180 likes | 369 Views
Efst á baugi í skattamálum. Samtök atvinnurekenda á Akureyri. Hádegisverðarfundur 6. febrúar 2014. Erindið í dag. Nýlegar breytingar á lögum og reglum um skattamál Helstu álitamálin í skattframkvæmdinni í dag Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld. Nýlegar breytingar.
E N D
Efst á baugi í skattamálum Samtök atvinnurekenda á Akureyri Hádegisverðarfundur 6. febrúar 2014
Erindið í dag • Nýlegar breytingar á lögum og reglum um skattamál • Helstu álitamálin í skattframkvæmdinni í dag • Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld
Nýlegar breytingar • Afnám 20/50 reglu vegna arðgreiðslna • Umtalsverð hækkun á reiknuðu endurgjaldi • Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Skattlagning hagnaðar af afleiðusamningum • Tekjuskattur fyrirtækja • Milliverðlagsreglur (transfer pricing) • Samruni yfir landamæri (millilandasamruni) • Tryggingagjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa - lækkun • Stimpilgjald – ný lög og verulegt afnám gjalda • Skattar á fjármálafyrirtæki • Gjaldskrárbreytingar; nefskattar og krónutölugjöld
Afnám 20/50 reglu • 20/50 regla í gildi frá árinu 2010, en í henni fólst að ef heimil arðsúthlutun úr hlutafélagi eða einkahlutafélagi fór samtals yfir 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags taldist það sem umfram var til helminga laun (50%) og arður (50%). • Gilti um þá sem bar að reikna sér laun sem starfandi hluthafar. • Reglan sætti mikilli gagnrýni: • flókin; starfandi hluthafar, mismunandi eignarhlutir etc. • stuðlaði að því að menn skiptu um rekstrarform (samlagsfélög – slf.) • úthlutun arðs hætt í þeim eina tilgangi að komast hjá því að falla undir regluna • breytingar á reglunni til skýringa 2011 • fyrst þokkalega ljós í ákvarðandi bréfi sumarið 2013! => Tekin ákvörðun um að fella regluna á brott, en samhliða farið í endurskoðun á reglum um reiknað endurgjald
reiknað endurgjald – veruleg hækkun • Reglur um reiknað endurgjald – Auglýsing nr. 1180/2012 • Hækkun um tugi prósenta • Lögmenn kveinka sér – úr fréttablaði Lögmannafélagsins sem kom út í gær:
Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Skatthlutfall ríkisins í skattþrepi 2 var lækkað um 0,5 prósentustig, eða úr 25,8% í 25,3% • Neðri tekjuviðmiðunarmörk skattþreps 2 voru hækkuð sérstaklega í 290 þús.kr. á mánuði. • Þá lækkaði hlutfall ríkisins í skattþrepi 1 um 0,04 prósentustig um leið og hámarksútsvar sveitarfélaga hækkaði um 0,04 prósentustig. • Aftur á móti hækkar meðalútsvar í staðgreiðslu einungis um 0,02 prósentustig sem þýðir að svigrúm sveitarfélaga til hækkunar var ekki nýtt að fullu.
Tekjuskattur einstaklinga - lækkun • Helstu viðmiðunarstærðir tekjuskatts fyrir árið 2014 samanborið við árið 2013.
Skattlagning hagnaðar af afleiðusamningum • Tekjur af afleiðusamningum nú skattlagðar sem söluhagnaður/tap eigna í stað vaxtatekna/gjalda áður. • Skiptir ekki máli fyrir fyrirtækin – en gríðarmiklu máli fyrir einstaklinga.
Tekjuskattur fyrirtækja - breytingar • Milliverðlagning (transfer pricing) • Settar reglur um verðlagningu í viðskiptum milli tengdra aðila; vísað til milliverðlagsreglna OECD.Vísireglan að skattyfirvöldum er heimilt að gera leiðréttingar á skattskilum tengdra aðila þegar verðlagning og/eða skilmálar í viðskiptum eða fjárhagslegar ráðstafanir þeirra eru frábrugðnar því sem ætla mætti að hefði verið í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. • Tengdir aðilar skilgreindir. • Skjölunarskylda vegna verðlagningar milli tengdra aðila þegar um er að ræða stór fyrirtæki (með árlega veltu eða heildareignir yfir 1 milljarði króna). • Samruni yfir landamæri – millilandasamruni • Við samruna hlutafélags yfir landamæri, við hlutafélög í öðru aðildarríki á EES, EB eða í Færeyjum, verði lagður tekjuskattur á óinnleystan hagnað sem til hefur orðið hér á landi eins og verið hefur, en veittur allt að fimm ára greiðslufrestur á skattinum sé þess óskað. • Með lagabreytingunni er komið til móts við dóm EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp þann 2. desember 2013, þar sem niðurstaðan var sú að íslenskar reglur um skattlagningu við samruna félaga brytu í bága við EES-samninginn.
Tryggingagjald og gjald í ábyrgðasjóð launa lækkun • Í heild lækka gjöldin um 0,1 prósentustig á árinu 2014, um 0,1% prósentustig til viðbótar á árinu 2015 og 0,14 prósentustig á árinu 2016, eða samtals um 0,34 prósentustig. • Með þessum breytingum er ætlunin að létta allt að 4 milljörðum króna af íslensku atvinnulífi. • Þróun einstakra gjaldhlutfalla:
stimpilgjald • Ný lög nr. 138/2013 - tóku gildi 1. janúar 2014 • Viðamiklar breytingar á núverandi gjaldtöku • Afnám stimpilgjalds af lánsskjölum (skuldabréf, o.fl.), hlutabréfum, skilríkja fyrir eignarhlut í félögum og félagssamninga, vátryggingarskjala, aðfarargerða, leigusamninga um jarðir og lóðir, heimildarskjala um veiðiréttindi, o.fl. • Hækkun stimpilgjalds á skjölum er varða eigendaskipti á fasteign eða skipum yfir ákveðnum stærðarmörkum (5 brúttótonn) – nema eigendaskipti vegna arfs og búskipta hjóna. Hækkunin úr 0,4% í 0,8% hjá einstaklingum og úr 0,4% í 1,6% hjá lögaðilum. Þó er heimilt að veita einstaklingum helmingsafslátt af stimpilgjaldi þegar þeir kaupa sér í fyrsta sinn íbúðarhúsnæði til eigin nota.
Skattar á fjármálafyrirtæki • Fjársýsluskattur • Lækkun á á þeim fjársýsluskatti sem lagður er á laun, úr 6,75% í 5,5%. • Sá þáttur fjársýsluskattsins sem leggst á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð helst óbreyttur. • Fjársýsluskatturinn leggst einnig á tryggingafélög. • Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki – „bankaskattur“ • Hækkun úr 0,041% í 0,376% af heildarskuldum þeirra í árslok. • Skattstofninn breikkaður þannig að nú tekur hann líka til lögaðila í slitameðferð. • Frískuldamark bankaskattsins er 50 ma.kr., svo sem frægt er orðið
Helstu álitamál í framkvæmdinni í dag • Öfugir, lóðréttir samrunar – skuldsettar yfirtökur • Toyota (Hæstaréttardómur í máli nr. 555/2012) o.fl. • Hvað með; • Flóknari og samsettari samruna (fleiri rekstrarfélög etc.) • Endurfjármögnun félaga í kjölfar slíks samruna; hlutafjáraukningu, eftirgjöf lána etc. • Fjölmörg mál í farvatninu • Skipting félaga samhliða sölu rekstrareigna • Ólögmætar úttektir úr félögum (duldar arðgreiðslur, lán) • Nýjir dómar Hæstaréttar um ábyrgð stjórnarmanna;12. desember 2013, í málinu nr. 354/2013 og 23. janúar 2014, í málinu nr. 388/2013.
Réttaröryggi í samskiptum við skattyfirvöld • Ný skýrsla nefndar; fjármála- og efnahagsráðuneyti • fyrsti liður í að kortleggja starfsemi stofnana skattkerfisins m.t.t. réttaröryggis, skilvirknis og jafnræðis • hvort gildandi réttur skapi hættu á tvíverknaði, óhagkvæmni, misjöfnum niðurstöðum í samskonar málum og óþarflega löngum málsmeðferðartíma. • Niðurstöður • Skýra mörk skatteftirlits og skattrannsókna • Koma í veg fyrir endurtekna rannsókn sömu mála • Tvöföld refsing – ne bis in idem • Stytta þarf málsmeðferðartíma hjá yfirskattanefnd • Birta þarf úrskurði yfirskattanefndar • Tryggja/stykja eftirlit ráðuneytis með stofnunum og stjórnun þeirra