1 / 21

Grikkland hið forna

Grikkland hið forna. Nýr farvegur hugsunarinnar. Grikkland hið forna. Fram til þess er Filippus Makedóníukóngur lagði undir sig Grikkland árið 338 f. Kr. voru grísku borgríkin sjálfstæðar einingar sem stóðu gjarnan í stríði sín á milli

ami
Download Presentation

Grikkland hið forna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grikkland hið forna Nýr farvegur hugsunarinnar

  2. Grikkland hið forna Fram til þess er Filippus Makedóníukóngur lagði undir sig Grikkland árið 338 f. Kr. voru grísku borgríkin sjálfstæðar einingar sem stóðu gjarnan í stríði sín á milli Það sem sameinaði þessi borgríki var tungan, menningin og goðaheimurinn Þótt 5. öldin f. Kr. sé jafnan talinn gullöld grískrar menningar náði hún að lifa af niðurlægingu borgríkjanna og verða fyrsta heimsmenningin Valdimar Stefánsson 2006

  3. Grískur goðaheimur • Helstu heimildir um grískan goðaheim eru kviður Hómers; Ilíonskviða og Ódysseifskviða, ortar á 8. öld f. Kr. • Önnur helsta heimildin er Goðafæðing eftir Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. • Talsvert ósamræmi er á milli Hómers og Hesíódosar sem sýnir að goðaheimurinn var fjarri því að vera þaulskipulagður Valdimar Stefánsson 2006

  4. Grískur goðaheimur • Grískur goðaheimur var í raun margflókinn en í grunninn samt tvískiptur • Í upphafi voru tveir frumkraftar: Gaia (Jörð) og Kaos (Óreiða). Þau voru of miklar andstæður til að þau gætu eignast afkvæmi saman og því áttu þau afkvæmi við sjálft sig. • Þessi afkvæmi mynduðu síðan Ólympusgoðin annars vegar og hins vegar undirheimagoðin Valdimar Stefánsson 2006

  5. Ólympusgoðin • Afkomendur Gaiu urðu Olympusgoðin: • Seifur var þeirra æðstur, himinnguðinn • Hera var systir og eiginkona Seifs, gyðja hjónabands og heimilislífs • Apollo, sonur Seifs, var guð ljóss, lista og spádóma • Pallas Aþena var dóttir Seifs, viskugyðja • Hades var bróðir Seifs, guð heljar • Póseidon var bróðir Seifs, sjávarguð • Afródíta var gyðja ástar og frjósemis Valdimar Stefánsson 2006

  6. Ólympusgoðin Valdimar Stefánsson 2006 Ólympusgoðin voru flest duttlungafull, móðgunargjörn og óáreiðanleg Meginviðhorf Grikkja til þeirra var að þau bæri að viðurkenna og virða svo þau létu ekki skap sitt bitna á þeim Það var best gert með því að ástunda ýmsa helgisiði og færa goðunum fórnir

  7. Undirheimagoðin • Afkvæmi Kaosar voru Myrkur og Nótt • Afkvæmi þeirra Myrkurs og Nætur voru dæturnar Svik, Strit, Örvænting, Hefnd, Dauði ofl. • Afkvæmi Strits voru m. a. Orrusta, Gleymska, Kvalir, Skortur, Morð, Sjálfsmorð, Lygar, Rígur, Lögleysa ofl. • Þekktustu undirheimagoðin voru þó refsinornirnar þrjár sem voru eldri en Seifur • Undirheimagoðin kvöldu og píndu Grikki öldum saman Valdimar Stefánsson 2006

  8. Ólympíuleikar • Eitt mikilvægasta sameiningartákn grískrar menningar voru Ólympíuleikarnir sem haldnir voru fjórða hvert ár frá árinu 776 f. Kr. til 394 e. Kr. • Grískt tímatal rakti upphaf sitt til fyrstu leikanna • Grikkir lögðu niður hinar tíðu deilur sínar fyrir leikana og tóku síðan upp þráðinn á ný að leikum loknum. Valdimar Stefánsson 2006

  9. Upphaf heimspekinnar • Vestræn heimspeki á upphaf sitt og mótun að rekja til Grikklands hins forna • Gríska orðið yfir heimspeki er fílósófía sem þýðir orðrétt ást á visku • Grikkir voru fyrstir manna til að reyna að útskýra tilveruna með rannsóknum og rökhugsun Valdimar Stefánsson 2006

  10. Náttúruspekingarnir • Upphaf heimspekinnar er rakið til Vesturstrandar Litlu-Asíu um 600 f. Kr. • Hinir fyrstu voru kallaðir náttúruspekingar • Þeir reyndu að finna lögmál eða meginreglu (frumveru) sem nota mætti til að skýra efnisveruleikann Valdimar Stefánsson 2006

  11. Þales frá Míletos (6. öld f. Kr.) Þales hefur verið kallaður faðir heimspekinnar og vitað er að hann nam ýmislegt af Babýlóníumönnum og Egyptum Hann reyndi að skýra heiminn með athugunum og rökum og hafnaði íhlutun guða og djöfla Þales taldi vatn vera frumveru alls en ekki er ljóst hvernig hann útskýrði það Valdimar Stefánsson 2006

  12. Míletos – spekingarnir • Anaximander var lærisveinn Þalesar og hélt því fram að frumveran væri með öllu óskilgreinanleg; upphaf og endir alls • Anaximenes var lærisveinn Anaximanders og hann hélt því fram að loftið væri innsta eðli tilverunnar • Herakleitos fullyrti að hreyfingin væri innsta eðlið en ytra tákn hennar væri eldurinn • Einkunnarorð Herakleitosar var allt fram streymir Valdimar Stefánsson 2006

  13. Pýþagóras og Pýþagóringar • Pýþagóras (6. öld f. Kr.) frá Samos settist að á Suður-Ítalíu og stofnaði þar trúarreglu Pýþagóringa sem m. a. uppgötvaði tengsl tónlistar við stærðfræði • Pýþagóras sannaði líka regluna um hlutföll hliðarlengda í réttum þríhyrningi • Pýþagóringar töldu að leyndardóma tilverunnar væri að finna í talnahlutföllum en er þeir uppgötvuðu óræðar tölur hrundi heimsmynd þeirra Valdimar Stefánsson 2006

  14. Xenófanes og Eleatarnir • Xenófanes (6. öld f. Kr.) frá Jóníu settist einnig að á Ítalíu og kenndi í borginni Eleu. Hann taldi að mennirnir hefðu skapað guðina í sinni mynd. • Parmenídes frá Eleu fullyrti að öll hreyfing og öll breyting væri blekking; innsta eðlið væri eilíft og óbreytanlegt • Zenón frá Eleu kom fram með þverstæðuna um Akkilles og skjaldbökuna Valdimar Stefánsson 2006

  15. Anaxagóras Anaxagóras (5. öld f. Kr.) er talinn vera fyrsti heimspekingurinn sem settist að í Aþenu Hann kom fram með þá kenningu að hugurinn (nous) væri það sem kæmi öllu af stað og tryggði reglu úr óreglu Jafnframt átti allt efni upphaf sitt í örsmáum eindum en sú hugmynd hans átti eftir að leiða til frumeindarkenningar Demókrítosar Valdimar Stefánsson 2006

  16. Frumeindakenningin • Demokrítos (5. öld f. Kr.) talaði fyrir þeirri hugmynd að alheimurinn væri eingöngu samsettur úr óskiptanlegum eindum (atómum) og tómarúmi • Þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum anda í kenningum Demókrítosar telst hún vera efnishyggja Valdimar Stefánsson 2006

  17. Yfirlit: Miletos – skólinn (600 – 500 f. Kr.) Fyrsti heimspekiskólinn (í Litlu-Asíu) Leituðu að eilífri undirstöðu heimsins Þales (um 600 f. Kr.): Vatn Anaxímander: Hið óafmarkaða Anaxímenes: Loft Herakleitos (um 500 f. Kr.): Hreyfingin er upphaf alls, eldurinn grundvallarefnið Valdimar Stefánsson 2006

  18. Yfirlit: Pýþagóringar og EleatarSuður – Ítalía á 6. og 5. öld f. Kr. Pýþagóras (6. öld f. Kr.): Stofnaði trúarreglu Pýþagóringa; dulhyggja og talnaspeki Eleatar (5. öld f. Kr.): Höfnuðu sönnun skynfæranna Xenófanes: Engir guðir Parmenídes: Óbreytanleikinn Zenón: Þverstæður Valdimar Stefánsson 2006

  19. Yfirlit: Óháðir heimspekingar Empedókles (5. öld f. Kr.): Fjögur frumefni; jörð, vatn, loft og eldur Anaxagóras (5. öld f. Kr.): Hugurinn (nous) aflvaki alls Demókrítos (f. um 460 f. Kr.): Frumeindakenningin Valdimar Stefánsson 2006

  20. Sagnaritun • Heródótos frá Halikarnassos hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar • Hann var uppi á 5. öld og ritaði um átök Grikkja og Persa; Persastríðin • Aðferð hans var sú að draga ályktanir af rannsóknarspurningum og þóttist hann greina ákveðið mynstur í sögunni • Þótt hann styddist ekki við goðsögur þá útilokaði hann ekki inngrip goðanna í málefni manna Valdimar Stefánsson 2006

  21. Sagnaritun Valdimar Stefánsson 2006 Þúkýdídes ritaði á 4. öld um Pelopsskaga-stríðin og hafnaði guðlegri íhlutun í söguna Hann viðhafði allstranga heimildarýni og gagnrýndi Heródótos fyrir að hafa eftir sögur sem hann hafði heyrt eins og sannar væru Sjálfur leyfði hann sér enga léttúð í sagnaritun sinni en fyrir vikið þykja rit hans nokkuð þurr aflestrar

More Related