110 likes | 1.06k Views
Lotukerfið 3. kafli. Efni raða sér eftir vaxandi frumeindamassa og við það birtast svipaðir eiginleikar lotubundið. Fyrstur til að setja þessa eiginleika fram í kerfi var Rússinn Mendeleev. Lotukerfið sýnir fram á skildleika efna.
E N D
Lotukerfið 3. kafli • Efni raða sér eftir vaxandi frumeindamassa og við það birtast svipaðir eiginleikar lotubundið. • Fyrstur til að setja þessa eiginleika fram í kerfi var Rússinn Mendeleev. • Lotukerfið sýnir fram á skildleika efna. • Í kerfi Mendeleevs voru nokkrar eyður fyrir frumefni sem enn voru ófundin. pá fyrir um ýmsa eiginleika efnanna sem síðar kom á daginn að stemmdu vel.
Lotukerfið 3. kafli • Í lotukerfinu kallast láréttu línurnar lotur og eru mismörg efni í hverri lotu. • Frumefnin eru táknuð með bókstöfum, talan fyrir ofan er sætistala en neðan er frum-eindamassa efnisins. • Lóðréttu raðirnar kallast flokkar og hafa efni í sama flokki svipaða eiginleika.
Lotukerfið 3. kafli • Flokkarnir í lotukerfinu hafa sérstök heiti. • 1. flokkur utan vetnis kallast alkalímálmar. • 2. flokkur nefnist jarðalkalímálmar. • 7. flokkur heita halogenar. • 8. flokkur eðallofttegundir. • Aðrir flokkar taka nafn sitt af efsta frumefni í flokknum s.s. Í 3. flokki er frumefnið B (bór) og nefnist flokkurinn bórflokkurinn.
Lotukerfið 3. kafli • Skipta má lotukerfinu í þrennt. • Málma og málmleysingja en þar á milli eru hálfmálmar. • Málmar hafa ýmis einkenni s.s. Þeir eru flestir fastir við stofuhita, hafa flestir gljáandi áferð, eru yfirleitt sveigjanlegir og leiða flestir vel rafmagn. • Málmleysingjar eru margir lofttegundir við stofuhita, hafa lítinn eða engan gljáa, eru yfirleitt stökkir og leiða illa nema C.
Lotukerfið 3. kafli • Hvarfgirni efnis er sá eiginleiki þess til að ganga í samband við önnur efni. • Sum frumefni eru hvarfgjarnari en önnur. • Ef natrín er sett í vatn eyðist það von bráðar, efnið er hvarfgjarnt. • Hvarfgirni á við um alkalímálma og jarðmálma. • Þessi efni hvarfast við vatn og súrefni andrúmsloftsins.
Lotukerfið 3. kafli • Frumefnin um miðbik lotukerfisins s.k. hliðarmálmar eru tiltölulega óhvarfgjarnir, þá sérstaklega eðalmálmarnir. • Málmleysingjarnir eru misjafnlega hvarfgjarnir. • Eðallofttegundir er jafnvel afar erfitt að fá til að tengjast öðrum efnum. • Halógenar í 7 efnaflokki eru hvarfgjörn efni.
Lotukerfið 3. kafli • Gervifrumefni hafa verið framleidd til ýmissa nota. • Gerfiefni hafa sætistöluna 43, 61,93 og þar yfir. • Þau eru yfirleitt geislavirk og hafa því helmingunartíma. • Hreinir málmar hafa ekki nægilega hörku og slitþol sem þarf. Hægt er að ná fram æskilegum eiginleikum með því að bræða saman málmana við önnur efni í ákveðnum hlutföllum s.k. málmblöndur. Named in honor of Albert.
Lotukerfið 3. kafli • Frumefni hafa mismunandi tengigetu. • Með því er átt við hve mörgum frumeindum frumeindin getur tengst að hámarki. • Kolefni hefur tengigetuna 4 og er það eflaust skýringin á því að efnið er helsta frumefnið í lífríkinu. • Lífræn gerfiefni eru efni sem búin hafa verið til. Þau eru allsstaðar að finna. • Sum þessara efna brotna hægt niður í náttúrunni og eru því sögð þrávirk.