70 likes | 196 Views
Ísland og alheimssamfélagið. Hugtakið ríki merkir stjórnarfarsleg heild innan ákveðinna landamæra Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944 . Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918 . Fullvalda ríki viðurkennir ekkert utanaðkomandi vald á/í eigin málefnum.
E N D
Ísland og alheimssamfélagið • Hugtakið ríki merkir stjórnarfarsleg heild innan ákveðinna landamæra • Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. • Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember 1918. • Fullvalda ríki viðurkennir ekkert utanaðkomandi vald á/í eigin málefnum. • Ísland er smáríki, helstu einkenni þeirra eru: • fámenni • hernaðarlegur vanmáttur • einhæfir atvinnuvegir • háð inn- og útflutningsverslun • Því er alþjóðlegt samstarf smáríkjum mikilvægt.
Fiskafurðir hafa staðið fyrir um 70% útflutnings-verðmæta okkar en fer hlutfallslega minnkandi. • Mikilvægi fiskveiðanna knúðu íslensk stjórnvöld til að leggja hart að sér í baráttunni um yfirráðin yfir efnahagslögsögunni úr 3-4-12-50-200 sjómílna fiskveiði- og efnahagslögsögu.
Diplómatískar leiðir eru oft farnar milli ríkja til að jafna ágreining og koma skoðunum ríkisstjórna á framfæri við aðrar ríkisstjórnir. • Takist samningar ekki er hægt að vísa málum til alþjóðlegra stofnana, s.s. ESB, SÞ, Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs eða til alþjóðlegra dómstóla.
Á viðskiptasviðinu ríkja tvær stríðandi stefnur: • Verndarstefna felur í sér að ríki beita ýmsum aðferðum til að vernda innlenda framleiðslu. • Fríverslun felur í sér að fjármagn, vörur og þjónusta eiga greiða leið yfir landamæri ríkja. • Öll ríki stefna að viðskiptafrelsi við önnur ríki og hagsmunir okkar felast í viðskiptafrelsi. • Þjóðarframleiðsla er mælikvarði á velmegun. • Felur í sér heildarverðmæti þeirrar vöru og þjónustu sem þjóðin framleiðir (miðað við á mann á ári). • Verg þjóðarframleiðsla = verðmæti vöru og þjónustu að frádregnu hráefniskostnaði (þ.e. hreinn gróði).
Heimurinn skiptist í tvær efnahagslegar heildir: Rík lönd - Fátæk lönd Þróuð lönd - Þróunarlönd Iðnvædd lönd - Landbúnaðarlönd Norðrið - Suðrið • Þessar andstæður takast á um viðskipti á heimsmarkaðnum. • Þróunarlöndin eru háð einhæfri framleiðslu og skuldabyrði við erlenda banka. • Ísland hefur náin samskipti við ESB í gegnum Maastricht-sáttmálann; sem fjallar um fjórfrelsi, þ.e. frjálst flæði á milli landa á vörum, þjónustu, vinnuafli og fjármagni.
Markmið Maastricht-sáttmálans eru: • Efnahags- og gjaldeyrissamvinna. • Sameiginleg stefna í utanríkis- og tryggingamálum. • Samvinna í löggæslu- og réttarfarsmálum. • Evrópska efnahagssvæði – EES • EFTA-ríkin (án Sviss) og ESB-ríkin gerðu 1992 samning um að aðildarríkin yrðu einn viðskiptamarkaður, eitt viðskiptasvæði sem kallast Evrópska efnahagssvæðið. • Þannig fá aðildarríki EES aðgang að fjórfrelsi Maastricht-sáttmálans. • EFTA eru fríverslunarsamtök fyrir iðnvarning.
Ísland er aðili að Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði. Stofnanirnar sjá um nánari samskipti milli Norðurlandanna en almennt þekkist í Evrópu. • NATO (North Atlantic Treaty Organisation – Atlantshafsbandalagið) er hernaðarbandalag ríkja við Norður-Atlantshaf, sem stofnað var til að hefta útbreiðslu yfirráða Sovétríkjanna; Ísland var eitt af stofnríkjunum.