150 likes | 380 Views
Íslenska tvö Kafli 3, bls. 172-185. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Orðaforði og málstefna. Frá upphafi landnáms á Íslandi má heita að allur orðaforðinn hafi verið norrænn . Aðeins örfá keltnesk tökuorð
E N D
Íslenska tvöKafli 3, bls. 172-185 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Orðaforði og málstefna • Frá upphafi landnáms á Íslandi má heita að allur orðaforðinn hafi verið norrænn. • Aðeins örfá keltnesk tökuorð • Fljótlega eftir landnámsöld fór þó að bera á erlendum áhrifum á íslenskan orðaforða: • Í kjölfar kristnitöku árið 1000. • Með þýddum riddarasögum á 13. og 14. öld. • Með þýskum og enskum verslunaráhrifum á 15. og 16. öld. • Með siðaskiptum 1550. • Með áhrifum danskrar yfirstjórnar í kjölfar siðaskipta fram á 19. öld. • Með enskum og bandarískum áhrifum á 20. og 21. öld.
Orðaforði og málstefna • Áhrif kristnitöku á orðaforðann • Nýyrði tengd kristnitöku: • kennimaður, aftansöngur, dymbilvika • Tökuorð tengd kristnitöku: • prestur, kirkja, djöfull, biskup, altari, engill, djákni, synd • Tökuþýðingar tengdar kristnitöku: • samkunda (lat. convivium), hátíð (þýs. Hochit) • Sjá brot úr Íslenskri Hómilíubók á bls. 172.
Orðaforði og málstefna • Tökuorð vegna ferðalaga Íslendinga um heiminn: • sápa, sokkur, krydd, fíll • Nýyrði í kjölfar þýddra riddarasagna: • germönsk orð: • jungfrú, knapi, frú • fornfrönsk orð: • Kurteisi • Sjá brot úr Möttuls sögu á bls. 173-174 í kennslubók.
Orðaforði og málstefna • Áhrif bókaútgáfu á orðaforðann • Skömmu fyrir siðaskipti var byrjað að prenta bækur á Íslandi. • Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, flutti prentsmiðju til landsins um 1530 og lét prenta þar nokkrar bækur. • Guðbrandur Þorláksson keypti svo prentsmiðjuna eftir siðaskipti og hóf bókaútgáfu í þágu kirkjunnar. • Árið 1540 var Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar prentað í Hróarskeldu í Danmörku. • Sjá brot úr þýðingunni á bls. 175 í kennslubók. • Árið 1584 gaf Guðbrandur Þorláksson biskup Biblíuna út í heild sinni á Íslensku. • Þar með var orðið til íslenskt kirkjumál. • Þetta hafði mikil áhrif á vöxt og viðgang tungunnar.
Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun • Segja má að saga málhreinsunar á Íslandi hefjist skömmu eftir siðaskiptin 1550. • Þá eru hugmyndir hreintungustefnunnar fyrst settar fram. • Siðaskiptunum fylgdi mikil bókaútgáfa. • Bækurnar áttu að breiða út hinn nýja sið og styrkja hann í sessi. • Málfar bókanna, bæði þýddra og frumsaminna, var undir miklum erlendum áhrifum. • Siðaskiptunum fylgdi Því flóðbylgja tökuorða.
Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun, frh. • Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) Hólabiskup var mikill málvöndunarmaður. • Hann stóð fyrir öflugri útgáfu kristilegra rita. • Hann stóð fyrir fyrstu heildarþýðingu Biblíunnar á Íslandi. • Guðbrandsbiblía kom út 1584. • Guðbrandur gaf einnig út sálma- og vísnabækur. • Þar samræmdi hann kröfur sem áður höfðu farið illa saman: • að kristindómurinn væri kórréttur • að málfar væri fallegt og vandað
Orðaforði og málstefna • Siðaskipti og málhreinsun, frh. • Fyrsti málhreinsunarmaðurinn er þó oft talinn Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648). • Hann var náinn samverkamaður Guðbrands. • Hann taldi íslenskuna hafa sérstöðu þótt hún væri mjög svipuð því tungumáli sem talað var annars staðar á Norðurlöndum. • Forn handrit hefðu varðveitt tunguna og glæsilegan stíl og landsmenn hefðu haft svo lítil samskipti við erlendar þjóðir að íslenskan væri hreinna mál en önnur tungumál. • Arngrímur óskaði þess að Íslendingar „öpuðu ekki eftir Dönum og Þjóðverjum í ræðu og riti heldur leituðu sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmálsins og beittu til þess vitsmunum og lærdómi.“ • Þekktasta rit Arngríms er Crymogæa (þýðir Ísland á grísku), fræðirit sem rekur sögu þjóðarinnar frá landnámi fram á 16. öld. • Sjá brot úr ritinu á bls. 177
Orðaforði og málstefna • Dönsk áhrif • Þrátt fyrir varnaðarorð Arngríms fóru dönsk áhrif á íslensku vaxandi. • Á fyrstu tveimur öldunum eftir siðaskipti voru hugmyndir um málhreinsun og málvernd ekki áberandi. • Mál embættismanna, iðnaðarmanna, verslunarmanna, embættismanna og lærðra manna var orðið svo dönskuskotið á 19. öld að jafnvel var hægt að tala um e.k. blendingsmál íslensku og dönsku. • Á 18. öld urðu hugmyndir um málvernd og málhreinsun aftur áberandi í kjölfar upplýsingastefnunnar. • Eggert Ólafsson skáld og upplýsingarfrömuður (1726-68) • Lærdómslistafélagið stofnað 1779. • Í byrjun 19. aldar voru þó skiptar skoðanir um hvort rétt væri að viðhalda íslenskunni.
Orðaforði og málstefna • Málhreinsun á 19. öld • Málverndunarsinnar töldu ástandið í málfarslegum efnum vera orðið mjög slæmt í upphafi 19. aldar. • Sjá umfjöllun Rasmusar Kristians Rasks frá 1813 á bls. 179. • Fjölnismenn voru miklir málhreinsunarmenn um miðja 19. öld. • Jónas Hallgrímsson • Konráð Gíslason • Brynjólfur Pétursson • Tómas Sæmundsson • Hugmyndir þeirra um stafsetningu og málfar vöktu athygli og þeir höfðu mikil áhrif í málfarslegum efnum.
Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld • Töluvert var um dönskuslettur í íslensku fram eftir 20. öld. • Lesið brot úr grein eftir Guðmund Finnbogason sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1928. • Þær hurfu þó flestar á seinni hluta aldarinnar þegar áhrif enskunnar jukust. • Á síðustu áratugum hafa mörg ensk orð skotið rótum um lengri eða skemmri tíma í íslensku máli. • Tölvumál: dánlóda, seiva, gúggla.... • heiti á efnum og fatnaði: nælon, flís, leggings... • heiti á snyrtivörum: sjampó, maskari, gloss...
Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Önnur tegund erlendra orða, mest enskra, í málinu eru svonefnd slanguryrði eða slettur. • Flest slík orð lifa meðal tiltekinna hópa og eru háð miklum tískusveiflum. • Dæmi: nörd, frík, kríp... • Af öðrum toga eru erlend orð sem eru ekki viðurkennd sem hluti orðaforðans og lagast ekki að hljóð- og beygingarkerfi íslenskunnar. • Dæmi: Ég var ekki overimpressed af þessari bíómynd. • Sjá dæmi úr nýlegri skáldsögu á bls. 181-182.
Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Ríkjandi málstefna 20. aldar var mjög í anda þeirrar nítjándu: • Að hreinsa og varðveita íslenskuna með því að berjast gegn erlendum áhrifum, ekki síst með því að smíða íslensk orð yfir nýjungar á öllum sviðum. • Íslenska hefur talsverða sérstöðu varðandi nýyrðasmíð. • Frændþjóðirnar eru ekki eins kappsamar á því sviði. • Rétt fyrir miðja 19. öld rannsakaði Björn Guðfinnsson (1905-1950) framburðareinkenni 10.000 Íslendinga um allt land. • Í framhaldi af rannsóknum sínum setti hann fram hugmyndir um samræmdan opinberan framburð íslenskunnar. • Þar átti að varðveita svæðisbundin einkenni alls staðar af landinu, en aðeins þau einkenni sem falleg þóttu.
Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Ekki eru allir sammála um ágæti ríkjandi málstefnu á Íslandi. • Er rétt að beita mikilli hörku til að forðast málbreytingar? • Er ekki eðli lifandi tungumála að breytast? • Getur of ströng málstefna orðið til þess að skapa stéttamun í máli? • Óhætt mun þó að fullyrða að hin opinbera málstefna hefur notið almenns stuðnings landsmanna. • Almenningur, kennarar og fjölmiðlar hafa tekið höndum saman við málverndun og málrækt: • flámæli útrýmt • „röngum“ beygingum á borð við læknirar útrýmt. • reynt að sporna gegn þágufallssýki og nýju þolmyndinni
Orðaforði og málstefna • Málstefna og málrækt á 20. öld, frh. • Opinber afskipti af málnotkun má t.d. sjá í reglugerðum og námskrám. • Íslensk málnefnd var stofnuð 1964. • Íslensk málstöð veitir fyrirtækjum og einstaklingum ráð í málfarslegum efnum. • Ríkisútvarpið fylgir ákveðinni stefnu varðandi málfar og í útvarpi og sjónvarpi starfar málfarsráðunautur við stefnumótun og daglega ráðgjöf. • Ýmsir starfs- og faghópar starfrækja öflugar orðanefndir sem hafa það hlutverk að smíða orð yfir nýjungar á viðkomandi sviðum.