200 likes | 341 Views
Evrópuþing Kiwanis í Gent í Belgíu 4. – 8. júní 2009. Fimmtudagur 4. júní. Brottför kl. 7.55 með flugi frá Keflavík Lent í Amsterdam kl. 12.45 að staðartíma Létt máltíð í flugstöðinni á Schiphol Kl. 14.00 er farið með lest til Gent í Belgíu og komið þangað kl. 17.00
E N D
Fimmtudagur 4. júní • Brottför kl. 7.55 með flugi frá Keflavík • Lent í Amsterdam kl. 12.45 að staðartíma • Létt máltíð í flugstöðinni á Schiphol • Kl. 14.00 er farið með lest til Gent í Belgíu og komið þangað kl. 17.00 • Rúta á lestarstöðinni sem ekur gestum á hótel. • Gist á hóteli í miðborg Ghent - stutt frá þingstað. • Möguleiki á sameiginlegum kvöldverði.
Föstudagur 5. júní • Fundur í Evrópustjórn • Farið á þingstað og náð í þinggögn • Kynning á frambjóðendum • Þingsetning • Vináttukvöldverður • Fyrri partur dags frjáls
Laugardagur 6. júní • Þingfundur • Boðið er upp á dagskrá fyrir maka meðan á þingfundi stendur • Galadansleikur um kvöldið
Sunnudagur 7. júní • Fyrsti fundur nýrrar Evrópustjórnar. • Kl. 11.30 farið til Amsterdam með lest • Komið á hótel í Amsterdam um kl. 14.30. • Gist á hóteli í miðborg Amsterdam. • Möguleiki á sameiginlegum kvöldverði og rölta um borgina á eftir.
Mánudagur 8. júní • Brottför frá hóteli til flugvallar kl. 11.00 • Flug til Keflavíkur kl. 14.00. • Lent í Keflavík 15.15.
Áætlaður kostnaður • Flug til Amsterdam kr. 47.140 E 326 • Lest til Ghent og tilbaka kr. 10.150 E 70 • Gisting í Ghent 3 nætur kr. 27.260 E 188 • Gisting í Amsterd. 1 nótt kr. 12.325 E 85 • Verð á mann ca. 95 – 100 þúsund gengi evru 145 • Verð er miðað við að 2 séu saman í herbergi
Ghent. Ghent er höfuðborg héraðsins Austur-Flanders við ármót Schelde og Lys í grennd við Brüssel í vesturhluta landsins. Árnar og skipaskurðir liggja um borgina og skipta henni í fjölda smáeyja, sem eru tengdar u.þ.b. 200 brúm. Tvær mikilvægar vatnaleiðir tengja borgina við sjó, önnur liggur frá Stóruhöfn í henni norðanverðri til hafnar Terneuzen við Schelde og hin tengir Ghent við Brügge og Oostende
Ghent Vegna þessara samgönguleiða er Ghent meðal helztu verzlunar- og útflutningsmiðstöðva við Norðursjó. Iðnaðurinn skipar enn þá veigamikinn sess í borginni, þótt hann jafnist ekki á við fyrri aldir, því allt frá 15. öld var Ghent í fararbroddi í vefnaðariðnaði í Evrópu. Nútímaiðnaðurinn byggist aðallega á framleiðslu kniplinga, ullarvörum, leðurvörum, sápu, pappír, baðmullar- og hördúk, vélbúnaði, sykri bjór og tóbaksvörum
Ghent Ilrækt í borginni og umhverfis hana er blómleg atvinnugrein. Ghent er vettvangur blómasýninganna Floralies, sem eru haldnar fimmta hvert ár og laða til sín mikinn fjölda gesta víða að í heiminum.Helzta menntastofnun borgarinnar er Borgarháskólinn (1817). Meðal menningastofnana má nefna gott listasafn. Begynhof (Béguinage) er lítill borgarhluti innan borgarmúra í úthverfinu St Amandsberg.
Ghent Þar eru lítil hús, 18 nunnuklaustur og kirkja. Þarna búa 700 nunnur Béguine-reglunnar, sem sinnir líknarstörfum. St Bavon dómkirkjan með grafhvelfingu frá 941 hýsir 12 hluta málverk Hubert van eyck og Jan van Eyck af Aðdáun lambsins. Ghent er fyrst getið í heimildum frá 7. öld og á síðari hluta 9. aldar byggði Baldvin I, greifi af Flanders (Bras de Fer = járnarmurinn), kastala í Ghent til varnar gegn víkingum.
Ghent Þar eru lítil hús, 18 nunnuklaustur og kirkja. Þarna búa 700 nunnur Béguine-reglunnar, sem sinnir líknarstörfum. St Bavon dómkirkjan með grafhvelfingu frá 941 hýsir 12 hluta málverk Hubert van eyck og Jan van Eyck af Aðdáun lambsins. Ghent er fyrst getið í heimildum frá 7. öld og á síðari hluta 9. aldar byggði Baldvin I, greifi af Flanders (Bras de Fer = járnarmurinn), kastala í Ghent til varnar gegn víkingum..
Ghent Síðari saga borgarinnar er náskyld sögu Flanders. Frakkar náðu borginni á sitt vald 1792 en hún varð hluti Niðurlanda árið 1814. Árið 1930 fékk Belgía sjálfstæði og Ghent fylgdi með. Þjóðverjar hernámu borgina í fyrri heimsstyrjöldinni og einnig næstum alla hina síðari. Áætlaður íbúafjöldi 10.379.067 júlí 2006,.
Evrópuþing Kiwanis í Gent í Belgíu4. – 8. júní 2009 Ferðanefnd Kiwanisumdæmisinns og ferðanefnd Keilis.