110 likes | 506 Views
Íslenska tvö Kafli 5, bls. 230-235. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Óðinn er sérstaklega fróðleiksfús. Hann þarf á visku og upplýsingum að halda til þess að geta spornað við ragnarökum.
E N D
Íslenska tvöKafli 5, bls. 230-235 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Óðinn er sérstaklega fróðleiksfús. • Hann þarf á visku og upplýsingum að halda til þess að geta spornað við ragnarökum. • Í köflunum úr Gylfaginningu hér á eftir verður sagt frá því hvernig Óðinn aflar frétta og hvernig lífið gengur fyrir sig í Valhöll. Fréttaþorsti Óðins Hann fær völvu til að segja sér frá atburðum í fortíð og framtíð (Völuspá). Hann leggur auga sitt að veði til að fá að drekka úr Mímisbrunni þar sem öll viska og speki er falin. Hann sendir hrafna sína, Hugin og Munin, til að afla frétta á hverjum degi. Hann stelur skáldskaparmiðinum sem bruggaður er úr blóði hins alvitra Kvasis. Úr hásæti sínu sér Óðinn um allan heim og veit því allt sem gerist. Einherjar, goð og valkyrjur í Valhöll eru sendiboðar Óðins og sækja garpa til að sitja í veislu hans.
Úr Gylfaginningu • Óðinn og einherjar • Til Valhallar fara allir vopndauðir menn og þar er afskaplega fjölmennt. • Þrátt fyrir allan þennan mannfjölda verður aldrei matarskortur í Valhöll. • Flesk galtarins Sæhrímnis endist handa öllum. • Hann er soðinn á hverjum degi og er svo heill aftur að kvöldi. • Steikarinn (kokkurinn) heitir Andhrímnir en ketillinn (potturinn) heitir Eldhrímnir.
Úr Gylfaginningu • Óðinn og einherjar, frh. • Óðinn þarf hins vegar engan mat; vín er honum bæð matur og drykkur. • Tveir úlfar að nafni Geri og Freki fá þann mat sem borinn er á borð fyrir Óðin. • Hrafnarnir Huginn og Muninn sitja á öxlum Óðins. • Í dögun sendir Óðinn þá til að fljúga um heim allan og um morgunverðartíma kom þeir aftur til að segja Óðni frá því sem þeir hafa orðið vísari. • Þannig verður Óðinn margra tíðinda vís og því kalla menn hann hrafnaguð.
Úr Gylfaginningu • Drykkur einherja • Einherjar í Valhöll drekka mjöð (öl) með mat sínum á hverjum degi. • Enda væri hart að fá bara vatn að drekka eftir að hafa þurft að þola þær kvalir sem fylgja dauða í orrustu! • Geitin Heiðrún sér einherjunum fyrir miði. • Heiðrún stendur uppi á Valhöll og bítur barr af limum trés sem heitir Léraður. • Úr spenum hennar rennur mjöður sem fyllir skapker (stórt ker sem ausið var úr í veislum) hvern dag. • Þessi mjöður nægir til að gera alla einherja dauðadrukkna. • Hjörturinn Eikþyrnir stendur einnig uppi á Valhöll og nærist á sama tré og geitin. • Af hornum hans verður til svo mikill dropi að þegar hann kemur niður í brunninn Hvergelmi, falla þaðan margar ár.
Úr Gylfaginningu • Valhöll • Valhöll er svo gríðarstór að aldrei er þröngt um allan þann mannfjölda sem þar dvelur. • Til marks um stærð Valhallar: • 540 dyr • Um hverjar dyr geta 800 einherjar gengið í einu • Það er því ekki þrengra um menn innan dyra en utan.
Úr Gylfaginningu • Skemmtun einherja • Þegar einherjar hafa klæðst á morgnana, vígbúast þeir og taka til við að berjast. • Þeir leika sér að því að fella hver annan. • Baninn sem menn hljóta í þessum bardögum er þó ekki varanlegur því þegar líður að morgunverði ríða menn aftur til Valhallar og setjast sáttir við drykkju. • Mönnum ætti því ekki að leiðast lífið í Valhöll!
Örlög eftir dauðann • Í köflunum hér að framan er dregin upp glæsileg mynd af lífinu í Valhöll. • Samkvæmt ásatrú eiga allir þeir sem falla í orrustum vísan stað í Valhöll eftir dauðann. • Sótt- og ellidauðir menn fara til Heljar. • Morðingjar og illmenni fara til Nástrandar. • Þeir sem drukkna fara til Ægis og Ránar konu hans. • Í þessu ljósi er ekki að undra þótt fornir víkingar hafi ekki talið sig þurfa að óttast að deyja í bardaga!
Hlutur kvenna í Valhöll • Valkyrjur heita þær konur sem dvelja í Valhöll. • Þær hafa það hlutverk að ákveða hverjir skulu falla í bardögum og ríða um loft og lög í því skyni. • Einnig geta þær birst sem gyðjur ótta og aukið á skelfingu í orrustum. • Snorri Sturluson setur valkyrjurnar einnig í hefðbundin þjónustuhlutverk og lætur þær þjóna einherjum til borðs í Valhöll auk þess að vera þeim til ánægju og yndisauka.
Leiðbeiningar: • Vinnið verkefnið í 5 hópum. • Niðurstöður verða ræddar (og sýndar) í lok kennslustundar. Verkefni í kennslustund Hvaða breytni þótti eftirsóknarverðust í ásatrú samkvæmt Snorra-Eddu? En í krisinni trú? Gerið uppdrátt af Valhöll og herbergjaskipan þar. Gerið stutta grein fyrir helstu dýrum sem tengjast Óðni og Valhöll og segið frá hlutverki þeirra.