510 likes | 894 Views
Liðdýr. Liðdýr (Arthropoda) er sú fylking dýraríkisins sem flestar tegundir tilheyra. Fjöldi liðdýrategunda er meiri en samanlagður fjöldi tegunda í öllum öðrum fylkingum dýra. Einkenni liðdýra. Þrír eiginleikar eru sameiginlegir öllum liðdýrum Ytri stoðgrind
E N D
Liðdýr • Liðdýr (Arthropoda) er sú fylking dýraríkisins sem flestar tegundir tilheyra. • Fjöldi liðdýrategunda er meiri en samanlagður fjöldi tegunda í öllum öðrum fylkingum dýra.
Einkenni liðdýra • Þrír eiginleikar eru sameiginlegir öllum liðdýrum • Ytri stoðgrind • Ytri stoðgrindin er sterk og stinn skurn úr kítíni • Skurnin vex ekki með dýrinu sem þarf því að hafa hamskipti. Meðan hamskiptin ganga yfir er dýrið viðkvæmt og berskjaldað. • Liðskiptan líkama • Útlimi með liðamótum
Hópar liðdýra • Til liðdýra teljast m.a. • Krabbadýr (Crustacea) • Marg- og þúsundfætlur (Myriapoda) • Áttfætlur (Arachnids) • Skordýr (Insecta)
Krabbadýr Langflest krabbadýr lifa í fersku vatni eða í sjó og anda með tálknum. • Fáeinar tegundir krabbadýra halda sig uppi á þurru landi, en anda samt með tálknum. • Líkami krabbadýra er liðskiptur. • Útlimir krabbadýra geta vaxið að nýju.
Marg- og þúsundfætlur • Margfætlur hafa eitt fótapar á hverjum lið líkamans, en þúsundfætlur eru með tvö pör fóta á hverjum líkamslið. • Ef þú ert ánamaðkur er gott að vita að þúsundfætlur eru plöntuætur en margfætlur eru rándýr.
Margfætlur • Hafa eitt fótapar á hverjum lið • Þær eru rándýr sem hafa vel útbúna kló sem getur spýtt eitri og lamað bráð.
Þúsundfætlur • Hafa tvö pör fóta á hverjum líkamslið • Eru plöntuætur
Áttfætlur (Arachnids) • Hafa átta fætur • Sérstakir munnlimir sem nefnast klóskæri • Bolurinn er ýmist í einu lagi eða tvískiptur í frambol og afturbol. • Áttfætlur lifa í margvíslegu umhverfi. • Áttfætlur skiptast meðal annars í: • kóngulær • langfætlur • mítla • sporðdreka.
Kóngulær (Arachnida ) • Kóngulær eru flestar á þurru landi • Þær eru með tvískiptan bol • Allar kóngulær eru rándýr og bana bráð með eitri. Eitrið sprautast úr oddi klóskæranna. • Kóngulær hafa sérstaka kirtla í afturbol sínum sem framleiða hráefnið í silkiþráðinn. • Þær skiptast í vefkóngulær og förukóngulær.
Vefkóngulær • Spinna vef úr silkiþræði til veiða Karlkönguló (til vinstri) nálgast kvenkönguló. Svarta ekkjan
Förukóngulær • Elta bráðina uppi. • Hafa spunakirtla, en nota þráðinn til þess að: • spinna hjúp um egg sín • svífa á í svifflugi.
Langfætlur (Opiliones) • Langfætlur finnst víða um land, bæði í grónu og lítt grónu landi. • Þær eru rándýr áþekkar kóngulóm, enda náskyldar þeim en hjá langfætlum er ekkert mitti og bolurinn því heill og óskiptur.
Langfætlur (framhald) • Þæreru með tvenn pör klóskæra, en eiturkirtlar eru engir. • Langfætlur veiða einkum skordýr, aðrar áttfætlur og margfætlur, en þær leggjast líka á hræ. • Fæturnir eru miklu lengri en búkurinn.
Samanburður Könguló Langfætla
Mítlar (Acari)(áttfætlumaurar) • Sumir mítlar lifa í jarðvegi, aðrir í fersku vatni og enn aðrir eru sníklar á mönnum og dýrum. Í þeim hópi eru til dæmis kláðamaur á mönnum og fjárkláðamaur.
Sporðdrekar (Scorpiones) • Sporðdrekar lifa einkum þar sem heitt er og þurrt, meðal annars í eyðimörkum. • Þeir eru einkum á kreiki á nóttum og grípa bráð sína með stórum gripklóm sínum og halda henni meðan þeir stinga hana á hol með eitruðum halabroddi sínum.
Sporðdrekar (Scorpiones) • Sporðdrekar veiða einkum aðrar áttfætlur til matar. • Sporðdrekar geta orðið um 20 cm langir og stunga hinna stærstu getur banað manni.
Skordýr (Insecta) • Skordýrin eru langstærsti og fjölskrúðugasta hópurinn í gjörvöllu dýraríkinu. Tegundir þeirra eru margfalt fleiri en samanlagðar tegundir allra annarra dýra. • Mörg skordýr eru vængjuð og þau eru ásamt fuglum og leðurblökum einu fleygu dýr jarðar. • Að ytri gerð eru skordýr ákaflega margbreytileg.
Líkamsgerð skordýra • Búkur skordýra skiptist í þrjá meginhluta • Höfuð • Frambol • Afturbol • Öll skordýr hafa SEX fætur • Flest skordýr eru vængjuð
Blóðrásakerfi skordýra • Blóðrásarkerfi skordýra er opið. Það merkir að blóðið fer ekki allt eftir æðum, þess í stað flæðir það um holrými líkamans og hin ýmsu líffæri eru böðuð í blóði sem flytur þeim næringu. • Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða.
Vöxtur og þroskun • Skordýr vaxa hratt. • Líkt og önnur liðdýr verða skordýr að kasta skurninni öðru hverju meðan þau eru að vaxa. • Á vaxtarskeiðinu ganga skordýr gegnum röð breytinga og sum þeirra taka algjörum stakkaskiptum meðan á þeim stendur. Þessi breyting á líkamsgerðinni kallast myndbreyting. • Myndbreyting er ýmist sögð • ófullkomin • eða fullkomin.
Ófullkomin myndbreyting • Ófullkomin myndbreyting er fólgin í því að úr eggi kemur ungviði sem er áþekkt foreldrum sínum.
Fullkomin myndbreyting • Fullkomin myndbreyting felur í sér algjör umskipti í líkamsgerð.
Haustfeti Ertuygla
Samanburður Fullkomin myndbreyting Ófullkomin myndbreyting
Varnir skordýra • Ýmis skordýr nýta sér meistaraleg felugervi. • Önnur skordýr sprauta daunillum eða ætandi vökva á fjendur sína • Önnur eru með sérstaka flekki eða tákn sem skjóta fuglum og öðrum dýrum skelk í bringu.
Dulargerfi • Sum skordýr líkjast t.d. greinarsprota, plöntuþyrni, laufblaði eða hættulegum dýrum.
Með líftryggingu á bakinu Anchistrotus macalatus getur losað sig við skjöldinn á bakinu á einu augnabliki er rándýr bítur í hann. Meðan rándýrið reynir að tyggja í sig munnfylli af bakskildinum forðar dýrið sér.
Varnir skordýra • Geitungar og býflugur eru búnar broddi sem þær nota til þess að stinga óvini sína.
Vísindamönnum hefur ekki tekist að finna út úr því til hvers þetta horn er á þessari flugu Þetta skordýr er með brodda á bakinu þannig að það er sérlega vont að éta það.
Kakkalakkar • Rúmlega 3500 tegundir • Í USA eru þekktar 32 tegundir baktería sem þær bera með sér • Hafa verið til í a.m.k. 350 milljónir ára • Karldýrin geta flogið