250 likes | 442 Views
Kristni og kirkja. Frá Krists burði til falls Vestrómverska ríkisins. Trúarlíf á keisaraöld. Helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytnin enda hefur það verið nefnt trúblendingur ( syncretismi )
E N D
Kristni og kirkja Frá Krists burði til falls Vestrómverska ríkisins
Trúarlíf á keisaraöld • Helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytnin enda hefur það verið nefnt trúblendingur (syncretismi) • Hellenisminn hafði fært Rómarveldi deiglu ýmissa trúarbragða, s. s. grískra, egypskra, persneskra, indverskra og fleiri austrænna trúarbragða • Úr þessum hrærigraut völdu síðan Rómverjar það sem þeim sýndist henta þeim best og bættu við hinn forna átrúnað sinn Valdimar Stefánsson
Viðnám keisaranna • Er Ágústus tók við völdum blés hann til sóknar fyrir hinn forna átrúnað enda annálaður íhaldsmaður • Hin fornu goð Rómverja höfðu um skeið átt undir högg að sækja á því nægtarborði sem trúarlíf heimsveldisins var orðið • Þrátt fyrir viðleitni Ágústusar og eftirmanna hans fór tilbeiðsla nýrra guða síst minnkandi og andóf keisaranna varð í besta falli aðeins til að lengja dauðastríð hinna innfæddu guða Valdimar Stefánsson
Forn átrúnaður Rómverja • Æðstur hinna upprunalegu guða Rómverja var himinguðinn Júpíter en, ásamt gyjunum Minervu og Júnó, myndaði hann þríeyki sem kennt var við Kapítólhæð í Róm • Stríðsguðinn Mars gekk næstur Júpíter að mikilvægi og á dögum Ágústusar myndaðist sú hefð að hann væri sérstakur verndari keisarans • Einnig hafði frá ómunatíð hvert heimili sína heimilis- og aringuði Valdimar Stefánsson
Nýir guðir – launhelgar • Strax eftir fráfall Ágústusar komst á sú hefð að látnir keisarar voru teknir í guðatölu og var ríkinu játuð hollusta með því að færa fórn frammi fyrir líkneski af keisaranum • Rómverjar tóku einnig upp Dýónísusardýrkun Grikkja og nefndu þeir guðinn Bakkus; komu fljótt upp þær sögur að helgiathafnir Bakkynja væri lítið annað en örgustu svallveislur og drógu slík ummæli síst úr vinsældum þeirra Valdimar Stefánsson
Nýir guðir – launhelgar • Dýrkun egypsku frjósemisguðanna Ósírisar og Ísisar var mjög útbreidd í Róm en þau voru tengd náttúrunni, hringrás lífsins; dauða og upprisu • Einkum naut Ísis vinsælda sem ástargyðja og rann þar saman við Afródítu hina grísku; Ísis var einnig sérstakur verndari vændiskvenna • Frá Litlu-Asíu fengu Rómverjar frjósemisgyðjuna Cybele og nefndu hana móðurina miklu; hún varð síðar ein vinsælasta gyðja Rómverja og rann svo saman við Maríu mey Valdimar Stefánsson
Nýir guðir – launhelgar • Míþras var ævaforn persneskur frjósemisguð sem Rómverjar kynntust á 1. öld e. Kr. og varð hann fljótt vinsæll meðal hermanna • Míþras var talinn borinn í heiminn 25. desember • Á 3. öld e. Kr. tók að bera á sólardýrkun sem keisarar ýttu undir og náði hún skjótt mikilli útbreiðslu en hún rann síðan saman við Míþras og þaðan inn í kristni • Árið 380 e. Kr. varð kristnin svo ríkistrú í Róm og heiðinn dómur blandaðist ýmist inn í hana eða dó út á næstu öldum Valdimar Stefánsson
Heimspeki • Auk epíkúrisma og stóuspeki voru aðrar heimspekistefnur helstar gnostíkismi og nýplatónska • Báðar þessar stefnur voru á mörkum trúar og heimspeki enda var menningarheimurinn í heild sinni að sveigjast æ meir frá vísindahyggju Forn-Grikkjanna til trúarhyggju Austurlanda Valdimar Stefánsson
Heimspeki: Gnostíkismi • Kjarninn í heimspeki gnostíkisma var sú að sál mannsins væri guðlegrar ættar og henni væri nauðsynlegt að losna úr viðjum líkamans því allur efnisheimurinn væri af hinu illa • Forsenda frelsunarinnar væri að meðtaka hina æðstu þekkingu (gnosis) en einungis sumir væru til þess færir • Gnostíkismi hafði mikið aðdráttaraft fyrir marga menntamenn Valdimar Stefánsson
Heimspeki: Nýplatónismi • Egyptinn Plótínos (205-270 e. Kr.) kom fram með nýplatónskuna á 3. öld en nafngiftin varð ekki til fyrr en á 19. öld • Grundvöllur kenningarinnar er frá Platóni kominn en Plótínos vék í veigamiklum atriðum frá áherslum Platóns • Nýplatónisminn hafði mikil áhrif á mótun kristinnar kenningar og þannig urðu áhrif Platóns á miðöldum jafnvel enn meiri en í fornöld Valdimar Stefánsson
Heimspeki: Nýplatónismi • Þar sem heimspeki Platóns er um margt siðfræðileg og leggur áherslu á hvernig eigi að lifa og starfa í heiminum leggur speki Plótínosar áherslu á hvernig maðurinn fær komist handan þessa heims og er það í anda Austurlandaspekinnar • Leiðin er þó platónsk þar sem hún felst, að mati Plótínosar, í rökhugsun og reyndar einnig með innlifun Valdimar Stefánsson
Heimspeki: Nýplatónismi • Platón hafði aðhyllst þá kenningu að sálin ætti sér fortilveru og framhaldslíf en væri fangi líkamans í þessu lífi • Þetta nýtti Plótínos sér í heimsmynd sína; hina svokölluðu útstreymiskenningu • Frá hinu eina (þ. e. guði) streymir frummyndaheimurinn sem hann kallaði nús og þaðan heimssálin eða logos en frá henni kæmu einstakar sálir • Neðst var svo efnisheimurinn, fangelsi sálarinnar sem hún þráði að losna úr Valdimar Stefánsson
Upphaf kristni • Engin þeirra andlegu stefna sem urðu til í Rómarveldi hefur markað jafn djúp spor í menningarsögunni og kristin trú • Kristin trú á upphaf sitt í gyðingdómi og tók að breiðast þaðan út til annarra menninga á fimmta og sjötta áratug fyrstu aldar • Hún skaut fyrst rótum í borgum við Miðjarðarhaf, einkum í Litlu-Asíu og löndum í kringum Palestínu Valdimar Stefánsson
Heimildir um frumkristni • Helstu heimildir um upphafsár kristninnar um miðja fyrstu öld eru bækur Nýja testamentsins • Guðspjöllin fjögur fjalla um starf Jesús Krists, dauða hans og upprisu (líklega í kringum árið 30) og eru rituð á árabilinu 60-90 • Postulasagan (líklegur rituð á árabilinu 62 – 100) rekur starf postulanna, fyrst einkum Péturs en síðan Páls eftir að hann kemur til sögunnar, allt fram til áranna 62 – 64 • Önnur rit Nýja testamentisins eru síðan bréf postulanna, einkum Páls, líklega rituð á tímabilinu um 50 - 70 Valdimar Stefánsson
Heimildir um frumkristni • Aðrar heimildir um frumkristnina en Nýja testamentið (einkum Tacitus, Jósefus) eru hvorki miklar né nákvæmar þannig að erfitt er að meta heimildagildi hinna kristnu trúarrita • Rétt er þó að nefna að þar sem óháðar heimildir geta um kristnina, þótt i litlu sé, eru þær í engu ósamhljóða Nýja testamentinu Valdimar Stefánsson
Fyrsti áratugur kristninnar • Á fyrstu árunum eftir dauða Jesús boðuðu lærisveinar hans upprisuna og komandi dóm í Jerúsalem, kenndu í musterinu þar og lutu forystu Péturs postula • Talsverður fjöldi tók hina nýju trú og fljótlega brugðust gyðingar við með því að hefja ofsóknir gegn kristna söfnuðinum þar • Þetta varð til þess að hinir kristnu tóku að dreifast til nágrannalanda og þannig mynduðust nýir söfnuðir þar Valdimar Stefánsson
Fyrsti áratugur kristninnar • Á þessum árum boðuðu lærisveinarnir upprisuna einungis meðal gyðinga og þeirra útlendinga sem tekið höfðu gyðingatrú • Söfnuðir sem spruttu upp utan Palestínu, s. s. í Sýrlandi og Egyptalandi, urðu þannig til innan gyðingasamfélaga þar • Engar heimildir eru um skipulagðar ofsóknir á hendur kristnu söfnuðunum á þessu tímabili; nema í Jerúsalem Valdimar Stefánsson
Sál verður Páll postuli • Einn þeirra sem gekk hart fram í ofsóknum á hendur kristna söfnuðinum í Jerúsalem var ungur faríseii, Sál að nafni • Sál var frá borginni Tarsus í Litlu-Asíu, rómverskur borgari, grískumælandi og vel menntaður, bæði í gyðingdómi og í heimsmenningu hellenismans • Á leið til Damaskus í Sýrlandi, til að ofsækja hina kristnu þar, varð Sál fyrir voldugri opinberun sem gjörbreytti honum og snerist hann þegar til kristni og tók upp nafnið Páll Valdimar Stefánsson
Páll postuli • Að frátöldum Jesús sjálfum á enginn maður jafnstóran þátt í að móta þróun kristninnar og tryggja þannig framgang hennar en Páll postuli • Hann var ötull trúboði sem ferðaðist um alla Litlu-Asíu og Grikkland og lauk síðan trúboði sínu í Rómarborg • Allt bendir til þess að þar hafi hann verið líflátinn í fyrstu ofsóknum gegn kristnum þar á valdatíma Nerós keisara, árið 64 Valdimar Stefánsson
Trúboðsaðferð Páls • Er Páll fer í sína fyrstu trúboðsferð tekur hann til við að boða trúnna á meðal heiðingja, án þess að leggja á það áherslu að þeir þyrftu að gangast undir lögmál gyðinga • Þetta olli deilum meðal kristnu safnaðanna og lagðist söfnuðurinn í Jerúsalem gegn þessu háttalagi • Á fundi sem Páll sótti í Jerúsalem náðist síðan samstaða þar sem Páll hafði sitt fram að mestu Valdimar Stefánsson
Kristin kenning Páls • Frá Páli höfum við elstu mynd kristinnar kenningar en hún birtist hvað skýrast í Rómverjabréfinu: • Drottinn Guð gerðist maður og gaf líf sitt sem hina endanlegu fórn fyrir syndir mannkyns • Með því að meðtaka þennan sannleika og trúa því að maður sé hólpinn hreinsast maður af allri synd og öðlast hlutdeild í Jesús Kristi • Innan skamms mun Kristur koma aftur og dæma lifandi og dauða Valdimar Stefánsson
Safnaðarlíf í frumkristni • Svo virðist sem söfnuðirnir hafi að jafnaði hist í heimahúsum á fyrstu áratugum kristninnar • Safnaðarfundir voru látlausir; söngur, fræðsla og umræður • Flestir safnaðanna fylgdu hinni gyðinglegu hefð þar sem skipaðir voru öldungar (presbyteros) er stýrðu söfnuðunum • Fljótlega komst sú hefð á að útnefna einn biskup (episkopos) sem vera skyldi fremstur meðal jafninga Valdimar Stefánsson
Stéttastaða kristinna • Nær fullvíst má telja að kristnin hafði framan af mun meira aðdráttarafl fyrir lágstéttafólk en þá sem betur voru stæðir en þó voru frá upphafi alltaf einhverjir vel stæðir borgarar á meðal safnaðarmeðlima • Mikil samhjálp ríkti í söfnuðunum, séð var fyrir nauðþurftum ekkna, munaðarleysingja og bágstaddra almennt, úr sameiginlegum sjóði og með sérstökum söfnunum var sent fé frá velstæðum söfnuðum til hinna bágstaddari Valdimar Stefánsson
Frumkristnin og Róm • Frá gyðingdómi tóku hinir frumkristnu í arf þá tilhneigingu að greina sig frá samfélagi heiðingjanna • Róm, á hinn bóginn, krafðist þess að sérhver meðlimur ríkisins færði fram fórn við mynd eða líkneski keisarans • Hvorki gyðingar né hinir kristnu töldu sér fært að verða við því en jafnan litu fulltrúar Rómar framhjá því, þótt öðru hverju kæmi til ofsókna Valdimar Stefánsson
Frumkristnin og Róm • Nær allir rómverskir sagnaritarar frá upphafsöldum krisninnar gefa kristnum mönnum slæma einkunn • Ástæðan liggur ekki í augum uppi þar sem þeir eru ekki að gagnrýna siðsemi þeirra • Liklegast er að sú afstaða hinna kristnu að vilja sem minnst hafa við hina heiðnu að sælda hafi valdið sömu kennd meðal Rómverja gagnvart þeim kristnu Valdimar Stefánsson