560 likes | 1.01k Views
Venjulegt fylliefni Kafli 3. Inngangur. Sementsefjuhlutfall í steypu er mismikið 30-38 % að rúmmáli Fer eftir sementstegund og fylliefnum Ef fylliefni eru opin (mikið holrými) eins og tilfellið er á Íslandi er þörf fyrir meiri sementsefju
E N D
Venjulegt fylliefni Kafli 3
Inngangur • Sementsefjuhlutfall í steypu er mismikið 30-38 % að rúmmáli • Fer eftir sementstegund og fylliefnum • Ef fylliefni eru opin (mikið holrými) eins og tilfellið er á Íslandi er þörf fyrir meiri sementsefju • Algengt er að sementsefjuhlutfall á Íslandi sé 33-38%
Inngangur • Frá sjónarhóli kostnaðar er æskilegt að nota: • mikið fylliefni • lítið sement • Aðrir þættir spila inn í • Visst lágmarkshlutfall sementsefju er þörf svo að hægt sé að leggja út steypu, koma henni í mótin, vinna með hana
Inngangur • Fylliefni eru mjög misjöfn • Bæði eru til náttúruleg fylliefni og tilbúin fylliefni • Náttúruleg fylliefni eru lang algengust í steypu • Náttúruleg fylliefni eru bæði til brotin og óbrotin • Óbrotin t.d. árfarvegir, gamlir sjávarkambar, sjávarefni • Brotið efni er unnið úr námum, sprengt og malað eða unnið með vélum og malað
Inngangur • Mismunandi eiginleikar fylliefna eru t.d.: • Jarðfræðileg uppbygging • Harka • Styrkur • Kornarúmþyngd • Holrými • Mettivatn • Alkalívirkni • Litur • Kornaform • Kornastærð • Kornastærðardreifing
Kornastærðir og dreifing • Hámarksstærð fylliefna fer eftir aðstæðum hverju sinni s.s: • Stærð og lögun móta • Lengd á milli steypustyrktarjárna • Kröfu um eiginleika steypunnar s.s. lekt • Algeng hámarksstærð liggur á milli 10-50 mm • Fylliefni eru flokkuð í mismunandi stærðarflokka til að auðvelda ákvörðun heildarkúrfu • Algengt hér að vera með tvo flokka t.d. • Sandur 0-8 mm • Möl 4-16 mm
Jarðefnafræðileg flokkun • Hægt er að skipta fylliefnum jarðefnafræðilega í marga flokka • Í öllum þessum flokkum er að finna bæði nothæft og ónothæft fylliefni • Á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur verið þróað berggreiningarkerfi • Þar er fylliefni flokkað eftir vissum aðferðum og hæfni þess metið með tilliti til notkunar í steinsteypu og slitlög á vegi
Jarðefnafræðileg flokkun Storkuberg flokkast eftir kísilsýrumagni (SiO2) og storknunarstað
Jarðefnafræðileg flokkun • Hér á landi er nær eingöngu notað basalt sem fylliefni í steypu • Efnið er tekið úr sjó, árfarvegum, gömlum sjávarkömbum og brotið efni úr námum • Erlendis eru notaðar margar tegundir fylliefna s.s. • Granít, kalkstein, sandsteinn, quartz o.fl. • Ef teknar eru í notkun nýjar námur þarf alltaf að rannsaka vel efnið með tilliti til þeirrar notkunar sem áætluð er
Jarðefnafræðileg flokkun • Basalt er basískt gosberg • Við hraða storknun gosbergs vinnst gosgufunum ekki tími til að losna úr kvikunni áður en hún storknar • Bergið verður því blöðrótt, mikið holrými • Okkar basalt er mjög blöðrótt samanborið við fylliefni sem notað er víða í löndunum í kringum okkur
Áferð og lögun • Áferð og lögun fylliefnakorna hafa mikla þýðingu fyrir bæði ferska og harðnaða steypu • Kornin geta verið: • Ávöl • Köntótt • Kúlulaga (kílni) • Ílöng • Flögótt • Hrjúf • Slétt
Áferð og lögun • Best er að kornin séu kúlulaga og slétt sé eingöngu tekið tillit til vinnanleika ferskrar steypu • Flögótt og ílöng korn renna verr í sementsefjunni • Hrjúf korn krefjast meira vatns og sementsefju og valda þar að leiðandi því að vinnanleiki steypunnar verður verri
Binding milli sementsefju og fylliefna í harðnaðri steypu • Áferð og lögun fylliefna hafa áhrif á styrk steypu, sér í lagi hástyrkleika-steypu • Í steypu með minni styrk er það sementsefjan sem gefur sig og þá hefur fylliefnið ekki eins mikla þýðingu • Gróft yfirborð korna gefur betri bindingu við sementsefju • Köntótt korn gefa betri bindingu
Styrkur fylliefna • Styrkur fylliefna er yfirleitt mun meiri en steinsteypu • Styrkur algengra fylliefna er á bilinu 80-400 MPa • Styrkur basalts eins og algengast er að nota sem fylliefni hér á landi er í hærri kantinum á þessu bili • Styrkur venjulegrar húsbyggingarsteypu er á bilinu 20-40 MPa • Hástyrkleikasteypa er allt upp í 120 MPa
Styrkur fylliefna • Mjög hár stykur og fjaðurstuðull fylliefna er ekki endilega æskilegur • Meiri hætta á sprungum vegna spennumunar milli sementsefju og fylliefna ef um hreyfingu í steypuvirkinu er að ræða t.d. vegna hita- eða rakabreytinga
Seigla fylliefna • Seigla (e. Toughness) er mælikvarði á eiginleika efnis til að standast högg eða árekstur • Harka (e. Hardness) er mælikvarði á eiginleika efnis til að standast slit, svörfun t.d. • Slit fylliefnis í vegasteypu • Álag af straumvatni, sjó
Harka fylliefna • Slitþol fylliefna er þýðingarmikið • T.d. þegar steypa er notuð í • Slitlög á vegi • Afrennslisgöng frá virkjunum • Hér á landi er lítið um steypta vegi • Til eru staðlaðar aðferðir til að meta slitþol fylliefna t.d. Los Angeles próf
Eðlisþyngd fylliefna • Allt fylliefni er meira og minna pórótt (hefur holrýmd) • Pórur eru bæði opnar og lokaðar • Opnar pórur eru opnar fyrir vatni og efnum í sementsefjunni • Þess vegna þarf að skilgreina vel hvað átt er við með hinum ýmsu hugtökum um eðlisþyngd og rúmþyngd
Eðlisþyngd fylliefna • Eðlisþyngd (Specific gravity) • Hlutfall þyngdar á rúmmálseiningu efnis og þyngdar sama rúmmáls af vatni • Efni(kg/m3)/Vatn(kg/m3) • Kornarúmþyngd (Particle density) • Þynd efnis á rúmmálseiningu (kg/m3) og er því eðlisþyngd x 1000
Eðlisþyngd fylliefna • Heildar- eðlisþyngd eðaheildar- kornarúmþyngd(e. absalute specific gravity) • Eðlisþyngd efnis án allra póra (opinna og lokaðra) • Sýndar/sönn- eðlisþyngd eðasýndar/sönn- kornarúmþyngd(e. apparent specific gravity) • Eðlisþyngd efnis með lokuðum pórum en án opinna póra • Það er þessi skilgreining sem er venjulega notuð í steinsteyputækni
Eðlisþyngd fylliefna • Sýndar/sönn- eðlisþyngd (e. apparent specific gravity) • Hlutfallið: • Þyngd efnis sem hefur verið þurrkað í ofni, 100-110 °C í 24 tíma • Þyngd vatns með sama rúmmáli
Holrýmd og vatnsupptaka • Holrýmd, lekt og eiginleiki fylliefna til að taka upp vatn hafa mikil áhrif á ferska og harðnaða steypu • Holrýmd fylliefna er mjög misjöfn • Bæði er mikill munur á heildarrúmtaki og fínleika holrýmdar • Þó eru fíngerðustu pórur í fylliefnum stærri en gelpórur í sementsefju • Heildarholrýmd fylliefna getur verið á bilinu 0-50% • Þar sem fylliefni eru u.þ.b. 70% af rúmmáli steypu er því um umtalsverðan hluta að ræða sem þarf að taka tillit til
Holrýmd og vatnsupptaka • Þurrkað fylliefni • Loftþurrt fylliefni • Rakamettað og yfirborðsþurrt fylliefni • Blautt fylliefni
Holrýmd og vatnsupptaka • Ef fylliefni eru sett þurr í steypuna þá koma þau til með að taka upp hluta af blendivatninu • Ef fylliefni eru sett blaut í steypuna koma þau til með að gefa frá sér vatn, sem er þá viðbót við blendivatnið og hefur áhrif á v/s-töluna • Ef fylliefni eru sett rakamettuð og yfirborðsþurr í blönduna þá hvorki taka þau til sín né gefa frá sér vatn
Holrýmd og vatnsupptaka • Nauðsynlegt er að kanna rakaástand fylliefna áður en þau eru notuð í steypu • Sýni er tekið úr námu og vegið • Þurrkað í ofni ca.105°C og síðan vegið • Með því fæst heildarraki í fyllefninu • Samskonar sýni er tekið og mældur raki í því rakamettuðu og yfirborðsþurru • Með þessu fæst mismunurinn á heildarraka og raka í rakamettuðu og yfirborðsþurru sýni • Þeim raka er bætt við blendivatnið til að fá raunverulega v/s-tölu
Rakainnihald fylliefna • Ýmsar leiðir eru til að kanna raka í fylliefnum t.d. • Hægt er að taka sýni úr haugnum og mæla rakainnihald fylliefnanna t.d. með vissu millibili • Leiðnimælar eru til sem mæla rafleiðni, blautara efni - meiri leiðni • Bæði hægt að mæla leiðni í fylliefnunum sjálfum • eða steypunni eftir að allt vatn hefur verið sett í blandarann
Rúmtaksaukning sands v/rakaástands • Fínn sandur eykur rúmmál sitt við að blotna • Rakafilman utan á kornunum valda því að hvert og eitt korn tekur meira rúmmál • Þetta þarf að taka með í reikninginn ef efni eru mæld eftir rúmmáli í steypu-blönduna • Venjulega eru efni mæld skv. þyngd og því er þetta yfirleitt ekki vandamál
Rúmmálsbreytingar í fylliefni • Til eru fylliefni sem ekki eru frostþolin • Fylliefnin eru þá vatnsdræg og þenjast út í frosti • Þetta er ekki vandamál í fylliefni sem notað er í steypu hér á landi og ekki í löndunum í kringum okkur
Rúmmálsbreytingar í fylliefni • Alkalí- kísil efnahvörf geta valdið skaða í steinsteypu • Til að þetta geti átt sér stað þarf að vera til staðar • nægilegt magn alkalía (Na2O og K2O) í sementinu • laustbundin, hvarfgjörn kísilsýra í fylliefnu • og nægilegt vatn í harðnaðri steypu • Ef þetta er til staðar getur myndast gel sem þenst út • Rúmálsaukningin getur valdið sprungum í steypunni
Rúmmálsbreytingar í fylliefni • Til að verjast þessu: • Velja fylliefni sem ekki er alkalívirkt • Minnka magn alkalía í sementinu • Nota kísilryk í sementið • Nota önnur possolan efni • Verja steypuna fyrir vatni • Alkalí- kísil efnahvörf voru vandamál hér • Sérstaklega á árunum 1960-1980 á Stór-Reykjavíkursvæðinu • Á þessum árum var notað ísl. sement með háu alkalímagni 1,4%, og virkt fylliefni úr Hvalfirði • Kísilryk er notað í sementið frá Sementsverksm. á Akranesi allt frá 1980 • Alkalí- kísil efnahvörfin eiga sér stað samt sem áður vegna kísils í kísilrykinu. • Fínkorna rykið dreifir áhrifum þrútnunarinnar og ver steypuna á þann hátt fyrir skemmdum
Óhreinindi í fylliefnum • Aðallega er um þrenns konar óhreinindi að ræða • Óhreinindi sem hafa áhrif á hvörfun vatns og sements • Fínefni sem setjast utan á fylliefnakornin og mynda kápu sem hindra góða bindingu milli sementsefju og fylliefna • Fylliefnakorn sem eru veik fyrir og geta brotnað við lítið álag
Lífræn óhreinindi • Lífræn óhreinindi, eða húmus geta haft áhrif á hvörfun vatns og sements: • seinkað efnahvörfunum • valdið því að steypan nær ekki tilskyldum styrk • Þetta er prófað með Húmus prófi • Sýni er sett í glas með NaOH lausn • Litur lausnarinnar segir til um magn lífrænna óhreininda í lausninni • Því dekkri sem lausnin er því meira er af lífrænum óhreinindum í fylliefnunum
Fínefni í fylliefnum • Fínefni eru allra minnstu fylliefnakornin, leir, silti og ryk frá brotvélum • Leir < 2 µm eða 0,002mm • Silti 2 µm - 63 µm eða 0,002mm – 0,063 mm • Fínefni í fylliefnum þurfa að vera í lágmarki • Fínefnin setjast utan á fylliefnakornin og mynda kápu sem hindrar góða bindingu milli sementsefju og fylliefna • Fínefnin eru mjög vatnskrefjandi
Salt í fylliefnum • Salt í fylliefnum þarf að vera í lágmarki • Salt veldur fyrst og fremst skaða í járnbentri steinsteypu, tærir bendistálið • Salt er t.d. til staðar í fylliefnum sem tekin eru í sjó • Þannig efni þarf að skola með fersku vatni
Kornastærðardreifing • Þegar fylliefni eru notuð í steinsteypu þarf að rannsaka kornastærðardreifingu efnisins • Kornastærðardreifingin hefur fyrst og fremst áhrif á ferska steypu • Vinnanleika ferskrar steypu • Kornastærðardreifingin hefur einnig áhrif á harðnaða steypu • Lekt og endingu • Styrk og fjaðurstuðul
Kornastærðardreifing • Heildaryfirborðsflötur (e. Specific surface) allra fylliefnakorna er áætlaður út frá kornastærðardreifingu • Eftir því sem fylliefnin eru fínni þeim mun meira er heildaryfirboð þeirra og þeim mun meiri sementsefju þarf til að binda saman steypuna • Yfirborðsflötur (e. Specific surface) er hlutfall milli yfirborðs allra korna og rúmmáls þeirra, einingin er því (m2/m3)
Kornastærðardreifing • Best að hafa sem mest af fylliefnum og minnst af sementsefju og sem stærstar steinastærðir ef eingöngu er tekið tillit til kostnaðar • Best að hafa sem minnst af fylliefnum og mest af sementsefju og minnstar steinastærðir ef eingöngu er tekið tillit til vinnanleika steypunnar
Kornakúrfur • Kornakúrfur • Sýni er þurrkað • Sett í hristara með sigtastæðu • Hrist í tiltekinn tíma • Efnið sem stoppar á hverju sigti er síðan vegið • Með þessu móti fæst kornastærðardreifing efnisins
Kornakúrfur • Til að fá sem mestan styrk út úr steypublöndunni þá þarf hámarkspökkun hlutefnanna að nást • Því þarf korna- stærðardreifingin að vera hagstæð • Æskileg mörk eru sett inn á kornakúrfublöð
Stærsta steinastærð • Yfirborðsflatarmál fylliefna • Fínni fylliefni : • Meira yfirborðsflatarmál • Þörf fyrir meiri sementsefju • Dýrari steypa • Hlutfallið, fylliefni/sementsefja • Ef stærsta steinastærð er há • Þá er þörf fyrir minni sementsefju til að binda saman efnið • Stærri steinar Þ meiri hætta á aðskilnaði (e. Segregation) • Fínefni < 300mm þurfa að vera til staðar í blöndunni til að fá þjála steypu sem gott er að vinna með • Þá er einnig minni hætta á aðskilnaði, vegna þess að sementsefjan hefur hærri rúmþyngd