1 / 17

Prófundirbúningur, próftaka og að takast á við prófkvíða

Prófundirbúningur, próftaka og að takast á við prófkvíða. Marín Björk Jónasdóttir Náms- og starfsráðgjafi. Yfirferð námskeiðs. Kvíði Prófundirbúningur Próftaka Prófkvíði Að takast á við prófkvíða Æfingar Verkefni. Kvíði. Kvíði er algengur og eðlileg viðbrögð við hættu eða álagi

talisa
Download Presentation

Prófundirbúningur, próftaka og að takast á við prófkvíða

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Prófundirbúningur, próftaka og að takast á við prófkvíða Marín Björk Jónasdóttir Náms- og starfsráðgjafi

  2. Yfirferð námskeiðs • Kvíði • Prófundirbúningur • Próftaka • Prófkvíði • Að takast á við prófkvíða • Æfingar • Verkefni Marín - marin@bifrost.is

  3. Kvíði • Kvíði er algengur og eðlileg viðbrögð við hættu eða álagi • Kvíði er ekki vandamál nema hann fari að hamla viðkomandi í lengri tíma • Einkennin geta verið líkamleg og andleg • Hægt að vinna á honum ef fólk vill takast á við hann og gera það sem til þarf • Prófkvíði er afbrigði af kvíða • Mikill prófkvíði er yfirleitt lært atferli • Hægt að vinna bug á með markvissum hugrænum aðferðum Marín - marin@bifrost.is

  4. Verkefni • Hvað er svona hræðilegt við að taka próf? • Skrifaðu niður þau atriði sem koma í hugann, burtséð frá því hversu skynsamleg þér finnst þau vera. • Ræðið við 1-2 nemendur um þeirra upplifun og finnið hvað er líkt og hvað er ólíkt (fjarnemendur geta haft símasamband við námsráðgjafa til að fara yfir þennan hluta) Marín - marin@bifrost.is

  5. Að takast á við kvíða • Því meiri aðlögunarhæfni – því meiri árangur • Grundvallar atriði = sveigjanleiki í atferli • Að geta breytt atferli sínu hvenær sem þörf krefur • Geta farið eftir meðvitaðri ákvörðun, frekar en að gera eitthvað bara af vana • Vilji til að temja sér nýjar leiðir til að fást við aðstæður • Leyfa öðrum að gera hlutina með sínum hætti • Gera eitthvað nýtt til að geta víkkað út hugann Marín - marin@bifrost.is

  6. Prófundirbúningur á önninni • Hefst á fyrsta degi náms • Stendur yfir alla önnina, með virku heimanámi tímasókn og upprifjun • Skoða eigin viðhorf gagnvart námsgreininni • Lesa kennarann • Spyrja um vafaatriði • Skoða gömul próf • Hafa jafnvægi í mataræði, hreyfingu og svefni Marín - marin@bifrost.is

  7. Prófundirbúningur – rétt fyrir próf • Skipuleggja tímann – gera áætlun um lestur og hvíld daglega • Gera ráð fyrir tíma og slökun • Finna “góðan” vinnustað • Finna öll gögn: bækur glósur, verkefni, ritgerðir og próf (eigin og gömul próf) • Finna áhersluþætti – fá upplýsingar frá kennara • Spyrja kennara um vafaatriði • Lesa öll gögn um sama efni “í einu” • Búa til spurningar jafnt og þétt – ef ég væri kennari? • Umorða mikilvæg efnisatriði Marín - marin@bifrost.is

  8. Próftaka • Jákvætt hugarfar – temja sér með markvissri þjálfun • Hlusta 100% á allar leiðbeiningar í upphafi • Hafa krassblað við hendina til að punkta á • Lesa yfir allt prófblaðið og punkta niður minnisatriði • Nota yfirstrikunar penna til að merkja við aðalatriði í hverri spurningu • Ef prófbók – skrifa bara á aðra blaðsíðuna í hverri opnu • Nota hina blaðsíðuna ef einhverju þarf að bæta inn seinna Framhald á næstu glæru Marín - marin@bifrost.is

  9. Próftaka - frh • Velja strax á milli spurninga • Ekki dvelja við spurningar sem þú getur ekki svarað strax – 5 sek. Umhugsunartími hámark í byrjun • Reikna út hámarks tímalengd í hverja spurningu • Skrifa mín. við hverja spurningu • Nota próftímann vel og gera ráð fyrir yfirferð í lokin • Spyrja kennarann ef eitthvað er óljóst • Gefa sér 2-3 mín. í prófinu til að slaka niður • Einbeita sér að prófinu og láta ekki truflast ef aðrir fara að skila Marín - marin@bifrost.is

  10. Einkenni prófkvíða • Helstu einkenni • Neikvæðar hugsanir • Skjálfti – kuldi/hiti • Vanlíðan, ótti • Óróleiki, spenna • Vöðvaspenna, sviti, ör hjartsláttur, • Svefntruflanir ,ógleði, magaverkir • Skipulagsleysi, frestun, einbeitingarskortur Marín - marin@bifrost.is

  11. Vani að vera kvíðinn • Hægt að breyta þessum vana með markvissri þjálfun • Þurfum að þekkja okkur sjálf, eigin hugsanir og viðbrögð = þora að axla ábyrgð á eigin vellíðan • Bera kennsl á og þora að horfast í augu við hvaða streituþættir það eru sem hafa mest áhrif á okkur • Svara af hreinskilni hvort við nennum að leggja á okkur það sem til þarf til að breyta þessu Marín - marin@bifrost.is

  12. Úrræði við prófkvíða • Ákveða að takast á við prófkvíðann • Fara á prófkvíða námskeið • Temja sér nýja hegðun og í framhaldi af því: • Læra að stjórna hugsunum • Gera þær jákvæðar • Efla sjálfstraustið markvisst með þjálfun • Slökunaræfing – þjálfa upp tæknina markvisst • Skipulagning og framkvæmd • Fá stuðning ef á þarf að halda hjá ráðgjafa, vinum, ættingjum, samnemendum..... Marín - marin@bifrost.is

  13. Slökunaræfing • Komdu þér vel fyrir í stólnum • Snúðu gögnunum á hvolf og slepptu skriffærum • Lokaðu augunum og andaðu hægt frá þér • Andaðu djúpt og þegar þú ert komin alveg í botn taktu þá smá loft í viðbót, snöggt í gegnum munninn • Andaðu hægt frá þér og sjáðu fyrir þér hvernig spennan fer úr höfðinu og niður skrokkinn og lekur á gólfið • Endurtaktu þessa öndun 3 sinnum • Opnaðu augun og gefðu þér 2-3 mín. til að hugsa um eitthvað jákvætt og skemmtilegt • Haltu áfram að taka prófið  Marín - marin@bifrost.is

  14. Tækniatriði í prófum við kvíða • STOPP – segðu þetta upphátt eða í hljóði, þegar þú finnur að þú ert að blokkerast • Dagdraumar – Taktu þér örstutta stund í að fylla hugann af jákvæðum hugsunum • Sjáðu fyrir þér árangur – ef þú getur verið á “réttum” stað meðan þú ferð í gegnum þetta þá er það mjög gott • Athygli – beindu allri athygli þinni að sértæku atriði. T.d. á úrið þitt til smæstu atriða, eða borðið sem þú situr við og snertu það og finndu áferðina • Hrósaðu þér – Komdu fram við þig eins og þú sért raunverulegur vinur sem veitir hvetjandi stuðning Marín - marin@bifrost.is

  15. Verkefni Að stýra eigin hugsunum • Sestu í stól og slakaðu á – helst í “réttri” stofu • Sjáðu fyrir þér að þú sért komin í próf • Þú sérð og finnur að þér líður vel • Þú opnar prófið og lest í gegnum það og þar eru fullt af spurning sem þú veist svarið við • Hér býrð þú til einhverjar spurningar , sem þú veist svarið við og svara þeim • Þér líður ennþá mjög vel og finnur hvernig vellíðan og öryggi fara um þig FRH....... Marín - marin@bifrost.is

  16. VerkefniAð stýra eigin hugsunum - FRH • Þú sérð fyrir þér hvernig þú svarar hverri spurningu rétt og hversu vel þér líður • Svo sérðu spurningu sem þú getur ekki svarað og þú finnur að það er í lagi og þér líður vel og þú ferð yfir í næstu spurningu • Í lokin lestu yfir allar spurningarnar og svörin í samhengi og sérð að þú hefur náð að svara öllu rétt og þér líður vel Þessi æfing er endurtekin 3-5x á dag í a.m.k. Þrjár vikur fyrir próf Marín - marin@bifrost.is

  17. Takk fyrir og gangi ykkur vel Marín - marin@bifrost.is

More Related