1 / 22

Íslensk málsaga Með stílvopn í hendi, bls. 86-96

Íslensk málsaga Með stílvopn í hendi, bls. 86-96. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað er lingua patris og lingua matris?. Landnámsmenn kunnu líklega að rista rúnir þótt þær hafi ekki varðveist á Íslandi. Rúnirnar voru ristar í tré sem er forgengilegt efni.

lavada
Download Presentation

Íslensk málsaga Með stílvopn í hendi, bls. 86-96

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaMeð stílvopn í hendi, bls. 86-96 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Hvað er lingua patris og lingua matris? • Landnámsmenn kunnu líklega að rista rúnir þótt þær hafi ekki varðveist á Íslandi. • Rúnirnar voru ristar í tré sem er forgengilegt efni. • Á 11. öld lærðu Íslendingar að skrifa latínuletur. • Skólar voru stofnaðir þar sem karlmenn lærðu til prests. • Þar skrifuðu menn að öllum líkindum bænir, klausur um dýrlinga og önnur hagnýt atriði fyrir verðandi presta. • Frumtextinn var á latínu, lingua patris (föðurtunga). • Hver og einn talaði svo heima hjá sér lingua matris (móðurtunga). • Þetta lýsir þeirri skoðun miðaldarmanna að latína sé mikilsverðust allra tungumála.

  3. Hvað mótaði stílinn? • Mælskufræði er forn list hjá Grikkjum og Rómverjum. • Mælskumaðurinn Cicero (106-43 f.Kr.) talaði um að til væru þrjár stíltegundir sem hægt væri að nota eftir því hvert markmið ræðunnar væri: • Einfaldur stíll til að rekja staðreyndir eða sannanir. • Hófstilltur stíll til skemmtunar. • Tilfinningaþrunginn stíll til að snúa hug áheyrandans.

  4. Hvað mótaði stílinn?, frh. • Hjá Íslendingum tók stíllinn einnig mið af því hvort markmið texta væri að fræða, skemmta eða hrífa. • Prestlærlingar sérhæfðu sig einkum í tveimur síðarnefndu stíltegundunum. • Setningaskipan og orðfæri mótaðist þá að fyrirmyndinni, latínu. • Málsgreinar í slíku máli eru langar og ýmis sérkenni latínu skína í gegn.

  5. Hvað mótaði stílinn?, frh. • Þessi stíll, sem kallast lærður stíll eða skrúðstíll, náði hámarki í sögum af helgum mönnum á 14. öld. • Í textum af þessu tagi eru málsgreinar langar, mikið er af innskotssetningum, lýsingarorð eru mörg og gildishlaðin og lýsingarhættir nútíðar og þátíðar eru meira notaðir en almennt tíðkast í venjulegu talmáli. • Þetta er andstæða þjóðlegs stíls sem einnig var skrifaður á miðöldum, t.d. í Íslendingabók, Íslendingasögum og konungasögum. • Berið í þessu sambandi saman stílinn á Tveggja postula sögu Jóns og Jakobs annars vegar og stílinn á Íslendingabók og Heimskringlu hins vegar. Sjá bls. 87-88.

  6. Íslendingar lærðu að skrifa eigin stíl • Smám saman fjölgaði skriftlærðum mönnum á Íslandi og þeir þróuðu sinn eigin stíl. • Smám saman komust á legg kynslóðir íslenskra höfunda sem skrifuðu á íslensku um Íslendinga. • Þeir fóru sparlega með orð og málsgreinar þeirra einkenndust af aðalsetningum (í stað aukasetninga í skrúðstíl).

  7. Íslendingar lærðu að skrifa eigin stíl, frh. • Dæmi: • Frumlag – sögn – andlag: • Gunnar tók atgeirinn • Andlagi skotið fremst í setningu til áhersluauka: • Laxa skulum vér veiða, faðir • Sögn færð fremst í setningu til að auka á hraða frásagnarinnar: • Síðan skildu þau mæðgin, og reið Þorsteinn til skips og fór utan um sumarið. Komu þeir norðarlega við Noreg um haustið. Fór Þorsteinn vistfari til Styrkárs á Gimsar og var þar um veturinn. Féll vel á með þeim Styrkári.

  8. Hvernig skrifuðu embættismenn? • Lög verða að vera ótvíræð til þess að menn viti hvað er rangt og rétt. • Skýrslur kirkjunnar um eignir og máldaga urðu að vera ótvíræðar og skýrar. • Stíllinn mótaðist af því. • Sjá brot úr Vígslóða í Grágás á bls. 90.

  9. Erlend yfirráð • Íslendingar gengust undir vald Noregskonungs 1262-64. • Danakonungur komst svo til valda við lok 14. aldar. • Verslun færðist smám saman í hendur útlendra manna. • Gagnger tímamót urðu svo í margvíslegu tilliti við siðaskiptin 1550.

  10. Siðaskipti og útgáfa Biblíunnar – pappír og bókaprentun • Íslendingar fengu pappír á 15. og einkum 16. öld. • Þá fóru að berast hingað áhrif andófsmanna sem gagnrýndu kaþólsku kirkjuna fyrir spillingu. • Árið 1550 náðu siðaskiptamenn yfirráðum á Íslandi með fulltingi Danakonungs þegar Jón Arason og synir hans voru hálshöggnir í Skálholti. • Í kjölfarið eignaðist konungur allar eiginir kirkjunnar og sendi hingað umboðsmenn sína til að stjórna landinu. • Kaupmannahöfn varð ótvíræð höfuðborg landsins langt fram á 19. öld.

  11. Siðaskipti og útgáfa Biblíunnar – pappír og bókaprentun, frh. • Oddur Gottskálksson (d. 1556) þýddi Nýja testamentið. • Það var prentað í Hróarskeldu 1540. • Bókin er þýdd á kjarnmikið íslenskt mál, að mestu laus við skrúðstíl. • Þýðing Odds er kjarninn í nútímaþýðingu ritsins. • Guðbrandur Þorláksson (1541/-1627) biskup á Hólum lét þýða alla Biblíuna. Sú útgáfa gengur undir nafninu Guðbrandsbiblía. • Þýðingu Odds á Nýja testamentinu lét hann halda sér að mestu leyti en notaði ýmsar aðrar þýðingar á Gamla testamentinu. • Guðbrandsbiblía kom út árið 1584 og er án efa mesta afrek íslenskrar prentsögu.

  12. Siðaskipti og útgáfa Biblíunnar – pappír og bókaprentun, frh. • Nýja testamentið og Guðbrandsbiblía lögðu grunninn að íslensku kirkjumáli og studdu íslenskt ritmál þegar að því var sótt. • Í kjölfarið kom svo pappírsflóðið. Hundruð bóka og handrita voru prentuð á þetta nýja efni sem var miklu ódýrara og handhægra en skinn.

  13. Embættismenn skrifuðu kansellístíl • Kansellístíll er kenndur við Kansellí, eina af stjórnarskrifstofum í Kaupmannahöfn. • Embættismenn menntuðust í Hafnarháskóla þar sem fræðimenn töluðu þýskuskotna dönsku. • Þetta skín í gegn í kansellístílnum. • Sjá dæmi á bls. 92; sérlega langar málsgreinar með ótal setningum og innskotum. • Mikið er af latneskum, dönskum, þýskum og jafnvel frönskum slettum!

  14. Bækur komu út eftir alþýðumenn • Sjá brot úr ferðasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk á bls. 105-106. • Árni er ómenntaður maður sem drífur sig út í heim 27 ára gamall og skrifar svo ferðasögu sína á gamals aldri þegar hann er kominn heim aftur. • Takið eftir dönskuskotnum stílnum!

  15. Upplýsing, rómantík og sjálfstæðisbarátta • Íslenskir upplýsingarmenn á 18. öld voru t.d. • Eggert Ólafsson varalögmaður • Hannes Finnsson biskup • Magnús Stephensen dómstjóri • Upplýsingarmenn lögðu áherslu á að menn skrifuðu læsilegt mál enda var markmið þeirra að mennta alþýðu manna. • Á 18. öld var líka fyrirskipað að prestar skyldu hafa eftirlit með því að börn lærðu að lesa.

  16. Upplýsing, rómantík og sjálfstæðisbarátta, frh. • Lærði skólinn með Sveinbjörn Egilsson og Hallgrím Scheving í fararbroddi mótaði nýja kynslóð stúdenta sem síðar stóðu í eldlínunni og héldu á lofti kröfum um sjálfstæði. • Menn fóru að amast við dönsku sem víða var farin að vera býsna áberandi. • Rasmus Christian Rask taldi í upphafi 19. aldar að innan 100 ára yrði danska viðtekið tungumál á Íslandi. • Á 19. öld byrjuðu að koma út blöð á Íslandi, yfirleitt vikulega, og voru þau lesin upp til agna í sveitum landsins.

  17. Af hverju ömuðust menn við dönsku? • Kaupmannahöfn var höfuðborg Íslands til 1874. • Þá fengu Íslendingar stjórnarskrá, Alþingi fékk meiri völd og staða Reykjavíkurborgar styrktist þegar fyrsti íslenski ráðherrann settist þar að árið 1904. • Fram að þessu hafði danska verið áberandi í kaupstaðnum, sérstaklega meðal embættismanna og kaupmanna. • Áhrif dönsku minnkuðu hins vegar mjög á meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð. • Kynslóðinni sem ólst upp á tímum sjálfstæðisbaráttunnar var kennt að vera í nöp við Dani.

  18. Hvenær færðist enska í aukana? • Enska helltist yfir landsmenn í seinni heimsstyrjöldinni: • Hingað komu breskir og bandarískir hermenn í þúsundatali. • Með þeim hélt tækniöld innreið sína í íslenskt samfélag enda hafði herinn meðferðis margvíslegar vélar og tæki sem menn höfðu ekki áður haft reynslu af.

  19. Hvenær færðist enska í aukana?, frh. • Ensk áhrif birtast í málinu með marvíslegum hætti. • Ensk orð eru algeng, bæði sem tökuorð og slettur. • Enska getur einnig raskað orðaröð; mörgum er tamara að grípa til þomyndar í stað þess að nota germynd eins og venja er í íslensku. • Lýsingarháttur nútíðar er notaður mun meira nú en áður. • Nafnorð eru notuð í auknum mæli í stað sagna.

  20. Hvenær færðist enska í aukana?, frh. • Hvað er t.d. að þessum málsgreinum: • Mörkin voru skoruð af Jóni. • Sjónvarpsstjörnur taka bað. • Þegar þú kemur þarna, þá ferð þú. • Hafandi skorað fyrra markið. • Hann gerði rannsókn á fyrirbærinu. • Mikil aukning er á sölunni. • Hvað er nafnið? • Er ekki erfitt fyrir Íslendinga að spila í svona hita verandi búnir að vera í kulda hérna heima? • Lögreglan getur ekki sinnt eðlilegu nætureftirliti í miðbænum vegna aukningar á mannaflaskorti.

  21. Spjallrásir, tölvupóstur, sms og blogg • Tölvur og farsímar eru til á flestum heimilum og stór hluti landsmanna notar þessi tæki á hverjum degi. • Samskipti fólks eiga sér nú að miklu leyti stað í gegnum tölvur eða síma: • tölvupóstur • blogg • sms • msn • facebook • ... • Í þessum samskiptum er farið að bera á áður óþekktum stíl. • Sjá dæmi um nýja orðnotkun á bls. 96-96.

  22. Stofnanamál nútímans • Stofnanamál er hinn nýi kansellístíll! • Þar ríkir nafnorðastíll og endurtekningar eru tíðar. • „Rannsóknir eru gerðar á rannsóknasviði rannsóknaráðs af starfsmönnum rannsóknaráðs.“ • Skoðið til samanburðar bréf í kansellístíl á bls. 96.

More Related