögn verður fyrir konur sem hyggja á vísindastörf. Hér verði tekið mið af tillögum í nýrri skýrslu um Konur og vísindi, EC 2000 Átak til að fjölga konum í tækni- og raungreinum á háskólastigi og aðgerðir til að auka hlut kvenna í forystustörfum
Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna Samstarfsaðilar jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og Jafnréttisráðs Íslands: Félagsmálaráðuneyti, Forsætisráðuneyti, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Félag íslenskra framhaldsskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Eimskipafélag Íslands hf., Gallup-Ráðgarður ehf. og Orkuveita Reykjavíkur.
Konur þurfa að... 1. Ætla sér aukinn hlut í verk- og tæknifræði, tölvunarfræðum og raunvísindum, og það sem ekki skiptir minna máli, að leggja sig eftir tölvu- og upplýsingatækni innan sinna greina þó þær séu á öðrum sviðum. 2. Þær þurfa að undirbúa betur starfsframa sinn að loknu námi, hvort sem er í vísindum, stjórnun og stofnun fyrirtækja eða forystu á öðrum sviðum samfélagsins.
Hvað þarf að gera? *Annars vegar verður leitað samstarfs við fjölda aðila með það að markmiði að jafna kynjaskiptingu í hefðbundnum karlafögum eins og tölvunar- og verkfræði, raunvísindum, einkum stærðfræði, eðlisfræði og í hefðbundnum kvennafögum eins og t.d. hjúkrunarfræði.
*Hins vegar verður lögð áhersla á að mannauður kvenna úr öllum deildum Háskólans nýtist sem best á framtíðarstarfsvettvangi þeirra og konur hvattar og undirbúnar undir forystustörf hver á sínu sviði, meðal annars með því að bjóða upp á námskeið og leiðsögn fyrir kvennemendur á lokanámsári í öllum deildum skólans. Unnið verður að aukinni áherslu á upplýsinga- og tölvutækni í hefðbundnum kvennagreinum.
Meðal mögulegra verkefna og aðgerða: Átak til að jafna kynjaskiptingu í raunvísindum, tölvunarfræði, verk- og tæknifræðinámi í námi á háskólastigi: 1. Hvatningarátak í framhaldsskólum á Íslandi sem miðar aðþví að fjölga kvennemendum í raunvísindum, tölvunarfr. og verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. 2. Hvatningarátak sem miðar að því að fjölga kvenkennurum í raun-, verk- og tæknifræði á öllum skólastigum. 3. Námskeið um heimspeki vísinda og vísindasögu þar sem áhersla yrði lögð á að setja vísindi í víðara menningar- og samfélagslegt samhengi og þannig vekja áhuga kvennemenda.
Meðal mögulegra verkefna og aðgerða frh: 4. Námskeið fyrir kennara um kennslufræði raungreina sem tæki mið af kynjamismun í námi og kennslu þ.e.a.s. að stuðlað verði að fjölbreyttari kennslufræði raungreina til að ná til fleiri nemenda. Þessi liður á einnig við um átak til að jafna kynjaskiptingu í hjúkrunarfræði. 5. Hvatt verði til rannsókna innan H.Í. á orsökum kynbundins námsvals og mati á árangri aðgerða sem stuðla eiga að jafnara námsvali. I.a. Átak til að jafna kynjaskiptingu í hjúkrunarfræði: Hvatningarátak sem miðar að því að kynna drengjum í framhaldsskólum hjúkrunarfræðiskor Háskóla Íslands.
II. Átak sem miðar að því að auka hlut kvenna eftir að námi lýkur í stjórnunarstörfum fyrirtækja, í vísindastörfum, í æðstu stöðum stjórnsýslunnar, í stofnun fyrirtækja og ennfremur að stuðla að virkni þeirra í vísindastörfum: Námskeið og leiðsögn fyrir konur úr öllum deildum Háskólans á lokanámsári sem undirbýr þær sérstaklega undir stjórnun og rekstur fyrirtækja og ábyrgðarstörf innan stjórnsýslunnar. Námskeiðin verða sniðin að þeim kröfum sem upplýsingasamfélagið gerir til nútíma vinnuafls. Kvennemendur hljóta kennslu í stjórnun, rekstri og tölvu- og upplýsingatækni, um nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem og leiðsagnar um óskráð lög atvinnulífsins. Námskeið og leiðsögn verður fyrir konur sem hyggja á vísindastörf. Hér verði tekið mið af tillögum í nýrri skýrslu um Konur og vísindi, EC 2000