120 likes | 228 Views
Rödd atvinnulífsins Vilhjálmur Egilsson. 13. nóvember 2008. Hver eru verkefnin?. Gjaldeyrismarkaðurinn þarf að komast í lag/IMF Samskipti við alþjóðlega fjármagnsmarkaði þurfa að komast í eðlilegt horf Uppstokkun fyrirtækja þarf að byggjast á langtímahagsmunum þjóðarinnar
E N D
Rödd atvinnulífsinsVilhjálmur Egilsson 13. nóvember 2008
Hver eru verkefnin? • Gjaldeyrismarkaðurinn þarf að komast í lag/IMF • Samskipti við alþjóðlega fjármagnsmarkaði þurfa að komast í eðlilegt horf • Uppstokkun fyrirtækja þarf að byggjast á langtímahagsmunum þjóðarinnar • Kjarasamningar þurfa að leggja grunn að áratuga stöðugleika • Gjaldmiðillinn verður að tryggja efnahagslegan stöðugleika • Rekstur hins opinbera verður að byggja á rekstraraðhaldi og viðeigandi framkvæmdum • Tryggja verður hagstæð skilyrði fyrir nýjar fjárfestingar á Íslandi • Halda fólki í atvinnu eins og frekast er unnt
Gjaldeyrismarkaður í lag • IMF prógrammið í gang • Eðlilegt framboð af gjaldeyri • Eitt gengi • Venjulegar viðskiptalínur • Fleiri viðskiptaaðila • Virkir gjaldeyrisreikningar í íslenskum bönkum • Ná hagkvæmni • Ná hækkun á genginu • Lækka vexti
Aðgangur að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum • Íslensk fyrirtæki, heimili, stofnanir og opinberir aðilar skulda erlendum aðilum og vilja standa í skilum • Það þarf að þjóna og rækta lánasöfn • Afborganir og vextir setja fyrirtæki og heimili í þrot án endurfjármögnunar og nýrra lána til nýrra verkefna • Erlendir lánadrottnar verða að hafa beinan hag af velgengni íslenskra skuldara • Kröfuhafarnir eru betri og trúverðugari eigendur að íslenskum bönkum en ríkið • Semja frið við erlenda lánadrottna • Betra að ríkið hjálpi til við að kaupa erlendan banka en innlendan þar sem það eykur möguleika á innstreymi erlends fjármagns
Langtímahagsmunir við uppstokkun atvinnulífs • Mörg fyrirtæki ráða ekki við skuldir sínar og lenda hjá bönkunum þar sem hlutafé er afskrifað og nýtt eignarhald verður til • Ferillinn þarf að vera eins opinn og sanngjarn og kostur er og tryggja að heilbrigður rekstur geti þrifist áfram • Gæta þarf að samkeppnismálum til að tryggja framþróun í atvinnulífi og verjast stöðnun • Hlutafé í eigu banka þarf að stýra af eignarhaldsfélögum sem eru opin að einhverju leyti utanaðkomandi aðilum • Aðskilnaður eigendahlutverks banka og hlutverk sem þjónustuaðila eða lánveitanda þarf að vera tryggður
Kjarasamningar stuðli að langtímastöðugleika • Eyða þarf óvissu með framlengingu kjarasamninga • Kjaraþróun hjá opinberum aðilum og þar sem ósamið er þarf að falla að heildarlausn • Koma þarf kjaramálum þannig fyrir að á árinu 2010 sé hægt að gera a.m.k. 4 ára langtímasamning með sömu hóflegu prósentuhækkunum fyrir alla þannig að við getum uppfyllt skilyrði Maastricht samningsins • Launaskrið í atvinnulífi verður væntanlega neikvætt og laun lækka þrátt fyrir áfangahækkanir • Lágmörk kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á árinu 2010 verða að vera þannig að þau geti verið viðunandi grunnur fyrir framhaldið
Gjaldmiðill tryggi efnahagslegan stöðugleika • Krónan ekki samkeppnishæfur gjaldmiðill m.t.t. verðbólgu, vaxta og gengis • Peningastefnan hefur grafið undan krónunni • Engan „Nýju fötin keisarans” leik áfram • Evran er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið • Kallar á endurmat á aðild að ESB
Ríkið með ábyrgum halla • Við núverandi skilyrði verður ríkissjóður ekki rekinn hallalaus • Gæta verður fyllsta aðhalds í rekstri og huga að langtímasjónarmiðum • Eftirlitsstofnanir verða að vinna með atvinnulífinu og atvinnuuppbyggingu • Leggja áherslu á að vernda liði utan stofnana s.s. framkvæmdir og viðhald • Trygggja líka getu sveitarfélaga til að halda úti framkvæmdum og atvinnu • Engar skattahækkanir
Hagstæð skilyrði fyrir fjárfestingar á Íslandi • Nota verður alla möguleika til nýrrar sóknar í atvinnumálum • Einbeitt stefna fyrir hagsmuni Íslands í loftslagssamningum • Skilvirk ákvarðanataka um umhverfismál og orkunýtingu • Vinna á ný traust á Ísland sem land pólitísks stöðugleika • Halda áfram að hlúa að menntun, frumkvöðlastarfi og nýsköpun
Samheldni nauðsynleg • Erfiðustu tímar í íslensku atvinnulífi sem núverandi forystukynslóð mun lifa • Stjórnendur þurfa að vera trúir rekstrinum og setja hag hans og framtíð í öndvegi • Halda í starfsfólkið eins og kostur er, fjárfesta í trygglyndi og samstöðu • Skapa samfélag umhyggju og samheldni í fyrirtækjunum, ekki gleyma þeim sem þurfa að hætta • Allir þurfa að hagræða og spara en munum samt að eyðsla eins er atvinna annars og uppbygging og framþróun mega ekki stöðvast
Ljósið logar ennþá • Mistök hafa verið gerð, allir geta litið í eigin barm • Réttar ákvarðanir skipta höfuðmáli • Gjaldeyrisviðskiptin, friður við erlenda kröfuhafa og aðgangur að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum eru fyrstu skrefin og nauðsynleg forsenda árangurs • Vinna þarf hratt að ákvarðanatöku um framtíðargjaldmiðil, kjaraþróun, uppstokkun í atvinnulífinu og framtíðaruppbyggingu þess • Það logar ennþá á ljósinu sem getur skapað okkur bjarta framtíð • Enn á okkar valdi að finna rétta eldsneytið
Rödd atvinnulífsinsVilhjálmur Egilsson 13. nóvember 2008