120 likes | 451 Views
Upphaf mannsins, landbúnaðarbyltingin og fyrstu menningarríkin. 5. bekkur: Mannkynssaga. Þróun mannsins. Nútímamaður og simpansar hafa líklega átt sama forföður. Suðurapi (Australopithecus): líklegasti forfaðir manna . Uppi fyrir um 4.5 millj. ára. Í S-Afríku.
E N D
Upphaf mannsins, landbúnaðarbyltingin og fyrstu menningarríkin 5. bekkur: Mannkynssaga
Þróun mannsins Nútímamaður og simpansar hafa líklega átt sama forföður. Suðurapi (Australopithecus): líklegasti forfaðir manna. Uppi fyrir um 4.5 millj. ára. Í S-Afríku. Fyrsti (nokkuð) öruggi forfaðir okkar var Homo habilis (hæfimaður) frá Kenýa í Afríku; lifði fyrir um 2 millj. ára. Einkenni: (hlutfallslega) stór heili, kunni að búa sér áhöld úr steini til að hluta sundur veiðidýr Afríka hefur með réttu verið kölluð vagga mannkyns
Nánari upplýsingar um elstu forfeður mannsins koma í líffræði í 6. bekk! Fyrir tæplega 1 millj. ára kom fram ný tegund: Homo heidelbergensis sem greindist síðan (fyrir um 200.000 árum) í tvennt: • Homo sapiens neanderthalensis • snjall veiðimaður; sennilega aðlagaður að lífi í nánd við íshelluna á ísöld • líkamlega öflugri en nútímamaðurinn og með stærri heila • dó út fyrir um 35.000 árum
Homo sapiens sapiens (nútímamaður) • elsta menning Homo sapiens sapiens er kennd við Cro Magnonfólkið (Frakkland) • bjó í hellum • vopn þess og veiðitæki voru þróaðri en áður hafði þekkst • skapaði hellamálverk (elstu listaverk sögunnar) • gat talað og miðlað til nýrrar kynslóðar Í 35.000 ár hefur nútímamaðurinn verið eina manntegundin á jörðinni og hefur lifað á söfnun og veiðimennsku í um 25.000 ár af þeim tíma.
Landbúnaðarbyltingin Forsögulegum tíma er skipt í tvennt eftir gerð áhalda: Fornsteinöld (frá því fyrir 2,5 millj. árum - 15 þús. árum); einkenni: • frumstæð steináhöld • ísöld • veiðar og jurtasöfnun • beislun eldsins
Nýsteinöld hefst fyrir um 15 000 árum: • áhöld verða þróaðri og t.d. kemur leirkerasmíði til sögunnar. • síðar tekur við bronsöld (um 3000 f. Kr.) og síðan járnöld (1200 f. Kr.).
Landbúnaðarbyltingin: e.t.v. afdrifaríkasta breytingin á högum mannsins! En sennilega neyddist hann til þess... Hefst sennilega í fjallahlíðum núv. S-Tyrk-lands og færist fljótlega suður í frjósama árdali Ástæður: • ofveiði á stórum veiðidýrum? • fólksfjölgun? • tryggari afkoma fyrir fleiri
Breytingar sem fylgdu landbúnaði: • föst búseta • fólksfjölgun • þéttbýlismyndun • framleitt umfram þarfir • stéttaskipting • upphaf eignaréttar?
Mesópótamía • nafnið er grískt og þýðir landið milli fljótanna • Efrat og Tígris eru í núv. Írak • fyrstu menningarríkin • upphaf ritmenningar
Ríki Súmera • Súmerar búa í Mesópótamíu frá um 4.000 f.Kr. • akuryrkja; gríðarleg frjósemi vegna ánna • skipulagðar áveitur
Afrek Súmera • bronsnotkun • hjólið • talnakerfi og stærðfræðikunnátta; hvað höfum við frá Súmerum? • elsta ljóð heimsins Gilgameshkviða • Fleygrúnir (cuneiform): upphaf ritmenningar! (sjá blað um þróun leturs)
Aðrar merkar þjóðir Mesópótamíu • Babýlóníuríkið fyrra (2000-1800 f.Kr.): fyrsta samræmda heildarlöggjöfin sem vitað er um • Hittítar (1700-1200 f.Kr.) eru frá Litlu-Asíu en náðu að leggja undir sig hluta Mesópótamíu. Fyrstir til að nota járn og voru hugsanlega af indóevrópskum uppruna • fleiri ríki; t.d. ríki Assýringa og Babýlóníu-ríkið síðara