1 / 22

4. Kafli: Vefir

4. Kafli: Vefir. Líffæra og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir. Vefur / líkamsvefur (tissue). Vefur er hópur svipaðra frumna, oftast af sama stofni, sem starfa saman Til vefjarins tilheyrir líka millifrumuefnið (matrix) Meginvefjaflokkar líkamans eru: Þekjuvefur (epithelial tissue)

jeneva
Download Presentation

4. Kafli: Vefir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4. Kafli: Vefir Líffæra og lífeðlisfræði 103 Guðrún Narfadóttir

  2. Vefur / líkamsvefur (tissue) • Vefur er hópur svipaðra frumna, oftast af sama stofni, sem starfa saman • Til vefjarins tilheyrir líka millifrumuefnið (matrix) • Meginvefjaflokkar líkamans eru: • Þekjuvefur (epithelial tissue) • Stoðvefur (connective tissue) • Vöðvavefur (muscle tissue) • Taugavefur (nervous tissue)

  3. Þekjuvefur (epithelium) • Undirflokkar þekjuvefjar: • yfirborðsþekja (covering and lining epithelium) • Hefur alltaf frítt yfirborð • kirtilþekja (glandular epithelium) • Innkirtlar og útkirtlar

  4. Einkenni þekjuvefjar • Frumur þétt saman, lítið millifrumuefni • Myndar þekju úr einu eða fleiri frumulögum • Grunnhimna (basement membrane) tengir vefinn við undirliggjandi bandvef • Hefur ekkert blóðflæði • Er taugatengdur (has nerve supply) • Hefur mikla endurnýjunarhæfni

  5. Yfirborðsþekja Flokkun yfirborðsþekju byggir á: • Lögun frumna • Flögulaga (squamose) • Teningslaga (cuboidal) • Stuðlalaga (columnar) • Uppröðun frumna • Eitt lag (simple) • Mörg lög (stratified) • Fölsk marglaga þekja (pseudostratified) Dæmi: • einföld flöguþekja í lungnablöðrum og háræðum • marglaga flöguþekja í húð • einföld stuðlaþekja í þörmum

  6. Kirtilþekja (glandular epithelium) • Kirtill er ein fruma eða frumuhópur sem myndar og seytir efnum • Innkirtlar (endocrine glands) (table 4.1J) • kallast líka lokaðir kirtlar • eru án kirtilrása • seyta hormónum út í blóðið • Útkirtlar (exocrine glands) (table 4.1K) • kallast líka opnir kirtlar • hafa kirtilrásir • seyta efnum út um húð eða út í meltingarveg

  7. Stoðvefur (connective tissue) • Algengasta vefjagerðin • Gerður úr frumum og millifrumuefni (matrix) • Millifrumuefnið • er úr grunnefni (ground substance) og þráðum (fibers) • hlutfallslega mikið millifrumuefni miðað við frumur • Hefur ríkulegt blóðflæði • nema brjósk, sinar og liðbönd sem eru án blóðflæðis • Hefur taugatengingu • brjósk er þó undantekning

  8. Frumur í stoðvef • Frumur eru breytilegar eftir vefjagerð • t.d. blóðkorn í blóði og beinfrumur í beinvef • Algengar frumugerðir í stoðvef • Fibroblastar (þráðmyndunarfrumur) • Macrophagar (átfrumur) • Mastfrumur (mynda histamín) • Fitufrumur

  9. Millifrumuefni (matrix) í stoðvef • Milli frumna er grunnefni með próteinþráðum • Þræðirnir eru þrenns konar: • Stífir kollagenþræðir • t.d. í beinum og sinum • Teygjuþræðir • t.d. í húð, æðum og lungum • Netjuþræðir • t.d. milli fitufrumna og í eitlum

  10. Flokkun stoðvefjar • Laus bandvefur (loose connective tissue) • Þéttur bandvefur (dense connective tissue) • Bein (bone tissue) • Brjósk (cartilage) • Blóð (blood tissue) • Vessi (lymph)

  11. Flokkun á lausum bandvef • Laus almennur bandvefur (areolar connective tissue) • Fituvefur (adipose tissue) • Netjubandvefur (reticular connective tissue) Í lausum bandvef er hlutfallslega meira af grunnefni en þráðum

  12. Laus almennur bandvefur (table 4.2A) • Margar frumugerðir • Milli frumna er mjúkt grunnefni með kollagenþráðum, teygjuþráðum og netjuþráðum • Vefurinn er mjúkur og teygjanlegur • Finnst víða í líkamanum, m.a. í undirhúð og slímhimnum • Myndar fylliefni milli líffæra

  13. Fituvefur (table 4.2B) • Fitufrumur (adipocytar) • mynda mestan hluta vefjarins • stór fitudropi fyllir frumuna að mestu • Fituvefur er m.a. í undirhúð, milli líffæra og í gulum beinmerg • Hlutverk fituvefjar er forðanæring, einangrun og stuðningur

  14. Netjubandvefur (table 4.2C) • Í netjubandvef eru netjufrumur (reticulocytar) • Milli frumnanna eru netjuþræðir • Vefurinn er í líffærum ónæmiskerfisins svo sem í lifur, eitlum og milta

  15. Þéttur bandvefur Flokkun: • Þéttur reglulegur bandvefur (4.2D) • Þéttur óreglulegur bandvefur (4.2E) • Teygjanlegur bandvefur (4.2F) Í þéttum bandvef er hlutfallslega meira af þráðum en grunnefni. Þræðirnir auka styrk

  16. Brjóskvefur • Í brjóski er brjóskfrumur (chondrocytar) sem liggja í lónum (lagunae) stakar eða fleiri saman • Í millifrumuefninu eru ýmist kollagen- eða teygjuþræðir • Brjóskvefur hefur hvorki blóðflæði né taugatengingu

  17. Flokkun brjóskvefjar • Glærbrjósk (hyaline cartilage) (table 4.2G) • milli frumna eru fínlegir kollagenþræðir • algengasta brjóskgerðin • Trefjabrjósk (fibrocartilage) (table 4.2H) • milli frumna eru stífir kollagenþræðir • er t.d. í brjóskþófum milli hryggjarliða • Gulbrjósk (elastic cartilage) (table 4.2I) • milli frumna eru teygjuþræðir • er t.d. í eyrum

  18. Beinvefur Flokkun: • Þétt bein (compact bone) • Gert úr hringlaga einingum sem kallast Havers kerfi • Frauðbein (spongy bone) • Gert úr beinbjálkun • Aðsetur rauða beinmergsins Nánari umfjöllun um beinvef í 6. kafla

  19. Fljótandi stoðvefur • Blóð • Blóðvökvi (plasma) u.þ.b.55% • Blóðkorn u.þ.b.45% • rauð blóðkorn (erythrocytar) flytja súrefni • hvít blóðkorn (leucocytar) sjá um varnir líkamans • blóðflögur (thrombocytar) sjá um stöðvun blæðinga • Vessi • tær vökvi, staðsettur í vessaæðum • líkist blóðvökva, en hefur minna próteininnihald • hefur nokkrar frumugerðir Nánari umfjöllun um blóð og vessa í LOL203 (kaflar 14 og 17)

  20. Vöðvavefur • Frumur vöðvavefjar eru sérhæfðar til samdráttar • Við vöðvasamdrátt er efnaorku (ATP) breytt í hreyfiorku • Vöðvavefur er flokkaður í: • Beinagrindarvöðva (skeletal muscle) • Slétta vöðva (smooth muscle) • Hjartavöðva (cardiac muscle) Nánari umfjöllun um vöðvavef í 8. kafla

  21. Taugavefur • Taugavefur • tekur á móti áreiti (stimuli) og breytir því í taugaboð • flytur boðið áfram til annarra taugafrumna, vöðvafrumna eða kirtla • Frumur í taugavef: • Taugafrumur (neurones) eru sérhæfðar boðfrumur • Taugatróð (neuroglia) flytur ekki boð en sér um ýmsa aðra starfsemi taugavefjarins Nánari umfjöllun um taugavef í 9. kafla

  22. Himnur líkamans • Líkaminn er þakinn og fóðraður af himnum • Himnurnar eru gerðar úr þekjuvef og undirliggjandi bandvef • Himnunum má skipta í flokka: • Slímhimnur (mucosa) • Klæða holrými sem opnast út á yfirborð, t.d. meltingarveg • Háluhimnur (serosa) • Klæða líffæri að utan og líkamshol (brjósthol og kviðarhol) að innan • Húð (cutis) • Klæðir líkamann að utan • Liðhimnur • Hafa ekki þekjuvef • Klæða liðhol að innan og mynda liðvökva

More Related