130 likes | 359 Views
Íslensk málsaga Að beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvað gerist þegar orð eru beygð?. Íslenska er mikið beygingamál . Orðin taka breytingum eftir samhengi hverju sinni: Beygingarformdeildir nafnorða :
E N D
Íslensk málsagaAð beygja orðin á ýmsa lund, bls. 101-106 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hvað gerist þegar orð eru beygð? • Íslenska er mikið beygingamál. Orðin taka breytingum eftir samhengi hverju sinni: • Beygingarformdeildir nafnorða: • kyn, tala, fall, beyging • Beygingarformdeildir lýsingarorða: • kyn, tala, fall, beyging, stig • Beygingarformdeildir sagnorða: • persóna, tala, tíð, háttur, mynd, beyging
Hvernig hefur beyging nafnorða breyst? • Íslendingar hafa varðveitt fallbeygingu nafnorða (og fallakerfi almennt) betur en aðrar Norðurlandaþjóðir. • Íslendingar og Færeyingar beygja nafnorð enn í fjórum föllum en Danir, Norðmenn og Svíar nota bara tvö. • Ýmsar smávægilegar breytingar hafa þó orðið í aldanna rás: • Köttur – köttu (ft.), Skjöldur – skjöldu (ft.). • Læknir – læknar (ft.) - læknirar (ft.) –læknar (ft.)
Hvað er sterk og veik beyging nafnorða? • Sterkbeygð nafnorð enda á samhljóða í eignarfalli eintölu. skálar hests barns • Veikbeygð nafnorð enda á sérhljóða í öllum föllum eintölu. Kanna hani hjarta könnu hana hjarta könnu hana hjarta könnu hana hjarta • Sum orð hafa óreglulega beygingu, s.s. ær og kýr. ær kýr á kú á kú ær kýr • Oft fara menn rangt með beygingu þessara orða eða reyna að sneiða hjá þeim (rolla, belja).
Hvað er sterk og veik beyging nafnorða? • Tilhneigingin virðist vera sú að veikbeygðum nafnorðum fjölgar: • Orð á borð við spurning, drottning, lotning og tilhneiging eru farin að fá „veika“ beygingu. • Tökunafnorð skipa sér flest í raðir veikbeygðra orða, s.s. skvísa, gæi, jeppi, tappi. • Þetta er þó ekki einhlítt, sbr. frík, sánd, kók, djönk.
Hefur beyging sagnorðanna breyst? • Sagnorð tíðbeygjast til þess að hægt sé að greina frá því hvenær eitthvað gerðist. • Beygingarendingar hafa riðlast svolítið en beygingarformið er í meginatriðum eins og það var í öndverðu. • ek valda (f.ísl) ég valdi (nt.ísl) • við kallim (f.ísl) við köllum (nt.ísl) • þú kallask (f.ísl) þú kallast (nt.ísl)
Hljóðskipti í beygingu sagna • Hljóðskipti er það kallað þegar tiltekin sérhljóð skiptast á í stofni orðs eftir ákveðnum reglum. • Þetta er mjög algengt í sagnbeygingu, sbr. kennimyndir sterkra sagna : • Hljóta – hlaut – hlutum – hlotið • Líta – leit – litum – litið • Hlaupa – hljóp – hlupum – hlaupið
Hljóðskipti í beygingu sagna, frh. • Veikbeygðar sagnir taka ekki hljóðskiptum í kennimyndum heldur bæta við sig tannhljóðsviðskeyti í þátíð eintölu: • kalla – kallaði – kallað • telja – taldi – talið • telta – velti – velt
Hvernig beygjast tökusagnir? • Flestar nýjar sagnir raða sér í flokk veikbeygðra sagna enda er veika sagnbeygingin töluvert einfaldari en sú sterka. • Dæmi um nýjar veikbeygðar sagnir: • bóna, fríka, meika, fíla. • Einnig hafa nokkrar sagnir sem áður beygðust sterkt fært sig yfir í flokk veikbeygðra sagna: • rita (ríta), bjarga, hjálpa (hjalpa).
Fjölmörg orð eru búin til með hljóðskiptum • Hljóðskipti eru afar frjó þegar búin eru til ný orð, ýmist með hljóðunum óbreyttum eða með hljóðvörpum og klofningu. • Sjá dæmi á bls. 118. • Sjá einnig hinar 7 virku hljóðskiptaraðir í íslensku á bls. 119.
Ein beygingarformdeild hefur týnst: tvítala • Fornöfn eru fallorð og tilheyra flokki kerfisorða (það bætast ekki ný orð við þeirra flokk). • Til forna voru persónufornöfn á þessa lund: Eintala Tvítala Fleirtala 1. pers. ég við vér 2. pers. þú þið þér 1 2 3 + • Þær breytingar hafa orðið að gamla tvítalan hefur glatast sem beygingarformdeild en orðmyndir hennar eru nú notaðar eins og fleirtalan að fornu (þ.e. 2 +). • Gamla fleirtalan hefur fengið nýtt hlutverk: Orðmyndir hennar eru aðeins notaðar í hátíðlegu máli.
Hefur beyging lýsingarorða breyst? • Lýsingarorð með endingunni –legur enduðu áður á –ligur: • glæsiligur > glæsilegur • sæmiligur > sæmilegur • Að öðru leyti hafa litlar breytingar orðið á beygingu lýsingarorða í aldanna rás. • Merking þeirra hefur þó raskast lítillega, t.d. Merkti orðið sæmiligur eitthvað mjög gott.
Niðurstaðan er þá þessi • Beygingar hafa sáralítið breyst frá fornu máli og er það öðru fremur sérkenni íslensks máls í samanburði við skyld Norðurlandamál og önnur germönsk mál. • Einungis ein beygingarformdeild hefur glatast; tvítalan, aðrar eru fastar í sessi. • Sú tilhneiging er meðal málnotenda að hafa ný sagnorð og nafnorð þannig að beygingar þeirra séu með einföldu móti. • Festa í beygingum hefur þau áhrif að forn texti með nútímastafsetningu hefur ekki á sér formlegt yfirbragð nema hvað orðaforðann varðar.