160 likes | 380 Views
Fyrstu menningarríkin. Fljótsdalamenningin. Fljótsdalamenning. Fyrstu hámenningarsamfélög jarðar risu öll upp í frjósömum dölum stórfljóta; Nílardalnum, Mesópótamíu, Indusdalnum og við Gulá í Kína
E N D
Fyrstu menningarríkin Fljótsdalamenningin
Fljótsdalamenning • Fyrstu hámenningarsamfélög jarðar risu öll upp í frjósömum dölum stórfljóta; Nílardalnum, Mesópótamíu, Indusdalnum og við Gulá í Kína • Ástæðan var ríkulegur framburður fljótanna á frjósömum jarðvegi sem stöðugt endurnýjaði frjómagn akranna með árlegum flóðum • Fyrsta hámenningarsamfélagið mun hafa komið fram meðal Súmera í Mesópótamíu Valdimar Stefánsson 2008
Mesópótamía • Mesópótamía (landið milli fljótanna) er nafnið sem Grikkir gáfu því svæði sem í dag svarar nokkurn veginn til Íraks • Nafnið vísar til fljótanna Efrat og Tígris sem eiga upptök sín á hásléttunni þar sem nú er Tyrkland og renna um 1000 km leið til sjávar í Persaflóa • Á tímabilinu frá því um 4000 f. Kr. til um 100 f. Kr. réðu ýmsar þjóðir þessu svæði en grundvöllinn að menningu þar lögðu Súmerar Valdimar Stefánsson 2008
Súmerar • Við botn Persaflóans, á fjórða árþúsundinu f. Kr., bjuggu Súmerar, á landi sem erfitt var til ræktunar • Með samvinnu tókst þeim að koma upp flóknu áveitukerfi sem nýtti sér flóðin í fljótunum tveimur, auk þess sem þau voru nýtt sem samgönguæðar • Þannig skópu Súmerar grunninn að öflugum borgríkjum með glæstri menningu Valdimar Stefánsson 2008
Upphaf stéttaskiptingar • Strax um 3000 f. Kr. voru komin fram meira en tugur öflugra borgríkja í Súmer • Flestir íbúarnir voru bændur en uppskera þeirra dugði til að halda uppi þúsundum manna sem ekki unnu við jarðrækt • Þar með var stéttaskipting og sérhæfing komin fram í samfélagi manna • Voldugasta stéttin var prestastéttin sem stýrði borgríkjunum en aðrar voru t. d. stétt embættismanna og verslunarstétt Valdimar Stefánsson 2008
Líf alþýðunnar • Líf alþýðunnar í Súmer hefur líklegast ekki verið öfundsvert en mikill ófriður ríkti jafnan á svæðinu og hefur hann jafnan komið harðast niður á alþýðunni • Þó hafa konur um margt haft það betur en síðar varð, þær gátu gengið í flest störf önnur en þau opinberu og réttindi þeirra voru skráð í lög borgríkjanna, einnig gátu þær sjálfar sótt um skilnað Valdimar Stefánsson 2008
Borgríki Súmera • Borgríki Súmera voru sjálfstæðar einingar en sameiginleg tunga, menning og trú batt þjóðina saman • Höfuð hvers borgríkis var borgarguðinn sem allir íbúarnir tilheyrðu en prestastéttin þjónaði guðinum og æðsti prestur stýrði samfélaginu • Á gullaldarárum Súmera, um 3000 – 2500 f. Kr. reis menning þeirra hátt og barst víða með viðskiptum þeirra við fjarlægar þjóðir Valdimar Stefánsson 2008
Tækniafrek Súmera • Hið mikla áveitukerfi í Súmer leiddi til þess að verkþekking þeirra tók stórstígum framförum • Verkfæragerð og verkfræði náði áður óþekktu stigi í sögu mannsins • Fyrir um 5000 árum tóku Súmerar að blanda tini í kopar og hófu með því bronsöld • Þeir fundu einnig upp á því að renna leirker á hjóli og settu fyrstir hjólið undir vagna auk þess að finna upp plóginn Valdimar Stefánsson 2008
Tækniafrek Súmera • Í tengslum við áveitukerfi sín urðu Súmerar frumkvöðlar í stærðfræði og tímatalsfræði • Tímatalskerfi þeirra byggðist upp á tölunni 60 og frá þeim höfum við lengd sólarhringsins, klukkustundar og mínútu og einnig skiptingu hringsins í 360 gráður • Líklegt má telja að stjörnuspekin og stjörnumerkin eigi rætur sínar að rekja til Súmera en jafnan er þó Babýlóníumönnum eignaður sá vafasami heiður Valdimar Stefánsson 2008
Stærsta afrekið - ritmálið • Það afrek sem mun þó halda nafni Súmera lengst á lofti er þó tvímælalaust þróun ritmáls • Elstu heimildir um skrift eru um 5.400 ára gamlar en telja má víst að uppfinningin er eitthvað eldri • Fyrstu táknin voru einfaldar myndir en um 3000 f. Kr. voru hinar svonefndu fleygrúnir (kúneiform) komnar fram • Ritmálið gjörbylti þekkingaröflun manna og breiddist hratt út til nágrannalandanna Valdimar Stefánsson 2008
Egyptaland: gjöf Nílar • Níl, lengsta fljót jarðar, flæðir yfir bakka sína ár hvert og þegar flóðið sjatnar myndast frjósamur jarðvegur; undirstaða gjöfullar ræktunar • Í upphafi (fyrir árið 3000 f. Kr.) skiptist Egyptaland í tvö ríki: Efra – Egyptaland sem náði yfir meginhluta Nílardals og Neðra – Egyptaland sem náði yfir neðsta hluta Nílar og óshólmana Valdimar Stefánsson 2008
Egyptaland • Hið forna ríki Egyptalands er það ríki sem hvað lengst hefur staðið í mannkynssögunni, þ. e. í um 2500 ár og þar af var það stórveldi í um 1500 ár • Helsta einkenni þess var óbreytanleikinn; samfella í menningu og stjórnarhefð sem á sér ekki hliðstæðu í sögunni • Egypska þjóðin var mun einsleitari en sú súmerska og náttúruleg landamæri ríkisins skýrari sem leiddi til meiri einingar þjóðarinnar Valdimar Stefánsson 2008
Faraóinn – guð meðal manna • Frá upphafi virðist egypski faraóinn (konungurinn) hafa verið talinn guð og bar hann ábyrgð á því að Níl flæddi á réttum tíma og að uppskeran yrði ríkuleg • Sem guð gat faraóinn ekki dáið og því tók hirðinn upp á því að smyrja lík hans svo líkaminn mætti varðveitast • Pýramídarnir voru síðan reistir sem heimili faraósins eftir dauðann Valdimar Stefánsson 2008
Afrek Egypta • Helstu afrek Egypta liggja á sviði byggingalistar og standa miklar minjar þeirra enn í dag • Ritmálið þróuðu þeir á annan hátt en Súmerar, þ. e. sem myndletur sem nefnt er hýróglífur, og myndlist þeirra þykir enn í dag hið mesta augnayndi • Egyptar bættu tímatal Súmera svo ekki skeikaði nema sex klukkustundum á réttu ári Valdimar Stefánsson 2008
Líf alþýðunnar • Alþýða í Egyptalandi virðist hafa haft heldur náðugri daga en sú í Súmer • Friður innanlands var regla en ekki undantekning og svo virðist sem stórframkvæmdir hafi verið unnar af frjálsum bændum meðan þeir biðu uppskerunnar • Staða kvenna var jafnvel sterkari í Egyptalandi en í Súmer og nutu flestra réttinda á við karlmenn Valdimar Stefánsson 2008