170 likes | 296 Views
Framkvæmdir 2006-2010. DAGUR JÓNSSON, VATNSVEITUSTJÓRI. INNGANGUR !. Framkvæmdaáætlun Vatnsveitu Hafnarfjarðar til næstu fimm ára (tímabilið 2006-2010) hefur tekið mið af eftirfarandi meginatriðum sem eru forsenda fyrir sjálfbærri þróunn veitunnar.
E N D
Framkvæmdir 2006-2010 DAGUR JÓNSSON, VATNSVEITUSTJÓRI
INNGANGUR ! • Framkvæmdaáætlun Vatnsveitu Hafnarfjarðar til næstu fimm ára (tímabilið 2006-2010) hefur tekið mið af eftirfarandi meginatriðum sem eru forsenda fyrir sjálfbærri þróunn veitunnar. • Allt bendir til að Hafnarfjörður verði í örum vexti.
Í fyrsta lagi........ • Á tímabilinu 2006-2010 verður ráðist í gerð nýs vatnsbóls. Í dag hefur veitan aðeins Kaldárbotna sem vatnsból. • Öryggismál: Mikilvægt er að hægt sé að beina vatnsforða til íbúa, slökkviliðs, stofnana og fyrirtækja frá öðru vatnsbóli. • Hagræðing: Hafnarfjörður er að stækka til vesturs.
Ráðist verður í gerð nýrrar aðveituæðar sem yrði lögð frá nýju vatnsbóli. Núverandi aðveituæð verður orðin sextíu ára gömul í lok tímabilsins og flutningsgeta hennar þá gernýtt. Í öðru lagi........
Byggður verður 5-9 þúsund tonna miðlunargeymir í norðanverðu Ásfjalli en hlutverk hans verður að auka rekstraröryggi, auðvelda samkeyrslu tveggja vatnsbóla og ná fram hámarks hagræðingu og nýtingu á mannvirkjum. Í þriðja lagi........
Nokkrar helstu stærðir • Samanlögð lengd dreifikerfis: 240 km. • Fjöldi heimæða: 4.600 • Íbúafjöldi á veitusvæðinu: 22.500 • Árleg vatnsnotkun: 4,6 milljónir m3 • (þar af, selt vatn til iðnaðar ofl.) 1,4 milljónir m3 • Afkastageta vatnsbóls: 20 milljónir m3 • Afkastageta núverandi aðveituæðar: 6 milljónir m3 • Áætlað endurstofnverð veitunnar: 3,4 milljarðar kr. • Fjöldi starfsmanna: 6
Árin 2006 – 2008 verður árlega varið 60-80 m.kr. til endurnýjunar gamalla og úreltra lagna og heimæða. Árin 2009 og 2010 verður dregið tímabundið úr þessum endurnýjunum til þess að mæta kostnaði við aðveitu, vatnsból og miðlun. Stofn dreifi og heimæðar.
Gerð nýrrar aðveituæðar helst í hendur við gerð nýs vatnsbóls. Kortagerð og annar undirbúningur fer fram 2006 og 2007. Miðað er við að aðveituæðin verði 4 km löng. Aðveitumál.
Samantekt • Heildar kostnaður vegna gerðar nýrra vatnsbóla á tímabilinu er áætlaður 155 m.kr. Þessu fylgir að gerð nýrrar aðalæðar kemur í kjölfarið, enda er það brýnt verkefni sem óhjákvæmilegt er að ráðst í. Kostnaður við aðalæð II fram til ársins 2011 er áætlaður 160 m.kr. Innan þessarar áætlunar er gert ráð fyrir 134 m.kr. • Kostnaður við miðlun er áætlaður 135 m.kr. Innan þessarar áætlunar er gert ráð fyrir 70 m.kr. • Alls er því áætlað að fjárfestingarþörf í vatnsöflun, miðlun og aðveitu fram til ársins 2012 séu 450 m.kr. – þar af tæplega 360 m.kr til ársins 2010.
Daglegar framkvæmdir... • Framkvæmdum við veituna má skipta í þrennt: • 1. Nýframkvæmdir • 2. Endurnýjanir • 3. Annað
Nýframkvæmdir • Nýlagnir í nýjar götur og hverfi. Um er að ræða lagnir, heimæðar, dreifilagnir og stofnæðar sem að eru hrein viðbót við dreifikerfið. • Samstarfsaðilar í þessum verkum eru: • Bæjarsjóður Hafnarfjarðar • Orkuveita Reykjavíkur • Síminn • Hitaveita Suðurnesja • Fráveita Hafnarfjarðar • Undantekningalaust er um útboðsverk að ræða. • Dæmi um nýframkvæmdir: Ásvellir og Selhraun
Endurnýjanir • Endurnýjanir á dreifikerfi veitunnar eru núorðið mun sveigjanlegri með bættri tækni. • Endurnýjanir á lögnum í eldri hlutum bæjarins eru nánast alltaf með öðrum veitum og bæjarsjóði. Nánast öll endurnýjunarverk eru boðin út. • Dæmi um fyrirhuguð endurnýjunarverk 2006 eru: Dalshraun-Stakkahraun, Kinnar, Öldugata og Hellisgata.
Aðrar framkvæmdir og innkaup • Aðrar framkvæmdir veitunnar eru vegna vatnsöflunar, úrbóta og þróunnar m.a. á sviði eftirlitskerfa, mælinga og gæðamála. • Innkaup vegna stærri efnisþarfa fara fram eftir verðkannanir og útboð. • Fastir afslættir eru á flestum smávörum.
Samantekt • Framkvæmdir Vatnsveitu Hafnarfjarðar árið 2006 skiptast eftirfarandi: • Nýframkvæmdir: 34,3 m.kr. • Endurnýjarverk: 64,4 m.kr. • Annað: 6,3 • Alls 105,0 m.kr.