320 likes | 474 Views
Að hvaða marki eru nemendur „ fullgildir og virkir þátttakendur í skólastarfinu “?. Ingvar Sigurgeirsson Ingibjörg Kaldalóns Öskudagsráðstefna Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, 22. febrúar 2012. Starfshættir í grunnskólum.
E N D
Aðhvaðamarkierunemendur „fullgildirogvirkirþátttakendur í skólastarfinu“? Ingvar SigurgeirssonIngibjörg KaldalónsÖskudagsráðstefna Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, 22. febrúar 2012
Starfshættir í grunnskólum • Tuttugu samstarfsskólar, sextán í Reykavík, tveir á Akureyri, einn á Suðurnesjum og einn sveitaskóli • Um tuttugu fræðimenn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri • Stór hópur meistara- og doktorsnema • Ýmsir samstarfsaðilar • Mikil og góð þátttaka í samstarfsskólunum • Heimasíða verkefnisins: https://skrif.hi.is/starfshaettir/
Erindið Sæl Gerður Við erum nú að undirbúa Öskudagsráðstefnuna sem verður á Hilton þann 22. febr. Áherslur að þessu sinni taka mið af nýrri aðalnámskrá. Við viljum skoða hvar við erum stödd og hvert við stefnum. Hugmyndin er að vera með fjögur erindi. Byrja á því að skoða stöðu okkar og þar finnst okkur niðurstöður rannsóknarinnar um starfshætti í skólum vera í forgrunni. Mig langar því fyrir hönd undirbúnings-hópsins að óska eftir því að fulltrúi rannsóknarhópsins verði með 30–40 mín. kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar. Við höfum sérstaklega mikinn áhuga á kennsluháttum.
Markmið Gefa yfirsýn yfir núverandi starfshætti í grunn-skólum og skapa forsendur fyrir þróunarstarfi
Matstæki Menntasviðs 2005 Sex stoðir: Skipulag: Skipulag og stjórnun skólastarfs Námsumhverfi: Námsumhverfi í skólastofum og í skólanum almennt Viðhorf: Viðhorf nemenda, kennara, stjórnenda og foreldra til náms Nemendur: Viðfangsefni og nám nemenda Kennarar: Hlutverk kennara og kennsluhættir Foreldrar og samfélag: Þátttaka foreldra í skólastarfi og tengsl skóla við grenndarsamfélagið
Gögnin Vettvangsathuganir í 1.–10. bekk (350+110 kennslustundir í 20 grunnskólum) Spurningakannanir til starfsmanna (um 860, 80–93%) nemenda (um 2.100, 86%) foreldra (um 5.200, 67%) Viðtöl við stjórnendur, kennara og nemendur Ljósmyndir, uppdrættir, skjöl
Hversu oft eða sjaldan notar þú eftirtaldar kennsluaðferðir? Bein kennsla (fyrirlestrar – útskýringar) % Svör þeirra sem aðeins kenna á einu stigi
Hversu oft eða sjaldan notar þú eftirtaldar kennsluaðferðir? Bein kennsla með samræðum við nemendur % Svör þeirra sem aðeins kenna á einu stigi
Hversu oft eðasjaldannotarþúeftirtaldarkennsluaðferðir? Vinnubækurogverkefnabækur % Svör þeirra sem aðeins kenna á einu stigi
Hversu oft eða sjaldan notar þú eftirtaldar kennsluaðferðir? Umræður hópa og kynning niðurstaðna % Svör þeirra sem aðeins kenna á einu stigi
Hversu oft eða sjaldan notar þú eftirtaldar kennsluaðferðir? Þemaverkefni unnin í litlum hópum % Svör þeirra sem aðeins kenna á einu stigi
Viðtöl við kennara: Þróunarstarf í skólunum • Uppbyggingarstefnan • Byrjendalæsi, Orðaforði • Útikennsla • Nemendalýðræði • Þróunarverkefni: • Fjölbreyttari kennsluhættir • Hreyfing, heilbrigði • Námsmat • Teymiskennsla • Aldursblöndun • Einstaklingsáætlanir • Svæðavinna, valtímar, hringekjur • Þemavinna • Smiðjur • Lotukerfi
Eru nemendur „fullgildir og virkir þátttakendur í skólastarfinu“? • Hversu ólíkir eru starfshættir milli skóla með tilliti til áhrifa og þátttöku nemenda? • Hvers vegna eiga nemendur að vera „fullgildir og virkir þátttakendur í skólastarfinu?“ • Mikilvægur þáttur velfarnaðar nemenda • Hefur áhrif á lykilþætti náms, s.s. líðan, námsáhuga, námsárangur og sjálfstiltrú • Jákvæðari viðhorf nemenda og bætt samskipti • Raddir nemenda, nemendalýðræði, sjálfræði nemenda, áhrif og þátttaka nemenda, einstaklingsmiðað nám
Hlutfall kennslustunda þar sem áhrif nemenda voru sýnileg Nemendur hafa áhrif á aðferð a.m.k. að hluta þar sem kennarinn tók vel í flestar tillögur nemenda um vinnuaðferð í hópvinnuverkefni t.d. „þetta er sniðugt“ eða „mér líst vel á þetta “. Nemendur stungu upp á breytingum á stundatöflu dagsins sem kennarinn samþykkti. Hafa áhrif, ráða hvar þeir vinna, með hverjum og hvernig þó þeir fari eftir ákv. fyrirmælum og innan ákv. ramma. % Nemendur unnu í eigin áformum, völdu hvaða verkefni þeir unnu við. Vikulega gerir hver nemandi áætlun fyrir vikuna - í samráði við kennara/foreldra. Í áformstímum sem þessum vinna nemendur eftir þessari áætlun.
Svör nokkurra kennara um áhrif nemenda? Já, bíddu nú við … þegar stórt er spurt verður fátt um svör … Það er bekkjarráð þar sem eru kosnir fulltrúar … En ég er ekkert inn í því starfi … En eruð þið kannski að meina varðandi námið líka? [S: Já námið og skólastarfið almennt] Kannski helst umsjónar-tímarnir þar sem eru stundum umræðutímar og þau hafa mörg innlegg í þann tíma og segja sínar skoðanir en ég held þau hafi nú kannski ekki mikið um sitt nám að segja almennt. Nei, við höfum ekki verið mikið með það beinlínis, þessu er nú meira svona stýrt af kennaranum. Maður hefur náttúru-lega stundum svona tíma þar sem maður leyfir þeim kannski að velja sér viðfangsefni … En ég vann fyrir mörgum árum í skóla þar sem hver nemandi gerði sér áætlun fyrir vikuna … en það er enginn hljómgrunnur fyrir því í þessum skóla ... hér halda allir fast í sitt ... Já, þau náttúrlega hafa mjög gaman af því að fá að taka einhverjar ákvarðanir og vera með í ákvarðanatöku … En ég veit ekki, sko, ég finn það með minn bekk, ég má aldrei gefa þeim lausan tauminn. Ég verð alltaf að vera á tánum. Annars bara eru þau rokin.
Upplifun nemenda Spurningalistakönnun: Hlutfall nemenda sem segja að eftirfarandi eigi við um kennara þeirra (mjög oft/oft) %
Rýnihópur nemenda ... um áhrif nemenda: S: Hvernig getið þið haft áhrif á námið og það sem þið gerið í skólanum? [mikið hik, hmm, fliss – engin svör] S: Er erfitt að svara þessu? N: Já … Þetta er svo misjafnt … t.d. í íslensku völdum við dýr í verkefninu [hmm, hugsað, hik] N: … Síðasta vetur þá teiknuðum við sjálfsmyndir og inn á þær hvað við höfum áhuga á [hmm, hugsað, hik] S Komið þið stundum með hugmyndir að verkefni sem ykkur langar til að vinna? N Nei S Mundi ykkur langa til þess? N Já S Eruð þið beðin um hugmyndir að verkefnum? N Nei S Hvernig finnst ykkur verkefnin sem þið vinnið? N Bara ... [hmm ... enn að hugsa ...] Jú, nú man ég eftir einu, við vorum í leikfimi og þá spurði hann hvaða leik við vildum fara í. Og þá bað einn um körfubolta ...
Góðu fréttirnar.... S: Hvernig hafið þið möguleika á að koma skoðunum ykkar og sjónarmiðum á framfæri um skólastarfið? N: Já, alltaf. S: Hvernig? N: Við bara ef við höfum eitthvað að segja eða eitthvað sem að okkur mislíkar eða eitthvað, þá segjum við það bara. Líka í viðtalinu þá er talað um það. S: Viðtalinu? N: Já. Þá, sko, nýtum við öll tækifæri og segjum bara allt sem okkur finnst og bara hvernig breytingar við viljum gera og bara hvað við viljum gera. ... Svo megum við líka bara labba inn til skólastjórans og tala um allt. Já, bara banka og þá bara „já, hvað vilt þú gera“ eða eitthvað svona. … Síðan erum við líka með tíma sem að heita áhugasvið … Skemmtilegustu tímarnir eiginlega. Já, þá setjum við okkur bara eitthvað fyrir sem við höfum áhuga á, gerum eitthvað verkefni og skilum því bara. Við megum ráða hvernig við skilum því og megum ráða því hvernig við vinnum þetta.
Kennsluhættir, hegðunarvandkvæði og áhrif nemenda Samvinna, hópvinna, hópa-umræður Þjálfa námstækni, vinnubrögð Nemendur vinna einir að verkefnum Þjálfa samskipti og félagslega færni Minni áhrif nemenda Meiri áhrif nemenda Vinnubókarvinna Sjálfstæð nemendastýrð vinna við efniskönnun og lausnaleit Verkefni sem reyna á rökhugsun, leggja mat á Skrifleg próf – fara yfir próf Kennarar þurfa sjaldnar að glíma við hegðunarvandkvæði Minni áhrif nemenda Meiri áhrif nemenda
Tengsl áhrifa nemenda og annara þátta í skólastarfi Myndin sýnir hlutfall nemenda sem hafa áhuga á náminu, kennslu vera góða, gaman vera í skólanum og telja sig góða námsmenn - eftir því hve rík áhrif þeir hafa
Samantekt • Með því að stuðla að auknum áhrifum nemenda í skólastarfi erum við að stuðla að vellíðan nemenda, auknum áhuga og sjálfstrausti, jákvæðari viðhorfum og bættum samskiptum. • Virkt nemendalýðræði. • Góðu fréttirnar: Nokkrir skólar leggja ríka áherslu á raddir nemenda, nemendalýðræði, áhrif og virka þátttöku nemenda og um leið einstaklingsmiðun. Af þeim getum við lært.