220 likes | 429 Views
Menning og minnkandi heimur. Íslenskur borgari í alheimsþorpi. 15. Menning og minnkandi heimur. Lykilspurningar: Hvað merkir að heimurinn sé að minnka? Hvaða áhrif hefur flæði upplýsinga, viðskipta og fólks á menningu? Hvað er menning? Hvað er fjölmenning?
E N D
Menning og minnkandi heimur Íslenskur borgari í alheimsþorpi. Leikur að lifa
15. Menning og minnkandi heimur • Lykilspurningar: • Hvað merkir að heimurinn sé að minnka? • Hvaða áhrif hefur flæði upplýsinga, viðskipta og fólks á menningu? • Hvað er menning? • Hvað er fjölmenning? • Hvað eru fordómar og hver eru áhrif þeirra? • Hvað eru staðalímyndir? • Hvernig er samfélag þar sem allir fá að njóta sín? Leikur að lifa
“Alheimurinn er að skreppa saman” • Sífellt fleiri alþjóðalög gilda um samskipti ríkja • t.d. á sviði viðskipta og til að stuðla að friði. • Samningar og sáttmálar samræma einnig leikreglur ríkja • t.d. á sviði mannréttinda og annarra mála sem varða velferð borgaranna og sameiginlega hagsmuni landanna. • Hvert ríki hefur frelsi til að hafna samstarfi af þessu tagi. Leikur að lifa
“Alheimurinn er að skreppa saman” • Bandalög. • Sum lönd hafa stofnað til bandalaga og gert með sér samninga sem gera fyrirtækjum, stofnunum, samtökum og einstaklingum kleift að vinna saman þvert á landamæri og yfir álfur og höf. • Greiður aðgangur að upplýsingum. • Fjarskiptatækni, eins og netið, sími, fax, góðar samgöngur o.fl. Leikur að lifa
“Alheimurinn er að skreppa saman” • Mikið frelsi til að fara milli landa í leit að nýrri reynslu, ævintýrum eða starfi. • Flugvélar, bílar, skip. • Flæði upplýsinga, viðskipta og fólks hefur áhrif á menninguna á hverjum stað. Leikur að lifa
Menningarstraumar • Nú streymir menning á milli ólíkra hópa, þjóða og landa. Leikur að lifa
Hvað er menning? • Allt mannlegt atferli • Þar fléttast saman • Þekking • Verkkunnátta • Trúarbrögð • Listir • Reglur • Siðir um hegðun og samskipti • Viðteknar hugmyndir • Skoðanir • og margt fleira. Leikur að lifa
Hvað er menning? • Er lærð • Sameiginlegur arfur þar sem hver kynslóð lærir af annarri. • Er ólík eftir .... • Tíma • Löndum • Aldurshópum • Stéttum • .....því lífsskilyrðin og tækifærin eru ekki þau sömu. Leikur að lifa
Menning skiptist í: • Hlutlæg menning • er það áþreifanlega. • Hlutir eins og hús, græjur, verkfæri og listgripir. • Huglæg menning • er sú menning sem ekki er áþreifanleg. • Felst í siðum, trú, viðmiðum og gildum sem við höfum lært frá fyrri kynslóðum og þróað með okkur. Leikur að lifa
Hver ber ábyrgð á menningunni? • Hvert og eitt okkar því við þiggjum menningu og gefum. • Í fortíð, í nútíð og framtíð. • Arfur sem við þróum og breytum og færum nýrri kynslóð. • Breytingarnar sem verða í okkar meðförum á menningunni skipta máli! • Breytingarnar eru hraðari en áður því okkur berast áhrif víðsvegar að úr heiminum. • Ferðalög • Búferlaflutningar • Fjölmiðlar • Veraldarvefurinn Leikur að lifa
Fólksflutningar • Fólk með ólíka menningu lifir hlið við hlið. • Ólík trúarbrögð • Ólík afstaða varðandi uppeldi barna og skyldur við aldraða foreldra, kynhlutverk, kynhegðun, mannasiði og fólk beitir ólíku verklagi o.s.frv. Leikur að lifa
Fjölmenningarsamfélagið • Litbrigðin í menningunni eru eins mörg og mennirnir eru margir. • Mikilvægt er að • halda í og rækta íslenska menningu og sérstöðu, • að hleypa að nýjum straumum og stuðla að farsælli aðlögun þess gamla og nýja. • Allir íbúar landsins þurfa að leggjast á eitt => samheldið samfélag og við tökum þannig á jákvæðan hátt þátt í þeirri þróun að heimurinn verði eitt samfélag. Leikur að lifa
Fordómar • Fyrirfram skoðun eða dómur, þ.e. • án þess að hafa íhugað málið og fundið rök. • dómur á grundvelli þekkingarleysis. • órökstudd skoðun. • Oft á grundvelli kynþátta og trúarbragða. • Eiga rætur í mismunandi menningu, þeir eru lærðir en ekki meðfæddir. Leikur að lifa
Fordómar • Byggjast oft á alhæfingu um einkenni þeirra sem tilheyra tilteknum hópi. • Mikið spillingarafl. • Mikill misskilningi, sárindi og átök. • Fordómar eru oft lærðir af • fjölskyldu, vinum, skólanum, fjölmiðlum, eða samfélaginu í heild. Leikur að lifa
Þekkið þið dæmi? Leikur að lifa
Fordómafullur einstaklingur • Fordómar eru hluti af • hugsun • lífssýn • ... þeirra • Mönnum geðjast gjarna að fólki sem líkist þeim sjálfum og þeir óttast hið óþekkta og draga af því rangar ályktanir, t.d. að fólk sem hefur aðra siði hafi líka aðra lífssýn og annað gildismat. Leikur að lifa
Er einhver fordómalaus? • Flestir hafa fordóma eða finna einhvern tíma fyrir þeim. • Mikilvægt er að • vera meðvitaður um eigin fordóma. • kynna sér það/þá sem maður hefur fordóma fyrir. • endurskoða afstöðu sína. • ..... því fordómar byggja oft á þekkingarleysi. Leikur að lifa
Fordómaleysi • Fordóma þarf að uppræta með • fræðslu • því að rækta umburðarlyndi • því að auka almennan skilning og víðsýni • Lögum er líka beitt til að stemma stigu við fordómum. Leikur að lifa
Staðalímyndir • Fólk er flokkað eftir • stétt • stöðu • aldri • uppruna • getu • eiginleikum o.s.frv. • Þær hugmyndir sem fólk hefur um hinn dæmigerða eða „týpíska“ einstakling sem tilheyrir ákveðnum hópi. • Samsafn hugmynda og viðhorfa til hópsins. • Í huga fólks eru allir steyptir í sama mót. Leikur að lifa
Er hægt að stimpla alla í sama mótið? • Þó að fólk tilheyri hópi staðalímynda má ekki gleyma að flokkunin byggist oft á einu sameiginlegu atriði • því það eru ekki allir í hópnum eins. Leikur að lifa
Hver hefur sína sérstöðu • Ólík/-t • Útlit • Þarfir • Geta • Viðhorf • Reynsla • Menntun • o.fl. • Við getum lært svo mikið hvert af öðru ef við leyfum fjölbreytninni að blómstra. Leikur að lifa
Fyrirmyndarþjóðfélag • Sköpum þau skilyrði að Ísland verði þjóðfélag þar sem umburðarlyndi ríkir og jöfnuður á milli manna og samfélagshópa. => Úthýsum fordómum og staðalímyndum! Leikur að lifa