1 / 30

Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim

Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim. Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í SÍ – 24. nóvember 2003. Hin eilífa leit.

brad
Download Presentation

Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Yfirlit yfir þróun verðbólgumarkmiðs og árangur víða um heim Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsóknardeildar Hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í SÍ – 24. nóvember 2003

  2. Hin eilífa leit • Eilíf leit að ramma fyrir peningastefnuna sem sameinar nauðsyn þess að veita henni trúverðugt akkeri og á sama tíma nægilegan sveigjanleika til að bregðast við ófyrirséðum skellum án þess að stefna trúverðugleika í hættu • Margt verið reynt... • Eðalmálmar • Peningamagn • Gengi gjaldmiðla • ... En horfið frá þar sem ekki þóttist reynst nægilega vel

  3. IT er raunhæfur kostur sem nýtur æ meiri vinsælda • Æ fleiri ríki hafa tekið upp IT sem þykir sameina áðurnefnda kosti: • Hið tölulega markmið gefur akkerið • Sveigjanleg túlkun og útfærsla gefur sveigjanleikann • Í framkvæmd er IT því ekki hörð peningastefnuregla heldur einkennist af “sveigjanlegu aðhaldi” • Hefur gert mörgum ríkjum sem áður urðu undir í glímunni við verðbólguna að aðlaga peningastefnu sína að því sem best gerist • Hafa jafnvel verið leiðandi í að skapa ný viðmið um hvað telst vera best í framkvæmd peningastefnu

  4. Hvað er IT? • Í raun er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað IT er: • Margbreytilegt milli IT-landa • Mörg einkenni sameiginleg með öðrum löndum • IT hefur þó verið leiðandi á mörgum sviðum • En til að segja eitthvað: • Verðstöðugleiki meginmarkmið peningastefnunnar • Opinber yfirlýsing um tölulegt verðbólgumarkmið sem seðlabankinn skuldbindur sig til að halda verðbólgu nálægt með framsýnni peningastefnu • Áhersla á stofnanalegan stuðning við markmið • Áhersla á gagnsæi og reikningsskil bankans

  5. IT-löndin: Tímasetning upphafs

  6. IT-löndin: Fyrri stefna og ástæða IT • Algengast að IT-löndin hafi horfið frá fastgengisstefnu (tíu lönd) • Þrjú landanna tilgreindu ekkert akkeri fyrir upptöku IT • Meginástæður upptöku IT: • Hrakinn af fyrri fastgengisstefnu (4) • Vaxandi óánægja með fyrri stefnu og vaxandi vandamál vegna ósamræmis milli millimarkmiðs og endanlegs markmiðs (7) • Eðlileg endalok mislangs þróunarferils eða formfesting þeirrar stefnu sem fylgt var í raun (10)

  7. IT löndin: Stærð og uppbygging • IT-löndin (20% af VLF heimsins): • Lítil eða meðalstór iðnríki • Meðalstór eða stór þróunar- og nýmarkaðsríki • Efnaðri, opnari og með þróaðri fjármálakerfi • Ríkissjóður minna skuldsettur

  8. Mismunandi fyrirkomulag IT • Útfærsla IT-ramma er mjög mismunandi milli landa • Túlkun stefnu innan sama ramma getur einnig breyst • IT byrjar oft tiltölulega einfalt og þróast svo eftir því sem reynsla og þekking safnast upp • Líklega eingöngu þrjú ríki sem byrja IT með öllu tilheyrandi: • Brasilía, Ísland og Tékkland

  9. Lagalegur rammi IT • Formlegt markmið peningastefnu: • Verðstöðugleiki eina markmið (3) • Fleiri markmið en verðstöðugleiki hefur forgang (16) • Fleiri markmið og engin forgangsröðun (2) • Bein fjármögnun ríkissjóðs: • Óheimil (9) • Takmörkuð (9) • Engin ákvæði (3)

  10. Lagalegur rammi IT • Tækjasjálfstæði: • Ótakmarkað sjálfstæði (14) • Daglegt sjálfstæði en stjórnvöld geta snúið við ákvörðun við sérstakar aðstæður (6) • Þarf að bera ákvörðun undir stjórnvöld (1) • Markmiðssjálfstæði: • Skilgreint af seðlabanka (6) • Skilgreint af seðlabanka í samráði við stjórnvöldum (3) • Skilgreint af stjórnvöldum og seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum í samráði við seðlabanka (5) • Skilgreint af stjórnvöldum (2)

  11. Útfærsla IT • Verðvísitöluviðmið: • VNV (17) • K-VNV (4) • Allir hafa þó K-VNV til hliðsjónar • Langtímamarkmiðið: • Einfalt tölulegt markmið (2) • Tölulegt markmið með þolmörkum (8) • Bilmörk (11)

  12. Útfærsla IT • Tölugildi langtímamarkmiðs: • Markmið (eða miðgildi bils) á bilinu 1-3% er algengast • Algengasta markmiðið (eða miðgildi bils): 2,5% • Engin með markmið (eða miðgildi bils) undir 1% • Meðaltal allra: 2,7% • Meðaltal iðnríkja: 2,1% • Vídd bil- eða þolmarka: • Algengasta víddin ±1% • Tvö lönd með bil- eða þolmörk sem rúma 0% • Víðara hjá þróunar- og nýmarkaðsríkjum • Fylgni sögulegrar verðbólgusveiflna og víddar er 0,63

  13. Útfærsla IT • Formleg ákvæði um endurskoðun markmiðs: • Árleg (8) • Regluleg (2) • Engin (11) • Tímarammi markmiðs: • Eitt ár í senn (2) • Nokkur ár í senn (7) • Opin (12) • Flóttaleiðir: • Já (7) • Nei (14)

  14. Gagnsæi og reikningsskil IT • Ákvarðanir í peningamálum: • Einn bankastjóri ásamt peningamálaráði (17) • Fjölskipuð bankastjórn (2) • Einn bankastjóri (2) • Algengast að ákvörðun sé fengin með meirihlutakosningu (14) • Fundartíðni- og gerð: • Fastákveðnir vaxtaákvarðanafundir (20) • Fundargerð birt opinberlega (9) • Mánaðarlegir fundir algengastir (12)

  15. Gagnsæi og reikningsskil IT • Verðbólguskýrslur: • Ársfjórðungsleg skýrsla (14) • Önnur útgáfutíðni (7): • Þrisvar á ári (3) • Tvisvar á ári (3); Kanadabanki birtir 2 uppfærslur á milli • Einu sinni á ári (1) • Upplýsingum um stefnu einnig miðlað með öðrum hætti • Í tíu tilvikum fylgjast útgáfa skýrslu og vaxtaákvarðanafundir að: • Í sex tilvikum ávallt • Í fjórum tilvikum yfirleitt

  16. Gagnsæi og reikningsskil IT • Birting tölulegra spáa: • Töluleg verðbólguspá (19) • Töluleg hagvaxtarspá (11) • Algengasta lengd spátímabils er 6-8 ársfjórðungar • Fjórir spá til næstu 9 ársfjórðunga • Þrír spá til næstu 3 ára eða lengur • Viðbrögð við frávikum frá markmiði: • Opinber greinargerð ef frávik nógu mikið (6) • Starf bankastjóra í húfi (1) • Tími til að ná markmiði fyrirfram skilgreindur (3)

  17. Áhrif IT á meðalverðbólgu • Verðbólga lækkar að meðaltali eftir IT • Var þó byrjuð að lækka fyrir upptöku IT: • Iðnríki (⅔ af 2,5% lækkun) og önnur (utan óðaverðbólgu) (¼ af 6% lækkun) • Iðnríki: IT fremur til að festa í sessi verðbólguhjöðnun • Önnur: IT tæki til að ná niður verðbólgu

  18. Verðbólga hefur lækkað víðast hvar

  19. Mat á áhrifum IT á meðalverðbólgu • Met eftirfarandi langsniðslíkan (fixed effect líkan metið með SUR): pit = ai + bITit + gpit-1 + mxit-1 + l0pwit + l1pwit-1 + eit • ITit = 1 frá fyrsta ársfjórðung eftir upptöku IT, 0 fyrir það • Áhrif IT á meðalverðbólgu eru b/(1 – g) • IT hefur lækkað verðbólgu að meðaltali um 2½-3 prósentur

  20. Áhrif IT á verðbólgusveiflur • Verðbólgusveiflur hafa minnkað frá upptöku IT • Tengist lækkun verðbólgu: Há verðbólga fer saman við sveiflumikla verðbólgu • IT því dregið úr sveiflum í verðbólgu en virðist ekki hafa áhrif á verðbólgusveiflur umfram áhrifin í gegnum lækkun meðalverðbólgu

  21. Áhrif IT á eiginleika verðbólguferils • Upptaka IT og aukinn trúverðugleiki peningastefnu ætti að valda því að tímabundnar verðlagsbreytingar hafa síður varanleg áhrif á verðbólgu: • Verðbólguvæntingar ráðast fremur að framsýnum væntingum en sögulegri verðbólgu • Varanleiki verðbólguskella ætti því að minnka eftir upptöku IT: pt = a + f1pt-1 + f2pt-2 + qITtpt-1 + et • Hafi IT þessi áhrif ætti q < 0: • Rétt formerki hjá öllum nema einum • Tölfræðilega marktækt hjá átta ríkjum og hjá öllum landasöfnum í langsniðsmati • Kemur ekki á óvart að ekki fást marktæk áhrif hjá þeim ríkjum sem hafa stysta IT-sögu

  22. Aðlögun að langtímamarkmiði • Átta ríki höfðu þegar náð langtímamarkmiði við upphaf IT • Aðlögunartími að meðaltali 7 ársfjórðungar hjá öllum en aðeins 3 hjá iðnríkjum • Aðlögunarhraði nátengdur fjarlægð verðbólgu frá markmiði: • C = 1,5695|p – pT|; R2 = 0,895 • Tekur jafnan 1½ ársfjórðung að ná verðbólgu niður um 1% • Allur hópurinn að meðaltali í samræmi við fjarlægð frá markmiði en styttri tíma hjá iðnríkjum

  23. Áhrif IT á hagvöxt • Hagvöxtur lítillega minnkað að meðaltali í öllum hópnum en aukist í öðrum hópum • Sumar rannsóknir sýna tölfræðilega marktæk áhrif til aukins hagvaxtar, aðrar engin áhrif • Engin rannsókn bendir til að upptaka IT hafi skaðað hagvöxt • Slaki í aðdraganda IT hjá iðnríkjum en síður hjá öðrum

  24. Áhrif IT á sveiflur í hagvexti • Sveiflur í hagvexti hafa minnkað að meðaltali • Niðurstöður rannsókna misvísandi: einhver áhrif eða engin • Engar vísbendingar um að IT auki hagsveiflur • Sveigjanlegt IT virðist því draga úr sveiflum í verðbólgu án þess að auka hagsveiflur (og jafnvel draga úr þeim)

  25. Áhrif IT á sveiflur í gengi og vöxtum • Sveiflur í gengi aukast að meðaltali í iðnríkjum en minnka í öðrum hópum: • Aukast (10): 4 iðnríki (öll áður með fast gengi) og 6 önnur (4 áður með fast gengi) • Minnka (11): 4 iðnríki (öll áður með fljótandi gengi) og 7 önnur (4 áður með fljótandi gengi) • Sveiflur í vöxtum minnka og vextir lækka

  26. Önnur áhrif IT • IT leiðir til lækkunar verðbólguvæntinga en oft með töfum: • Trúverðugleik vinnst ekki strax • Þarf að sýna árangur til að auka trúverðugleika • Herkostnaður verðbólguhjöðnunar enn til staðar • Hegðun seðlabankanna breytist: • Meira litið til langtímaþróunar verðbólgu en skammtíma sveiflna í verðbólgu • Peningastefnan framsýnni en áður • Glíma peningastefnunnar við skelli: • Samanburður á olíuverðshækkunum á 8. og 10. áratugnum

  27. Efasemdir um gagnsemi IT • Sveigjanleiki verðbólgumarkmiðsins: • Sumir segja IT of ósveigjanlegt og auki því hagsveiflur • Aðrir segja IT of sveigjanlegt og valdi lausatökum í peningamálum • Óraunhæft að uppfylla allar forkröfur • Ýmsar forkröfur sem þarf til að geta tekið upp IT • Þessar forkröfur auka getu til ná IT en það á við um hvaða peningastefnu sem er – ekki bara IT

  28. Efasemdir um gagnsemi IT • Ófullkomin stjórn seðlabanka á verðbólgu: • Tímatafir, áhrif annarra þátta á verðbólgu o.fl. • Veldur því að seðlabankar hafa minni stjórn á verðbólgu en t.d. grunnfé • Kallar á framsýna og gagnsæja peningastefnu, þ.e. IT • Lítið gagn að geta stjórnað grunnfé ef samband þess og verðbólgu er óáreiðanlegt • Reynsla af einhliða fastgengisstefnu við frjálsa fjármagnsflutninga slæm

  29. Efasemdir um gagnsemi IT • Samspil IT og gengissveiflna: • IT kallar ekki endilega á hreint flot • Rétt að taka tillit til gengisþróunar: • Gengi hluti af miðlunarferli • Getur skipti máli umfram miðlunaráhrif ef fjármálamarkaðir vanþróaðir og skuldsetning í erlendri mynt algeng • Þarf þó að passa að gengi taki ekki yfir sem akkeri stefnu: • Reynsla Nýja-Sjálands og Ástralíu af Asíu-kreppu

  30. Niðurstaða fyrir Ísland • Tæplega 3 ár frá því að SÍ tók upp IT: • Mætti töluverðum mótbyr í upphafi m.a. vegna uppsafnaðra vandamála fyrri stefnu • Kostir hinnar nýju stefnu að koma í ljós: • SÍ tekst betur að miðla til almennings hver meginviðfangsefni peningastefnunnar eru og þannig aukið skilning og tiltrú á stefnunni • Umfjöllun um peningastefnuna innan SÍ hefur stórbatnað: endurspeglar betur hvað peningastefnan getur gert og hvað ekki • Áherslur í stjórn peningamála hafa færst frá skammtímasjónarmiðum yfir í umræðu um verðbólguhorfur næstu missera • Endurspeglar mun betur raunverulega virkni peningastefnunnar

More Related