1 / 14

Ofbeldi í nánum samböndum. Heilbrigðisstarfsfólk – lögregla

Ofbeldi í nánum samböndum. Heilbrigðisstarfsfólk – lögregla. Ingólfur V. Gíslason Dósent, Háskóli Íslands. Af hverju heilbrigðisþjónustan?.

ilori
Download Presentation

Ofbeldi í nánum samböndum. Heilbrigðisstarfsfólk – lögregla

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ofbeldi í nánum samböndum. Heilbrigðisstarfsfólk – lögregla Ingólfur V. Gíslason Dósent, Háskóli Íslands

  2. Af hverju heilbrigðisþjónustan? • Rannsóknir benda til að margar konur sem búið hafa eða búa við, ofbeldi, leiti til heilbrigðisþjónustunnar vegna óljósra einkenni sem eiga rætur í ofbeldinu • Ofbeldiskönnunin frá 1996 sýndi að 25,9% kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi leituðu til heimilislæknis og 17% á slysavarðstofu

  3. Forvitnast um: • Skráningu ofbeldismála • Skimun • Viðbrögð • Hvort úrræði teldust fullnægjandi • Hvort þekking væri fullnægjandi • Tilfinningu fyrir þróun málafjölda

  4. Skimun • Hvergi allsherjar skimun • Á tveimur stöðum skimað meðal þungaðra kvenna • Skimað meðal fíkla á tveimur stöðum • Víða verið rætt

  5. Viðbrögð • Viðbrögð fara fyrst og fremst eftir mati viðkomandi starfsmanns • Fastmótaðar leiðir yfirleitt ekki fyrir hendi

  6. Úrræði • Almennt talið að úrræði væru ekki nægilega þekkt • Kvennaathvarfið, Stígamót og annað starfsfólk viðkomandi stofnunar oftast nefnt og svo félagsþjónustan

  7. Þekking • Ósk um meiri fræðslu • Sérstaklega voru nefnd tvö svið • - hvernig á að spyrja • - hvað getur verið vísbending

  8. Þróun málafjölda • Afar fá mál (1 – 2 á áratug) • Þar af leiðandi engin sérstök tilfinning fyrir þróun

  9. Tillögur • Fræðsla verði hluti af grunnnámi allra starfshópa í heilbrigðiskerfinu • Starfsfólki verði séð fyrir endurmenntun á sviðinu • Skimunartilraun á nokkrum heilsugæslustöðvum • Skilgreindir verði verkferlar þegar í ljós kemur að vandi konu stafar af ofbeldi

  10. Tillögur • Skoðað verði hvort skynsamlegt sé að spurningar um ofbeldisreynslu verði í mæðraskrám • Hugað verði að leiðum til að upplýsingar um ofbeldisreynslu verði í sjúkrasögu einstaklinga

  11. Athugunarefni hjá lögreglu • 1. Hvernig er háttað skráningu mála þegar í ljós kemur að kona hafi verið beitt ofbeldi af nákomnum aðila. • 2. Hvernig er verklag lögreglunnar varðandi ofbeldi í nánum samböndum. • 3. Er einhver sérhæfing innan lögreglunnar á þessu sviði? • 4. Við hvaða stofnanir er helst samvinna og telst sú samvinna fullnægjandi. • 5. Telur lögreglan sig hafa næg úrræði til að fást við ofbeldi í nánum samböndum og ef ekki, hvað skorti þá helst. • 6. Hvernig er kennslu í Lögregluskólanum háttað hvað þessi brot varðar?

  12. 3. Sérhæfing • Sérhæfing á þessu sviði er til staðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og í vissum mæli einnig hjá öðrum embættum. Á höfuðborgarsvæðinu er sérstök deild sem sér um málaflokkinn, annars staðar er fremur reynt að sjá til þess að sömu menn sinni sem oftast slíkum málum. Lögreglumenn hafa verið sendir í sérstaka þjálfun m.a. til útlanda til að vera betur í stakk búnir til að takast á við þennan brotaflokk.

  13. 4. Samvinna • Ekki er um að ræða formlegt samstarf lögreglu við aðrar stofnanir sem tengjast ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Í samræmi við lög er barnaverndarnefnd látin vita ef barn eða börn eru á heimili sem lögregla er kölluð til. Að auki ekur lögreglan þolendum í Kvenna-athvarf ef þess er óskað. Þörf væri á samvinnu við félagsmálayfirvöld en ekki er ljóst hvort lögreglan getur haft slíkt samstarf innan ramma núgildandi laga

  14. 5. Úrræði • Á heildina litið virðist lögreglan meta það svo að þau úrræði sem hún hefur nú séu nægjanleg. Meiri þörf sé á að auðvelda aðgengi að félagslegum úrræðum eða sálfræðilegum.

More Related