1 / 18

Íslensk málsaga Saga íslensku, bls. 55-62

Íslensk málsaga Saga íslensku, bls. 55-62. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Innflytjendamál 800-1050. Víkingaöld 793-1066 Upphaf: Innrás víkinga í klaustrið í Lindisfarne á Englandi

istas
Download Presentation

Íslensk málsaga Saga íslensku, bls. 55-62

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaSaga íslensku, bls. 55-62 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Innflytjendamál 800-1050 • Víkingaöld 793-1066 • Upphaf: Innrás víkinga í klaustrið í Lindisfarne á Englandi • Lok: Ósigur víkinga í orrustunni við Stafnfurðubryggju (Stamford Bridge) á Englandi • Landnámsöld 870-930 • Upphaf: Norrænir menn taka að flytja til Íslands upp úr 9. öld. • Lok: Búið er í flestum héruðum Ísland um 60 árum eftir að landnám hefst.

  3. Innflytjendamál 800-1050 • Íslenska mótaðist úr máli innflytjenda. • Líklega hefur hún verið svipuð ýmsum norskum mállýskum fyrstu aldirnar. • Eftir að samfélagið róaðist og lífið fór að ganga sinn vanagang fóru menn að móta málið hver í sínum landshluta. • Ýmsar aðstæður hömluðu því þó að mállýskumunur yrði mikill á Íslandi. • Líklega hafa Íslendingar og Norðmenn skilið hverjir aðra fram á 14. öld. • Um þetta skeið vitna ýmsar ritaðar heimildir: • fornlegar orðmyndir í elstu handritum og skáldskap • rím í fornum kveðskap • frásagnir fyrsta málfræðingsins • samanburður við nútímamál á Norðurlöndum.

  4. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fjöldi nýrra orða var tekinn upp með kristni: • Tökuorð:engill, kirkja, altari, prestur, djákni, synd, þolinmæði. • Gömul orð sem fengu nýja merkingu:hvítur, lamb, bæn,freista. • Nýyrði:lofsöngur, prestakall.

  5. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Engar tækninýjungar bárust þó til landsins allt þetta skeið að undanskildu prentverki á 16. öld. • Atvinnuhættir voru óbreyttir og þjóðfélagið kyrrstætt. • Orðaforðinn hélst því kyrrstæður að sama skapi.

  6. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Á 11. öld byrja Íslendingar að skrifa á móðurmáli sínu með latínustöfum. • Þeir dugðu þó ekki til að skrifa öll þau hljóð sem hér þurfti að tákna. • Í latínu eru t.d. bara fimm sérhljóðar: a,e,i,o,u • Íslenskur vísindamaður réði bót á þessu með því að skrifa rit sem kallast Fyrsta málfræðiritgerðin.

  7. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fyrsta málfræðiritgerðin er talin samin um 1140. • Markmið Fyrsta málfræðingsins var að var að búa Íslendingum stafróf svo að hægara yrði að lesa og skrifa lög, ættfræði, þýðingar helgar og hin spaklegu fræði Ara fróða Þorgilssonar.

  8. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Fleiri málfræðiritgerðir voru skrifaðar en sú fyrsta er talin langmerkilegust. • Miklar breytingar urðu á sérhljóðakerfi málsins á þessu skeiði. • Sérhljóðakerfið einfaldaðist úr 18 hljóðum í 8 en tvíhljóðum fjölgaði úr 3 í 5. • Afdrifaríkasta breytingin varð að lengd hljóða varð stöðubundin, þ.e. réðist af nágrenni við önnur hljóð í stað þess að vera föst. • Samhljóðakerfið breyttist mun minna og aðeins lítilsháttar breyting varð á beygingarkerfi málsins.

  9. Íslenska á miðöldum 1050-1550 • Heimildir um þær breytingar sem urðu á íslensku á miðöldum eru ríkulegar: • málfræðiritgerðirnar • handrit af margvíslegum toga, s.s. kveðskapur • bækur sem prentaðar voru undir lok tímabilsins • fornbréf (yfirleitt dagsett!)

  10. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Á tímabilinu 1000-1550 var kaþólskur siður ríkjandi á Íslandi. • Kaþólska kirkjan var í eðli sínu alþjóðleg. Íslendingar ferðuðust því um alla Evrópu fram að siðaskiptum. • Frá og með siðaskiptum árið 1550 var kirkjan undir stjórn Danakonungs sem sífellt herti tökin á íslensku þjóðlífi og varð einvaldur 1662. • Í kjölfar þess einangraðist Ísland, Kaupmannahöfn varð eini tengiliður landsmanna við umheiminn.

  11. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Danskir kaupmenn sátu í íslenskum kaupstöðum og var varð dönsk tunga áberandi. • Tungutak alþýðu breyttist þó ekki að sama skapi. • Menn lásu áfram Íslendingasögur og kváðu rímur. • Oddur Gottskálksson þýddi Nýja testamentið á íslensku á fyrri hluta 16. aldar og árið 1584 var Biblían gefin út í heild sinni á íslensku (Guðbrandsbiblía). • Útgáfa Biblíunnar var því aðeins möguleg að hér var fyrir íslensk rithefð.

  12. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Á titilsíðu Guðbrandsbiblíu segir að hún sé þýdd á norrænt mál. • Orðið íslenska sem heiti á tungumálinu birtist fyrst á prenti árið 1558 í sálmaþýðingum Gísla Jónssonar (1515-1587) biskups í Skálholti!

  13. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Málrækt er hugtak sem notað er um meðvitaða viðleitni manna til að hamla erlendum áhrifum á daglega málnotkun. • Þessa stefnu rekja menn til Ara fróða Þorgilssonar (1068-1148) en hann var kirkjunnar maður og ritaði á móðurmáli sínu. • Bæði Ari fróði og Fyrsti málfræðingurinn kunnu latínu, hið alþjóðlega fræðimál þeirrar tíðar, en kusu að rita á eigin tungu fyrir landsmenn.

  14. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Hreintungustefna er hugtak sem búið hefur verið til utan um útgáfustörf Guðbrands Þorlákssonar (1541/2-1627), biskups á Hólum í Hjaltadal, og rit samverkamanns hans, Arngríms Jónssonar (1568-1648) lærða, skólameistara á Hólum.

  15. Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu • Málrækt óx ásmegin þegar upplýsingartími gekk í garð síðla á 18. öld og enn frekar á 19. öld með stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816. • Efling tungunnar varð líka hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

  16. Frá einangrun til lýðveldis og alþjóðahyggju 1850-1944 • Alþingi var endurreist árið 1845 og markaði það sjálfstæðisbaráttunni ákveðinn farveg. Smám saman vannst sigur: • stjórnarskrá 1874 • heimastjórn 1904 • fullveldi 1918 • lýðveldi 1944

  17. Frá einangrun til lýðveldis og alþjóðahyggju 1850-1944 • Á þessu skeiði tóku Íslendingar risastökk frá samfélagi bænda og fiskimanna yfir í háþróað tæknisamfélag. • Þessum samfélagsbreytingum hafa fylgt gífurlegar breytingar á orðaforða: • Nýyrði: útvarp, togari, andlitsfarði. • Tökuorð: bíll, jeppi, troll, traktor. • Gömul orð í nýrri merkingu: sími, þulur, þingmaður, skjár. • Orð sem fáir þekkja lengur: taðkvörn, undirristuspaði, kvíar, austurtrog, olíuföt, ífæra.

  18. Upplýsingaöld á bók, blöðum og Neti 1945 – • Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar breyttust valdahlutföll í heiminum gríðarlega. • Ríkjum fækkaði og B.N.A. urðu forysturíki. • Miðlun í sjónvarpi, kvikmyndum, myndböndum og tölvuleikjum fer nú að mestu leyti fram á ensku. • „Alnetið” eða „Internetið” er jafnframt gríðarlega ágengur miðill og flestar upplýsingar þar eru á ensku. • Enginn veit hvaða áhrif þessir miðlar munu hafa á íslenskt mál í framtíðinni. • Hvað haldið þið???

More Related