1 / 12

Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Margrét Júlía Rafnsdóttir. Barnaheill – Save the Children. Alþjóðleg frjáls félagasamtök óháð trúarbrögðum og stjórnmálum. Voru stofnuð í Bretlandi 1919 og á Íslandi 1989. 28 landsfélög í alþjóðasamtökunum sem starfa í 120 löndum.

jenis
Download Presentation

Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Margrét Júlía Rafnsdóttir 27. apríl 2009

  2. Barnaheill – Save the Children • Alþjóðleg frjáls félagasamtök óháð trúarbrögðum og stjórnmálum. • Voru stofnuð í Bretlandi 1919 og á Íslandi 1989. • 28 landsfélög í alþjóðasamtökunum sem starfa í 120 löndum. • Mannréttindasamtök sem vinna að mannréttindum barna um allan heim. Barnaheill á Íslandi vinna verkefni í Kambódíu, Afganistan og á Íslandi. • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leiðarljós samtakanna. • Áherslur: vernd barna s.s. gegn öllu ofbeldi, grunnmenntun fyrir öll börn, heilbrigðismál og neyðaraðstoð. Samtökin vinna að bættum hag barna með þátttöku þeirra, í gegnum málsvarahlutverk og fræðslustarf og verkefni. 27. apríl 2009

  3. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna • 19. grein: Vernd gegn ofbeldi og vanrækslu: Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingaleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skuli veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning. • 34. grein: Börn eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, s.s. Þátttöku í hvers kyns kynferðislegri háttsemi, vændi eða klámi. 27. apríl 2009

  4. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn öllu ofbeldi m.a. líkamlegum og andlegum refsingum. • Samkvæmt íslenskum lögum er öflun, hýsing og dreifing á efni sem sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt bannað. 27. apríl 2009

  5. Vinna Barnaheilla gegn ofbeldi á börnum - fræðsluvefur www.barnaheill.is/verndumborn/ • dreifing á fræðsluefni til heilsugæslustöðva og víðar; Þetta er líkami minn. samstarf við SAFT verkefnið og Póst – og fjarskiptastofnun um örugga netnotkun og vefinn www.netsvar.is • umsagnir um lagafrumvörp • ályktanir til stjórnvalda og fjölmiðla - símaráðgjöf 27. apríl 2009

  6. Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi • Þáttur Netsins í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum: www.barnaheill.is: margs konar upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og vernd þeirra gegn því. • Ábendingalína þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt efni á vefnum. 27. apríl 2009

  7. Ábendingalínan Janúar 1999 Tilskipun no 276/1999/EC frá Evrópuþinginu efla örugga notkun Internetsins og berjast gegn ólöglegu og skaðlegu efni á netkerfum Nóvember 1999 INHOPE stofnað með stuðningi “European Commission’s Safer Internet Action Plan” Október 2001 Ábendingalína (Hotline) Barnaheilla opnaði formlega 30. okt. 2001og var þar með orðinn þátttakandi í INHOPE 2009 Samstarf við Ríkislögreglustjóra um að þeir skoði og reki slóðir ábendinga. 27. apríl 2009

  8. Fjöldi ábendinga • Frá 2001- 2007: alls bárust 3.833 ábendingar, eða að meðaltali um 53 á mánuði. • 1.244 ábendinganna töldust vera kynferðislegt eða klámfengið efni af barni, eða um að meðaltali 17 á mánuði. Það er í rúmlega 32% tilvika. Þetta hlutfall var lágt til að byrja með, var t.d 25% árið 2002, en jókst fram til ásins 2006 í rúmlega 55%. Árið 2007 var hlutfallið rúm 50%. Ábendingum heldur fækkað frá 2006. • 2007: 308 ábendingar,155 (50%) þeirra töldust vera kynferðislegt eða klámfengið efni af barni. • 1.09.2007-29.02.2008 bárust alls 119 ábendingar, 57 þeirra (47% )töldust vera kynferðislegt eða klámfengið efni af barni. 27. apríl 2009

  9. 27. apríl 2009

  10. Ábendingarnar • Síður þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. • Síðurnar flestar erlendar og hýstar erlendis. • Síðunum lokað, en erfitt að finna fórnarlömbin og hjálpa þeim:Í gagnagrunni Interpol eru meira en 500.000 myndir af meira en 20.000 börnum, einungis um 800 þeirra hafa fundist. • Í auknum mæli ábendingar um síður með íslensku efni, sem eru hýstar erlendis. Erfitt að hafa upp á ábyrgðarmönnum. Eru síður þar sem hver og einn getur sett inn efni. Einnig vegna tælingar. 27. apríl 2009

  11. Tæling á Neti • Tæling er þýðing á enska orðinu grooming. Með nettælingu er átt við að fullorðinn einstaklingur setur sig í samband við barn á netinu og reynir að byggja upp trúnað, traust og vináttu barnsins, t.d. með því að hrósa barninu og sýna því umhyggju. Hann reynir enn fremur að skapa vantraust hjá barninu gagnvart fjölskyldu þess. Sá fullorðni segist yfirleitt vera annar en hann er og oft að hann sé barn eða unglingur. Hann fer svo að vera með kynferðislega tilburði og kynferðislegt tal og gera kröfur  um kynferðislegar athafnir hjá barninu t.d. í gegn um vefmyndavélar eða að barnið hitti hann. 27. apríl 2009

  12. Hvert getur sá sem orðið hefur fyrir Nettælingu snúið sér? • Hægt er að fara til lögreglu og kæra slíkt. Þá þarf að gefa upp hvenær Nettælingin hófst, gefa upp netföng, aðgangsorð o.fl. Foreldrar geta kært fyrir hönd barna sinna. Barnið er svo kallað til skýrslutöku í Barnahúsi eða í Héraðsdómi Reykjavíkur ef barnið býr í Reykjavík. Barnavernd í hverju sveitafélagi sér um að barni sé skipaður réttargæslumaður sem er viðstaddur skýrslutökuna. Barn sem lent hefur í Nettælingu, þarf ekki að að svara neinum fyrirspurnum um málið, né lýsa málsatvikum á öðrum vettvangi en í skýrslutökunni. 27. apríl 2009

More Related