110 likes | 322 Views
Íslenska tvö Kafli 6, bls. 321-333. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Heimsendir. Flest menningarsamfélög eiga sér goðsagnir um endalok sín og aðdraganda þeirra. Í kennslubókinni eru þrjár slíkar goðsagnir birtar: Sagan um Nóa-flóðið í Biblíunni.
E N D
Íslenska tvöKafli 6, bls. 321-333 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Heimsendir • Flest menningarsamfélög eiga sér goðsagnir um endalok sín og aðdraganda þeirra. • Í kennslubókinni eru þrjár slíkar goðsagnir birtar: • Sagan um Nóa-flóðið í Biblíunni. • Samísk goðsögn um refsingu manna sem hafa farið illa með sköpunarverkið. • Ragnarök skv. Snorra-Eddu. • Hér á eftir er fjallað um hugmyndir heiðinna manna um heimsendi og aðdraganda hans samkvæmt Snorra-Eddu. • Við höfum fylgst með hvernig heimurinn spillist smám saman á flestum sviðum og nú er svo komið að óvinaherinn nær undirtökum og eyðir þeirri veröld sem goðin höfðu byggt upp.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök • Fyrirboðar ragnaraka eru nokkrir. • Fyrst koma þrír harðir vetur og ekkert sumar á milli þeirra. • Síðan koma þrír vetur þar sem mikið verður um orrustur. Bræður munu berjast vegna ágirni og enginn mun vægja skyldmennum sínum. • Að lokum munu úlfar gleypa sólina og tunglið. Stjörnur hverfa af himni, jörðin skelfur, skógar eyðast, björg hrynja og allir fjötrar losna.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Fenrisúlfur og Miðgarðsormur færast í jötunmóð og sækja upp á land. • Naglfar losnar. Hrymur heitir jötunninn sem stýrir því. • Fenrisúlfur fer með gapandi munni og ber efri skoltinn á honum við himin en hinn neðri við jörðu. Eldur brennur úr augum hans og nösum. • Miðgarðsormur blæs eitri yfir lönd og höf. • Himinninn rofnar og Múspellssynir koma ríðandi. • Surtur ríður fyrst og honum fylgir brennandi eldur. • Sverð Surts er mjög gott.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Þegar þessi mikli óaldarflokkur ríður yfir Bifröst brotnar hún. • Múspellssynir sækja fram á völl sem heitir Vígríður og er geysistór. • Þar sameinast Múspellssynir Fenrisúlfi, Miðgarðsormi, Loka, Hrymi, öllum hrímþursum og Heljarsinnum. • Þegar þessi tíðindi verða blæs Heimdallur í Gjallarhorn og vekur öll goðin og einherjana. • Goðin ráða ráðum sínum og Óðinn ráðfærir sig við Mímisbrunn. • Askur Yggdrasils skelfur og enginn hlutur á himni eða jörð er óttalaus.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Æsir hervæðast og halda til orrustu. • Óðinn berst við Fenrisúlf. • Óðinn fellur en Víðar hefnir föður síns. Hann stígur í kjaft úlfsins á sínum góðum skóm, rífur hann í sundur og drepur þar með úlfinn. • Þór berst við Miðgarðsorm. • Þór drepur orminn en fellur svo sjálfur vegna eiturgufanna frá honum. • Freyr berst við Surt. • Freyr fellur enda er hann sverðlaus. • Týr berst við hundinn Garm. • Þeir fella hvor annan. • Loki og Heimdallur berjast. • Þeir fella hvor annan. • Surtur brennir svo alla jörðina.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Gangleri veltir því nú fyrir sér hvað taki við þegar þessi ósköp eru yfirstaðin. • Hann minnir á að áður hefur verið sagt að allir menn skuli eiga eilíft líf í öðrum heimi eftir dauðann í þessum heimi. • Þriðji segir að framhaldslífið sé misgott eftir því í hvaða heimi maður lendir eftir dauðann.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Best er að lenda á Gimli. • Þar er (bjór)salurinn Brimir á fjallinu Ókólni. • Þar er einnig annar góður salur sem heitir Sindri. Hann stendur á Niðafjöllum og er úr rauðagulli. • Í þessum sölum fá góðir og siðlátir menn vist. • Á Náströndum er mikill og illur salur. • Dyr hans vísa í norður og hann er fléttaður úr ormahryggjum. • Ormahöfuðin vísa inn og blása eitri um salinn. • Eftir salnum renna eiturár og þær þurfa morðingar og meinsærismenn að vaða. • Verst er hins vegar að lenda í Hvergelmi. • Þar kvelur Níðhöggur hina látnu.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Gangleri spyr nú hvort nokkur goð lifi ragnarökin af og hvort jörð og himinn verði til eftir þau. • Hár segir að jörðinni skjóti upp aftur úr sænum og þá verði hún græn og fögur. • Víðar og Váli lifa ragnarök af og hefja uppbyggingu á Iðavelli þar sem Ásgarður stóð áður. • Þá koma einnig Móði og Magni, synir Þórs, en þeir varðveita Mjöllni. • Baldur og Höður koma einnig frá Hel. • Haldinn er fundur þar sem fortíðin er rædd. • Gulltöflurnar, sem æsir höfðu áður átt, finnast í grasinu. • Sól hefur getið dóttur sem er jafnfögur henni. • Hún fetar sömu braut og móðir hennar gerði áður.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Hár segir Ganglera að nú sjái hann ekki lengra fram í tímann en biður hann að njóta þess sem hann lærði. • Gangleri heyrir mikinn dyn og skyndilega er hann einn. • Höllin er horfin og sagnamennirnir, Hárl, Jafnhár og Þriðji, sömuleiðis. • Gangleri fer aftur í ríki sitt og segir frá því sem hann hefur lært. • Þessar sögur ganga svo mann fram af manni.
Til umræðu í kennslustund • Rifjið upp ástæðu þess að Freyr er vopnlaus í baráttu sinni við Surt í ragnarökum. • Að hvaða leyti eru Baldur og Höður frábrugðnir öðrum goðum og hvaða vísbendingar um nýjan heim gefur það að þeir eru það en ekki til dæmis Óðinn og Þór?