140 likes | 259 Views
Lífsins straumar. Þuríður Hjálmtýsdóttir Fjölskylduráðgjafi/sálfræðingur. Vandamál og einkenni geta verið merki um að eitthvað þurfi að breytast til þess að líf okkar geti orðið gjöfulla, innihaldsríkara og árangursmeira.
E N D
Lífsins straumar Þuríður Hjálmtýsdóttir Fjölskylduráðgjafi/sálfræðingur
Vandamál og einkenni geta verið merki um að eitthvað þurfi að breytast til þess að líf okkar geti orðið gjöfulla, innihaldsríkara og árangursmeira.
Með því að tengja okkur við þá orku sem heldur einkennum fólks við öðlumst við aðgang að þeirri orku sem þörf er á til þess að skapa vöxt.
Allt fólk býr yfir eigin visku, uppsprettu þekkingar um það hvað sé því fyrir bestu, hvað það eigi að gera næst og hvernig eigi að fara að því. Hlutverk þerapistans er að hjálpa fólki til að komast í snertingu við þessa uppsprettu þekkingar.
Fólk er í eðli sínu gott. Frá náttúrunnar hendi erum við jákvæð. • Sá vandi sem við lendum í á lífsleiðinni er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur hvernig við tökumst á við það sem kemur fyrir okkur og hvernig við túlkum atburði. (Virginia Satir)
Sú merking sem við gefum atburðum lífsins hefur mikil áhrif á athafnir okkar og líðan. (White, M. , Epston, D. Narrative Means to Therapeutic Ends, 1990)
Hliðarsaga Hliðarsaga Ríkjandi saga Hliðarsaga Hliðarsaga Hliðarsaga Hliðarsaga
Hverju þarf ég að breyta til þess að sjá mig eins og ég vil vera og hvað þarf að gerast til þess að ég geti orðið þannig?
Hvaða áhrif get ég haft til þess að líf mitt verði eins og mig langar til?
Hverju þarf ég að sleppa tökum á til þess að þær breytingar geti orðið sem ég hef þörf fyrir?
Hlustið á þær þrár ykkar sem liggja að baki væntingum sem þið hafið ekki komið til móts við.