300 likes | 714 Views
Handbók um ritun og frágang Kafli 9. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Tilvitnanir.
E N D
Handbók um ritun og frágangKafli 9 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Tilvitnanir • Í kaflanum er sýnt hvernig ganga á frá öllum algengustu tegundum tilvitnana og einnig hvernig fara skuli að þegar höfundur ákveður t.d. að fella úr beinni tilvitnun eða laga tilvitnun að texta. • Enn fremur er gerð grein fyrir óbeinum tilvitnunum.
Beinar tilvitnanir • Bein tilvitnun er hluti úr heimild tekinn orðréttur upp. • Beinar tilvitnanir verða að hafa tilgang; þær verða að draga fram aðalatriði eða segja eitthvað sem ritari treystir sér ekki til að endursegja. • Beinar tilvitnanir skal nota í hófi!
Beinar tilvitnanir, frh. • Beinar tilvitnanir í heimild skal taka orðrétt og stafrétt upp úr texta. • Greinarmerkjasetningu verður líka að taka nákvæmlega upp og gæta þess að greinarskil haldi sér ef um þau er að ræða. • Öll frávik í stafsetningu, s.s. notkun z, verða að koma fram.
Beinar tilvitnanir, frh. • Augljósar prentvillur eru líka stundum teknar óbreyttar upp úr texta en þá er oft bætt skáletruðu svo í hornklofa inn í textann á eftir orðinu sem skakkt er ritað: • Höfundur greinarinnar segir að „ástæður fyrir málbreytinu [svo] séu ókunnar”. • Í seinni tíð er mælt með því að augljósar prentvillur séu leiðréttar en þá er rétt að geta þess í neðanmálsgrein.
Beinar tilvitnanir, frh. • Undantekning er leyfð frá því að taka stafrétt upp úr heimild ef bein tilvitnun kemur á eftir punkti eða tvípunkti. Þá má byrja tilvitnun á stórum staf þótt notaður sé lítill stafur í heimild. • Á sama hátt má fara með stóran staf í heimild. • Ef bein tilvitnun kemur sem eðlilegt framhald setningar á undan má breyta stórum staf í lítinn.
Beinar tilvitnanir, frh. • Textar frá fyrri tíð, þar sem gamall ritháttur orða er viðhafður, eru teknir upp án athugasemda. • Þetta á líka við um texta þar sem höfundar fylgja augljóslega eigin stafsetningarreglum.
Stutt bein tilvitnun • Stutt bein tilvitnun (ein til þrjár línur) er felld inn í meginmál innan tilvitnunarmerkja eða gæsalappa ásamt þeim greinarmerkjum sem tilvitnuninni fylgja. • Nota ber íslenskar gæsalappir ef þess er nokkur kostur.
Stutt bein tilvitnun, frh. • Ef tilvísun er höfð í sviga inni í textanum er sviginn hafður utan við gæsalappir en málsgreinin lokast með punkti á eftir sviganum: „Efþvíerþannigfariðaðmenningfjölskyldusésúsama og skólamenninginheldurmenningar-nám og máltakabarnsinsyfirleittáframánerfiðleikaeðaárekstra” (Elsa Sigríður Jónsdóttir 2000:101).
Stutt bein tilvitnun, frh. • Annars lokast gæsalappir á eftir greinarmerkjum sem fylgja tilvitnuninni: Fólkið hrópaði „Útaf með dómarann!” og þusti inn á völlinn.
Löng bein tilvitnun • Langar samfelldar tilvitnanir er betra að draga inn, þ.e.a hafa breiðari spássíu beggja vegna eða vinstra megin. • Þá eru gæsalappir óþarfar og því ekki notaðar. • Inndregin tilvitnun er oft höfð með smærra letri og/eða minna línubili til að hún skeri sig enn betur úr.
Löng bein tilvitnun, frh. • Milli inndreginnar tilvitnunar og meginmáls er gjarnan haft lengra línubil en er í meginmáli: Súrrealistar leggja ekkert upp úr röklegu samhengi þeir smá allar reglur um málfræði og listform, leggja áherslu á óheftan leik hugsunarinnar og trúa á almætti draumsins þannig að mörkin milli hans og raunveruleikans virðast numin brott (Eysteinn Þorvaldsson 1980:34-35). • Ef greinaskil eru í inndreginni tilvitnun eiga þau að halda sér, hvort sem er í upphafi tilvitnunarinnar eða inni í henni.
Áhersluletur í beinni tilvitnun • Ef höfundur vill leggja áherslu á eitthvað í tilvitnun mð undirstrikun eða leturbreytingu er um tvær leiðir að velja: • Að geta þess innan hornklofa strax á eftir orðunum sem breytt er. • Að geta um leturbreytinguna innan sviga í lok tilvitnunarinnar.
Áhersluletur í beinni tilvitnun, frh. • Leturbreytingar getið í hornklofa strax á eftir orðunum sem breytt er: Nokkur formbreyting var gerð á þessu kerfi árið 1974. Þá var allt skólastig barna og unglinga sameinað undir heitinu grunnskóli og gert ráð fyrir að allt nám í honum yrði skylda [leturbreyting höfundar], til 16 ára aldurs (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson 1986:360).
Áhersluletur í beinni tilvitnun, frh. • Leturbreytingar getið innan sviga í lok tilvitnunar: Stundum getur þetta verið rétt, en oft er furðumikill munur framburðar í sama héraði, einkum ef það liggur á mótum mállýzkna og þó að svo hagi ekki til, getur verið um margs konar mun að ræða í ýmsum minni háttar atriðum (Björn Guðfinnsson 1946:128; leturbreyting höfunda).
Fellt úr beinni tilvitnun • Stundum skiptir aðeins hluti beinnar tilvitnunar máli fyrir ritsmíðina. • Þá má stytta tilvitnunina með því að setja þrjá punkta, . . . með einu stafabili á milli í staðinn. • Styttingin má aldrei raska merkingu klausunnar. Þeir höfðu í heiðri kveðskap um ýmis efni og einkennilegt skáldamál, þeir lögðu stund á braglist og bragfræði . . . höfðu í heiðri heiðin goð eða forna og nýja kappa,og voru um þessi efni mörg kvæði, sem í hávegum voru höfð (Einar Ól. Sveinsson 1962:25).
Fellt úr beinni tilvitnun, frh. • Ef stytting er á eftir greinarmerki kemur þrípunkturinn á eftir því: Hún var svarteyg og stóreyg, . . . og allt yfirbragð hennar var hið vingjarnlegasta.
Útskýringar í beinni tilvitnun • Útskýringar í tilvitun skulu hafðar innan hornklofa: Ljóðskáld sem venjulega er talinn einna listfengastur allra skálda á síðari hluta 20. aldar. Gaf þó aðeins út fjórar ljóðabækur, Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og Stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fyrir hina síðarnefndu fékk hann ,[Snorri Hjartarson] Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981 (Heimir Pálsson 1999:77).
Bein tilvitnun felld að texta • Þess skal vandlega gætt að bein tilvitnun falli málfræðilega að texta ritgerðarinnar. • Stundum nægir að hnika til texta ritsmíðarinnar til að fella hann að tilvitnun en stöku sinnum þarf að bæta inn orði (innan hornklofa) til að tilvitnun falli vel innan textans: Hann valdi fyrst og fremst fólk af blendingssvæðum og harðmælissvæðum „og auðvitað [var] á þeim einum að græða, er höfðu blandaðan framburð” (Björn Guðfinnsson 1946:225).
Bein tilvitnun í ljóð • Þegar vitnað er í ljóð er rétt að rita það á sama hátt og gert er í heimild þannig að ljóðlínur haldi sér. • Ef línur eru of langar er hægt að draga þær inn um fjögur stafabil og það sem „gengur af” er haft fjórum bilum innar: Það var stolt vort og dyggð, það var aðals og einkennis merki Ónafngreinds stjórnmálaflokks, sem menn kannast við. Steinn Steinnarr (1982:129)
Bein tilvitnun í ljóð, frh. • Ef sleppt er úr einni eða fleiri ljóðlínum er það sýnt með þrípunkti: Freyr Ég hef sagt í þínu nafni við hjón: Notið aldrei maka yðar í þolfalli umgangist aldrei konuna í þágufalli lítið aldrei á börn yðar í eignarfalli eða líkt og afbrigðilega sögn . . . Freyr, heldur þú að algert réttlæti mundi ríkja á jörðinni ef þú máðir þolfallið, þágufallið og eignarfallið úr huga mannkynsins? (Guðbergur Bergsson 1978:9)
Bein tilvitnun í ljóð, frh. • Ef tilvitnun í ljóð er stutt og rúmast í meginmáli má sýna skiptingu milli ljóðlína með skástriki (bil er haft á undan og eftir): Yfir kaldan eyðisand / einn um nótt ég sveima / nú er horfið Norðurland / nú á ég hvernig heima. • Tilvísun í höfund ljóð stendur alltaf utan við síðasta greinarmerki í ljóðinu sjálfu.
Höfundur vitnar í annan höfund • Ef ekki næst í frumheimild þarf ritgerðarsmiður stundum að vísa í orð sem höfundur heimildar hefur frá öðrum: (Álfheiður Dís Stefánsdóttir 2005:251, tilvitnun hennar í Hrafnkel Daða Vignisson 2004:130). • Ágæt regla er að vísa einungis beint í heimildir sem maður hefur í höndunum.
Óbeinar tilvitnanir • Oft fer betur á að endursegja kafla úr heimild en taka hann orðréttan upp. • Þá þarf hvorki gæsalappir né inndrátt. • Samt sem áður þarf að geta heimildarinnar! • Sumir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvenær þeir þurfi að vitna til heimildar og hvenær slíkt sé óþarfi. Þá má hafa eftirfarandi í huga: • Þegar um er að ræða almenna þekkingu, sem t.d. er fjallað um í kennslubókum, er ekki ástæða til að geta höfundar sérstaklega. • Að öðrum kosti verður að vísa til heimildarinnar.
Óbeinar tilvitnanir, frh. • Þegar um tilvísun í óbeina heimild er að ræða setja margir sjá eða sbr. á undan tilvísuninni: (sbr. Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur 2004:9) (sjá Þórunni Blöndal 2005:122) (eins og fram kemur hjá Sennevig, Sandvik og Vagle 1999:181).
Vitnað í erlendar heimildir • Öruggast er að birta bæði frumtexta og þýðinguna þegar vitnað er í erlendar heimildir. • Eðlilegast er að þýða tilvitnunina í ritgerðinni sjálfri þar sem texti ritgerðarinnar er á íslensku. • Erlendi textinn er þá birtur neðanmáls innan gæsalappa og eftir að gæsalappir lokast kemur venjuleg tilvísun í heimild. • Sjá bls. 79.
Neðanmálsgreinar • Best er að hafa neðanmálsgreinar, aðrar en tilvísanir, eins stuttar og hægt er. • Í þeim eiga að vera skilgreiningar hugtaka, skýringar við textann eða efnislegar athugasemdir sem varða textann en eiga ekki beinlýnis heima í meginmálinu. • Tilvísanir í heimildir eru oft hafðar í neðanmálsgreinum. • Flest ritvinnsluforrit bjóða upp á sjálfvirkar neðanmálsgreinar.
Athugagreinar • Athugagreinar gera sama gagn og neðanmálsgreinar en þeim er safnað saman í lok ritsmíðar eða hvers kafla.
Heimildir sem ber að forðast • Velja ber útgefið efni fram yfir óútgefið. • Athuga ber aldur heimilda; yfirleitt er nýrra efni valið fram yfir það sem eldra er. • Sumar gamlar heimildir eru þó verðmætar vegna þess að þær hafa orðið undirstaða fyrir annað sem skrifað hefur verið. • Bæklingar og útprentanir af glærusýningum úr kennslustundum eða fyrirlestrum er ekki heppilegt efni sem heimild. Mælt er með því að leita í heimildir sem gefa fyllri mynd af því sem um er rætt. • Tölvupóstur er alla jafna ekki gildur sem heimild!