280 likes | 559 Views
Sýkingavarnir gegn fuglaflensu. Ása St. Atladóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Sóttvarnasviði, Landlæknisembættisins. Thank You. Inflúensuveirur. Tilheyra veirufjölskyldunni Orthomyxoviridae Eru flokkaðar í þrjá megin stofna A, B og C eftir mótefnavökum
E N D
Sýkingavarnir gegn fuglaflensu Ása St. Atladóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Sóttvarnasviði, Landlæknisembættisins
Inflúensuveirur • Tilheyra veirufjölskyldunni Orthomyxoviridae • Eru flokkaðar í þrjá megin stofna A, B og C eftir mótefnavökum • Margir undirflokkar eru til af inflúensuveiru A sem hver um sig sýkir vanalega ákveðnar dýrategundir (menn, svín, hesta, seli, hvali, kattardýr o.s.frv.) • Fuglaflensuveirur (avian influenza viruses) eru inflúensu A veirur af undirflokkum sem sýkja fyrst og fremst fugla • Af hundruðum undirtegunda fuglaflensu hafa aðeins fjórar tegundir valdið þekktum sýkingum í mönnum þ.e. H5N1, H7N3, H7N7 og H9N2
Árstíðabundin flensa í mönnum • Gengur í árlegum faröldrum oftast frá nóvember fram í mars, 10% þjóðarinnar sýkist • Meðgöngutími er 1-4 dagar og getur sýktur einstaklingur smitað í 24 klst áður en er orðinn veikur, í allt að 3-5 daga • Smitast með úða úr öndunarvegi og snertingu við smitefni á höndum • Getur valdið fylgikvillum • Áhersla lögð á árlega bólusetningu
Fuglaflensa í fuglum • Væg fuglaflensa finnst í fuglum um allan heim en fuglaflensa (alvarlega gerðin) var fyrst greind á Ítalíu 1878 • Allir fuglar taldir geta sýkst en villtar fugla-tegundir (einkum vatnafuglar)virðast bera í sér veiruna, í görnunum, án einkenna • Alifuglar eru viðkvæmir fyrir smiti af veirunni og geta fengið væga fuglaflensu (LPAI) og alvarlega fuglaflesnu (HPAI) • Fram til nú hafa faraldrar alvarlegrar fuglaflensu verið sjaldgæfir • Faraldur alvarlegrar fuglaflensu geisar nú í fuglum í SA-Asíu og hefur breiðst út til austur-hluta Evrópu. Furðanlega lítið um smit í menn
Af hverju byrjaði fuglaflensan í Asíu? Þéttleiki mannabyggðar Þéttleiki alifuglahalds (Source: FAO)
Fuglaflensa H5 hefur greinst í eftirtöldum löndum 27. feb 2006
Inflúensa A veira breiðist um heim allan með vatnafarfuglum Undirflokkar inflúensu A: H1-H16 N1-N9
Fuglaflensan hefur ekki greinst hér á landi • Sóttvarnalæknir, Landbúnaðarstofnun/Yfirdýralæknir og Umhverfisstofnun vinna saman að leiðbeiningum fyrir almenning og sérhópa • Aukin samvinna í sóttvörnum með Evrópusambandinu og Alþjóða heilbriogðisstofnuninni • Bætt vöktun með því sem er að gerast
Sýkingavarnir meðal almennings • Forðast snertingu við hugsanlega sýkta fugla • Ef gengið er fram á sýktan fugl á víðavangi er mælt með að grafa hann á staðnum án snertingar • Vandaður handþvottur og þurrkun er besta sýkingavörnin
Aðferð til handhreinsunar Lófi mót lófa Vinstra handarbak móti hæ.lófa Hæ. Handarbak móti vi.lófa Milli allra fingra
Fingurgómar og neglur Nudda þumla í hring Inni í lófa
Smitdreifing milli fugla • Veiran útskilst með saur og slími úr öndunarfærum sýktra fugla og er bráðsmitandi þeirra á milli • Veiran berst með lifandi fuglum, fólki (t.d. menguðum skóm og fatnaði), menguðum farartækjum, búnaði og fóðri • Fuglaflensuveirur geta lifað lengi í umhverfinu, einkum við lágt hitastig H5N1 getur lifað í fuglaskít í ca 35 daga við 4°C H5N1 getur lifað í saursýnum í 6 daga við 37°C H5N1 getur lifað í vatni í fjóra daga við 22°C en í a.m.k. 30 daga við 0°C
Auðvelt er að eyða fuglaflensuveiru • Veiran er viðkvæm fyrir ýmsum sápum • Þolir ekki súrt sýrustig • Veiran drepst við hitun; við 56°C í 3 tíma við 60°C í 30 mínútur 70°C í eina mínútu • Veiran drepst af flestum algengum sótthreinsunarefnum s.s. 70% ethyl alkóhóli, klórefnum, oxandi efnum o.fl.
Einkenni á sýktum alifugli • Deyfð og lystarleysi og veruleg fækkun eggja hjá varpfuglum • Bjúgur í andliti, þroti og blámi á kambi og sepum • Depilblæðingar innvortis • Bráðadauði allt að 100%
Ef fuglaflensa greinist hér á landi: Fyrirliggjandi eru leiðbeiningar um sýkingavarnir fyrir starfsmenn sem vinna með sýkta fugla • Ógegndræpir einnota hanskar eða margnota gúmmíhanskar • fínagnasía (öndunargríma) með N95 síunarhæfni • Hlífðarfatnaður • Hlífðargleraugu • Gúmmístígvél • Leiðbeiningar um meðferð
Grundvallaratriði varna gegn smiti • Stöðva útbreiðslu og útrýma sýkingum í alifuglum • Halda fjölda útsettra alifugla og einstaklinga í lágmarki • Beita ávallt grundvallarvarúð gegn sýkingum
Fuglaflensa í mönnum • Afar sjaldgæft að fuglaflensa smitist í menn • Í faraldrinum sem hefur geisað í Asíu frá 2003 hafa aðeins 173 menn greinst með sýkinguna • Ekkert smit hefur orðið milli manna • WHO mælir með einangrun í sérútbúnum einangrunarherbergjum og hlífðarbúnaði sem stöðvar allar smitleiðir
Þann 27. febrúar 2006 höfðu 173 menn greinst með fuglaflensu Þar af eru 93 látnir. Heimild WHO
Það sem verið er að hindra að veiran umbreytist í nýja manna-inflúensuveiru og hrindi af stað heimsfaraldri inflúensu
Heimsfaraldrar inflúensu A í 115 ár 1977:H1N1 20xx: HxNx ? 1968: H3N2 1957:H2N2 Antigen drift 1918: H1N1 Antigen drift 1890: H2N? Antigen drift Antigen drift ~ 30 ár ~ 40 ár ~ 10 ár ~ 38+? ár Uppstokkun mótefnavaka
Viðbúnaðaráætlun Markmið: • að hindra að faraldur berist til landsins • að draga úr útbreiðslu ef hann berst • lækna og líkna sjúkum • vernda þá sem greina og sinna sjúkum • vernda þá sem viðhalda lífsnauðsynlegri starfsemi í landinu
Nefnd ráðuneytisstjóra1. mars 2005 • Ríkisstjórnarsamþykkt 7. október • Þróun áhættumats til samræmis við viðbúnað í öðrum löndum, hjá ESB og WHO • Aðlaga viðbúnaðaráætlun hérlendis • Sóttvarnalæknir, almannavarnir og heilbrigðisstofnanir • Aukin samvinna yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis – súnur og rannsókn á fuglainflúensu hérlendis
Vikuleg dánartíðni á Íslandi Vikulegar dánartölur 2005 95% viðmiðunarmörk Vikulegar meðaldánartölur 2000-2004 Staðfest tilfelli af inflúensu A