220 likes | 674 Views
Grikkir til forna 1. 6. Upphaf grískrar menningar: Krít, Mýkena, Hómer 7. Grískir stjórnarhættir (bls. 30 – 40). Grikkland (Hellas): um 2000 – 27 f. Kr. Vörður á grískri vegferð: Mínósk menning: um 2000 f. Kr. – 1400 f. Kr. Mýkenumenning: um 1500 f. Kr. – 1200 f. Kr.
E N D
Grikkir til forna 1 6. Upphaf grískrar menningar: Krít, Mýkena, Hómer 7. Grískir stjórnarhættir (bls. 30 – 40)
Grikkland (Hellas): um 2000 – 27 f. Kr. • Vörður á grískri vegferð: • Mínósk menning: um 2000 f. Kr. – 1400 f. Kr. • Mýkenumenning: um 1500 f. Kr. – 1200 f. Kr. • Myrku aldirnar: um 1200 f. Kr – 800 f. Kr. • Nýlendutíminn: um 800 f. Kr. – 500 f. Kr. • Klassíski tíminn: 508 f. Kr. – 323 f. Kr. • Hellenisminn: um 323 f. Kr. – 31 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008
Mínósk menning á eyjunni Krít • Mínósk menning á Krít á upphaf sitt að rekja um 4000 ár aftur í tímann en féll í gleymsku fram á 19. öld e. Kr. er Englendingurinn Evans gróf upp höll í Knossos • Samfélagið virðist hafa byggst upp á mörgum sjálfstæðum borgríkjum og í hverju þeirra var stór höll miðpunktur ríkisins. • Ótrúlega fagrar minjar eru til frá þessum tíma en ekki hefur tekist að ráða ritmálið • Um 1400 f. Kr. leið mínóska menningin á Krít undir lok, líklega vegna innrásar frá Grikklandi Valdimar Stefánsson 2008
Dæmi um mínóska list Veggskreytingar úr höllinni í Knossos á Krít. Líklega frá því um 1550 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2008
Mýkenumenningin á meginlandinu • Mýkenumenninging er kennd við samnefnda borg á Pelopsskaga sem Þjóðverjinn Schliemann gróf upp á 19. öld. • Þessi menning reis hæst á tímabilinu 1500 – 1200 f. Kr. og helstu einkenni hennar eru miklar víggirtar borgir. All nokkrar borgir frá þessum tíma hafa verið grafnar upp. • Ritmál þessa tíma er skylt síðari tíma grísku • Skömmu eftir 1200 virðist Mýkenumenningin vera lögð í rúst. Hvort hér voru á ferð innanlandsátök eða innrásarher er ekki vitað. Valdimar Stefánsson 2008
Hinar myrku miðaldir Grikklands • Engar ritaðar heimildir frá Grikklandi eru til frá tímabilinu um 1200 – 800 f. Kr. Svo virðist sem ritmálið hafi glatast og því eru þessar aldir nefndar myrku aldirnar. • Miðstjórnarvald virkisborganna virðist einnig hafa horfið og við tók ættarsamfélag sem síðar þróaðist yfir í borgríki • Á 8. öld f. Kr. kemur fram ritmál með nýrri leturgerð sem rakið hefur verið til Föníka og er það hin gríska leturgerð nútímans Valdimar Stefánsson 2008
Kviður Hómers • Ilions- og Ódysseifskviða, sem ritaðar voru á 8. öld, eiga að gerast á myrku öldunum og eru eignaðar blinda skáldinu Hómer • Ilionskviða fjallar um Trójustríðið, tíu ára umsátur Grikkja um borgina Tróju og lýkur á falli borgarinnar • Ódysseifskviða fjallar síðan um heimför Ódysseifs, herforingja Grikkja eftir fall Tróju og ótal ævintýri hans í Miðjarðarhafinu Valdimar Stefánsson 2008
Nýlendutíminn og þróun borgríkja • Um 800 f. Kr. höfðu borgríki (polis), stýrð af konungum og öldungaráðurm, fest sig í sessi sem ráðandi samfélagsskipan • Á sama tíma hófst útþensluskeið, líklega vegna fólksfjölgunar og landskorts, og stofnuðu Grikkir nýlendur í Eyjahafi og með strönd Litlu-Asíu, við Svartahaf og síðar á Ítalíu, S-Frakklandi og norðurströnd Afríku • Um 600 f. Kr. var borgríkjunum oftast stýrt af aðalsmönnum (aristokrati) eða einvöldum (tyranni). En frjálsir borgarar sóttu víða á. Valdimar Stefánsson 2008
Frá aðalsveldi til lýðræðis • Í kjölfar nýlendutímans og stóraukinnar verslunar sem á eftir fylgdi urðu margir kaupmenn og iðnaðarmenn auðugir • Einnig ruddi sér til rúms ný hernaðartækni þar sem breiðfylking (falangs), þ. e. fjölmennt fótgöngulið, var í aðalhlutverki þannig að mikilvægi riddaraliðs aðalsmanna minnkaði stórum • Aukið atvinnuleysi og skuldaþrældómur alþýðunnar ýtti síðan enn frekar á að aðalsmenn misstu víða tökin í borgríkjunum grísku Valdimar Stefánsson 2008
Umbrotaskeið í Aþenu: Réttarbót Sólons (um 600 f. Kr.) • Stjórnmálatogstreitan í borgríkjunum leiddi víða til þess að einn maður var studdur til valda af almúganum; týrann • Svo því yrði forðað í Aþenu, sem var fjölmennasta borgríki Grikklands, var annálaður spekingur, Sólon að nafni, fenginn til að breyta stjórnskipaninni • Réttarbót Sólons (594 f. Kr.) fól í sér að jarðeignum stóreignamanna var skipt upp, skuldaþrældómur afnuminn, en atkvæðisréttur og embættisgengi var bundið við efnahagslega stöðu þannig að fátækir borgarar voru áhrifalausir um stjórn borgríkisins Valdimar Stefánsson 2008
Umbrotaskeið í Aþenu: Réttarbót Kleisþenes(um 500 f. Kr.) • Réttarbætur Sólons dugðu skammt til að viðhalda aðalsveldinu í Aþenu og fljótlega tók við hver einvaldurinn á eftir öðrum • Þótt mislagnir væru við stjórnvölinn, þá varð einveldið til þess að takmarka völd aðalsins á meðan hinir frjálsu borgarar sóttu í sig veðrið • Loks var spekingurinn Kleisþenes fenginn til að breyta stjórnskipanni á ný og færði hann Aþeningum lýðræðið (demokratia) þar sem allir frjálsir karlmenn fengu borgararétt og þar með sömu lagaréttindi Valdimar Stefánsson 2008
Tvær gerðir lýðræðis • Fulltrúalýðræði • Það fyrirkomulag sem felst í því að atkvæðisbærir þegnar kjósi fulltrúa til að taka ákvarðanir í umboði þegnanna. Dæmi: Alþingismenn á Íslandi • Beint lýðræði • Þar sem öll mál ríkisins eru ráðin til lykta í atkvæðagreiðslu á fundi allra atkvæðisbærra manna. Dæmi: Þjóðfundurinn í Aþenu Valdimar Stefánsson 2008
Aþenska lýðræðið; þjóðfundirnir • Þjóðfundur, sem allir frjálsir borgarar höfðu rétt til að sitja og haldinn var 40 sinnum á ári, fór með löggjafavaldið og kaus 10 herstjóra (strategos) og einn yfirherstjóra (autokrates) • Á þessum fundum var valið árlega með hlutkesti í þjóðarráðið (framkvæmdarvaldið), 500 manns með 50 manna yfirstjórn • Einnig var valið á sama máta í þjóðardómstólinn (dómsvaldið) alls 2000 manns • Að auki gat þjóðfundur dæmt menn í útlegð Valdimar Stefánsson 2008
Perikles • Til varnar borgríkinu komu Aþeningar sér upp voldugum flota en á hann gátu fátækir borgarar boðið sig fram til herþjónustu • Þessi breyting varð til að styrkja mjög lýðræði borgaranna auk þess sem stjórnmálaskörungurinn Perikles kom því í gegn að borgurum var tryggð laun fyrir þáttöku í embættisstörfum • Perikles var kosinn yfirherstjóri ár hvert í 30 ár samfellt (460 – 430) Valdimar Stefánsson 2008
Aþenskar stéttir • Frjálsir borgarar voru efsta stétt borgríkjanna og töldu alla líkamlega vinnu neðan virðingar sinnar • Þrælar voru fjölmennasta stéttin og sáu um öll þau störf sem borgarar töldu sér ekki sæmandi • Frjálsir útlendingar stóðu mitt á milli þræla og borgara; gátu efnast vel en höfðu ekki kosningarétt Valdimar Stefánsson 2008
Hlutfall stétta í Aþenu á 5. öld f. Kr. • Heildaríbúafjöldi: ríflega 300.000 manns • Frjálsir borgarar: 13% • Fjölskyldur frjálsra borgara: 35% • Frjálsir útlendingar: 10% • Þrælar: 42% Valdimar Stefánsson 2008
Staða kvenna í Aþenu • Giftar konur sáu um heimilishald en voru þar fyrir utan nánast ósýnilegar • Réttarstaða kvenna var litlu betri en þræla og þær gátu ekki átt neinar eignir • Fylgikonur (heterur) voru einu konurnar sem tóku einhvern þátt í félagslífi karla • Konur gátu reyndar verið hofprestar á helgum stöðum Valdimar Stefánsson 2008
Spartverjar • Sparta á Pelópsskaga, annað fremsta borgríki Grikkja, var fáveldi þar sem hernaðarhyggja gegnsýrði allt samfélagið • Á stríðstímum var ríkinu stýrt af tveimur herkonungum en þeir höfðu lítil völd annars • Framkvæmdavaldið var í höndum fimm efóra sem valdir voru til eins árs í senn af samkomu allra vopnbærra manna • Annars var það öldungaráð sem fór með völdin • Her Spartverja var sá best þjálfaði á öllu Grikklandi þótt ríkið væri fremur fátækt Valdimar Stefánsson 2008
Spartverjar • Efnahagslegur grundvöllur Spörtu var landbúnaður • Spartverjar voru jafnir í þeim skilningi að þeir áttu allir jafnstórt land og greiddu allir hluta uppskerunnar til samfélagsins • Perioikar töldust frjálsir Spartverjar en þeir stunduður landbúnað og verslun. Þeir voru utan stjórnmálaþátttöku enda ekki krafist herþjálfunar af þeim • Helótar voru þrælar sem unnu fyrst og fremst landbúnaðarstörf Valdimar Stefánsson 2008
Konur í Spörtu • Í borgríkinu Spörtu nutu konur meiri virðingar en í Aþenu • Vegna þess hve karlar voru uppteknir við þjálfun og hernað báru konur meiri ábyrgð gagnvart samfélaginu • Konur hlutu líkamsþjálfun og tóku jafn mikinn þátt í þjálfun barna fyrir hernað Valdimar Stefánsson 2008
Grikkland hið forna Valdimar Stefánsson 2008