240 likes | 516 Views
Upphaf og þróun trúarbragða. Í árdaga mannkyns. Upphaf menningarsögunnar?. Fyrir um tveimur milljónum ára: Skipulagt búsvæði og tvíeggja steináhöld Fyrir um 500.000 árum: Eldurinn beislaður og skipulagðar veiðar á stórum dýrum Fyrir um 100.000 árum: Elstu greftranir (fyrstu trúarhugmyndir?)
E N D
Upphaf og þróun trúarbragða Í árdaga mannkyns
Upphaf menningarsögunnar? Fyrir um tveimur milljónum ára: Skipulagt búsvæði og tvíeggja steináhöld Fyrir um 500.000 árum: Eldurinn beislaður og skipulagðar veiðar á stórum dýrum Fyrir um 100.000 árum: Elstu greftranir (fyrstu trúarhugmyndir?) Fyrir um 50.000 árum: Elstu listaverkin (hellamálverk) Fyrir um 5.000 árum: Ritmálið kemur til sögunnar Valdimar Stefánsson 2008
Forsögulegar hugmyndir:Hellamálverk Frá tímum fornsteinaldar (um 40.000 – 10.000 f. Kr.) hafa fundist fjöldi hellamálverka víða um heim Myndefnið er að miklu leyti villidýr en einnig ýmis ókennileg tákn sem ekki hefur tekist að ráða í Fræðimenn hafa alla tíð deilt um það hver tilgangur þessarar listsköpunar var Valdimar Stefánsson 2008
Fyrstu trúarhugmyndir Líklegt má telja að fyrstu hugmyndir manna um að ekki væri allt sem sýndist hafi orðið upphafið að síðari trúarhugmyndum Til þessa mætti rekja hugmyndir um goðamögn náttúrunnar sem einkenna öll veiðimanna- og safnarasamfélög nútímans Helgisiðir, galdur og fórnir virðast hafa verið mikilvægustu þættir hinna fyrstu trúariðkanna Valdimar Stefánsson 2008
Hlutverk helgisiða • Helgisiðir fyrstu trúarbragða gegndu því hlutverki að leiða þátttakendur og áhorfendur inn í handanheim goðmagna • Þetta hefur svo sem ekki mikið breyst síðan • Helgisiðirnir gátu framkallað „leiðslu“ þar sem viðkomandi var í raun kominn inn í handanheiminn og gat þar öðlast ofurmannlegan mátt Valdimar Stefánsson 2008
Galdur og fórnir Galdur og fórnir gegndu í raun svipuðu hlutverki og helgisiðirnir en að auki áttu þeir að stýra á afgerandi hátt útkomu tiltekinna mála eða knýja fram tiltekna niðurstöðu sem ekki var á mannlegu valdi að ná fram Raunar má líta á fórnina sem ákveðna gerð galdurs Valdimar Stefánsson 2008
Fórnin • Menn virðast lengi hafa gert sér grein fyrir því að líf og dauði væri samantengt • eins dauði er annars brauð • Fórnin var leið til að endurnýja þá krafta sem héldu veröldinni gangandi • Þannig varð það að viðtekinni venju víða um heim að hefja nýjar framkvæmdir á fórn Valdimar Stefánsson 2008
Mannfórnir • Mannfórnir hafa líklega þekkst meðal flestra þjóðflokka jarðar á tilteknu skeiði þeirra • Þeim sem fórnað var voru gjarnan hinir sigruðu eftir herför en einnig þekktist að fórna frumburði sínum • Sbr. þegar Abraham skyldi fórna Ísak Valdimar Stefánsson 2008
Elstu trúarbrögð? • Ýmislegt bendir til þess að á fornsteinöld hafi ríkt eins konar móðurtrúarbrögð og sjást þess helst merki í allmörgum Venusarstyttum sem fundist hafa víðsvegar um jörðina • Þær eru allar af mjaðma- og brjóstamiklum kvenverum en ekkert er vitað um tilgang þeirra eða tengsl við trúarbrögð Valdimar Stefánsson 2008
Fjölgyðistrú Gera má ráð fyrir að náttúrumögn hafi þróast yfir í persónuleg goð og gyðjur fljótlega eftir að akuryrkjusamfélagið verður til Feminískir fræðimenn hafa á síðustu áratugum lagt áherslu á að gyðjur hafi í upphafi verið dýrkaðar meira en goðin en litlar heimildir finnast þó um slíkt Valdimar Stefánsson 2008
Fjölgyðistrú Við upphaf sögulegs tíma eru karlar orðnir ráðandi í samfélaginu og þá einnig trúarlífinu, bæði í Mesópótamíu og Egyptalandi Fjölgyðistrú er þá allsráðandi þar og eru karlguðir meira áberandi en gyðjur Lítið fer fyrir siðaboðskap og eru goðin ekki síður breysk en mennirnir Á öndverðu öðru árþúsundinu f. Kr. fer hugmyndin um að jarðlífið sé e. k. prófsteinn fyrir handanlífið að verða æ vinsælli Valdimar Stefánsson 2008
Amon – höfuðguð Egypta • Amon var lengi höfuðguð Egypta • Hann var líklega upphaflega frjósemisguð en síðar einnig sólarguð, stríðsguð og himinguð Valdimar Stefánsson 2006
Innanna – drottning himnanna • Í Mesópótamíu var Inanna (Ishtar) drottning himinsins og tengd Venus • Hún var þó fyrst og fremst frjósemisgyðja eins og öll mikilvæg goð í árdaga siðmenningar Valdimar Stefánsson 2006
Öxulöldin • Á tímabilinu frá því um 700 f. Kr. til um 200 f. Kr. varð stökkbreyting í trú- og siðfræði mannkyns og hefur fátt nýtt komið fram síðan þá • Þetta tímabil hefur verið nefnt öxulöldin • Það sem þá kom fram hefur orðið öxullinn sem hjól trúarbragða og siðfræði hefur snúist um fram á þennan dag Valdimar Stefánsson 2006
Trúarbrögð og heimspeki öxulaldarinnar • Í Kína: Konfúsíus- og taóismi • Konfúsíus, Kvang Tse og Lao Tse • Á Indlandi: Hindúismi og Búddismi • Höfundar Veda-ritanna, Búddha • Í Ísrael: Eingyðistrú • Jeremía, Jesaja og Esekíes • Á Grikklandi: Heimspekileg rökfræði • Sókrates, Platón, Aristóteles Valdimar Stefánsson 2006
Almenn einkenni öxulaldar • Aðalatriðið er ekki hverju maður trúir heldur hvað maður gerir • „Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að hann geri þér“ • Samúð og velvilji gagnvart öllu lífi • Rétt breytni gagnvart meðbræðrum sínum • Höfnun á sjálfselsku • jafnvel sjálfinu! Valdimar Stefánsson 2006
Ísrael Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni né þau sem mér eru ofvaxin. 131. Davíðssálmur Þótt þér færið mér brennifórnir þá hefi ég enga velþóknun á fórnargjöfum yðar,... Lát heldur réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk....segir Drottinn Amos 5. kafli Valdimar Stefánsson 2006
Kína • Hvernig getur þú lært að þjóna guði ef þú kannt ekki að þjóna mönnum? • Konfúsíus • Hinn fullkomni maður á ekkert sjálf. Hann lítur á annað fólk sem sjálfan sig • Kvang Tse • Allir í heiminum vita að hið veika sigrar hið sterka og hið mjúka sigrar hið harða en þó getur enginn nýtt sér það • Lao Tse Valdimar Stefánsson 2006
Indland Valdimar Stefánsson 2006 • Þegar maðurinn hefur lagt sig allan fram um að öðlast þekkingu á heiminum verður hann að öðlast samúð með honum • Mahavira • Treystið engum kennara! Þegar þið vitið innra með ykkur hvað er rétt og hvað er rangt, þá skulu þið halda ykkur við það, hvað sem hver segir. • Buddha
Grikkland • Betra er að hljóta saklaus refsingu fyrir illvirki en fremja illvirki og sleppa við refsinguna • Sókrates (Platón) • Maðurinn er mælikvarði allra hluta • Prótagóras • Órannsakað líf er einskis virði! • Sókrates (Platón) Valdimar Stefánsson 2008