180 likes | 337 Views
Almennar upplýsingar um nám að loknum grunnskóla. Náms- og starfsráðgjafar Árbæjar, Breiðholts, Grafarholts og Norðlingaholts. Framhaldsnám…af hverju?. Mikilvægt að bæði unglingar og foreldrar velti þessari spurningu fyrir sér.
E N D
Almennar upplýsingar um nám að loknum grunnskóla Náms- og starfsráðgjafar Árbæjar, Breiðholts, Grafarholts og Norðlingaholts
Framhaldsnám…af hverju? • Mikilvægt að bæði unglingar og foreldrar velti þessari spurningu fyrir sér. • Mikilvægt að velja framhaldsnám út frá eigin forsendum…ekki vinanna eða foreldranna! • Skoða bæði kosti og galla mismunandi námsleiða og mismunandi skóla. • Allir sem lokið hafa grunnskóla eiga rétt á námi í framhaldsskóla. • Margt í boði…Hvað hentar mér?
Námsbrautir framhaldsskóla • Bóknámsbrautir • Starfsnámsbrautir • Listnámsbrautir • Starfsbrautir • Almenn námsbraut
Bóknám • Bóknám er nám á bóknámsbrautum; félagsfræðibraut, málabraut og náttúrufræðibraut. • Námi á bóknámsbraut lýkur með stúdentsprófi. • Stúdentspróf veitir aðgang að háskólanámi.
Stúdentspróf • Stúdentspróf er samtals 140 einingar sem skiptast á eftirfarandi hátt: • Kjarni, 98 ein. Námsgreinar sem öllum nemendum er skylt að taka. Námsgreinarnar eru mismunandi eftir brautum. • Kjörsvið, 30 ein. Nemandi velur sér tilteknar greinar sem mynda kjörsvið hans. Þetta eru greinar á sviði félagsvísinda, náttúrufræða og tungumála. • Frjálst val, 12 ein. Valgreinar í skólanum eða metið frá öðrum skólum.
Nám sem lýkur með stúdentsprófiBóknámsbrautir • Félagsfræðibraut • Aðaláhersla er á félagsfræði, sálfræði, sögu, fjölmiðlafræði, uppeldisfræði, þjóðhagfræði eða tölfræði. • Málabraut • Aðaláhersla er á tungumálanám, velja 3. og 4. mál, t.d. þýsku, frönsku eða spænsku. • Náttúrufræðibraut • Aðaláhersla á náttúrufræðigreinar s.s. stærðfræði, líffræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði. • Viðskipta og hagfræðibraut
Starfsnám • Starfsnám er nám í ýmiss konar iðngreinum og styttri námsleiðir sem veita réttindi til starfa á ákveðnu sviði. • Starfsnám er bæði bóklegt og verklegt nám sem fer fram í skóla og stundum á vinnustað. • Námið getur tekið frá einni önn upp í 5 ár.
Starfsnám • Námi á iðnbrautum lýkur með sveinsprófi. • Námi á styttri námsleiðum lýkur með ýmiss konar réttindaprófi. • Sveinspróf veitir rétt til náms í Meistaraskóla. • Nemendur geta tekið viðbótarnám til stúdentsprófs ef þess er óskað.
Listnám • Listnámsbraut.Markmið með brautinni er að leggja grunn að frekara námi í listgreinum, sérskólum eða í skólum á háskólastigi. • Námið tekur þrjú ár og hægt er að velja um fjórar listgreinar: dans, hönnun, myndlist og tónlist. Hægt er að bæta við einingum upp í stúdentspróf
Almenn námsbraut • Almenn námsbraut er opin öllum þeim sem hafa lokið grunnskóla. Nám á brautinni er breytilegt eftir skólum og tekur 1-2 ár. Brautin hentar nemendum sem: • eru óákveðnir og hafa ekki gert upp huga sinn • uppfylla ekki skilyrði á námsbrautir
Áfanga- og bekkjarkerfi • Nám í framhaldsskólum er skipulagt ýmist eftir áfanga- eða bekkjarkerfi. • Mikilvægt að nemendur meti hvort kerfið henti þeim betur.
Áfangakerfi • Skólaárið er skipulagt eina önn í senn og námsefni skipt niður í sérstaka áfanga. • Skólaárið skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn og lýkur hvorri önn með lokaprófum í viðkomandi áfanga • Áfangar eru merktir þremur tölustöfum sem gefa m.a. til kynna röð áfanga innan námsgreinar og einingafjölda en fyrir hvern áfanga er hægt að fá eina til þrjár einingar (sbr. Ísl. 102 eða Stæ. 103)
Bekkjarkerfi • Nemendum skipt í bekki sem fylgjast að allan veturinn (- valgreinar) • Námið er skipulagt sem heils vetrar nám • Fyrsta árið er yfirleitt eins hjá öllum • Nemandi þarf að fá ákveðna lokaeinkunn að vori til að halda áfram í 2. bekk • Lokapróf í hverri grein er stúdentspróf
Bundið áfangakerfi • Námsefni er skipt niður í áfanga en kennt í bekkjakerfi, þannig að nemendur fylgja sama hópi í námi sínu.
Heimavistir úti á landi • Nemendum er bent á að víða úti á landi má finna heimavistarskóla.
Inntökuskilyrði • Inntökuskilyrði eru mismunandi milli skóla. • Nemendum og foreldrum þeirra er bent á að leita sér upplýsinga hjá viðkomandi framhaldsskóla.
Kynning á framhaldsskólum • Kynningardagur - samstarf allra grunnskóla í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Þjónustumiðstöðva Breiðholts, Árbæjar og Grafarholts. HVAR? Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti • HVENÆR? 21. janúar 2009 frá kl. 17-20
Gagnlegar vefslóðir • Menntagátt er upplýsingavefur um framhaldsskólana og innritun www.menntagatt.is • Nám að loknum grunnskóla – bæklingur frá Menntamálaráðuneytinu http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/namlok_2007.pdf • Iðan fræðslusetur – upplýsingar um nám og störf www.idan.is