290 likes | 713 Views
Grikkir til forna 2 Menning Grikkja og hellenisminn. 8. Goðaheimur Grikkja 9. Grísk heimspeki 10. Listir og leikar 11. Alexander mikli og hellenisminn (bls. 40 – 58). Grískur goðaheimur.
E N D
Grikkir til forna 2Menning Grikkja og hellenisminn 8. Goðaheimur Grikkja 9. Grísk heimspeki 10. Listir og leikar 11. Alexander mikli og hellenisminn (bls. 40 – 58)
Grískur goðaheimur • Helsta heimildin um grískan goðaheim er Goðafæðing (Þeógónía)eftir Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. • Kviður Hómers, Ilíonskviða og Ódysseifskviða, veita einnig ríkulegan fróðleik um goðin, auk annarra yngri heimilda • Talsvert ósamræmi er víða á milli frásagna Hómers og Hesíódosar sem sýnir að goðaheimurinn var fjarri því að vera þaulskipulagður Valdimar Stefánsson 2008
Grískur goðaheimur • Trúarbrögð Grikkja voru fjölgyðistrúarbrögð þar sem allt moraði af goðum, gyðjum, vættum og dísum • Allar voru þessar verur handanheimanna afar mannlegar í háttum og skapi, duttlungafullar, hégómlegar og skapbráðar • Í þeim ríkulega goðsagnaarfi sem Grikkir létu eftir sig eru ótal sögur af því hvernig mennirnir urðu fórnarlömb samkvæmisleikja goðanna og fóru Ólympsgoðin þar fremst í flokki Valdimar Stefánsson 2008
Ólympsgoðin • Ólympsgoðin bjuggu á tindi Ólympsfjalls: • Seifur var þeirra æðstur, himinnguðinn • Hera var systir og eiginkona Seifs, gyðja hjónabands og heimilislífs • Apollo, sonur Seifs, var guð ljóss, lista og spádóma • Artemis, veiðigyðjan var systir Apollos • Pallas Aþena var dóttir Seifs, viskugyðja • Póseidon var bróðir Seifs, sjávarguð • Afródíta var gyðja ástar og frjósemis Valdimar Stefánsson 2008
Hetjur • Hetjur goðsagnanna greindu sig frá venjulegum mönnum í hugrekki og vopnfimi • Þær voru þó dauðlegar sem aðrir menn þótt oftar en ekki væru þær synir guða og mennskra mæðra • Þekktustu hetjurnar eru t. d. Mínos, konungur á Krít, Herakles sem gerður var ódauðlegur eftir dauða sinn, Perseifur og Jason • Akkilles, Ódysseifur og Hektor, hetjur Hómerskviða, eru einnig í þessum hópi Valdimar Stefánsson 2008
Náttúruspekingar • Grikkir eru upphafsmenn vestrænnar heimspeki og er Þales frá Miletos (um 600 f. Kr.) gjarnan nefndur faðir heimspekinnar • Heimspeki Grikkjanna hafnaði öllum goðsögulegum skýringum á efnisheiminum og leitaði svara þess í stað með athugun og rökhugsun að vopni • Fyrstu heimspekingarnir eru nefndir náttúruspekingar því þeir leituðu spurðu um eðli náttúrunnar og hver lögmál hennar væru Valdimar Stefánsson 2008
Sófistar • Á 5. öld f. Kr. tóku grískir spekingar að skoða manninn og breytni hans með aðferðum heimspekinnar • Fremstir í þeim flokki fóru sófistar sem kenndu ræðusnilld (mælskulist) • Þeir höfðu gjarnan ferðast víða og víðsýni þeirra sannfærði þá um að algildur sannleikur væri ekki til og hugtök eins og gott og illt hefðu því engin algild viðmið • Þetta hefur verið nefnt afstæðishyggja Valdimar Stefánsson 2008
Sókrates • Sókrates (d. 399 f. Kr.) hefur verið nefndur faðir siðfræðinnar • Öll sýn okkar á Sókrates er komin frá lærisveini hans, Platón, sem ritaði niður hugmyndir hans • Hann deildi ákaft á þá forsendu sófista að ekki væri til algildur mælikvarði á rétt og rangt • Samræðuraðferð (dialektik) Sókratesar var fólgin í því að draga dyggðina fram í viðmælanda sínum með spurningum • Hann taldi að með þekkingu yrðu menn dyggðugir • Sókrates var á efri árum dæmdur til dauða fyrir að afvegaleiða æskuna og mætti dauða sínum af yfirvegun og æðruleysi Valdimar Stefánsson 2008
Platón • Platón (d. 348 f. Kr.), var lærisveinn Sókratesar og er einn áhrifamesti heimspekingur allra tíma • Meðal viðfangsefna hans voru eðli þekkingar, hlutverk ríkisvalds og lögmál alheimsins • Akademía, skóli sem Platón stofnaði árið 387 f. Kr. var helsti farvegur kenninga hans allt þar til honum var lokað, árið 529 e. Kr. • Samkvæmt kenningum Platóns býr eðli hlutanna ekki í þeim sjálfum heldur í frummynd þeirra • Hinn sýnilegi heimur (veruleikinn) er þannig ekkert annað en endurskin hins raunverulega heims frummyndanna Valdimar Stefánsson 2008
Aristóteles • Aristóteles var lærisveinn Platóns og kennari Alexanders mikla • Hann er upphafsmaður strangrar vísindalegrar aðferðar og ritaði grundvallarrit um rökfræði, skáldskap, stjórnmál, sálarfræði, líffræði, stjörnufræði, frumspeki og eðlisfræði • Markmið vísinda taldi hann vera að skilgreina og sundurgreina hlutveruleikann til að öðlast skilning á eðli náttúrunnar og lífsins • Aristóteles, líkt og Platón, stofnaði skóla í Aþenu sem nefndist Lýkeion og þar var lengi stundað þróttmikið rannsóknarstarf á sviði líffræðinnar Valdimar Stefánsson 2008
Grísk list • Forn-Grikkir þróuðu byggingarstíl sem komin er frá Egyptum og einkennist af súlum sem bera uppi flatt þak • Þannig reistu þeir stórkostleg hof og opinberar byggingar sem þeir skreyttu síðan með styttum • Í höggmyndalistinni náði fegurðarsmekkur Grikkja hæstum hæðum og ýmsir vilja halda því fram að árangur þeirra þar hafi enn ekki verið jafnaður • Fremsti myndhöggvari Grikkja var Feidías (um 450 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008
Grísk leiklist • Grikkir skópu þá leiklist sem iðkuð er nú til dags en rætur hennar eru taldar liggja í trúarlegum athöfnum; helgisiðum • Tvær megingreinar leiklistarinnar eru harmleikurinn (tragidea) og gamanleikurinn (komidea) • Varðveist hafa verk eftir þrjú harmleikjaskáld, Æskýlos (d. 456 f. Kr.), Sófókles (d. 406 f. Kr.) og Evripídes (d. 406 f. Kr.) og eitt gamanleikjaskáld, Aristófanes (d. 385 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008
Ólympíuleikar • Eitt mikilvægasta sameiningartákn grískrar menningar voru Ólympíuleikarnir sem haldnir voru fjórða hvert ár frá árinu 776 f. Kr. til 394 e. Kr. eða í nær tólf aldir • Grískt tímatal rakti upphaf sitt til fyrstu leikanna enda voru þeir eitt af því fáa sem tengdi öll borgríkin saman • Grikkir lögðu niður allar deilur sín á milli fyrir leikana og tóku síðan upp þráðin á ný að leikum loknum Valdimar Stefánsson 2008
Persaveldi • Persar, indóevrópsk þjóð,urðu stórveldi um miðja 6. öld f. Kr. og um aldamótin 400 f. Kr. réðu þeir allri Litlu-Asíu, Egyptalandi, Mesapótamíu og löndunum austur að Indusfljóti • Persakonungur kom sér upp flóknu miðstjórnarkerfi sem grundvallaðist á fjölda embættismanna sem fylgdust grannt með því sem gerðist í fjærlægustu hlutum stórveldisins Valdimar Stefánsson 2008
Persastríðin (499 -477 f. Kr.) • Um aldamótin 500 f. Kr. gerðu grísku nýlendurnar í Litlu-Asíu uppreisn gegn Persum og veittu Aþeningar frændum sínum lið en uppreisnin var fljótlega bæld niður • Persar ákváðu að refsa Aþeningum og um áratug síðar tóku þeir land á Maraþonsléttu (um 42 km frá Aþenu) þar sem herirnir mættust í mikilli orrustu • Aþeningar unnu þar sinn fræknasta sigur Valdimar Stefánsson 2008
Persastríðin (499 -477 f. Kr.) • Persar voru nú enn ákveðnari í að refsa þessu litla borgríki og árið 480 réðust þeir til atlögu á sjó og á landi • Aþena hafði gert varnarbandalag við önnur borgríki og laut það forustu Spartverja • Grikkjum gekk illa til að byrja með gegn ofureflinu og þurftu Aþeningar að yfirgefa borg sína áður en Persar lögðu hana í rúst • En eftir stórsigur í sjóorrustu við Salamis snerist dæmið við og ári síðar höfðu grísku borgríkin hrundið árás mesta stórveldis sögunnar Valdimar Stefánsson 2008
Sjóborgarsambandið • Eftir ósigur Persa brutust nýlendurnar í Litlu-Asíu undan yfirráðum þeirra með aðstoð Aþenu og fleiri grískra borgríkja • Til að verja nýfengið frelsi og heimta fleiri grísk borgríki úr höndum Persa var ákveðið að stofna sérstakt bandalag sem nefnt var delíska sjóborgasambandið • Aþeningar réðu því sem þeir vildu í þessu bandalagi og eftir að Persahættan var liðin hjá nýttu þeir aðstöðu sína til að græða fé • Þannig varð Aþena auðugasta borgríki Grikklands og nýtti auð sinn jafnt til valda og til að auðga borgina Valdimar Stefánsson 2008
Pelópsskagastríðið • Spartverjar og önnur landbúnaðarborgríki þoldu illa yfirgang Aþeninga og þar kom að þessi tvö öflugu borgríki gerðu upp reikningana í Pelópsskagastríðinu (431-404 f. Kr.) • Þótt Sparta væri mun fátækara ríki hafði það best þjálfaða her Grikklands og lauk því þessu stríði með sigri þeirra og var gullöld Aþenu þar með lokið • En Pelópsskagastríðið gekk svo nærri sigurvegurunum að segja má að veldi grískra borgríkja hafi aldrei eftir það náð fyrri styrk Valdimar Stefánsson 2008
Grískir sagnaritarar • Heródótos (um 485 – 425 f. Kr.) er gjarnan nefndur faðir sagnfræðinnar og nefndi fyrstur manna verk sín historia en það þýðir rannsókn • Hann ritaði um Persastríðin og fléttaði inn í frásögn sína lýsingu á framandi löndum • Þúkýdídes (um 460 – 400 f. Kr.) kemur fyrstur fram með heimildarýni og er frásögn hans með hlutleysisblæ • Hann ritaði um Pelópsskagastríðið og lagði sig fram um að koma sjónarmiðum beggja aðila á framfæri Valdimar Stefánsson 2008
Smáríkið Makedónía • Makedónía var við upphaf 4. aldar f. Kr. lítið konungsríki norðan við Grikkland • Árið 359 f. Kr. varð Filippus II valin konungur þar og hófst þegar handa við að stækka ríkið • Borgríki Grikklands féllu eitt af öðru fyrir makedóníska hernum og árið 338 f. Kr. réði Makedónía yfir öllu Grikklandi • Filippus kom af sanngirni fram við borgríkin fyrrverandi og fékk þau með sér í að undirbúa innrás inn í Persaveldi en var svo myrtur áður en af því yrði Valdimar Stefánsson 2008
Heimsveldið Makedónía • Er Filippus II féll frá árið 337 f. Kr. tók við völdum tvítugur sonur hans, Alexander III sem síðar fékk viðurnefnið mikli, eftir að hafa gert Makedóníu að víðfeðmasta heimsveldi jarðar • Alexander mikli er líklega stærsta nafnið í sögu fornaldar og það nafn sem allir síðari tíma leiðtogar stórvelda hafa mátað sig við • Enginn einn maður hafði líka önnur eins áhrif á fornaldarsöguna og Alexander og hernaðarafrek hans eru nær óskiljanleg þegar haft er í huga að valdatími hans náði ekki nema þrettán árum Valdimar Stefánsson 2008
Herför Alexanders • Eftir að hafa barið niður uppreisn grísku borgríkjanna við valdatöku sína lagði Alexander af stað í herför gegn Persaveldi • Herförin stóð í ellefu ár (334 – 323 f. Kr.) og er henni lauk náði ríki Makedóníumanna frá Balkanskaga í vestri og allt austur til Indlands og Egyptaland að auki • Sama ár og Alexander sneri aftur til Babýlon veiktist hann og lést eftir stutta legu aðeins 33 ára gamall Valdimar Stefánsson 2008
Heimsveldi Alexanders mikla (323 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008
Hellenisminn • Strax við dauða Alexanders tók hið mikla ríki hans að liðast í sundur • Voldugustu ríkin sem þá mynduðust voru Egyptaland Ptólómeiosar, Selvekídaríkið sem náði yfir stærsta hluta hins forna Persaveldis, og Makedóníuríkið sem náði yfir megnið af Balkanskaga • En þótt ríkið yrði skammlíft barst hinn gríski menningarheimur um öll hin fornu Austurlönd og blandaðist menningunni þar Valdimar Stefánsson 2008
Hellenisminn • Þannig varð hin gríska menning að heimsmenningu sem tryggði henni lífdaga allt fram í nútímann • Grísk tunga varð alþjóðamál á nær öllu því svæði sem Alexander mikli hafði náð undir ríki sitt og einnig víðar • Þessi menningardeigla austurs og vesturs hefur verið nefnd Hellenismi og og tímabilið frá dauða Alexanders til keisaraveldis Rómar kallað helleníski tíminn Valdimar Stefánsson 2008
Epíkúrismi og Stóuspeki • Tvær nýjar heimspekistefnur urðu til á hellenískum tíma • Epíkúrismi er kenndur við Epíkúros frá Samos (um 341 – 271 f. Kr.) en hann byggði kenningar sínar á efnishyggju í anda Demókrítosar og áleit að guðir kæmu manninum ekki við og sálin færist við dauðann • Epíkúringar töldu að manninum væri eðlislægt að leita ánægjunnar en sársauki hindraði þá í að njóta hennar • Því bæri að forðast allan sársauka og lífsnautnin var æðsta takmark Epíkúringa Valdimar Stefánsson 2008
Epíkúrismi og Stóuspeki • Andstætt Epíkúringum boðaði stóuspekin algyðistrú að austrænum sið • Upphafsmaður spekinnar var Zenón (f. um 335 f. Kr.) og hann hneigðist að kenningum Sókratesar um að dyggðin væri æðsta keppikefli mannsins • Samkvæmt stóuspeki er heiminum stjórnað af logos (skynsamlegri reglu eða forsjón) og því yrðu menn að sætta sig við örlög sín; mæta öllu með jafnaðargeði eða stóískri ró Valdimar Stefánsson 2008
Alexandría – miðstöð menningar • Í Alexandríu í Egyptalandi reis musteri menntagyðjanna, Múseion,og var þar jafnframt stærsta bókasafn fornaldar þar sem fram fór textarýni og flokkun bókmennta auk skráningar og söfnunar margvíslega upplýsinga • Mestu framfarir voru þó á raunvísindasviðinu þar sem hver snillingurinn rak annan og þvílíkum árangri varð ekki aftur náð fyrr en á nýöld • Stærstu nöfnin á því sviði voru þeir Evklíð, Aristarkos, Eratosþenes og Arkímedes Valdimar Stefánsson 2008