240 likes | 559 Views
Handbók um ritun og frágang Kafli 1, bls. 11-22. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Ýmsar gerðir ritsmíða. Í kaflanum eru nefndar 25 tegundir ritsmíða sem flestar lúta svipuðum lögmálum varðandi undirbúningsvinnu og efnistök. Þó hefur hver og ein sín sérkenni.
E N D
Handbók um ritun og frágangKafli 1, bls. 11-22 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Ýmsar gerðir ritsmíða • Í kaflanum eru nefndar 25 tegundir ritsmíða sem flestar lúta svipuðum lögmálum varðandi undirbúningsvinnu og efnistök. Þó hefur hver og ein sín sérkenni.
Blaðagreinar • Eru af ýmsum toga: • Sumar hverjar eru á persónulegum nótum. • Sumar eru e.k. rökfærsluritgerðir. • Sumar eru e.k. heimildaritgerðir. • O.s.frv.
Bókmenntaritgerðir • Gerð grein fyrir ákveðnu bókmenntaverki eða einstökum þáttum þess. • Bókmenntaritgerðir fylgja oft ákveðnu formi, þ.e. ingangur, flétta, persónulýsingar... • Varast ber að ritgerðin verði einungis endursögn. Meginatriðið er að nemandinn velti fyrir sér efni bókarinnar á sjálfstæðan hátt og sýni fram á getu til að nota bókmenntafræðileg hugtök í umfjöllun sinni.
Bréf • Bréfum má skipta gróflega í tvo flokka eftir viðtakanda: • Formleg bréf • Kunningjabréf • Efnisinnihaldið er mjög mismunandi en formið er sameiginlegt: • Staður og dagsetning ofarlega til hægri á síðunni. • Ávarp til viðtakanda tveimur til þremur línum neðar. • Kveðja og undirskrift tveimur til þremur línum fyrir neðan megintexta.
Endursagnir • Ítarlegri en útdrættir. • Markmiðið er að endursegja texta, ekki endilega að stytta hann!
Fréttir • Nauðsynlegt fyrir fréttamann að hafa í huga hvaða upplýsingar lesandinn vill fá. • Fyrirsögnin verður að vekja athygli lesandans svo að hann vilji lesa lengra. • Einnig er reynt að koma grunnupplýsingum á framfæri í upphafi fréttar, s.s. hvað hafi gerst, hvenær, hver hafi lent í því sem um ræðir, hvernig og hvers vegna.
Fundargerðir • Á formlegum fundum er vanalega kosinn ritari sem skráir niður það helsta sem fram fer á fundinum. • Oftast skrifar ritarinn uppkast en færir svo fundargerðina í þar til gerða bók eða birtir hana á Netinu. • Í upphafi fundargerðar er sagt frá því hvar fundurinn var haldinn og hvenær. Stundum er fjölda fundarmanna einnig getið. • Í fundargerðinni er röð ræðumanna fylgt. • Í lokin fylgja ályktanir og samþykktir fundarins. • Ritarinn undirritar svo fundargerðina.
Heimasíða – veftexti • Texti sem birtist á tölvuskjá og er annaðhvort vistaður á Netinu eða á geisladisk. • Við skrif veftexta þarf að hafa í huga að höfundur veit ekki hvað viðtakandi kann eða hvers vegna hann leitar og getur ekki vænst þess að textinn sé lesinn frá upphafi til enda. • Eitt helsta einkenni veftextans eru tenglar (e. links) þar sem notanda gefst kostur á að: • fara á annan stað í sama texta • fara úr einum texta í annan texta á sömu heimasíðu eða sömu grein á geisladisk • yfirgefa veftextann eða heimsækja aðra staði á vef eða disk.
Heimildaritgerðir – rannsóknarritgerðir • Að vissu leyti byggja allar ritsmíðar á heimildum. • Í skólum er vani að kalla ritsmíð sem byggir á söfnun og úrvinnslu upplýsinga um ákveðið efni heimildaritgerð. • Við gerð heimildaritgerðar eru það ekki talin fullnægjandi vinnubrögð að endursegja eina heimild. • Ritgerðin á að vera ein heild þótt inn í hana sé skeytt beinum og óbeinum tilvitnunum úr margvíslegum heimildum.
Hlutalýsingar • Notaðar í iðnaði ýmiss konar, leiðbeiningabæklingum, auglýsingum og skýrslum af ýmsu tagi. • Hlutnum þarf að lýsa þanning að sá sem les lýsinguna fái nokkuð ljósa mynd af því hvernig hann lítur út og til hvers hann er notaður.
Lesendabréf – persónulegar ritgerðir • E.k. „mér finnst”-ritgerð. • Tilgangurinn er að skrifa persónuleg viðhorf til einhvers, rifja upp minningar, lýsa skoðun á einhverju eða segja frá tilfinnngalegri reynslu.
Mannlýsingar • Algengar í viðtölum, ævisögum, afmælisgreinum og minningargreinum. • Matsatriði hvað á að hafa með og hverju á að sleppa. • Meginreglan þó sú að manninum er lýst jafnt ytra sem innra. • Mikilvægt að afla sér upplýsinga um líf mannsins og störf.
Ritdómar • Að því leyti ólíkir bókmenntaritgerðum að í þeim er ekki fjallað um afmarkað efni í bókinni heldur lagt mat á hana í heild. • Ritdómur hefst yfirleitt á upplýsingum um bókina, þá tekur við örstuttur útdráttur og síðan setur gagnrýnandi fram skoðanir sínar á bókinni. Að lokum koma niðurstöður úttektarinnar, þ.e. heildarmat á bókinni.
Ritfregnir • Örstuttar fréttatilkynningar um bækur án þess að lagt sé mat á þær eða fjallað um einstaka þætti þeirra. • Í ritfregnum koma einungis fram staðreyndir um bókina: heiti, höfundur, útgáfufyrirtæki, útgáfustaður, útgáfuár, blaðsíðutal og örstuttur efnisútdráttur.
Ritgerðir á erlendum málum • Ritgerðir á erlendum málum lúta í öllum meginatriðum sömu lögmálum og aðrar ritgerðir. • Gæta verður þess að fylgja reglum þess tungumáls sem um ræðir varðandi stafsetningu og greinarmerkjasetningu. • Einnig ber að gæta þess að í heimildaskrá er stundum raðað í stafrófsröð eftir inntaksorðum, ekki smáorðum, s.s. greini.
Rökfærsluritgerðir • Rökrætt um spurningu eða staðhæfingu. • Höfundur verður að reyna að finna sem flestar hliðar á málefninu og leita röksemda sem allra víðast. • Tvenns konar sjónarmið, með og á móti tilteknu efni, eru rauði þráðurinn í ritgerðinni. • Gott þykir að setja fyrst fram veik rök máli sínu til stuðnings en geyma aðalrökin þar til rétt áður en niðurstaða fæst. • Sjá mynd af uppbyggingu rökfærsluritgerðar á bls. 17. • Ekki er gott að ganga fram hjá veigamiklum rökum þótt þau „henti” ekki ritara.
Skýrslur • Venjulega greinargerð vegna athugana, tilrauna eða rannsókna sem fram hafa farið. • Gerð grein fyrir þeim niðurstöðum sem athugandinn hefur fengið. • Sjá hugsanlega kaflaskiptingu skýrslu á bls. 18.
Smásögur • Stutt frásögn sem gerist á stuttum tíma. • Persónur eru fáar og sagan snýst um einn meginatburð. • Eins og aðrar textasmíðar skiptist smásagan í inngang (sviðssetningu), meginmál (flækju) og lokaorð (niðurstöðu).
Starfsumsókn • Staður og dagsetning tilgreind. • Um hvaða starf er sótt, hvar var það auglýst. • Upplýsingar um umsækjanda. • Hvaða kröfur gerir umsækjandi. • Hvar hefur umsækjandi starfað áður og hvenær getur hann hafið störf. • Kveðja og undirskrift ásamt heimilisfangi, símanúmeri og netfangi. • Gögn sem fylgja umsókninni.
Tækifærisræður • Það getur skipt máli þegar texti er saminn hvort ætlunin er að flytja hann munnlega eða hvort hann er ætlaður til aflestrar. • Huga þarf vel að mismunandi raddblæ, áherslum og látbragði. • Stundum er tækifærisræða samin út frá orðtaki eða málshætti. • Miklu varðar að finna tón sem hæfir tilefninu (gamansaman, persónulegan o.s.frv.)
Útdrættir • Texti er styttur þannig að aðeins aðalatriði hans koma fram. • Oft er miðað við að texti sé styttur um þriðjung til fjórðung miðað við upprunalega lengd. • Gott er að vinna útdráttinn þannig textinn sé lesinn vandlega og strikað undir lykilorð eða –setningar.
Verklýsingar • Mataruppskriftir, leiðbeiningar um samsetningu ýmissa hluta, s.s. húsgagna o.fl. • Fram þarf að koma hvaða efni á að nota, hvaða verkfæri og síðan er lýsing á því hvernig og í hvaða röð skuli vinna verkið.
Viðtöl • Hvaða tækni á að beita? • Skrifa niður athyglisverða punkta úr samtalinu? • Nota segulband og vinna úr viðtalinu síðar? • Gæta verður heiðarleika gagnvart viðmælanda; hafa rétt eftir og gæta þess að áhersla lendi á réttum þáttum viðtalsins. • Nauðsynlegt er að hafa í huga mismun á talmáli og ritmáli. • Velja verður frásagnaraðferð: • Viðmælandi hefur orðið og segir frá. • Spurningar og svör eru birt og skráð orðrétt, oft með mismunandi letri til aðgreiningar. • Spyrjandi endursegir frásögn viðmælanda.