190 likes | 301 Views
Erlendir ökumenn og umferðaröryggi. Fundur með SAF 28. maí 2009 Auður Þóra Árnadóttir Vegagerðin Umferðardeild. Ljósmynd: Viktor Arnar Ingólfsson. Yfirlit. Dreifing slysa á þjóðvegum þar sem erlendir ökumenn koma við sögu
E N D
Erlendir ökumenn og umferðaröryggi Fundur með SAF 28. maí 2009 Auður Þóra Árnadóttir Vegagerðin Umferðardeild Ljósmynd: Viktor Arnar Ingólfsson
Yfirlit • Dreifing slysa á þjóðvegum þar sem erlendir ökumenn koma við sögu • Hvert er stærsta vandamálið á þjóðvegum í dreifbýli þegar erlendir ökumenn eru annars vegar? • Helstu aðgerðir til að fækka slysum erlendra ökumanna • Almennar umferðaröryggisaðgerðir
Slys á þjóðvegum þar sem útlendingar koma við sögu 2003-2008
Slys á þjóðvegum í dreifbýli á tímabilinu 2003-2007 • Um 44% slysa (eignatjón meðtalin) urðu við útafakstur; þar af verða um 28% á malarvegum • Þegar slys þar sem erlendir ökumenn koma við sögu eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að um 58% þeirra verða við útafakstur; þar af um 49% á malarvegum. • Ekki er greint á milli erlendra ferðamanna og útlendinga sem búa hér á landi í gögnunum sem Vegagerðin fær frá Umferðarstofu.
Aðgerðir til að draga úr slysum • Sumarið 2007 tóku Sjóvá - Forvarnarhús og Vegagerðin höndum saman og merktu malarvegi sem reynst höfðu sérstaklega slæmir, með tilliti til slysa, betur. • Töflur með merkingum á ensku um að malarvegur væri framundan voru settar upp á rúmlega 20 stöðum. • Jafnframt voru merki sem vara við því að malbik endi sett upp beggja vegna vegar á 50 stöðum.
Árangur aðgerða • Þessar nýju merkingar voru settar upp sumarið 2007. Sumarið 2008 er því fyrsta heila sumarið sem merkingarnar voru uppi. • Ekki er unnt að fullyrða um árangur því alltaf þarf að taka nokkurra ára meðaltal þegar slys eru annars vegar. Þó eru jákvæðar vísbendingar.
Árangur aðgerða frh. • Árið 2008 var hlutfall útafakstursslysa á þjóðvegum í dreifbýli 44% eins og fyrri ár, þar af urðu 24% á malarvegum (meðaltal fyrri ára var 28%). Þegar slys þar sem erlendir ökumenn koma við sögu eru skoðuð sérstaklega sést að hlutfall útafakstursslysa var 55% (meðaltal fyrri ára var 58%) og þar af urðu tæp 35% á malarvegum (meðaltal fyrri ára var um 49%). • Báðar tegundir merkinga voru settar upp við báða enda Suðurstrandarvegar. Þar höfðu að meðaltali orðið um 7 útafakstursslys á ári (þarf af 12 árið 2007) á tímabilinu 2005-2007 þar sem útlendingar komu við sögu en árið 2008 urðu þannig slys aðeins 3.
Almennar umferðaröryggisaðgerðir • Allar umferðaröryggisaðgerðir nýtast erlendum ökumönnum ekki síður en öðrum vegfarendum. • Í tengslum við umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hefur mikil áhersla verið lögð á aukið eftirlit lögreglu, bæði hefðbundið og sjálfvirkt. Samstarfsverkefni Vegagerðar, lögreglu, Umferðar-stofu og samgönguráðuneytis. Ekki verður dregið úr hraðaeftirliti í sumar.
Þróun ökuhraða á HringvegiMeðalhraði og v85 að sumarlagi, km/klst Fartsgrense: 90km/t
Almennar umferðaröryggisaðgerðir, frh. • Áfram verður mikil áhersla lögð á lagfæringar slysastaða. Oftast er um að ræða ódýrar aðgerðir, s.s. bættar merkingar, minniháttar breytingar á vegamótum t.d. gerð framhjáhlaupa o. s. frv. • Mikil áhersla lögð á lagfæringar á umhverfi vega, en með því er t.d. átt við að dregið er úr bratta vegfláa, fyllt í skurði og grjót hreinsað. Allar slíkar aðgerðir draga úr líkum á að þeir sem aka út af vegi slasist alvarlega.