120 likes | 261 Views
Ný viðhorf óskast. Ingibjörg E. Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri. Fólk með skamma skólagöngu. Á vinnumarkaði hefur þessi hópur farið stækkandi á undanförnum árum 43.48% árið 2000 af 16-74 ára, og tæp 42% árið 2001. Hópurinn er mjög blandaður
E N D
Ný viðhorf óskast Ingibjörg E. Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri
Fólk með skamma skólagöngu Á vinnumarkaði hefur þessi hópur farið stækkandi á undanförnum árum 43.48% árið 2000 af 16-74 ára, og tæp 42% árið 2001. • Hópurinn er mjög blandaður • Sumir eru með mikið óformlegt nám eða sjálfsnám að baki, aðrir ekki • Nánast allir með starfsreynslu/sérþekkingu
Samanburður við aðrar þjóðir • Ungt fólk 25-34 sem ekki hefur lokið framhaldsnámi. • Meðaltal í Evrópu 25,5% • Við 22 ára aldur hafa 55% lokið einhverju framhaldsskólanámi á Íslandi. 45% hafa þá ekki lokið framhaldsskólanámi. • Þetta er næstversti árangur í Evrópu (Key Data on Eudcation in Europe, 2002 EURYDICE) • Best að vígi standa Noregur, Tékkland, Pólland og Slóvakía með innan við 10%
Dæmi um færni • Ófaglærði starfsmaðurinn sem kunni íslensku afar vel. Átti bara þrjá áfanga eftir í stærðfræði til að ljúka stúdentsprófi. • Ófaglærði starfsmaðurinn sem vildi fara í læknaritaranám og taldi sig hafa góðan grunn í íslensku, ensku og vélritun
Reynslusögur • Þeir sem hafa skemmstu skólagöngu að baki eru oft prófkvíðnir • Fyrsta spurning þegar komið er í nám er venjulega um próf • Höfðum verkefnavinnu inni í einu tilboði okkar. Í hópnum myndaðist strax kvíði og tortryggni um að þetta væri próf. • Það var hins vegar ekkert að færninni....
Reynslusögur • “Eins er stærðfræðin lokuð bók fyrir mér og ég er svo hrædd um að verða fyrir meira tjóni á sjálfsáliti þegar ég kemst að því að ég get ekki lært það sem börn eiga auðvelt með! Og ég má ekki við því.” • “Man ekkert stundinni lengur, hvorki það sem mér er sagt né það sem ég les! Svo hefur líka skipt máli að nám fer fram á kvöldin og kostar peninga. Ég hef kosið að reyna að vera heima og standa mig betur í móðurhlutverkinu! Á móti kemur mikill kvíði sem hellist yfir mig reglulega vegna framtíðarinnar og menntunarskorts! “ • “Hins vegar hef ég margoft rekið mig á það að fólk í kringum mig heldur að ég sé miklu klárari en ég er! Ég veit ekki hvað ég geri rangt sem gerir það að verkum! “
Hindranir • Tími, peningar, kvíði, prófkvíði • Vantar mat á færni og reynslu • Stúdentsprófið er sjálfsagt ágætur undirbúningur fyrir háskólanám, en getum við byggt upp skólakerfi sem þjónar hagsmunum þeirra sem ætla í háskólanám • Tryggir það samkeppnishæfni þjóðarinnar?
Hindranir • Námsskrár • Lýst hefur verið því sem á að kenna. Sé það ekki gert er ekki hægt að meta. • Próf • Oftrú á prófum. Þrátt fyrir að þau mæli oftast lægri þrep í þekkingarstiganum • Þrátt fyrir að þau séu búin til af fólki .... misþung eða létt
Ígildi prófa • Í litlum hópum fylgist kennarinn með framvindu námsins – verkefni – samtöl – símat • Færnimappa • Blandað mat – sjálfsmat, hópmat og mat kennara • Verkefnavinna • Símat
Aðgerðir • Mat á lengra óformlegu námi til eininga í kjarnafögum og valgreinum framh.sk. • Uppbygging fleiri nýrra námstækifæra fyrir fullorðna í samvinnu við atvinnulífið - fagbréf • Aðgerðir vegna lesblindu, lestrarerfiðleika og skriftarerfiðleika • Leyfa fólki að spreyta sig • Aðferðir við að staðfesta færni • Opna lánsmöguleika • Endurskoða lög/reglugerðir • Góð námsráðgjöf
Ný viðhorf • Við aukum ekki atvinnuhæfni einstaklinga og samkeppnishæfni þjóðarinnar nema meta færni fólksins og auðvelda því að mennta sig. • Hættum að búa til hindranir, þær eru alveg nógu miklar fyrir. Tökum fagnandi þeim sem vilja mennta sig og auðveldum þeim það. • Tökum höndum saman um að auka hlutfall þeirra sem hafa lokið námi eftir grunnskólanám. • Það eru tækifæri í atvinnulífinu sem ekki má láta ónotuð