380 likes | 528 Views
Markmið og mat á árangri Um námskröfur í íslensku, dönsku og sænsku í skólum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð. Fundur um námskrár í íslensku á vegum Samtaka móðurmálskennara og menntamálaráðuneytisins Borgartúni 6, 14. nóvember 2002 Þuríður Jóhannsdóttir
E N D
Markmið og mat á árangri Um námskröfur í íslensku, dönsku og sænsku í skólum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Fundur um námskrár í íslensku á vegum Samtaka móðurmálskennara og menntamálaráðuneytisins Borgartúni 6, 14. nóvember 2002 Þuríður Jóhannsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun KHÍ
Samanburður á skólakerfum • Könnun sem var unnin að beiðni starfshóps um styttingu námstíma til stúdentsprófs. • Rannsóknarstofnun KHÍ og Félagsvísindastofnun HÍ unnu • RKHÍ skoðaði námskröfur sem gerðar eru í grunnskóla og í framhaldsskóla í móðurmáli, stærðfræði, ensku, raunvísindum og félagsvísindum • Að ósk ráðuneytisins var aðallega stuðst við aðalnámskrár landanna þriggja og unnið var aðallega með gögn sem eru aðgengileg á netinu
Samanburður á íslensku, dönsku og sænsku • Nám í móðurmáli eins og það birtist í opinberum gögnum áÍslandi, í Danmörku og í Svíþjóð • Áhersluatriði í kennslu og námi, og þá sérstaklega námsmarkmið, námsmat og hlutverk nemenda • Í lokin: tími sem varið er til móðurmálskennslu í grunn- og framhaldsskólum í löndunum þremur
Almennir fyrirvarar Hafa ber í huga að upplýsingarnar sem lagðar eru til grundvallar við greiningu og samanburð eru opinberar námslýsingar sem birtar eru í námskrám og endurspegla vilja yfirvalda en ekki endilega raunveruleikann úti í skólunum
Hvernig má greina námskröfur? • Námskröfur birtast á mismunandi hátt í skólastarfi – • í markmiðum • í kennsluháttum • í inntaki námsins • í námsmati og • í stöðu nemenda í upphafi náms og að hversu miklu leyti tillit er tekið til þess í skipulagi námsins.
Greiningarlíkan Allyson Macdonald • 7 ramma líkanið • Allyson: Kennslulíkanið hef ég unnið með í meira en tíu ár, og þó það líti út fyrir að vera fremur saklaust þá er margt í því sem vert er að ræða Grunnhugmyndirnar spruttu upp úr rannsókn Hewson og Hewson (1988) um náttúrufræðinám sem ég fjallaði um í grein sem ég birti árið 1991 • Kynnt í Netlu, veftímariti Kennó sjá http://netla.khi.is/sprotar/2002/001/index.htm
GrunnskólinnÍsland - Danmörk: námskröfur • Í Danmörku byggjast námskröfur á að nemendur séu færir um að beita dönsku, munnlega og skriflega, við lausn tiltekinna verkefna, og lokaprófið er bæði munnlegt og skrifleg. • Á Íslandi er áberandi misræmi milli námskrármarkmiða sem m.a. leggja áherslu á að greining málfræðiatriða megi aldrei verða íþrótt í sjálfu sér (Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska, 1999:15), og samræmda prófsins, þar sem megináhersla hefur löngum verið á málfræðigreiningu.
GrunnskólinnÍsland – Danmörk; Inntak • Bókmenntir, málfræði, ritun og stafsetning • Danska námskráin gerir ráð fyrir að nemendur vinni með ólíkar textategundir en litið er á textahugtakið nokkuð vítt og nær það m.a. til tölvuleikja, tónlistarbanda og teiknimyndasagna • Á Íslandi virðist vera lögð sérstök áhersla á að nemendur tjái sig um bókmenntir í rituðu máli, sbr. bókmenntaritgerðir, en einning er í námskrá lögð áhersla á að nemendur tjái sig leikrænt um lesið efni og ræði um það.
GrunnskólinnSvíþjóð – Ísland; inntak • Í Svíþjóð leggur námskrá áherslu á að nemendur eigi að læra að nota móðurmálið sem • miðil til að koma hugsun sinni á framfæri, • sem tæki til náms, sem samskiptatæki og • tæki til að hafa áhrif. • Inntakið í móðurmálskennslu er svipað í báðum löndum en í Svíþjóð er að auki lögð áhersla á að nemendur lesi norrænu grannmálin og fái kyningu á samísku og öðrum minnihlutamálum í Svíþjóð. • Á Íslandi virðist hins vegar meiri áhersla lögð á málfræði og lestur fornbókmennta.
GrunnskólinnÍsland, Svíþjóð, Danmörk; kennslan • Í Danmörku er lögð áhersla á að kennslan eigi að vera þannig uppbyggð að upplifun og reynsla verði smátt og smátt efni fyrir greiningu. • Einnig er tekið fram að kennslan sé skipulögð í kennslulotum og lögð áhersla á að kennslan sé ekki stöðluð og fyrirsjáanleg - en alltaf hluti af ferli. • Í íslensku námskránni eru gefin dæmi um kennsluaðferðir –ekki virðist sérstök hugmyndafræði liggja að baki • Í sænsku námskránni er ekkert um kennslu – kennurum sem fagmönnum ætlað að útfæra það í samræmi við markmið og matsviðmið sem eru mjög skýr.
GrunnskólinnNámsmat;Ísland, Danmörk, Svíþjóð • samræmt skriflegt próf en að auki er samræmt munnlegt próf í Danmörku • Í Danmörku er skriflega prófið í fimm tíma og er skipt í tvennt • Á Íslandi er samræmda prófið þrír tímar • Samræmd próf í Svíþjóð byggir á þrem hlutum þar sem sérsök áhersla er lögð á að prófa lesskilning á ólíkum textategundum og getu nemenda til að bæta við eigin ályktunum.
GrunnskólinnÍsland – Svíþjóð; námsmat • Nemendur hafa aðgang að textaheftinu sem prófað er úr, í u.þ.b. mánuð fyrir próf. • Á Íslandi skipar málfræðigreining stóran sess á prófi en lesskilningur, m.a. á fornbókmennta-textum, er einnig prófaður með krossum. • Sænska prófið reynir á fjölþætta beitingu móðurmálsins en íslenska prófið reynir aðallega á þekkingu á hugtökum í málfræði og bókmenntum og kunnáttu til að beita þeim við textagreiningu. • Gott samræmi er á milli námskrármarkmiða og námsmats í Svíþjóð en alls ekki á Íslandi.
GrunnskólinnNámsmat Svíþjóð 16 síðna textahefti - prófið byggir á vinnu með texta úr heftinu • Próf A prófar lesskilning á ólíkum textategundum og getu til að bæta við eigin ályktunum. • Próf B er munnlegt próf og er óháð þema lesheftisins. • Stuttir bókmenntatextar af hljóðbandi. • Nemendur ræða um textana tveir og tveir • kynna þá í stærri hóp • Munnlega prófið prófar bæði getu til að hlusta og draga ályktanir eftir að hafa fengið tíma til að undirbúa sig. Skólarnir hafa aðgang að munnlega prófinu þegar í nóvember. • Próf C ritunarpróf, val á milli fjögurra efna. • tengjast textaheftinu - má nota heftið í prófinu. • nemendur eiga að geta undirbúið sig vel fyrir ritunina.
GrunnskólinnÍsland: Námsmat • Samræmda prófið á Íslandi reynir almennt ekki á færni nemenda til að beita móðurmálinu sem tjáningartæki, hvorki skriflega eða munnlega. • Um er að ræða hefðbundna greiningu málfræðiatriða þar sem oft reynir á flóknar samsetningar nokkurra málfræðihugtaka sem síðan á að svara með því að velja á milli möguleika á krossaprófi. • Þessar spurningar reyna oft mjög á einbeitingu og hæfni til að beita greinandi hugsun og mælir líklega almenna greind ekki síður en þekkingu og hæfni í beitingu móðurmálsins.
Framhaldsskólinn: Ísland – Danmörk; námskröfur • Á Íslandi á nemandinn að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum bókmenntum og hafa lesið töluvert. • Hann á líka að hafa fengið nokkuð góða þjálfun í framsetningu og frágangi ritaðs máls. • Samkvæmt námskrá á hann líka að fá þjálfun í töluðu máli og framsögn. • Í Danmörku á nemandinn að hafa lært að njóta bókmennta á ýmsu formi og geta beitt málinu af öryggi bæði í töluðu og rituðu máli. • Hann á einnig að hafa vanist því að takast á við raunveruleg verkefni bæði einn og í samvinnu við aðra.
FramhaldskólinnSvíþjóð; námskröfur • Í Svíþjóð byggjast námskröfur á færni í að beita málinu, • munnnlega og • skriflega við lausn tiltekinna verkefna • áhersla er á hlutverk bókmennta og tungumáls í persónuþroska nemenda.
Framhaldsskólinn: Danmörk, Ísland; inntak • Í Danmörku u.þ.b. 2/3 í bókmenntalestur • áhersla er lögð á að nemendur fjalli um lífssýn í bókum og geti borið saman við eigið líf og samfélag. • greina textategundir með tilliti til þess að skoða textatengsl (intertekstualitet). • Á Íslandi áhersla á lestur fornbókmennta s.s. norræna goðafræði, Íslendingasögur og Eddukvæði, mikil áhersla á lestur bókmennta í bókmenntasögulegu samhengi. • Í Danmörku er textahugtakið skilgreint mjög opið - myndir/kvikmyndir eru einnig greindar sem texti. • nemendur skulu fá tækifæri til að skoða bókmennta- og menningarefni í myndrænu formi - er átt við að þeir skuli þjálfast í að greina myndmál og þannig verða miðlalæsir.
Framhaldsskólinn: Svíþjóð - inntak • Ekki er kveðið á um inntak námsefnis í sænsku námskránum en viðfangsefnið felst því í að beita tungumálinu við ýmiss konar verkefni sem kennarar og nemendur velja í sameiningu. • oft ráðast viðfangsefni í skólum mikið af annars vegar löngum hefðum og hins vegar af því námsefni sem til er • ástæða til að athuga nánar hversu mikil áhrif það hefur í sænskum skólum og hversu virkt nemendalýðræðið er í raun • Í Svíþjóð er tekið fram að lesnar skuli bæði norrænar og alþjóðlegar bókmenntir ásamt sænskum
Framhaldsskólinn: Ísland, Danmörk; námskrá • Íslenska námskráin áherslu á þekkingaratriði s.s. þekkingu á bókmenntasögu og norrænni goðafræði og öðrum fornbókmenntum • Skólanámsgreinarnar og fræðigreinarnar sem þær byggja á í forgrunni og • litið á námið sem yfirfærslu eða tileinkun ákveðinna þekkingaratriða. • Í dönsku námskránni er nemandinn fremur í forgrunni og áhersla á að námið efli færni nemandans.
Framhaldsskólinn: Ísland, Svíþjóð; námskrá • Sænska námskráin ekkert um kennsluaðferðir,af markmiðum og matsviðmiðum sést að kennarinn þarf að vinna sem verkstjóri og leiðbeinandi í skóla þar sem megináhersla er á að þjálfa færni nemenda • tungumálið verkfæri til náms sem mikilvægt er að ná tökum á bæði í tali og riti. • Í Svíþjóð skýr sýn á hlutverk tungumáls og bókmennta í þroska nemandans. Bókmenntir gefa tækifæri til þroska og þekkingar á menningu. • Á Íslandi: áherslaná þekkingarmarkmið, s.s. bókmenntasögulega yfirlitsþekkingu, og hlutverk tungumáls og bókmennta fyrir nemandann eru ekki í forgrunni. • Fræðigreinarnar málfræði og bókmenntir eru lagðar til grundvallar.
Framhaldsskólinn: Námsmat – Danmörk • Í Danmörku eru skrifleg annarpróf. Auk þess eru haldin skrifleg árspróf. Annarprófin eru hugsuð sem undirbúningur fyrir ársprófin og samræmt lokapróf í 3. bekk í menntaskóla. • Gert er ráð fyrir að öll prófin séu 5 tímar. Í matinu er lögð áhersla á meðferð efnisins, greiningu, túlkun og rökræður. • Í Danmörku er viðamikið opinbert kerfi sem fylgist með námsmati og prófdómarar fara yfir samræmda lokaprófið í 3. bekk. Einnig skila nemendur stærra skriflegu verkefni sem þeir fá sérstaka einkunn fyrir. • Á Íslandi er ekkert sem tryggir að munnleg færni sé metin
Framhaldsskólinn: Námsmat –Svíþjóð • Í Svíþjóð er viðamikið opinbert kerfi sem fylgist með námsmati og tekur saman upplýsingar um stöðu mála á landsvísu. • Samræmt próf í sænsku er skylda í einum áfanga framhaldsskólans og er þar um að ræða mjög viðamikið munnlegt og skriflegt próf. • Gott samræmi virðist á milli þess hvernig prófið er hugsað og markmiða í námskrá.
Framhaldsskólinn: Ísl. - Danmörk; nám-sem athöfn • Í dönsku námskránni er gert ráð fyrir að nemendur fari í leikhús, skólaferðalög, vinni þverfaglega, vinni stærra skriflegt verkefni o.fl. • Í íslensku námskránni kemur fram að nemendur eigi að fá þjálfun í töluðu máli, lestri, lesskilningi og ritun, þ.m.t. réttritun • Viðfangsefnin virðast meira bútuð niður í íslensku námskránni
Framhaldsskólinn: Ísl. – Svíþjóð; nám-sem-athöfn • Verkefnin lögð upp heildstæð eða þematísk í Svíþjóð og mikil áhersla er á vinnuferlið frá hugmyndastigi til kynningar á afrakstri. • Nemandinn er í forgrunni og námið á að efla færni hans. • Á Íslandi eru fræðigreinarnar í forgrunni og viðfangsefnin í bókmenntum eða málfræði ráða ferðinni um athafnir nemenda.
Um helstu einkenni móðurmáls • Þjálfun í meðferð móðurmálsins í ræðu og riti megininntak námsins • Fræðigreinarnar sem menntun kennaranna hvílir á - þ.e. málfræði og bókmenntafræði – setja sterkan svip á móðurmálskennsluna samkvæmt gamalli hefð • vilji til að laga námsgreinina meira að þörfum nemenda og talað er um að heildstæð móðurmálskennsla sé æskileg • meiri kröfur um munnlega færni í Danmörku og Svíþjóð en hér á landi
Um helstu einkenni móðurmáls • Sænska námskráin leggur á það áherslu að námið eigi að vera merkingabært fyrir einstaklinga og persónuþroska þeirra. • Í Danmörku er lögð áhersla á færni í textagreiningu og að skoða tengsl milli samfélags og bókmennta • Í bókmenntum virðist meiri áhersla á það í dönsku og sænsku námskránum að velja þurfi bókmenntaefni við hæfi nemenda og að nemendur hafi áhrif á valið á meðan íslenskar bókmenntir og bókmenntasaga eru í forgrunni á Íslandi.
Svíþjóð - DanmörkUm áhrif nemenda á námið • Í Svíþjóð er sérstakur kafli í almennri námskrá framhaldsskólans um ábyrgð og áhrif nemenda í skólanum. • Þar kemur fram að nemendur eigi að hafa áhrif á hvað og hvernig kennsla fari fram og litið er á nemendalýðræði sem þjálfun í lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu • Í dönsku námskránni er tekið fram • að nemendur beri ábyrgð á eigin námi, • geri sér grein fyrir ólíkum kröfum sem námsferlið gerir til þeirra • læri að taka þátt í jafningjaþjálfun (coaching) og svörun (respons) og • geti skipulagt og skrifað stærra skriflegt verkefni
Um áhrif nemenda á námið - Ísland • Í íslensku námskránni stendur að skólar eigi að leitast við að stuðla að sjálfstæði nemenda með því að leggja áherslu á þverfaglegt nám og ýmsa færniþætti. • Einnig kemur fram að skólum beri að gæta jafnréttis nemenda til náms með ,,því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali eftir því sem við verður komið.” • Hér er ábyrgðin á herðum skólans og kennaranna en ekkert fjallað um ábyrgð nemenda.
Framhaldsskólar -upphafsástand nemenda • Sérstaklega vandasamt í Danmörku þar sem álíka margir virðast fara í framhaldsskóla úr 9. og 10. bekkjum grunnskólanna. • Framhaldsskólar áÍslandi taka mið af einkunnum í samræmdum prófum. • Í Svíþjóð er dæmi um að nemendur séu látnir taka stöðupróf eða sérleiðir hannaðar fyrir þá sem ná ekki grunnskólapróf.
Niðurstöður – kröfur • Í Svíþjóð virðist lögð meiri áhersla á að tengja vinnu nemenda við raunveruleg viðfangsefni í samfélaginu • Námsmat virðist vera miklu síður í takt við opinbera námskrá hér á Íslandi en í hinum löndunum. • Samræmd próf í “móðurmáli” eru í sænsku og dönsku framhaldsskólum. • Bæði í dönsku og sænsku námskránum er ítrekað bent á ábyrgð nemenda á eigin námi. • Á Íslandi er kennarinn stjórnandi.
Móðurmál í grunnskólum Ísland Danmörk Svíþjóð Heildar-tímar 8064 7050 6665 Stærðfræði 1200 15% 1080 15% 900 14% Móðurmál 1296 16% 1800 26% 1490 22% Náttúru-fræði 624 8% 630 9% 800 12% Samtals 3120 39% 3510 50% 3190 48%
Bóknámsbrautir í framhaldsskólum Ísland 2702 t Danmörk 2730-2747 t Svíþjóð 2150t Málabraut Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Málabraut - Stærðfræðibraut - Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut
Móðurmál í grunn- og framhaldsskólanámi Móðurmál alls Ísland Danmörk Svíþjóð Grunnskóli 1296 16% 1800 26% 1490 22% Framhalds-skóli Kjarni(A) 290 12% 262 10% 172 8% Kjörsvið (D og E) 232 12% 34 2% Samtals 1818 40% 36% 32% 2062 1696
Lokaorð • Greiningin á námskröfum byggir á því sem sagt er í námskrám og öðrum opinberum lýsingum. • Spurningin nú er hvort og hvernig þær áherslur sem lagðar eru í opinberum lýsingum um stefnu og framkvæmd í skólamálum koma fram í skólastarfinu og kennslustofunni. • Umhugsunarefni: • Áberandi skortur á einhverri sýn á hvert er hlutverk fagsins móðurmáls í skólum áÍslandi – það á bæði við um bókmenntir, málfræði og ritun
Heimildir • Svíþjóð: Skolverket http://skolverket.se • Danmörk: • Ísland: Aðalnámskrár grunnskóla og framhaldsskóla sjá vef menntamálaráðuneytisins