190 likes | 394 Views
Íslensk málsaga Saga íslensku, bls. 55-62. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Innflytjendamál 800-1050. Víkingaöld 793-1066 Upphaf: Innrás víkinga í klaustrið í Lindisfarne á Englandi
E N D
Íslensk málsagaSaga íslensku, bls. 55-62 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Innflytjendamál 800-1050 • Víkingaöld 793-1066 • Upphaf: Innrás víkinga í klaustrið í Lindisfarne á Englandi • Lok: Ósigur víkinga í orrustunni við Stafnfurðubryggju (Stamford Bridge) á Englandi • Landnámsöld 870-930 • Upphaf: Norrænir menn taka að flytja til Íslands upp úr 9. öld. • Lok: Búið er í flestum héruðum Ísland um 60 árum eftir að landnám hefst.
Innflytjendamál 800-1050 • Íslenska mótaðist úr máli innflytjenda. • Líklega hefur hún verið svipuð ýmsum norskum mállýskum fyrstu aldirnar. • Eftir að samfélagið róaðist og lífið fór að ganga sinn vanagang fóru menn að móta málið hver í sínum landshluta. • Ýmsar aðstæður hömluðu því þó að mállýskumunur yrði mikill á Íslandi. • Líklega hafa Íslendingar og Norðmenn skilið hverjir aðra fram á 14. öld. • Um þetta skeið vitna ýmsar ritaðar heimildir: • fornlegar orðmyndir í elstu handritum og skáldskap • rím í fornum kveðskap • frásagnir fyrsta málfræðingsins • samanburður við nútímamál á Norðurlöndum.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fjöldi nýrra orða var tekinn upp með kristni: • Tökuorð:engill, kirkja, altari, prestur, djákni, synd, þolinmæði. • Gömul orð sem fengu nýja merkingu:hvítur, lamb, bæn,freista. • Nýyrði:lofsöngur, prestakall.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Engar tækninýjungar bárust þó til landsins allt þetta skeið að undanskildu prentverki á 16. öld. • Atvinnuhættir voru óbreyttir og þjóðfélagið kyrrstætt. • Orðaforðinn hélst því kyrrstæður að sama skapi.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Á 11. öld byrja Íslendingar að skrifa á móðurmáli sínu með latínustöfum. • Þeir dugðu þó ekki til að skrifa öll þau hljóð sem hér þurfti að tákna. • Í latínu eru t.d. bara fimm sérhljóðar: a,e,i,o,u • Íslenskur vísindamaður réði bót á þessu með því að skrifa rit sem kallast Fyrsta málfræðiritgerðin.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fyrsta málfræðiritgerðin er talin samin um 1140. • Markmið Fyrsta málfræðingsins var að var að búa Íslendingum stafróf svo að hægara yrði að lesa og skrifa lög, ættfræði, þýðingar helgar og hin spaklegu fræði Ara fróða Þorgilssonar.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fleiri málfræðiritgerðir voru skrifaðar en sú fyrsta er talin langmerkilegust. • Miklar breytingar urðu á sérhljóðakerfi málsins á þessu skeiði. • Sérhljóðakerfið einfaldaðist úr 18 hljóðum í 8 en tvíhljóðum fjölgaði úr 3 í 5. • Afdrifaríkasta breytingin varð að lengd hljóða varð stöðubundin, þ.e. réðist af nágrenni við önnur hljóð í stað þess að vera föst. • Samhljóðakerfið breyttist mun minna og aðeins lítilsháttar breyting varð á beygingarkerfi málsins.
Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Heimildir um þær breytingar sem urðu á íslensku á miðöldum eru ríkulegar: • málfræðiritgerðirnar • handrit af margvíslegum toga, s.s. kveðskapur • bækur sem prentaðar voru undir lok tímabilsins • fornbréf (yfirleitt dagsett!)
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Á tímabilinu 1000-1550 var kaþólskur siður ríkjandi á Íslandi. • Kaþólska kirkjan var í eðli sínu alþjóðleg. Íslendingar ferðuðust því um alla Evrópu fram að siðaskiptum. • Frá og með siðaskiptum árið 1550 var kirkjan undir stjórn Danakonungs sem sífellt herti tökin á íslensku þjóðlífi og varð einvaldur 1662. • Í kjölfar þess einangraðist Ísland, Kaupmannahöfn varð eini tengiliður landsmanna við umheiminn.
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Danskir kaupmenn sátu í íslenskum kaupstöðum og var varð dönsk tunga áberandi. • Tungutak alþýðu breyttist þó ekki að sama skapi. • Menn lásu áfram Íslendingasögur og kváðu rímur. • Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið á íslensku á fyrri hluta 16. aldar og árið 1584 var Biblían gefin út í heild sinni á íslensku (Guðbrandsbiblía). • Útgáfa Biblíunnar var því aðeins möguleg að hér var fyrir íslensk rithefð.
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Á titilsíðu Guðbrandsbiblíu segir að hún sé þýdd á norrænt mál. • Orðið íslenska sem heiti á tungumálinu birtist fyrst á prenti árið 1558 í sálmaþýðingum Gísla Jónssonar (1515-1587) biskups í Skálholti!
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Málrækt er hugtak sem notað er um meðvitaða viðleitni manna til að hamla erlendum áhrifum á daglega málnotkun. • Þessa stefnu rekja menn til Ara fróða Þorgilssonar (1068-1148) en hann var kirkjunnar maður og ritaði á móðurmáli sínu. • Bæði Ari fróði og Fyrsti málfræðingurinn kunnu latínu, hið alþjóðlega fræðimál þeirrar tíðar, en kusu að rita á eigin tungu fyrir landsmenn.
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Hreintungustefna er hugtak sem búið hefur verið til utan um útgáfustörf Guðbrands Þorlákssonar (1541/2-1627), biskups á Hólum í Hjaltadal, og rit samverkamanns hans, Arngríms Jónssonar (1568-1648) lærða, skólameistara á Hólum.
Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Málrækt óx ásmegin þegar upplýsingartími gekk í garð síðla á 18. öld og enn frekar á 19. öld með stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816. • Efling tungunnar varð líka hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Frá einangrun til lýðveldis og alþjóðahyggju 1850-1944 • Alþingi var endurreist árið 1845 og markaði það sjálfstæðisbaráttunni ákveðinn farveg. Smám saman vannst sigur: • stjórnarskrá 1874 • heimastjórn 1904 • fullveldi 1918 • lýðveldi 1944
Frá einangrun til lýðveldis og alþjóðahyggju 1850-1944 • Á þessu skeiði tóku Íslendingar risastökk frá samfélagi bænda og fiskimanna yfir í háþróað tæknisamfélag. • Þessum samfélagsbreytingum hafa fylgt gífurlegar breytingar á orðaforða: • Nýyrði: útvarp, togari, andlitsfarði. • Tökuorð: bíll, jeppi, troll, traktor. • Gömul orð í nýrri merkingu: sími, þulur, þingmaður, skjár. • Orð sem fáir þekkja lengur: taðkvörn, undirristuspaði, kvíar, austurtrog, olíuföt, ífæra.
Upplýsingaöld á bók, blöðum og Neti 1945 – • Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar breyttust valdahlutföll í heiminum gríðarlega. • Ríkjum fækkaði og B.N.A. urðu forysturíki. • Miðlun í sjónvarpi, kvikmyndum, myndböndum og tölvuleikjum fer nú að mestu leyti fram á ensku. • „Alnetið” eða „Internetið” er jafnframt gríðarlega ágengur miðill og flestar upplýsingar þar eru á ensku. • Enginn veit hvaða áhrif þessir miðlar munu hafa á íslenskt mál í framtíðinni. • Hvað haldið þið???