100 likes | 280 Views
Frummyndakenning Platóns. Bakgrunnur. Dygðir Í hinum sókratísku samræðum var rökgreining á hinum ýmsu dy g ðum áberandi Þó svo að frummyndakenningin sé bæði frumspekileg (verufræðileg) og þekkingarfræðileg, má ætla að hún hafi sprottið af siðfræðilegum grunni. Bakgrunnur (frh.).
E N D
Bakgrunnur • Dygðir • Í hinum sókratísku samræðum var rökgreining á hinum ýmsu dygðum áberandi • Þó svo að frummyndakenningin sé bæði frumspekileg (verufræðileg) og þekkingarfræðileg, má ætla að hún hafi sprottið af siðfræðilegum grunni
Bakgrunnur (frh.) • Spurningin er þessi: Hvernig verða menn dygðum prýddir? • Svar Platóns og Sókratesar: Með því að hafa sanna þekkingu (epistêmê) á hinum ýmsu dygðum
Bakgrunnur (frh.) • Vandamálið: Hvað er sönn þekkinga og hvað ekki? • Svar Platóns: Heimur frummyndanna er sannur, efnisheimurinn, heimur skynfæranna, er ósannur
Bakgrunnur (frh.) • Hugtök eins og örlæti, hófsemi, umburðarlyndi o.s.frv. eiga sér frummyndir • Einstök tilvik af þessum dygðum eiga á einhvern hátt hlutdeild í frum-myndunum
Bakgrunnur (frh.) • Þekking á frummyndunum nauðsynleg til þess að menn séu í raun og veru (eða sannarlega) að breyta í samræmi við það sem einstakar dygðir segja til um
Afleiðingar • Siðfræði • Algildi dygða • Rökgreining siðferðilegra hugtaka færir okkur sanna þekkingu á þeim • Algildi siðferðis
Afleiðingar • Verufræði • Það sem ER stendur óhaggað, um alla eilífð • Sá heimur sem við skynjum er síbreytilegur og forgengilegur • Það sem stendur óhaggað er hinn röklegi heimur, m.ö.o. heimur frummyndanna
Afleiðingar (frh.) • Þekkingarfræði • Þekking (epistêmê) = Hinn röklegi heimur frummyndanna • Skoðun (doxa) = Hinn hverfuli heimur skynjunarinnar • Sönn þekking = Rökgreining hugtaka
Gagnrýni • Hverskonar samband er á milli frum-mynda og einstakra tilfella? • Hvernig fá menn aðgang að hinum fullkomna heimi frummyndanna? • Hvað með frummynd drullu?