190 likes | 427 Views
6. LEIKUR OG LEIKUPPELDI. Leikur og leikuppeldi 103. HVAÐ ER LEIKUR?. “Og leikurinn leikur sér á því á sinn hátt að forðast að láta ná sér og festa sig í einhverri einni skilgreiningu.” Erikson Hvaða gildi hafa kenningar um leik?. Auðkenni leiks. Hvað einkennir lei
E N D
6. LEIKUR OG LEIKUPPELDI Leikur og leikuppeldi 103
HVAÐ ER LEIKUR? • “Og leikurinn leikur sér á því á sinn hátt að forðast að láta ná sér og festa sig í einhverri einni skilgreiningu.” Erikson • Hvaða gildi hafa kenningar um leik?
Auðkenni leiks • Hvað einkennir lei • Leikur er ánægjulegur. Það er gaman að leika sér. Þótt leik fylgi ekki alltaf ytri merki um ánægju eða gleði er ljóst að barnið nýtur hans sem jákvæðrar upplifunar. Leikur er barninu gleðigjafi og nautn. • Leikur er takmark í sjálfu sér. Hann hefur ekekrt ytra takmark. Að því leyti greinist hann frá vinnu. • Leikferlið, sjálfur leikurinn, veitir barninu ánægju en ekki afrek leiksins, afköst eða árangur. Í byggingarleik er meginatriðið í augum barnsins t.d. að byggja hús úr kubbum en ekki að nota það. • Leikur er sjálfsprottin athöfn. Hann gerist sjálfkrafa. • Barn leikur sér af fúsum og frjálsum vilja. Leikur er ekki bundinn neinni skyldu eða kvöð. Leikur er frjáls athöfn. • Leikur á hug barnsins allan. Barnið er niðursokkið í virkum leik og hugfangið af honum.
Að hverju og hvernig barn leikur sér fer eftir því þroskastigi sem það er á • Leikurinn er háður uppeldisskilyrðum og ber merki þeirrar menningar sem barnið býr í • Leikurinn er lífstjáning barnsins • Það er nauðsynlegt að börn fái að njóta bernsku sinnar í heilbrigðum leik á eigin forsendum • Á því byggist leikuppeldi
FRJÁLS LEIKUR OG LEIKSKILYRÐIÍ LEIKSKÓLUM • Gömul en sígild orð á bls. 109 úr Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili frá árinu 1985 • Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfi á dagvistarheimilum fyrir börn á forskólaaldri. Hann er í senn bæði markmið og leið í uppeldisstarfinu. Reynsla barnsins tekur oftast á sig form leiksins. Í frjálsum leik eru mikilvægir þroskakostir sem geta eflt alhliða þroska barnanna, þ.e. líkamlegan, tilfinningalegan, félagslegan, vitsmunalegan, siðgæðislegan og fagurfræðilegan.
Takmarkanir frjálsa leiksins • Er háður ýmsum ytri þáttum • Byggist á viðhorfi eða afstöðu starfsfólks til leikjanna • Fjöldi barna, kynskipting, aldurs-skipting og blöndun hefur áhrif • Byggist á börnunum sjálfum, aldri, þroska, einstaklingseðli og fyrri reynslu og upplifunum
Hverju getur starfsfólk stjórnað? Hvað hefur áhrif á leik barna í skólum. Hvaða valkosti á starfsfólk? Viðhorf starfsfólks til leikja Innbyrðis félagstengsl barna Viðhorf og val á uppeldislegum starfsháttum Rammaskilyrði • Starfsform og dvalartími barna • Fjöldi barna og samsetning barnahópanna • Fjöldi starfsfólks og samsetning starfsliðs • Flatarmál eða stærð skóla, athafna- og leiksvæðis úti og inni • Hönnun leikskólabyggingarinnar • Hönnun útileiksvæðis, lögun þess og landslag • Nágrenni skólans • Fjárhagur skólans Viðhorf og val á uppeldislegum starfsháttum Kynni barna af samfélaginu og náttúrunni - kynnisferðir Leikbúnaður, leikföng og annar efniviður Tími og rými til leikja Uppeldisáætlun skólans
LEIKUR LEIKJANNA: ÞYKJUSTU- OG HLUTVERKALEIKIR Eitt er það land, sem er öllum löndum merkilegra. Það er landið, sem hvergi er til. Og þó er þetta land hvar sem maður óskar og hvernig sem maður vill að það sé. Það getur verið gott land eða vont, stórt eða lítið, fjarlægt eða nálægt, gætt öllum kostum sem land geta prýtt. Fer allt eftir því hve miklir kunnáttumenn búa þar, og hverjar kröfur þeir gera til landsins, sem þeir búa í. Þetta skrítna töfraland er þykjastamannalandið. Það er þykjastamennirnir, sem hafa fundið þetta land einir manna, numið það og byggt og ráða þar lögum og lofum, og svo mikið kunna þeir fyrir sér, að þeir geta haft land sitt næstum hvar sem vera skal, án þess að aðrir verði þess varir, jafnvel þótt það sé í landareign þeirra eða túni. Halldóra B. Björnsdóttir
Töfrar þykjustunnar • Lísa í Undralandi • Bangsímon • Leikurinn lítur lögmálum, kostir leiksins fara eftir því hversu miklir kunnáttumenn eru þar að verki og hverjar kröfur þeir gera til leiksins
Starfshættir og viðhorf starfsfólks • Starfsfólk nálgast leiki barna á mjög mismunandi hátt • Starfsmenn í samhliðaleik • Starfsmaður í návist barna og að fást við sömu eða sambærileg verkefni og börnin án þess að blanda sér í leik barnanna eða skipta sér beinlínis af þeim • Starfsmenn sem leikfélagar • starfsfólk sem tekur þátt í leik á forsendum barnsins • gengur inn í leik sem börnin hafa sjálf vali og hafið • tekur þátt þegar börnin biðja um það • hlustar vel á það sem börnin segja ot taka vel eftir því sem þau gera • getur nálgast börnin á sérstakan hátt • öðlast meiri skilning á börnunum, öðlast traust sem vinur • Þátttaka starfsmanna getur verið mikilvæg • þegar leikurinn fer að staðna og flosna upp • þegar leikurinn er sýnilega á leið til árekstra og rifrildis • þegar barn á erfitt með að einbeita sér og unir lítið við leik til lengdar
Starfsmenn sem leikkennarar • Virk leiðsögn eða kennsla nauðsynleg og gagnleg í vissum tilvikum • Stjórna leiknum og ákveða leikþemað • skortur t.d. á eðlilegum málþroska og eðlilegri rökhugsun • skortur á samskiptahæfni og almennri reynslu • tilfinningavandamál • vanhirt og vansæl • Starfsmenn sem talsmenn veruleikans • Koma með athugasemdir og uppástungur varðandi leikinn utan frá • Skírskotað til veruleikans t.d. með siðum og reglum • Röskuðu leikferlinu eða atburðarrásinni og eyðilögðu leikinn sem slíkan
Leikstíll og viðhorf barna • Greinarmunur á þrenns konar leikstíl hjá börnum • Byggingarmeistarinn • Hönnuðir, húsasmiðir, landkönnuðir • Hneigjast að samleitinni hugsun og rökhyggju • Sjá mynstur í reynsluheimi sínum • Vilja ljúka við leiki sína og störf • Kanna kosti og eiginleika hluta í kringum sig og byggja á þeim
Mælskumaðurinn • Áberandi kyrrlát, hlédræg og íhugu • Hneigjast til að hugsa, spyrja og spjalla fremur en að framkvæma • Sein til verka • Óvirkir áhorfendur • Oft vanmetið • Gleymast í virkum og hávaðasömum barnahóp • Oft mjög gáfuð börn • Leikjaskáldið • Hugmyndarík og hneigjast að alls konar þykjustu- og hlutverkaleikjum • Eiga auðvelt með alla ummyndun • Leika alls konar hlutverk • Geta notað nánast hvað sem er í þykjustu • Mikilvægt að efla og styrkja í fari barnsins
Hvað hefur áhrif á gæði þykjustuleikja? • Umhverfið og fullorðna fólkið á heimilum, í skólum og öðrum stofnunum fyrir börn þarf að stuðla á virkan hátt að þróun þessara leikja • Börn þurfa tíma til að geta lagt drög að leiknum, undirbúa hann, byggja hann upp og þróa leikferlið. Þau þurfa einnig að hafa reynslu og æfingu í að leika í þykjustunni með öðrum börnum til þess að geta leikið þessa leiki í háum gæðaflokki • Upplifanir barnanna, umfang þeirra og inntak, hæfni barnanna til þess að koma hugmyndum sínum til skila og hæfni til þess að hlusta á aðra eykur leikfærni þeirra • Börn verða að fá að leika á eigin forsendum og stjórna leikferlinu sjálf
Leikuppeldi, alhliða þroski og skyldunám • Leikurinn opnar börnum sýn inn í lífið og tilveruna • Barnið áttar sig á raunveruleikanum í gegnum leik • Barnið æfir og þjálfar líkama sinn og skerpir skynjanir sínar í alls konar skynfæra- og hreyfileikjum • Sköpunar- og byggingarleikir örva sköpunarhæfni barnsins • Í þykjustu- og hlutverkaleikjum leitast barnið við að átta sig á veruleikanum og tengja saman ytri og innri veruleika • Í leik með öðrum börnum eflist eigið sjálf og sjálfsmynd skerpist • Leikreglur lærast og vináttubönd skapast • Leikurinn er mikilvæg náms- og þroskaleið
Barnið sjálft – barnið heilt og óskipt – á að vera í brennidepli = leikuppeldi byggir á því • Gengið er út frá forsendum barnsins sjálfs, þroska þess og þörfum, kostum og göllum
Leikkenningar og mikilvægustu þroskaþættir barnsins • Kenningar sálkönnuða lýsa djúpstæðum tengslum milli leiks og tilfinningalífs, lækningamætti leiksins og áhrifum hans á sjálf barnsins og persónuþroska • Piaget lítur fyrst og fremst á leik sem þátt í vitsmunaþroska barnsins • Sovéska sálfræðin varpar ljósi á leikinn sem félagslegt ferli og félagslegt siðgæðisafl • Boðskiptakenningin skoðar leikinn aðallega sem boðskipti og viðhorf til veruleikans • Rannsóknir í anda boðskiptakenningarinnar og sovésku sálfræðinnar beinast að þykjustu- og hlutverkaleikjum • Allar kenningarnar halda því fram að leikurinn sé frjóangi allrar listsköpunar – undanfari allra lista í máli, myndum, tónum og hreyfingu
Forvarnarstarf og náms- og þroskaleið • Leikur stuðlar að heilbrigðum þroska barnsins, líkamlegum og andlegum • Myndbönd, sjónvarp og bílsetur drjúgur þáttur í daglegu lífi barna • Börn hvorki virk né skapandi við slíkar aðstæður • Eðlileg hreyfing og útiveru á undanhaldi í uppeldi • Leikur er mikilvæg náms- og þroskaleið • Leyfum barninu að vera barn og njóta bernsku sinnar