170 likes | 369 Views
Hvaða veislu er unga fólkið með í farangrinum? Hvernig ungt fólk notar og nýtur nýrrar tækni og hlutverk skólans í því samhengi. Þuríður Jóhannsdóttir Kennaraháskóla Íslands. Til hvers notar þú tölvur heima?. Að hanga á netinu sem er stór hluti af lífi mínu MSN og tónlistarsíður
E N D
Hvaða veislu er unga fólkið með í farangrinum?Hvernig ungt fólk notar og nýtur nýrrar tækni og hlutverk skólans í því samhengi Þuríður Jóhannsdóttir Kennaraháskóla Íslands
Til hvers notar þú tölvur heima? • Að hanga á netinu sem er stór hluti af lífi mínu • MSN og tónlistarsíður • Ég er með svona eitthvað fimm heimasíður, svona bloggsíður og þannig. Svo er maður að skoða náttúrulega bloggsíður hjá öðrum • Ég hlusta á tónlist mjög mikið í tölvunni, er að horfa á tónlistarmyndbönd í tölvunni, bíómyndir í tölvunni, næ í tónlist... • Ég er alveg ofboðslega hrædd um það sko að ég sé of mikið á netinu
Hvernig gagnast tölvur í skóla? • Bara leita að upplýsingum • Ritgerðir – maður er beðinn um að skila á tölvutæku formi • Það eru til enskar síður sem æfa okkur í sögnum og danskar • Mjög gott að læra undir próf þar
Hvað mynduð þið vilja læra? • Mig langar að læra svona margmiðlunarhönnun • Og vefsíðugerð meira • Mig langar að læra helling á tölvur þangað til ég kann allt Þetta voru raddir nemenda í litlum sveitaskóla á Íslandi árið 2004
NámUST rannsóknin 2002-2005 • Snerist um hvað upplýsingartækni hefur í för með sér á öllum skólastigum - frá háskóla til leikskóla • Flestir rannsakendur úr Kennaraháskóla Íslands – styrkur frá Rannís • 18 grunnskólar í 5 ólíkum byggðarlögum heimsóttir og tekin viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur og fylgst með notkun tölva í skólastarfi • Hér er byggt á viðtölum við nemendur á unglingastigi þar sem þeir voru spurðir um tölvunotkun heima hjá sér og í skólanum • Sjá niðurstöður á vefnum http//namust.khi.is
Á hvaða sviðum liggur þekking og færni unglinga • Tónlist – njóta og skapa • Myndir – kvikmyndir, ljósmyndir, teiknimyndir, teikningar o.s. frv. • Ritun og birting texta og mynda og hljóðs • Leikir – margar ólíkar gerðir leikja – hasar, sims o.s.frv. • Tækni – að kunna á tölvutæknina, uppsetningar, viðgerðir, verjast vírusum o.þ.h.
Ólík áhugasvið og færni • Ég er líka með upptökuforrit sem ég nota mjög mikið. Líka box sem fylgdi með, heitir ProTools forritið og Mbox sem að... Sko ég er með hljómborð inni hjá mér og líka þetta Mbox. Ég tengi síðan hljómborðið við Mboxið og Mboxið við tölvuna og þá get ég spilað og það kemur upp og fer beint inn í tölvuna. Þannig að ég er búinn að semja lög og spila inn í tölvuna og get tekið upp... eitthvað 128 hljóðfæri í forritið í hverri, þannig að ég er mjög mikið í þessari tónlist. Var nú síðasta mánudag að sýna lag eftir mig í keppni. Strákur í bekknum samdi texta við lagið mitt og við vorum í 2. sæti. (Strákur í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu)
Sjálfstæði og ábyrgð unglinga • Margir hafa prófað að gera stuttmyndir • Gerðum stuttmynd um daginn og eigum eftir að setja hana inn á kvikmynd.is • Áhugahópur um stuttmyndagerð í bæ á landsbyggðinni sýnir stundum afrakstur í skólanum (mér var gefin ein mynd á diski) • Unglingar á landsbyggðinni sjá um heimasíður félagsmiðstöðva og íþróttafélaga • Eru oftast notendur þegar kemur að vef skólansgeta ekki sett inn efni sjálf – kennarar setja stundum efni frá nemendum • Spurning hvort skólinn gefur nemendum nóg svigrúm til athafna – það skiptir máli að fá tækifæri til að láta reyna á eigin dug
Kynjamunur áberandi • Stelpurnar blogga og eru í sims-leikjum • Strákarnir hafa áhuga á tækninni, íþróttasíðum og hasarleikjum „Strákar vilja oftast meira svona byssur og drepa... “(Stelpa í Reykjavík) • Spurð að hvað þau vildu læra í skólanum um tölvur segja strákar: • Já eitthvað svona dýpra í tölvunni en ekki bara svona Office – læra á Windows stýrikerfið – það eru svo mörg vandamál sem koma upp – gott að kunna að laga það • Já það er kannski að læra að laga þessar tölvur sem eru að klikka
Hvað gerir skólinn með þetta? • Hvers konar fagþekkingu þurfa þessir nemendur til að þroska áfram færni og þekkingu í því sem þeir fást við með hjálp tækninnar? • Hvað af þeirri fagþekkingu sem til er í skólunum núna nýtist? • Myndlistarkennarinn, tónlistarkennarinn, íslenskukennarinn – bókmenntir og ritað mál t.d.? • Hvers konar fagþekkingu þyrfti skólinn að bæta við til að geta komið til móts við þarfir unga fólksins? • Kvikmyndagerð, teiknimyndagerð, tölvuleikjarýni???
Íslenskukennslan – ný sóknarfæri • Stuttmyndagerð og blogg, ný verkfæri til íslenskunáms? • Þurfum t.d. að læra að skrifa talmál í kvikmyndahandritum – blogg er stundum æfing í því virðist vera • Leikir koma í stað bókmennta fyrir marga nútímaunglinga - eru sögurnar sem þau lifa sig inn í og taka þátt í • Skoða textatengsl bókmennta, kvikmynda og leikja • Tengja lestur, áhorf, leik annars vegar og sköpunarþáttinn hins vegar • Skoða og skapa
Vaxtarbroddur í Langholtsskóla • Margmiðlunarsmiðja • Allir nemendur læra að gera hreyfimyndir með texta og hljóðum frá því í 5. bekk • Opin smiðja með sérþekkingu í grafískri hönnun og kvikmyndagerð styður við verkefni faggreinakennara og bekkjakennara • Kennt á office-pakkann eftir þörfum – þarf mjög lítinn tíma – nemendur læra á hann með því að nota hann • Góðar tölvur til margmiðlunar (6) auk venjulegra PC
Dæmi um íslenskukennslu í Langholtsskóla • Gerð auglýsinga • Kjalnesingasaga kvikmynduð á vettvangi í vetur • Gunnlaugssaga áður – og nemendur muna enn heilu setningarnar sagði kennarinn • Sá mjög fagmannlega myndatöku stráka í 10. bekk (bardagasena!!) „Nemendur svo uppteknir við vinnu að aldrei kemur upp hvort þau fari á óæskilega staði á netinu“ (Tveir kennarar í Langholtsskóla)
Ábyrgð heimila og skóla á netnotkun • Horfast þarf í augu við að nettengd tölva er ekki bara eins og hvert annað leikfang í barnaherbergi eða skólastofu • Heimili og skóli þurfa að takast á við nýtt verkefni í uppeldi og menntun • Skólinn hefur stýrt notkun í tölvuverum og varnir gegn óæskilegu efni virðast hafa batnað • Of mikil stýring og eftirlit með notkun getur þó heft nemendur í að gera það sem tæknin býður upp á. • Of stuttar kennslustundir, of kennarastýrðar og skertur aðgangur að tölvum veldur því að nemendur fá ekki svigrúm til að láta reyna á eigin dug • Þróunin er í átt til frjálsari aðgangs að tölvum á opnum svæðum í skólanum – hvernig tekur skólinn þá ábyrgð á að netnotkun sé örugg?Nýleg bresk rannsókn birt í tímaritinu Young 2005 eftir Lisa Lee
Heimilin ólík • Það kann enginn á tölvur heima hjá mér. Það er alveg bara svona hættulegt. Ég sé um allt sjálf það þorir enginn að koma nálægt þessu. Mamma kann rétt svo að ýta á takkann til að kveikja. Bara til að fara í kapal og síðan búið (Stelpa í sveitaskóla) • Það eru átta tölvur heima hjá mér. Sko pabbi er með í vinnunni ferðatölvu sem hann kemur með heim, fer með alltaf með sér. Síðan er hann líka með tvær ferðatölvur, með makka sem hann norat í myndvinnslu og þannig að leika sér, sem hann notar meira heima. Síðan er tölva inni hjá öllum krökkunum, bróður mínum, systur minni og mér. Síðan er ég líka með ferðatölvu, makka, og síðan er mamma líka með ferðatölvu og síðan er tölva inni í bílskúr sem er svona server. (Strákur á höfuðborgarsvæðinupabbinn vinnur við tölvur)
Reglur heima • Oftast reglur um hvað lengi unglingar mega vera í tölvunni heima – t.d. skammtaður klukkutími á dag – tengist bæði kostnaði og að það geti verið óhollt fyrir heilsuna • Lengsta sem ég hef verið í voru fjórir tímar og þá mátti ég ekki fara í tölvuna í viku (Stelpa á höfuðborgarsvæðinu) • Unglingar meðvitaðir um að það geti verið varasamt að hanga of lengi við skjáinn – kvarta yfir vanlíðan og eru hrædd við að verða tölvufíklar • Maður verður stundum bara einhvern veginn ekki í góðu skapi að vera lengi í tölvunni held ég (Stelpa á höfuðborgarsvæðinu) • Það er mjög erfitt að hætta í Championship manager þegar manni gengur vel (Strákur á höfuðborgarsvæðinu) • Oft virðast foreldrar ekkert fylgjast með hvað börn þeirra eru að gera á netinu • Maður segir bara svona: Hey ég var að dánlóda geðveiku rokklagi og kannski leyfir þeim að heyra ef maður heldur að þau hafi áhuga. Svona samt ekki mikið sem þau spyrja. (Stelpa í sveit)
Ábyrg netnotkun • Samstarfsverkefni heimila og skóla • Hvaða fagþekkingu getur skólinn lagt til þarna? • Lífsleikni? • Heimspeki með börnum? • Reglur beinar og óbeinar stýra notkun heima og í skólunum – ræða áhrif þeirra • Mismunandi tækifæri bjóðast í skóla og heima til að nota og njóta þess sem tæknin býður uppá • Hlutverk skólans sem tæki til að jafna mismunandi aðstæður barna heima er mikilvægt