230 likes | 353 Views
Samvinnuhreyfingar Bandaríkjanna, Bretlands, Íslands og Svíþjóðar. Umfjöllunarefni. Kynning á skýrslu Goðsagnir um samvinnufélög Tengsl efnahagslífs og samfélags Rökfræði samvinnufélaga Umfang og staða samvinnustarfsemi á Íslandi í dag. Goðsagnir um samvinnufélög.
E N D
Samvinnuhreyfingar Bandaríkjanna, Bretlands, Íslands og Svíþjóðar
Umfjöllunarefni • Kynning á skýrslu • Goðsagnir um samvinnufélög • Tengsl efnahagslífs og samfélags • Rökfræði samvinnufélaga • Umfang og staða samvinnustarfsemi á Íslandi í dag
Goðsagnir um samvinnufélög • Samvinnufélög eiga sér enga framtíð, þau heyra fortíðinni til • Menn rugla saman hruni SÍS og samvinnufélögum • Samvinnufélög eru enn mikilvæg í íslensku efnahagslífi • Samvinnuhreyfingin drepur niður allt frumkvæði í atvinnulífinu • Þessu er öfugt farið, samvinnufyrirtæki er stofnuð vegna þess að “markaðurinn” sinnir ekki jaðarsvæðum og jaðarmörkuðum • Samvinnufélög koma á einokun og koma í veg fyrir samkeppni á mörkuðum • Þessu er öfugt farið, samvinnufélög spretta gjarnan upp þar sem einokun er fyrir • Einkafyrirtæki beita sér fyrir yfirtökum fyrirtækja ekki síður en samvinnufyrirtæki
Tengsl efnahagslífs og samfélags • Samfélag: menning, stéttir, minnihlutahópar, stjórnmálasamtök, hagsmunasamtök Félagshagkerfið: Samvinnufélög Lífeyrissjóðir Sparisjóðir Sjálfseignastofnanir Markmið: velferð meðlima; rekstur án hagnaðar Markaður: Einkafyrirtæki ríkjandi Hámörkun hagnaðar Samkeppni, fákeppni, einokun Hið opinbera: Stjórnsýsla Ríkisfyrirtæki Velferðarþjónusta Samgöngukerfi og upplýsingakerfi
“Markaðshagkerfi” eru margvísileg • Valið er ekki aðeins milli hreins markaðskerfis og ríkisrekstrar • Félagshagkerfið er mikilvægt og leikur vaxandi hlutverk í efnahagsþróun Vesturlanda • Milli 1980 og 1995 var áherslan á aukið markaðsfrelsi, hemsvæðingu og minni opinber inngrip í efnahagslífið • Eftir 1995 er aukin áhersla á félagshagkerfið og samstarf opinberra aðila og fyrirtækja í atvinnuþróun • Jafnframt er aukin áhersla á ábyrgð og sjálfstætt hlutverk sveitarfélaga og héraðsstjórna, á kostnað miðstýrðs ríkisvalds 1980-95 1995+
Rökfræði samvinnufélaga • Efnahagsleg rök á móti samvinnurekstri: • Hagfræðingar halda því fram að skilvirkni samvinnurekstrar hljóti ávallt að vera minni en einkarekstrar því • eignarréttur er óskýr og • eftirlit og yfirsýn eigenda (meðlima) með stjórnendum og rekstri er lítið • Nýsköpun í rekstrinum verður því lítil og samkeppnisstaða samvinnufyrirtækja verður verri en einkafyrirtækja þegar til lengri tíma er litið • Samvinnufyrirtæki ættu því að hverfa af markaðnum
Samvinnufyrirtæki hafa ekki horfið af markaðnum • Evrópusambandslöndum eru um 180.000 samvinnufélög með um 80 milljónir meðlima og um 3,2 milljónir starfsmanna • Í Bandaríkjunum eru 47 þúsund samvinnufélög með um 100 milljónir viðskiptavina eða um 40% íbúanna
Hvers vegna hverfa samvinnufélög ekki af markaðnum? • Samvinnufélög sinna samfélagslega mikilvægum verkefnum sem einkafyrirtæki sniðganga þar sem hagnaðar er ekki von • Til þessara verkefna fá félögin opinbera styrki og skattaívilnanir • Í mörgum tilfellum eru kostir samvinnufélaga meiri en einkafyrirtækja • ‘Viðskiptakostnaður’ er oft mikill vegna leitar að aðföngum á hagstæðu verði og leitar að áreiðanlegum birgjum og söluaðilum • Bændur hafa t.d. oftast mikið fé bundið í fjárfestingum, eru dreifðir og éiga oftast viðskipti við fáa aðila, lágmarka áhættu og viðskiptakostnað hvers bónda með því að bindast samtökum um innkaup, afurðavinnslustöðvar og sölu afurða
… • Fákeppni og einokun á mörkuðum er viðvarandi vandamál á mörgum mörkuðum, ekki síst í örsmáum hagkerfum eins og hinu íslenska • “Útrás” fyrirtækja eða fjármagnsflótti leiðir gjarnan til minnkandi atvinnusköpunar og því eru stofnuð byggðafestufélög samvinnumanna til að halda fjárfestingum og nýsköpun í héraði
Stjórnmálaleg rök með samvinnufélögum • J.S. Mill segirí riti sínu The Principles of Political Economy að vinnuhvatning sé mun meirir í samvinnufélögum en einkafyrirtækjum því einstaklingarnir hafi mun betri tryggingu fyrir því að vera umbunað réttlátlega fyrir aukna verkþekkingu og vinnusemi • Samvinnufélög stuðla að lýðræði því valdið er dreift í þeim en í markaðskerfinu er tilhneiging til að völd og auður safnist á fáar hendur
Samfélagsleg rök með samvinnufyrirtækjum • Samvinnufélög geta stuðlað að samfélagslegri samkennd, trausti og ábyrgð • Samvinnufélög eru nátengd þeim nærsamfélögum sem þau spretta úr og flytja síður úr nærsamfélaginu en einkafyrirtæki • Traust er forsenda þess að fyrirtækjaklasar þróist, en þeir eru mikilvægir í nýsköpun í atvinnulífinu • Samkennd, trausti og samfélagsleg ábyrgð eru þættir sem t.d. opinberir aðilar sækjast eftir við þróun opinberrar þjónustu. • Á sviði velferðarþjónustu er samvinnuframkvæmd fremur en einkavæðing álitlegur kostur
Umfang og staða samvinnustarfsemi á Íslandi í dag • Fjöldi samvinnufélaga á íslandi 2002: • 95 skráð samvinnufélög þar af 81 virk
Starfssvið samvinnufélaga: • Einkum starfrækt á sviði matvælaframleiðslu sem tengd er landbúnaði og hins vegar á sviði verslunar • Auk þess eru: • 8 húsnæðissamvinnufélög • 19 byggingarsamvinnufélög • 3 eignarhaldsfélög • 3 fjárfestingalánasjóðir • 1 leigubílastöð • 1 samvinnusjónvarpsfélag • o.fl. • Af 81 virkum samvinnufélögum eru 41 skráð á höfuðborgarsvæðinu
… • Engin samvinnufélög eru skráð á sviði banka, velferðarþjónustu, líkamsræktar o.s.frv. eða ráðgjafarþjónustu • Þetta eru svið sem algengt er að samvinnufélög starfi á erlendis
Velta S-geirans • S-geirinn samanstendur annars vegar af eiginlegum samvinnufélögum, þ.e. skráðum samvinnufélögum og hins vegar af samstarfsfyrirtækjum (dóttur- og hlutdeildarfélögum) sem eiginleg samvinnufélög eiga hlut í
Velta eiginlegra samvinnufélaga • Veltan var rúmir 33 milljarðar króna árið 2001 • Upplýsngarnar eru ekki tæmandi, t.d. vantar ýmis sláturhús í yfirlitið. Ætla má að a.m.k. 6 milljarði vanti • Velta eiginlegra samvinnufélaga var yfir 40 milljarðar kr 2001 • Til samanburðar var velta Baugs hf ca 28 milljarðar 2001 • Miðað við verga landsframleiðslu er veltan 5% af VLF • Miðað við mörgföldunaráhrif í hagkerfinu, sem gætu verið 2-3, leiðir starfsemin til ca 100 milljarða króna veltu í hagkerfinu
Velta samstarfsfyrirtækja /hlutdeildarfélaga 2001 • Upplýsingar fengust um 38 samstarfsfyrirtæki/hlutdeildarfyrirtæki • Velta þessara fyrirtækja 2001 var rúmir 135 milljarðar kr, en upplýsingarnar eru ekki tæmandi
Umreiknuð velta samstarfsfyrirtækja • Hlutdeild samvinnufyrirtækja er mismikil í samstarfsfyrirtækjunum • Veltu fyrirtækjanna má umreikna í samræmi við hlutdeild samvinnufyrirtækjanna í þeim • Einnig má umreikna með sama hætti veltu hlutdeildarfélaga samstarfsfyrirtækjanna • Niðurstaðan er þá a.m.k um 35 milljarðar króna 2001
Velta S-geirans 2001 • Velta S-geirans var þvi a.m.k. 75 milljarðar króna • Miðað við margföldunarstuðul upp á 2-3 skapar s-geirinn um 200 milljarða veltu í hagkerfinu • Samvinnuhreyfingin er því mikilvæg í í íslensku efnahagslífi í dag þrátt fyrir hrun SÍS