300 likes | 472 Views
Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim. Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í SÍ – 24. nóvember 2003. Hin eilífa leit.
E N D
Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í SÍ – 24. nóvember 2003
Hin eilífa leit • Eilíf leit að ramma fyrir peningastefnuna sem sameinar nauðsyn þess að veita henni trúverðugt akkeri og á sama tíma nægilegan sveigjanleika til að bregðast við ófyrirséðum skellum án þess að stefna trúverðugleika í hættu • Margt verið reynt... • Eðalmálmar • Peningamagn • Gengi gjaldmiðla • ... En horfið frá þar sem ekki þóttist reynst nægilega vel
IT er raunhæfur kostur sem nýtur æ meiri vinsælda • Æ fleiri ríki hafa tekið upp IT sem þykir sameina áðurnefnda kosti: • Hið tölulega markmið gefur akkerið • Sveigjanleg túlkun og útfærsla gefur sveigjanleikann • Í framkvæmd er IT því ekki hörð peningastefnuregla heldur einkennist af “sveigjanlegu aðhaldi” • Hefur gert mörgum ríkjum sem áður urðu undir í glímunni við verðbólguna að aðlaga peningastefnu sína að því sem best gerist • Hafa jafnvel verið leiðandi í að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í framkvæmd peningastefnu
Hvað er IT? • Í raun er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað IT er: • Margbreytilegt milli IT-landa • Mörg einkenni sameiginleg með öðrum löndum • IT hefur þó verið leiðandi á mörgum sviðum • En til að segja eitthvað: • Verðstöðugleiki meginmarkmið peningastefnunnar • Opinber yfirlýsing um tölulegt verðbólgumarkmið sem seðlabankinn skuldbindur sig til að halda verðbólgu nálægt með framsýnni peningastefnu • Áhersla á stofnanalegan stuðning við markmið • Áhersla á gagnsæi og reikningsskil bankans
IT-löndin: Fyrri stefna og ástæða IT • Algengast að IT-löndin hafi horfið frá fastgengisstefnu (tíu lönd) • Þrjú landanna tilgreindu ekkert akkeri fyrir upptöku IT • Meginástæður upptöku IT: • Hrakinn af fyrri fastgengisstefnu (4) • Vaxandi óánægja með fyrri stefnu og vaxandi vandamál vegna ósamræmis milli millimarkmiðs og endanlegs markmiðs (7) • Eðlileg endalok mislangs þróunarferils eða formfesting þeirrar stefnu sem fylgt var í raun (10)
IT löndin: Stærð og uppbygging • IT-löndin (20% af VLF heimsins): • Lítil eða meðalstór iðnríki • Meðalstór eða stór þróunar- og nýmarkaðsríki • Efnaðri, opnari og með þróaðri fjármálakerfi • Ríkissjóður minna skuldsettur
Mismunandi fyrirkomulag IT • Útfærsla IT-ramma er mjög mismunandi milli landa • Túlkun stefnu innan sama ramma getur einnig breyst • IT byrjar oft tiltölulega einfalt og þróast svo eftir því sem reynsla og þekking safnast upp • Líklega eingöngu þrjú ríki sem byrja IT með öllu tilheyrandi: • Brasilía, Ísland og Tékkland
Lagalegur rammi IT • Formlegt markmið peningastefnu: • Verðstöðugleiki eina markmið (3) • Fleiri markmið en verðstöðugleiki hefur forgang (16) • Fleiri markmið og engin forgangsröðun (2) • Bein fjármögnun ríkissjóðs: • Óheimil (9) • Takmörkuð (9) • Engin ákvæði (3)
Lagalegur rammi IT • Tækjasjálfstæði: • Ótakmarkað sjálfstæði (14) • Daglegt sjálfstæði en stjórnvöld geta snúið við ákvörðun við sérstakar aðstæður (6) • Þarf að bera ákvörðun undir stjórnvöld (1) • Markmiðssjálfstæði: • Skilgreint af seðlabanka (6) • Skilgreint af seðlabanka í samráði við stjórnvöldum (3) • Skilgreint af stjórnvöldum og seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum í samráði við seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum (2)
Útfærsla IT • Verðvísitöluviðmið: • VNV (17) • K-VNV (4) • Allir hafa þó K-VNV til hliðsjónar • Langtímamarkmiðið: • Einfalt tölulegt markmið (2) • Tölulegt markmið með þolmörkum (8) • Bilmörk (11)
Útfærsla IT • Tölugildi langtímamarkmiðs: • Markmið (eða miðgildi bils) á bilinu 1-3% er algengast • Algengasta markmiðið (eða miðgildi bils): 2,5% • Engin með markmið (eða miðgildi bils) undir 1% • Meðaltal allra: 2,7% • Meðaltal iðnríkja: 2,1% • Vídd bil- eða þolmarka: • Algengasta víddin ±1% • Tvö lönd með bil- eða þolmörk sem rúma 0% • Víðara hjá þróunar- og nýmarkaðsríkjum • Fylgni sögulegrar verðbólgusveiflna og víddar er 0,63
Útfærsla IT • Formleg ákvæði um endurskoðun markmiðs: • Árleg (8) • Regluleg (2) • Engin (11) • Tímarammi markmiðs: • Eitt ár í senn (2) • Nokkur ár í senn (7) • Opin (12) • Flóttaleiðir: • Já (7) • Nei (14)
Gagnsæi og reikningsskil IT • Ákvarðanir í peningamálum: • Einn bankastjóri ásamt peningamálaráði (17) • Fjölskipuð bankastjórn (2) • Einn bankastjóri (2) • Algengast að ákvörðun sé fengin með meirihlutakosningu (14) • Fundartíðni- og gerð: • Fastákveðnir vaxtaákvarðanafundir (20) • Fundargerð birt opinberlega (9) • Mánaðarlegir fundir algengastir (12)
Gagnsæi og reikningsskil IT • Verðbólguskýrslur: • Ársfjórðungsleg skýrsla (14) • Önnur útgáfutíðni (7): • Þrisvar á ári (3) • Tvisvar á ári (3); Kanadabanki birtir 2 uppfærslur á milli • Einu sinni á ári (1) • Upplýsingum um stefnu einnig miðlað með öðrum hætti • Í tíu tilvikum fylgjast útgáfa skýrslu og vaxtaákvarðanafundir að: • Í sex tilvikum ávallt • Í fjórum tilvikum yfirleitt
Gagnsæi og reikningsskil IT • Birting tölulegra spáa: • Töluleg verðbólguspá (19) • Töluleg hagvaxtarspá (11) • Algengasta lengd spátímabils er 6-8 ársfjórðungar • Fjórir spá til næstu 9 ársfjórðunga • Þrír spá til næstu 3 ára eða lengur • Viðbrögð við frávikum frá markmiði: • Opinber greinargerð ef frávik nógu mikið (6) • Starf bankastjóra í húfi (1) • Tími til að ná markmiði fyrirfram skilgreindur (3)
Áhrif IT á meðalverðbólgu • Verðbólga lækkar að meðaltali eftir IT • Var þó byrjuð að lækka fyrir upptöku IT: • Iðnríki (⅔ af 2,5% lækkun) og önnur (utan óðaverðbólgu) (¼ af 6% lækkun) • Iðnríki: IT fremur til að festa í sessi verðbólguhjöðnun • Önnur: IT tæki til að ná niður verðbólgu
Mat á áhrifum IT á meðalverðbólgu • Met eftirfarandi langsniðslíkan (fixed effect líkan metið með SUR): pit = ai + bITit + gpit-1 + mxit-1 + l0pwit + l1pwit-1 + eit • ITit = 1 frá fyrsta ársfjórðung eftir upptöku IT, 0 fyrir það • Áhrif IT á meðalverðbólgu eru b/(1 – g) • IT hefur lækkað verðbólgu að meðaltali um 2½-3 prósentur
Áhrif IT á verðbólgusveiflur • Verðbólgusveiflur hafa minnkað frá upptöku IT • Tengist lækkun verðbólgu: Há verðbólga fer saman við sveiflumikla verðbólgu • IT því dregið úr sveiflum í verðbólgu en virðist ekki hafa áhrif á verðbólgusveiflur umfram áhrifin í gegnum lækkun meðalverðbólgu
Áhrif IT á eiginleika verðbólguferils • Upptaka IT og aukinn trúverðugleiki peningastefnu ætti að valda því að tímabundnar verðlagsbreytingar hafa síður varanleg áhrif á verðbólgu: • Verðbólguvæntingar ráðast fremur að framsýnum væntingum en sögulegri verðbólgu • Varanleiki verðbólguskella ætti því að minnka eftir upptöku IT: pt = a + f1pt-1 + f2pt-2 + qITtpt-1 + et • Hafi IT þessi áhrif ætti q < 0: • Rétt formerki hjá öllum nema einum • Tölfræðilega marktækt hjá átta ríkjum og hjá öllum landasöfnum í langsniðsmati • Kemur ekki á óvart að ekki fást marktæk áhrif hjá þeim ríkjum sem hafa stysta IT-sögu
Aðlögun að langtímamarkmiði • Átta ríki höfðu þegar náð langtímamarkmiði við upphaf IT • Aðlögunartími að meðaltali 7 ársfjórðungar hjá öllum en aðeins 3 hjá iðnríkjum • Aðlögunarhraði nátengdur fjarlægð verðbólgu frá markmiði: • C = 1,5695|p – pT|; R2 = 0,895 • Tekur jafnan 1½ ársfjórðung að ná verðbólgu niður um 1% • Allur hópurinn að meðaltali í samræmi við fjarlægð frá markmiði en styttri tíma hjá iðnríkjum
Áhrif IT á hagvöxt • Hagvöxtur lítillega minnkað að meðaltali í öllum hópnum en aukist í öðrum hópum • Sumar rannsóknir sýna tölfræðilega marktæk áhrif til aukins hagvaxtar, aðrar engin áhrif • Engin rannsókn bendir til að upptaka IT hafi skaðað hagvöxt • Slaki í aðdraganda IT hjá iðnríkjum en síður hjá öðrum
Áhrif IT á sveiflur í hagvexti • Sveiflur í hagvexti hafa minnkað að meðaltali • Niðurstöður rannsókna misvísandi: einhver áhrif eða engin • Engar vísbendingar um að IT auki hagsveiflur • Sveigjanlegt IT virðist því draga úr sveiflum í verðbólgu án þess að auka hagsveiflur (og jafnvel draga úr þeim)
Áhrif IT á sveiflur í gengi og vöxtum • Sveiflur í gengi aukast að meðaltali í iðnríkjum en minnka í öðrum hópum: • Aukast (10): 4 iðnríki (öll áður með fast gengi) og 6 önnur (4 áður með fast gengi) • Minnka (11): 4 iðnríki (öll áður með fljótandi gengi) og 7 önnur (4 áður með fljótandi gengi) • Sveiflur í vöxtum minnka og vextir lækka
Önnur áhrif IT • IT leiðir til lækkunar verðbólguvæntinga en oft með töfum: • Trúverðugleik vinnst ekki strax • Þarf að sýna árangur til að auka trúverðugleika • Herkostnaður verðbólguhjöðnunar enn til staðar • Hegðun seðlabankanna breytist: • Meira litið til langtímaþróunar verðbólgu en skammtíma sveiflna í verðbólgu • Peningastefnan framsýnni en áður • Glíma peningastefnunnar við skelli: • Samanburður á olíuverðshækkunum á 8. og 10. áratugnum
Efasemdir um gagnsemi IT • Sveigjanleiki verðbólgumarkmiðsins: • Sumir segja IT of ósveigjanlegt og auki því hagsveiflur • Aðrir segja IT of sveigjanlegt og valdi lausatökum í peningamálum • Óraunhæft að uppfylla allar forkröfur • Ýmsar forkröfur sem þarf til að geta tekið upp IT • Þessar forkröfur auka getu til ná IT en það á við um hvaða peningastefnu sem er – ekki bara IT
Efasemdir um gagnsemi IT • Ófullkomin stjórn seðlabanka á verðbólgu: • Tímatafir, áhrif annarra þátta á verðbólgu o.fl. • Veldur því að seðlabankar hafa minni stjórn á verðbólgu en t.d. grunnfé • Kallar á framsýna og gagnsæja peningastefnu, þ.e. IT • Lítið gagn að geta stjórnað grunnfé ef samband þess og verðbólgu er óáreiðanlegt • Reynsla af einhliða fastgengisstefnu við frjálsa fjármagnsflutninga slæm
Efasemdir um gagnsemi IT • Samspil IT og gengissveiflna: • IT kallar ekki endilega á hreint flot • Rétt að taka tillit til gengisþróunar: • Gengi hluti af miðlunarferli • Getur skipti máli umfram miðlunaráhrif ef fjármálamarkaðir vanþróaðir og skuldsetning í erlendri mynt algeng • Þarf þó að passa að gengi taki ekki yfir sem akkeri stefnu: • Reynsla Nýja-Sjálands og Ástralíu af Asíu-kreppu
Niðurstaða fyrir Ísland • Tæplega 3 ár frá því að SÍ tók upp IT: • Mætti töluverðum mótbyr í upphafi m.a. vegna uppsafnaðra vandamála fyrri stefnu • Kostir hinnar nýju stefnu að koma í ljós: • SÍ tekst betur að miðla til almennings hver meginviðfangsefni peningastefnunnar eru og þannig aukið skilning og tiltrú á stefnunni • Umfjöllun um peningastefnuna innan SÍ hefur stórbatnað: endurspeglar betur hvað peningastefnan getur gert og hvað ekki • Áherslur í stjórn peningamála hafa færst frá skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um verðbólguhorfur næstu missera • Endurspeglar mun betur raunverulega virkni peningastefnunnar