1 / 19

Erlendir ökumenn og umferðaröryggi

Erlendir ökumenn og umferðaröryggi. Fundur með SAF 28. maí 2009 Auður Þóra Árnadóttir Vegagerðin Umferðardeild. Ljósmynd: Viktor Arnar Ingólfsson. Yfirlit. Dreifing slysa á þjóðvegum þar sem erlendir ökumenn koma við sögu

ina-carey
Download Presentation

Erlendir ökumenn og umferðaröryggi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Erlendir ökumenn og umferðaröryggi Fundur með SAF 28. maí 2009 Auður Þóra Árnadóttir Vegagerðin Umferðardeild Ljósmynd: Viktor Arnar Ingólfsson

  2. Yfirlit • Dreifing slysa á þjóðvegum þar sem erlendir ökumenn koma við sögu • Hvert er stærsta vandamálið á þjóðvegum í dreifbýli þegar erlendir ökumenn eru annars vegar? • Helstu aðgerðir til að fækka slysum erlendra ökumanna • Almennar umferðaröryggisaðgerðir

  3. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2003-2008

  4. Slys á þjóðvegum í dreifbýli á tímabilinu 2003-2007 • Um 44% slysa (eignatjón meðtalin) urðu við útafakstur; þar af verða um 28% á malarvegum • Þegar slys þar sem erlendir ökumenn koma við sögu eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að um 58% þeirra verða við útafakstur; þar af um 49% á malarvegum. • Ekki er greint á milli erlendra ferðamanna og útlendinga sem búa hér á landi í gögnunum sem Vegagerðin fær frá Umferðarstofu.

  5. Aðgerðir til að draga úr slysum • Sumarið 2007 tóku Sjóvá - Forvarnarhús og Vegagerðin höndum saman og merktu malarvegi sem reynst höfðu sérstaklega slæmir, með tilliti til slysa, betur. • Töflur með merkingum á ensku um að malarvegur væri framundan voru settar upp á rúmlega 20 stöðum. • Jafnframt voru merki sem vara við því að malbik endi sett upp beggja vegna vegar á 50 stöðum.

  6. Árangur aðgerða • Þessar nýju merkingar voru settar upp sumarið 2007. Sumarið 2008 er því fyrsta heila sumarið sem merkingarnar voru uppi. • Ekki er unnt að fullyrða um árangur því alltaf þarf að taka nokkurra ára meðaltal þegar slys eru annars vegar. Þó eru jákvæðar vísbendingar.

  7. Árangur aðgerða frh. • Árið 2008 var hlutfall útafakstursslysa á þjóðvegum í dreifbýli 44% eins og fyrri ár, þar af urðu 24% á malarvegum (meðaltal fyrri ára var 28%). Þegar slys þar sem erlendir ökumenn koma við sögu eru skoðuð sérstaklega sést að hlutfall útafakstursslysa var 55% (meðaltal fyrri ára var 58%) og þar af urðu tæp 35% á malarvegum (meðaltal fyrri ára var um 49%). • Báðar tegundir merkinga voru settar upp við báða enda Suðurstrandarvegar. Þar höfðu að meðaltali orðið um 7 útafakstursslys á ári (þarf af 12 árið 2007) á tímabilinu 2005-2007 þar sem útlendingar komu við sögu en árið 2008 urðu þannig slys aðeins 3.

  8. Almennar umferðaröryggisaðgerðir • Allar umferðaröryggisaðgerðir nýtast erlendum ökumönnum ekki síður en öðrum vegfarendum. • Í tengslum við umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hefur mikil áhersla verið lögð á aukið eftirlit lögreglu, bæði hefðbundið og sjálfvirkt. Samstarfsverkefni Vegagerðar, lögreglu, Umferðar-stofu og samgönguráðuneytis. Ekki verður dregið úr hraðaeftirliti í sumar.

  9. Þróun ökuhraða á HringvegiMeðalhraði og v85 að sumarlagi, km/klst Fartsgrense: 90km/t

  10. Almennar umferðaröryggisaðgerðir, frh. • Áfram verður mikil áhersla lögð á lagfæringar slysastaða. Oftast er um að ræða ódýrar aðgerðir, s.s. bættar merkingar, minniháttar breytingar á vegamótum t.d. gerð framhjáhlaupa o. s. frv. • Mikil áhersla lögð á lagfæringar á umhverfi vega, en með því er t.d. átt við að dregið er úr bratta vegfláa, fyllt í skurði og grjót hreinsað. Allar slíkar aðgerðir draga úr líkum á að þeir sem aka út af vegi slasist alvarlega.

  11. Takk fyrir

  12. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2003

  13. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2004

  14. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2005

  15. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2006

  16. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2007

  17. Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2008

More Related