190 likes | 393 Views
Úr sveit í borg. Þættir úr sögu 20. aldar. Stjórnmálasaga 20. aldar. Heimastjórn : Skipaður var sér ráðherra Íslandsmála með aðsetur á Íslandi, skipaður af og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi en ekki konungi. Fyrsti íslenski ráðherrann var Hannes Hafstein.
E N D
Úr sveit í borg Þættir úr sögu 20. aldar.
Stjórnmálasaga 20. aldar • Heimastjórn : Skipaður var sér ráðherra Íslandsmála með aðsetur á Íslandi, skipaður af og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi en ekki konungi. • Fyrsti íslenski ráðherrann var Hannes Hafstein. • Breytingar í dönskum stjórnmálum leiddu til þess að vald færðist úr höndum danska dómsmálaráðherrans til Íslands. • Sett var á stofn sér íslenskt stjórnarráð. • Ráðherra var einn um að stjórna þangað til 1917 þegar fyrsta ríkistjórn Íslands var stofnuð.
1.1 Stjórnmálaflokkar • Skömmu fyrir 1900 fóru að koma fram skipulögð stjórnmálasamtök á íslandi, stjórnmálaflokkar. • Þetta voru flokkar sem voru ólíkir þeim flokkum sem eru í dag. • Þetta voru frekar bandalög þingmanna og klofnuðu í afstöðu til mismunandi mála.
1.1 Stjórnmálaflokkar • Heimastjórnarmenn:íslenskt stjórnmálaafl sem myndaðist um aldarmótin 1900. • Aðalmál þeirra var að Ísland skyldi hafa ráðherra búsettan á Íslandi. • Þeir voru með meirihluta á Íslandi 1903 og völdu því fyrsta íslenska ráðherran Hannes Hafstein. • Flokkurinn leystist upp úr árinu 1914.
1.1 Stjórnmálaflokkar • Þjóðrækisflokkurinn : stofnaður 1905 sem þingflokkur • Tilgangurinn var að stofna til virkar andstöðu á þingi gegn heimastjórnarflokknum. • Rann saman við landvarðaflokkinn 1909. • Helstu forystumenn voru Valtýr Guðmundsson og Skúli Thoroddsen.
1.1 Stjórnmálaflokkar • Landvarðaflokkurinn : var stofnaður 1902 og entist til 1912. • Var stofnaður til höfuðs ríkisráðsákvæðisins . • Þar var að finna róttækustu baráttumennina í sjálfstæðisbaráttunni. • Börðust hvað harðast gegn uppkastinu.
1.2 Símamálið og deilur um virkjanir • Árið 1905 fóru menn að huga að því hvernig samband Ísland ætti að hafa við umheiminn. • Heimastjórnarmenn vildu leggja síma. • Andstæðingarnir vildu miklu frekar hafa loftskeytasamband. • Rök gegn símalagninu. • Of dýr • Mikið jarðrask • Loftskeyti ódýrari • Menn voru á móti nútímahlutum. Á endanum varð þó síminn að veruleika.
1.2 Símamálið og deilur um virkjanir • Margir vildu einnig á þessum tíma fá erlent fjármagn til landsins svo hægt væri að virkja og beisla orku fallvatna. • Einar Benediktsson skáld fór um landið og keypti upp vatnsréttindi í mörgum ám. • Þingmenn leyfðu hins vegar ekki erlendum fyrirtækjum að koma til landsins til þess að virkja. • Valtýr Guðmundsson vildi leysa samgöngur á Íslandi með lagningu járnbrauta. • Menn komust þó á þá skoðun að það væri of kostnaðarsamt og myndi ekki vera grundvöllur fyrir járnbrautum á Íslandi.
1.3 Deilan um uppkastið. • Árið 1908 hófust samningaviðræður við Dani um stöðu Íslands. • Viðræðurnar byggðu á stöðulögunum. • Stöðulögin 1871 – dönsk lög sem sögðu til um skipunarlega stöðu Íslands innan danska ríkisins. • Lögin tóku einnig á fjárhagsaðskilnað landanna. • Umræðunum lauk svo með uppkastinu.
1.3 Deilan um uppkastið • Uppkastið : Uppkast að lögum um samband Íslands og Danmerkur. Sem samið var 1908. • Samkvæmt því átti Ísland að vera frjálst og fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um konung og þau mál sem voru talin vera sameiginleg (utanríkismál). • Málið var viðkvæmt og miklar deilur spruttu um uppkastið. • Menn gerðu persónulega árásir á heillindi hvers annars og mannorð ( skítkast).
1.3 Deilan um uppkastið • Árið 1908 var í fyrsta sinn kosið leynilega á Íslandi, áður hafði þetta alltaf verið gert á opnum kjörfundum. • Nú fyrst komu kjörseðlar og kjörkassar til sögunnar. • Þegar það þótti sýnt að lengra yrði ekki komist í sjálfstæðismálinu fóru Íslendingar að gera breytingar á stjórnarskránni til framfara. • Kosningarréttur var rýmkaður( fyrst allir karlmenn sem ekki höfðu þegið sveitastyrk). • Konur fengu loks kosningarétt 1915 ( ef þær höfðu náð 40.ára aldri). • Þessi regla var loks afnumin 1920 og allar konur máttu kjósa sem höfðu náð 18 ára aldri.
1.4 Fánamálið • Íslendingar höfðu lengi viljað fá sinn eigin fána. • 1913 varð uppákoma í Reykjavík sem kom málinu á skrið. • Bátur hafði siglt um höfnina með bláhvítan fána sem varð gerður upptækur af dönskum sjóliðum • Farið var í það að finna lausn á málinu. • Ekki mátti nota þennan bláhvíta fána þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. • Því var rauðum kross bæt í hann miðjan. • Bláhvíti krossinn er enn í dag notaður af Háskóla Íslands og ungmennahreyfingunni.
1.5 Ísland og fyrri heimstyrjöldin • Árið 1914 hófst fyrri heimstyrjöldin. • Þar tókust á miðveldin og Bandamenn. • Íslendingar tóku ekki beinan þátt , en áhrifa stríðsins gætti hinsvegar hérlendis. • Viðskipti Íslands við Þýskaland duttu að mestu út en í staðinn jókst verslun við Breta mjög mikið. • Íslensk skip urðu einnig fyrir árásum frá þýskum kafbátum.
1.6 Nýir straumar í stjórnmálum • Með endurnýjaðri stjórnarskrá 1916. urðu breytingar í stjórnmálum. • Nýir flokkar með breyttar áherslur litu dagsins ljós. • Framsóknarflokkur: íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður 1916 • Hefur frá upphafi verið tengdur búnaðarsamtökum, samvinnuhreyfingunni ( kaupfélögum landsins), ungmennahreyfingunni og bændum. • Vildi tryggja efnahagslegt og menningarlegt jafnrétti þegnanna án tillits til búsetu. • Hefur lagt mikla áherslu á byggðastefnu og landbúnaðarmál.
1.6 Nýir straumar í stjórnmálum • Alþýðuflokkurinn : íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1916. • Var stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands • Átti að standa vörð um hagsmuni verkalýðsins. • Var flokkur einnar stéttar. • Skyldi við ASÍ upp úr 1940. • Eftir kosningar var myndu fyrsta íslenska ríkisstjórnin og í henni voru þrír ráðherrar undir forystu Jóns Magnússonar • Sem varð um leið fyrsti forsætisráðherra landsins. • Hennar hlutverk var að semja við Dani um stöðu landsins og lauk því með fullveldi Íslands.
1.6 Nýir straumar í stjórnmálum • Fullveldi : Sjálfsforræði, það að hafa fullt vald á sínum málum. • Það var gert með sambandslögum sem samþykkt voru í þjóðaratkvæðagreiðslu. • Sambandslögin : dönsk-íslensk lög frá 1918 þar sem Danir viðurkenna fullveldi Íslands. • Þau tóku gildi 1.desember sama ár. • Lögin voru uppsegjanleg eftir 25 ár að því skildu að 2/3 þjóðarinnar vildu það í atkvæðagreiðslu. • Þátttakan varð að vera 75 % ef það átti að fást samþykkt. • Danir sáu þó eftir sem áður ennþá um utanríkismál en nú í umboði Íslendinga.
1.6 Nýjungar í stjórnmálum • Breytingar á stjórnkerfinu eftir 1918. • Dómskerfið breyttist í þá veru að tvö dómsstig voru á Íslandi. • Héraðsdómur • Hæstaréttur. • Ríkisráð var sett , einn ráðherra af þremur frá Íslandi og konungur. • Íslendingar sendur sendiherra til Danmerkur • Sveinn Björnsson.
1.7 Ísland fullvalda ríki • 1.desember 1918 var nýr fáni Íslands dreginn á hún fyrir framan stjórnaráðið. • Spánska veikin : Skæð inflúensa sem geisaði um Evrópu í lok fyrri heimstyrjaldarinnar • Hún barst til Íslands árið 1918. • Nokkur hundruð Íslendinga létust og jók hún mjög á hörmungar þess árs. Ásamt miklum harðindum og kötlugosi.