190 likes | 465 Views
Handbók um ritun og frágang Kafli 11. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Frágangur. Í kaflanum er fjallað um letur , titilsíðu , efnisyfirlit , heimildaskrá og ýmis önnur atriði er varða lokafrágang ritgerða. Uppsetning ritgerða.
E N D
Handbók um ritun og frágangKafli 11 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Frágangur • Í kaflanum er fjallað um letur, titilsíðu, efnisyfirlit, heimildaskrá og ýmis önnur atriði er varða lokafrágang ritgerða.
Uppsetning ritgerða • Þegar gengið er frá ritgerð þarf að gæta þess að hlutar hennar komi í eðlilegri röð: • 1. Titilsíða • 2. Efnisyfirlit • 3. Ritgerðin sjálf • 4. Viðaukar • 5. Heimildaskrá • 6. Atriðisorðaskrá
Letur • Varast ber að nota of margar leturgerðir og -stærðir í sömu ritgerðinni. • Eðlilegast er að nota ekki fleiri en 2-3 stærðir og gerðir í sama texta. • Í venjulegum texta er vanalega notað 12 eða 14 punkta letur. • Oft er nokkuð stærra letur notað í fyrirsögnum. • Sumir nota líka aðra leturgerð í fyrirsögnum. • Í bókatitlum sem koma fyrir í texta er venjan að nota skáletur til auðkenningar.
Titilsíður • Þær upplýsingar sem fram eiga að koma á titilsíðu eru eftirfarandi: • Heiti ritsmíðar (og undirtitill ef um hann er að ræða) • Nafn höfundar (eða höfunda) • Staður • Dagsetning (mánuður / önn) • Nafn kennara • Nafn áfanga • Nafn skóla • Sjá dæmi á bls. 103-104. • Á eftir titilsíðu er haft autt blað til þess að texti ritgerðar sjáist ekki í gegn.
Heiti ritsmíðar • Gott er að hafa tvennt í huga varðandi heiti ritsmíðar: • Að heitið sé stutt og laggott. • Að það sé lýsandi fyrir efni ritsmíðarinnar. • Hvor titillinn er betri? Nýjar landbúnaðargreinar Loðdýrarækt á Íslandi á 9. áratug 20. aldar
Heiti ritsmíðar, frh. • Ef valið er skáldlegt heiti á ritsmíð er um að gera að hafa undirtitil sem er lýsandi fyrir efni ritgerðarinnar: „Greiddi ég þér lokka við Galtará” - Um ástina og önnur rómantísk yrkisefni Jónasar Hallgrímssonar -
Efnisyfirlit • Þegar ritsmíðum er skipt í kafla er sjálfsagt að hafa efnisyfirlit í þeim. Þetta á þó einkum við um langar ritsmíðar. • Flest ritvinnsluforrit bjóða upp á sjálfvirkt efnisyfirlit. Þá þarf að merkja fyrirsagnir og undirfyrirsagnir sérstaklega. • Eðlilegast er að efnisyfirlit komi fremst, á undan megintexta ritgerðarinnar, þannig að lesandinn geti kynnt sér byggingu ritsmíðarinnar áður en lesturinn hefst. • Í efnisyfirliti eru tilgreind heiti og blaðsíðutöl aðalkafla og undirkafla ef um þá er að ræða.
Viðaukar • Stundum þurfa að fylgja ritsmíðum töflur, myndir, skjöl og annað efni sem ekki á beinlýnis heima inni í textanum sjálfum. • Þessi gögn geta komið á eftir megintextanum en á undan heimildaskrá, merkt Viðaukar.
Myndir • Ef myndir eru notaðar inni í texta þarf að gæta þess að þær komi ekki löngu áður eða eftir að fjallað er um skyld atriði. • Hægt er að tölusetja myndirnar til þess að auðveldara sé að vísa í þær inni í textanum sjálfum. • Ef ritsmíðin skiptist í marga kafla er hægt að merkja þær með númeri kaflans og röð myndarinnar í þeim kafla: • Mynd 4.7 = sjöunda myndin í fjórða kafla. • Ef myndir eru fáar er nóg að hafa einfalt númerakerfi, þ.e. sleppa kaflanúmerinu. • Ef myndirnar eru hafðar í lok ritgerðar koma þær í viðaukum.
Heimildaskrá • Heimildaskrá skal vera í lok ritsmíðar, á eftir viðaukum en á undan atriðisorðaskrá.
Atriðisorðaskrá (e. index) • Í löngum ritsmíðum og bókum er stundum höfð atriðisorðaskrá, þ.e.a.s. listi yfir helstu hugtök sem koma fyrir í bókinni, og vísað í blaðsíðutal. • Atriðisorðaskráin kemur venjulega aftast í bókinni, á eftir textanum, viðaukum og heimildaskrá.
Línubil • Í skólaritgerðum er vanalega haft 1 ½ - 2 línubil. • Ef einfalt línubil er haft er erfiðara fyrir þann sem les að koma að athugasemdum og leiðréttingum. • Einfalt línubil er þó notað í skólaritgerðum til að afmarka langa beina tilvitnun. Einnig er það notað í heimildaskrá.
Spássíur • Spássíur skal hafa báðum megin á blaðinu. • Í ritvinnsluforritum er hægt að stilla spássíur. • Eðlilegast er að þær séu um 3 cm hvorum megin. • Þá má dreifa textanum þannig í línurnar að spássíur verði jafnar; annað hvort öðrum megin eða báðum megin.
Spássíur, frh. • Við greinaskil í texta er hæfilegt að draga inn um tvö til fimm stafabil frá spássíu. • Þetta gildir þó ekki um fyrstu efnisgrein textans sem má hefjast fremst í línu. • Margir kjósa líka að byrja fremst í línu á eftir myndum, töflum og löngum beinum tilvitnunum.
Heiti bókar sem vitnað er í • Þegar vitnað er í bækur inni í texta er venjan að skáletra bókartitilinn sjálfan. • Heiti bóka og tímarita í heimildaskrá eru skáletruð.
Leiðréttingar • Þegar ritsmíð hefur verið samin er nauðsynlegt að lesa hana vandlega yfir og leiðrétta allar villur sem finnast; ásláttarvillur, stafsetningarvillur og málvillur. • Nauðsynlegt er að prenta textann út áður en lesið er yfir því villurnar sjást betur á pappír en tölvuskjá. • Sá sem skrifar á skilyrðislaust að lessa textann sjálfur og leiðrétta allt sem hann finnur en einnig er gott að láta aðra lesa yfir fyrir sig.
Leiðréttingar, frh. • Þegar textinn hefur verið lesinn vandlega yfir og leiðréttur þarf að ganga endanlega frá verkinu. • Að lokum er textinn prentaður út í endanlegri gerð.
Samlestur • Einn liður í lokafrágangi ritsmíða. • Þá eru allar beinar tilvitnanir bornar saman við heimildina til þess að athuga hvort þær séu rétt upp teknar, þ.e.a.s. hvort þær séu nákvæmlega eins orðaðar og stafsettar í ritsmíðinni og heimildinni. • Hið sama gildir einnig um þær upplýsingar sem koma fram í heimildaskrá.