290 likes | 552 Views
„Strangur en samt svona... léttur í lundinni.“ Rannsókn á því hvað einkennir kennsluhætti, samskipti og bekkjarstjórnun hjá kennurum sem ná góðum námsárangri með nemendur sína? Guðlaug Björgvinsdóttir 9. nóvember 2013. Á rangur í skólastarfi!. Hvers vegna námsárangur?.
E N D
„Strangur en samt svona... léttur í lundinni.“Rannsókn á því hvað einkennir kennsluhætti, samskipti og bekkjarstjórnun hjá kennurum sem ná góðum námsárangri með nemendur sína?Guðlaug Björgvinsdóttir9. nóvember 2013
Hvers vegna námsárangur? • Almennar kröfur um árangur í skólastarfi • PISA könnunin, samanburður við önnur lönd • Þátttaka í erlendum rannsóknum (t.d. í samvinnu við Evrópusambandið, OECD og Norðurlöndin) • Samræmd próf, umdeild en sá mælikvarði á námsárangur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kýs að nota • „Við ættum að eiga bestu skólana.“ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/18/vid_aettum_ad_eiga_bestu_skolana/
Helstu rannsóknarspurningar: • Megin rannsóknarspurningin var: Hvað einkennir kennsluhætti, samskipti og bekkjarstjórnun hjá kennurum sem hafa náð góðum námsárangri með nemendur sína? Undirspurningar eru helstar þessar: • Hvað einkennir skipulag, undirbúning og kennslustundir hjá árangursríkum kennurum? • Hvað einkennir framkomu og tengsl árangursríkra kennara við nemendur sína? • Hvaða bakgrunn hafa árangursríkir kennarar? • Hvað telja árangursríkir kennarar að skipti mestu máli til að kennarar ná góðum árangri með nemendur sína? • Hvað telja skólastjórnendur að einkenni árangursríka kennara? • Hvað telja skólastjórendur að einkenni kennsluhætti, samskipti og bekkjarstjórnun í kennslustundum hjá árangursríkum kennara? • Hvað telja nemendur að einkenni árangursríkan kennara? • Hvað telja nemendur að einkenni kennsluhætti, samskipti og bekkjarstjórnun í kennslustundum hjá árangursríkum kennurum? • Hvað telja kennarar, skólastjórnendur og nemendur einkenna árangursríkt námssamfélag?
Úrtakið • 9 kennarar • 7 skólastjórar • 43 nemendur • 7 grunnskólar
Kennararnir í úrtakinu • Á aldrinum 30-60 ára. • Kenndu í 6.-10. bekk íslensku, ensku, náttúrufræði, þjóðfélagsfræði, stærðfræði. • Fylgst með minnst 3 kest., mest 11 kest. en að jafnaði 6-7 kest. • Ólík menntun og kennslureynsla. • 7 konur, 2 karlmenn.
Árangursríkir kennarar • Gott skipulag sem kennarar halda sig við. • Góð nýting tímans í kennslustundum. • Færni kennara til að skapa andrúmsloft í kennslustundum sem byggir á gagnkvæmu virðingu og trausti – bekkjarstjórnun. • Færni kennara í kennslufræði og góð þekking í námsgreinum sem þeir kenna. • Viðeigandi kennsluaðferðir og hæfileiki til að skipta á milli þeirra. • Áhugi á starfinu.
Rannókn Hay McBer • Þættir sem gátu ekki spáð fyrir um árangur kennara í starfi: • Kennslureynsla • Kyn • Aldur Það sem skilur góða kennara og árangursríka kennara að: • Hæfileikinn til að nota viðeigandi kennsluaðferðir hámarkar gæði og tímann sem fer í kennslu • Persónuleg einkenni
Kenningar James H. Stronge um það sem einkennir árangursríka kennara • Persónuleiki kennarans. • Kennslustofan og skipulag • Undirbúningur og skipulag kennslunnar. • Framkvæmd kennslunnar. • Námsmat og endurgjöf. • Fagmennska kennarans.
1. Persónuleiki kennarans Árangursríkir kennarar: • Þekkja nemendur sína vel, námslega og persónulega. • Fylgjast með lífi þeirra utan skóla. • Hlusta á þá. • Gagnkvæmt traust og virðing. • Gera ekki upp á milli nemenda. • Hvetja nemendur áfram. • Fá þá til að læra af mistökum. • Gefa þeim ábyrgð í námi. • Hafa sjálfir áhuga og eldmóð í starfi.
2. Kennslustofan og skipulag Skipulag á kennslustundum skýrt: • Kennarinn kynnir nemendum viðfangsefni tímans, næstu skref og nemendur þekkja kennsluáætlun. • Kennarinn hefur öll sín gögn tiltæk og skipuleg. • Nemendur þekkja „mörk“ kennarans og kröfur um hegðun. Kennslustofan vel skipulögð: • Auðvelt að nálgast námsgögn og efni sem eru til sameiginlegra nota. • Húsgögnum raðað þannig að auðvelt sé að ganga um.
3. Undirbúningur og skipulag kennslu • Kennarinn er mjög vel undirbúinn fyrir kennslu hvers tíma. • Kennslustundin er skipulögð og fyrirmæli kennarans til nemenda mjög skýr. • Kennarinn þekkir námsefnið mjög vel og tekur fyrra nám og þekkingu nemenda með í reikninginn. Þeir „vinsa úr“ það sem skiptir minna máli til að eyða frekar tíma í það sem þeim finnst skipta máli. • Tengja nám reynslu nemenda.
4. Framkvæmd kennslunnar • Rannsóknir benda til þess að engin ein kennsluaðferð sé betri en önnur. • Árangursríkur kennari notfærir sér þekkingu sína á nemendum til að velja þá aðferð sem hann telur henta hverju sinni til að ná markmiðum. • Beitir góðri spurningatækni til að kanna skilning og þekkingu nemenda og virkja þá. • Hnitmiðuð fyrirmæli og útskýringar. • Mistök eru notuð til að læra af.
5. Námsmat og endurgjöf Árangursríkir kennarar: • Eru með fjölbreytt námsmat oggreina það og nota niðurstöður þess til frekari skipulagningar kennslu. • Hvetja nemendur til að leggja gagnrýnið mat á eigin frammistöðu og setja sér markmið. • Nota endurgjöf til að nemendur geti þróað námsárangur sinn en upplifi einnig áhuga kennarans. • Eru með hæfilega heimavinnu sem þeir vanda valið á og sem nemendur sjá tilgang í.
6. Fagmennska kennara Árangursríkir kennarar: • helga sig starfinu og það er einlæg trú þeirra að allir nemendur geti lært og þeir ætlast til þess. • leita eftir samvinnu, deila hugmyndum og aðstoða aðra kennara. • eru gjarnan leiðtogar og eru oft leiðandi í skólastarfinu. • sækja fjölbreytta endurmenntun og deila því með nemendum sínum.
Helstu niðurstöður • Kennararnir féllu vel að kenningum um árangursríka kennara og líkani Stronge. • Kennslureynsla, kyn og aldur virtist ekki skipta máli. • Bekkjarstjórnun skar sig aðeins úr og kom mér á óvart. • Hygmyndir kennaranna sjálfra, skólastjórnenda og nemenda um rannsóknarefnið voru keimlíkar.
1. Kennsluhættir • Gríðarlegt skipulag kennslu. Ýmsar gerðir kennsluáætlana og kennslan skipulögð þannig að árið er kortlagt, viðfangsefni, kennsluaðferðir, námsmat, námsefni og jafnvel kennslustundir. • Kennararnir sögðu alltaf vita hvað þeir væru að fara að gera í tímanum og vera vel undirbúnir. Ingunn: „Það er bara eitt sem er algjört lykilatriði. Að vita hvað þú ætlar að gera þegar þú ferð inn í kennslustundina.“ • Þrátt fyrir skipulag er sveigjanleiki: Kjartan: „Ég bara stundum heyri eitthvað í útvarpinu. Eins og í gær. Ég ætlaði að gera annað í þessum tíma en...“
1. Kennsluhættir „Gunnar! Ert þú með gestasýki þó Guðlaug sé hérna inni?“ „Jón: Hver er Guðlaug?“ Einkenni kennslustundanna sem ég sat: • Tíminn nýttist vel. Stundvísi nemenda og kennara. • Uppbygging tímanna skipulögð og nemendum kunn. • Yfirleitt mjög góður vinnufriður og vinnusemi. • Kennslustundir einkenndust af góðu flæði. • Gögn voru aðgengileg. • Borðum ólíkt raðað, en aðgengi um kennslustofuna gott.
1. Kennsluhættir • Fjölbreyttarkennsluaðferðir: Samvinnunám, verkefna- og vinnubókavinnu, þemavinnu, hópavinnu, beina kennslu, einstaklings- og paravinnu, merkingarbært nám, áhersla á framsögn, tjáningu og ritun, að fara frá námsbókunum, leiki í skólastarfi svo fátt eitt sé talið. • Töflukennsla var áberandi mest í stærðfræði. • Góð spurningatækni kennara sem virkjaði nemendur. Gagnvirk samskipti um námið „Þorgerður: Þegar ég er að glósa. Ég held ég nái þeim best ef ég reyni að ná þeim öllum í glósugerðina.“ • Góðar, hnitmiðaðar útskýringareinkenndu kennslustíl kennara. Oft vísanir í eitthvað sem tengdist lífi nemenda og væri líklegt til að vekja áhuga nemenda. • Upprifjanir og tenging við fyrra nám.
Nokkur orð frá nemendum um kennsluhætti „Kjartan hefur verið að gera svolítið fjölbreytt verkefni. Hann er ekki bara með okkur í bókinni. Hann lætur okkur gera skemmtileg verkefni sem eru svolítið krefjandi. Þannig að við þurfum aðeins að nota... Fara út fyrir okkar þægindasvið.“ „Ég elska hvað hún tekur svona innlagnir áður en hún fer í efnið.“
2. Samskipti „Jórunn: Ég reyni oftast að hugsa um þessa krakka eins og ég ætti þau sjálf... Þau þurfa að finna það.“ • Að kennarinn hafi áhuga á kennslunni og því sem hann er að gera og sé ekki bara að kenna til að fá útborgað. • Að kennarinn hafi áhuga á nemendum og lífi þeirra. • Áhersla á kunnáttu – ekki vankunnáttu, nota mistök til að læra af. • Kennarinn er ekki alvitur og geti viðurkennt að hafa rangt fyrir sér. • Góð samskipti sem byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti. • Kurteisi og tillitsemi. • Húmor
Nokkur orð frá nemendum. • Kennari þarf að geta verið skemmtilegur og geta verið með djók... og líka mjög ákveðinn svo við séum að gera eitthvað. • Mér finnst ekki að það eigi bara alltaf að vera alvara í hámarki. Það þarf líka að vera skemmtilegt í skólanum. • Ef við skiljum ekki námsefnið reynir hann að útskýra það á skemmtilegan hátt. • Við erum öll jöfn og höfum öll rétt á okkar skoðunum. Getum öll komið þeim á framfæri. Þó við séum ekki öll sammála þá er ekki verið að niðurlægja þessar skoðanir. • Metnaðarfullur • Frumlegur • Sanngjarn • Þekkir hvaða aðferðir henta hverjum nemenda og getur parað saman nemendur sem nota sömu aðferðina.
3. bekkjarstjórnun „Reglur eru skýrar og afleiðingar eru skýrar.“ • Óskráðar reglur . • Jákvæður agi sem einkenndist af trausti og virðingu fyrir að fara eftir reglum. „ þegar hún kemur inn þá þagna allir og bara að allir eru að fylgjast með því sem hún segir. Þú berð svo mikla virðingu fyrir henni. Út af einhverju.“ • Mismunar ekki nemendur. Þeir fá sömu meðferð hjá kennara. • Uppbyggjandi og hvetjandi samtöl kennaranna við nemendur. • Kennarinn mjög hreyfanlegur um stofuna og var nemendum sínum fyrirmynd varðandi vinnusemi.
Bekkjarstjórnun – það sem kom á óvart • Kennarinn leiddi hjá sér truflandi hegðun sem ekki var líkleg til að valda mikilli truflun í kennslustund eða brást við henni á jákvæðan hátt. • Hvað bekkjarstjórnunin var ólík og afslöppuð, t.d. hvernig kennarar náðu athygli nemenda.
3. Bekkjarstjórnun – það sem kom á óvart • Ólíkar reglur milli kennara varðandi „bitbein“ í umræðunni. • Hvernig kennarar tóku á truflun og slíku. Jákvæðni, skilningur og virðing í samskiptum kennara og nemenda ef eitthvað kom upp. • Kennarinn tók jákvætt á því sem upp kom og oft með húmor. • Enginn tími fór í þras. Nemendur viðurkenndu hegðun sína og meira að segja fleira en bæði ég og kennarinn tóku eftir! Þeir tóku fram að þeim fyndist kennarinn sanngjarn gagnvart sér.
Nokkur orð frá nemendum um bekkjarstjórnun • „Strangur en samt svona léttur í lundinni.“ • „Er ekki bara í tölvunni eða að fara yfir verkefni. Hún er alltaf bara með okkur í stofunni.“ • „Ef allir krakkar á Íslandi myndu vita þetta: bara að fylgjast með í tímum þá væru allir með geðveikt góðar einkunnir.
4. Önnur mál „Ingunn: Ég held að kennarastarfið sé erfiðasta starfið upp á að vera veikur.“ • Í viðtölum við kennarana kom fram að þeir ígrunduðu kennsluna sína reglulega, voru öryggir með sig sem fagmenn, sterkir í námsgreininni sem þeir kenndu og fannst auðvelt að skilgreina sig sem kennara og hvað þeir stæðu fyrir í starfi. • Kennararnir nefndu að til að ná góðum námsárangri væri stöðugleiki nauðsynlegur fyrir nemendur. Að það væri vont ef þeir væru mikið frá og nefndu flestir að þeir yrðu sjaldan veikir.
Skiptir árangur í námi nemendur máli? Skipta árangurríkir kennarar máli?