310 likes | 462 Views
Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í grunnskólanum. Dr. Snæfríður Þóra Egilson 22. apríl, 2006 Að sá lífefldu fræi ráðstefna um einstaklingsmiðað nám. Yfirlit. Bakgrunnur Viðfangsefni Rannsóknaraðferðir Helstu niðurstöður Umræða. Kveikjan að rannsókninni. Meginspurningar
E N D
Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í grunnskólanum Dr. Snæfríður Þóra Egilson 22. apríl, 2006 Að sá lífefldu fræi ráðstefna um einstaklingsmiðað nám
Yfirlit • Bakgrunnur • Viðfangsefni • Rannsóknaraðferðir • Helstu niðurstöður • Umræða Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Kveikjan að rannsókninni • Meginspurningar • Að hve miklu leyti taka nemendur með hreyfihömlun þátt við mismunandi aðstæður skóla? • Hvað ræður mestu um þátttöku nemenda með hreyfihömlun? • Þættir hjá einstaklingi, umhverfi og viðfangsefnum skóla? • Summa eða samspil tiltekinna þátta? • Er ákveðin lágmarksfærni á tilteknum sviðum forsenda þátttöku í skólastarfi? Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Skilgreining á þátttöku • Að hvaða marki nemandi tekur virkan þátt við mismunandi aðstæður skóla, nýtir þau tækifæri sem standa til boða og eru dæmigerð fyrir nemendahópinn • Hvort og hvernig hann upplifir takmarkanir eða hindranir vegnar skerðingar sinnar, mismununar eða fordóma? • Sjónum beint að því hvað nemandi gerir, hvar, með hverjum og hve mikla ánægju hlutdeildin veitir honum Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Líkamsbygging og -starfsemi Athafnir Þátttaka Umhverfisþættir Einstaklings-bundnir þættir Hugmyndafræði • Kenningar um samspil einstaklings og umhverfis • Félagsleg líkön í fötlunarfræðum • Flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar: “International Classification of Function, Disability, and Health (ICF)” Heilsufar Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Rannsóknin • Eigindlegur hluti • Ítarleg gögn um 14 nemendur í 1.-7. bekk grunnskóla (lykilþátttakendur) • Viðtöl við nemendur, foreldra og kennara • Vettvangsheimsóknir í skóla • Megindlegur hluti • Frammistaða 32 nemenda með hreyfihömlun metin samkvæmt matstækinu Skóla-Færni-Athugun (SFA) Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Lykilþátttakendur 14 nemendur valdir markvisst til að tryggja fjölbreytileika: • Aldur/bekkjardeild • Fötlun • Kyn • Búseta • Stærð skóla Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Upplýsingar um lykilþátttakendur í eigindlega hluta rannsóknarinnar (n=14) Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Upplýsingar um þátttakendur í megindlega hluta rannsóknarinnar (n=32) Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Þátttökulíkan Þátttaka Nemandi Umhverfi Viðfangsefni Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006 Byggir á PEO-líkani Law og félaga (1996)
Umhverfisþættir • Efnisheimur • Ytra umhverfi, náttúrulegt og manngert • Aðgengismál, svo sem skipulag innan húss og utan • Stjórnsýsla • Opinberar stofnanir og starfsemi þeirra, lög, reglugerðir, fjárveitingar, réttindi og þjónusta • Samfélag og menning • Félagsleg tengsl, viðhorf, væntingar og samskiptamynstur • Siðir og hefðir sem grundvallast á lífssýn og gildismati hópa Umhverfi Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Efnisheimur Byggingar, hlutir, náttúra og veðurfar • Aðgengi um skólabyggingar • Yfirborð, fjarlægðir innan og utan skóla, o.fl. • Tæknileg úrræði og hjálpartæki • Námsbækur og -verkefni • Tölvunotkun • Íslensk náttúra og veðurfar Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Efnisheimur, frh. ...Umhverfis skólann er allt á kafi í snjó en meðfram byggingunni hefur verið ruddur gangvegur. Nemendurnir hverfa nánast allir upp í snjóbinginn og þar er mikið um að vera, snjókast, eltingarleikir, byggingastarfsemi og fleira. Alda keyrir hjólastólinn sinn fram og til baka eftir gangveginum og fylgist með leiknum í fjarska. Loks leitar hún uppi fullorðna manneskju sem er á vakt og fer að spjalla við hana. Úr þátttökuathugun Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Úr rannsóknarviðtali við foreldri ...Hann þarf að komast upp á aðra hæð í skólanum. Það þýðir að hann þarf að opna dyr sem hann getur ekki sjálfur af því að þær eru læstar og þungar. Komast bakdyramegin upp í lyftu og aftur út um dyr sem hann heldur getur ekki opnað sjálfur … Og það eru engar frímínútur í skólanum á milli tíma þannig að hann hefur núll mínútur til að komast úr stofu á annarri hæð og aftur niður á fyrstu hæð. Þannig að hann er alltaf síðastur út og síðastur inn í kennslustundir. Það þarf gífurlega skipulagshæfileika til að leika svona barn. Móðir Egils í 7. bekk Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Stjórnsýsla Lög og reglur, ákvarðanataka og ýmis stjórnsýsluleg og skipulagsatriði • Skipulag skólastarfs • Stundaskrá og ýmis konar tilhögun …Ja, þriðji bekkur hefur nú alltaf verið í þessari stofu! Kennari nemanda í 3. bekk • Skipulag bekkjarstarfs Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Stjórnsýsla, frh. Stjórnsýsla, frh. • Stoðþjónusta • Samhæfing milli stofnana/kerfa • Samvinna skóla og fjölskyldu • Aðstoð/stuðningur • Hlutverk og skyldur aðstoðarmanns • Magn og eðli aðstoðar • Nálægð við nemendur • Forgangsröðun innan skólans • Sjálfstæði/sjálfræði nemenda • Tengsl kennara og aðstoðarfólks Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Úr rannsóknarviðtölum ...Ég myndi vilja minnka þetta (aðstoðina) og fá að ráða hverjir það eru sem aðstoða...og í hvaða tímum ég hef aðstoð Vala, nemandi í 5. bekk ...Þessi kunni á stólinn en hinn kunni ekki á stólinn og ýmislegt svoleiðis. Og svo voru kannski einhverjar sem fóru í þetta og þær vissu ekki almennilega hvernig ætti að hjálpa honum á klósettið, hvernig ber maður sig að. Birgir var meira að segja að leiðbeina í því Kennari Birgis í 3. bekk Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Menning og samfélag Tengsl, félagsleg samskipti, viðhorf, siðferðis- og gildismat tiltekinna hópa • Fjölskyldan • Félagslegt samneyti og tengsl við félagahópinn • Leiðir til að efla þátttöku og vellíðan • Menning og viðhorf • Þéttbýli eða dreifbýli • Hlutverk og væntingar kennarans • Nútíðin eða framtíðin Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Einstaklingsbundnir þættir Nemandi • Áhugi, viljastyrkur og seigla • Aldur og þroski • Hreyfifærni • Hæfni til tjáskipta • Félagsfærni • Þættir tengdir skerðingu nemanda • Erfiðleikar við framkvæmd • Þreyta og úthaldsleysi • Margir einstaklingsbundnir þættir höfðu fyrst og fremst áhrif við tilteknar aðstæður en ekki aðrar Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Þættir tengdir viðfangsefnum • Viðfangsefni skóla endurspegla mismunandi kröfur um frammistöðu • Verk er reyna mestmegnis á líkamlega færni • Verk er reyna mestmegnis á vitræna færni • Verk er reyna mestmegnis á almennt atferli og félagsfærni Viðfangs- efni Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Viðfangsefni, frh. • Mestir erfiðleikar komu fram við eftirtalin viðfangsefni skv. matstækinu Skóla-Færni-Athugun (SFA): • að fara upp og niður stiga • að taka þátt í leikjum • að halda og skipta um stöðu • að klæða sig • að handfjatla á hreyfingu • Styrkleikar komu fram á eftirtöldum kvörðum SFA: • að hafa stjórn á hegðun • að fylgja félagslegum hefðum • að muna og skilja Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Þátttaka Þátttökulíkan Nemandi Andlegt atgervi og viljastyrkur Hreyfifærni Hegðun og viðmót Félags- og samskiptafærni Aldur og þroski Umhverfi Efnisheimur Stjórnsýsla Samfélag og menning Viðfangsefni Verk er varða líkamlega færni Verk er varða vitræna færni og atferli Aðstæður Skólastofa Matmálstímar Sérgreinatímar Fara í og úr skóla Fara um innan skóla Vettvangsferðir Skólalóð Salerni Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Aðstæður • Þátttaka mjög mismunandi eftir aðstæðum • Mest þátttaka í matmáls- og nestistímum • Minnst þátttaka á skólalóð og að fara í og úr skóla • Tilhögun aðstæðna skipti miklu • Sveigjanlegir kennsluhættir • Einstaklingsbundin nálgun • Rýmiseiginleikar Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Úr rannsóknarviðtali við nemanda Ég er oftast í göngugrindinni í frímínútunum, labba bara um. Ég get tekið þátt í svo litlu í frímínútunum, það er það sem mér finnst erfiðast. Það er oftast fótbolti og það er möl og þá kemst ég svo illa. Og svo eru frímínúturnar bara búnar. Stundum koma krakkarnir og stundum eru leikir sem ég get verið með í. Það gerist nú rosalega sjaldan. Og líka þegar það er snjór þá koma einhverjir krakkar að leika við mig, kasta í mig, þá á ég að reyna að forða mér. Atli, nemandi í 4. bekk Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Úr rannsóknarviðtali við kennara ...Eftir að hann fékk lykil að lyftunni i fyrra þá gjörbreyttist hans líf. Annars var hann bara bundinn við mig eða einhvern annan fullorðinn. En eftir að hann fékk lykil þá byrjaði þessi þróun. Þegar hann fór að fá að vera sjálfstæður. ...Ég held að í fyrstu hafi þeir (strákarnir) verið að finna sér verkefni. En núna finnst þeim Eiríkur skemmtilegur. Það eru ekki bara Jakob og Snorri, það er Einar og margir aðrir sem eru komnir inn í hópinn. Og þeir eru með honum í frímínútum og það er hlaupið og snúið og maður er alveg hreint með lífið í lúkunum, sko. En það er bara allt voða gaman. Kennari Eiríks í 7. bekk. Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Samkvæmt áætlun eða fyrir tilviljun? • Leiðir til að stuðla að virkni og hlutdeild nemenda hvorki notaðir nægilega meðvitað né markvisst. • Þátttaka stundum háð tilviljun en stafaði ekki af vel mótaðri áætlun. • „Þögul þekking” (tacit knowledge) kennara • erfitt að útskýra ákvarðanir og leiðbeina öðrum • Hraði, annríki, takmörkuð tengsl við stoðkerfið, skortur á verklagsleglum og skýrum boðleiðum torveldaði yfirfærslu þekkingar. • „sífellt verið að finna upp hjólið” • Formlegar einstaklingsáætlanir sjaldséðar Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Hvað þarf til? • Gott samspil milli þeirra krafna sem mismunandi aðstæður fela í sér og nemandanna sjálfra. • Ef hefðbundnar leiðir duga ekki er oft hægt að nota aðrar aðferðir til að ná settu marki. Nemandi í 3. bekk átti erfitt með að ferðast um utan dyra vegna skerts jafnvægis og styrks. Bekkjarkennari útvegaði reiðskjóta í tveimur fyrstu vettvangsferðum haustsins og kom því til leiðar að teymt var undir drengnum í náttúrunni umhverfis skólann. Auk aðstoðarmanns komu tveir foreldrar með í ferðirnar þannig að fyllsta öryggis væri gætt. Bekkjarfélagarnir voru hinir ánægðustu yfir að drengurinn gæti verið með og enginn fetti fingur út í að hann væri sá eini sem fengi að vera á hestbaki. (Skv. upplýsingum frá foreldrum og kennara) Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Mismunandi skilningur á þátttöku • Viðmælendur ekki alltaf sammála um hvaða aðstæður séu mest krefjandi • Valfrelsi, sveigjanleg umgjörð og minni nemandahópar sem gerir nemendum kleift að vinna á mismunandi hraða • Skilgreining nemenda breytileg eftir aldri • Yngri nemendur vilja fá að vera með • Eldri nemendur sætta sig ver við einhæf viðfangsefni eða aukið erfiði • Finnst tíma sínum oft illa varið • Nemendur alla jafna gagnrýnni samfara auknum aldri og þroska Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Þátttaka nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi er flókið fyrirbæri • Byggir á fjölmörgum umhverfisþáttum, persónueinkennum nemenda og þeim kröfum sem mismunandi viðfangsefni skóla fela í sér. • Breytilegt hvað ræður mestu um þátttöku hvers og eins. • Oftast um að ræða samspil ólíkra þátta sem ýmist stuðla að eða torvelda hlutdeild. • Þátttaka verulega mismunandi eftir aðstæðum Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Leiðir til úrbóta • Aukin þekking • Heildrænni nálgun • Betra skipulag • Greiðari aðgangur að fagfólki • Aukin samvinna milli skóla, fjölskyldu, heilbrigðis- og félagskerfisins • Aðlögun á umhverfi og viðfangsefnum skóla • Nýta sérbúnað og hjálpartæki • Sýna sveigjanleika í anda einstaklingsmiðaðs náms Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006
Leiðir til úrbóta, frh. • Spyrja nemendur • Ég myndi vilja hafa það þannig í gaggó að ég skrifa sjálf (á tölvu). Mér finnst ekkert gaman að hafa alltaf kerlingar hangandi utan í sér Vala, nemandi í 5. bekk Snæfríður Þóra Egilson. 22. apríl, 2006