120 likes | 281 Views
Lýðræði er leikur einn . Verkefnið „Lýðræði er leikur einn“ er samstarfsverkefni þriggja grunnskóla (Grundarfirði, Sandgerði og Vogum) með stuðningi Sprotasjóðs, Umboðsmanns barna, Unicef, UMFÍ og Skátanna .
E N D
Verkefnið „Lýðræði er leikur einn“ er samstarfsverkefni þriggja grunnskóla (Grundarfirði, Sandgerði og Vogum) með stuðningi Sprotasjóðs, Umboðsmanns barna, Unicef, UMFÍ og Skátanna. • Í nýrri aðalnámskrá er námi skipt í sex grunnþætti og er lýðræði og mannréttindi einn þeirra. • Markmið verkefnisins er að þjálfa nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og ígrundun um mannréttindi í samstarfi við foreldra, félagasamtök og bæjarfélagið í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Í aðalnámskrá grunnskóla segir: • „ Lýðræðis- og mannréttindamenntun byggist á gagnrýninni hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins. Slíkt nám gerir ráð fyrir samstarfi út fyrir veggi skóla engu síður en samstarfi í skólanum. Þannig þarf að gera ráð fyrir virku samstarfi við heimili barna og ungmenna og við æskulýðs- og íþróttastarf. Gera þarf ráð fyrir virku samstarfi við grenndarsamfélag innan sveitarfélags eða hverfis en slíkt samstarf er einnig einn af lykilþáttum sjálfbærni. Áhersla er lögð á að lýðræðislegir skólar geti þannig tekið þátt í að skapa samábyrgt og sjálfbært samfélag.“
Í samræmi við nýja Aðalnámsskrá -nokkur dæmi Nemendur eiga að ná hæfni í að: • Sýna fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti og sýna umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. • Gera grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess. • Setja sig í spor fólks með ólíkan bakrunn á völdum stöðum og tímum. • Geta lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta. • Gera grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnanna samfélagsins. • Gera grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu. • Geta lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans í nærsamfélagi, umhverfi og menningu. • Setja sér markmið og gera áætlun fyrir fjölbreytt viðfangsefni. • Taka þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. • Rökræða um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga. • Taka þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, og sýna ábyrgð í samskiptum.
Hjálpargögn við kennsluna • Bókin Kompás ásamt vefsíðu. • www.stjornlogungafolksins.is • Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna
Kennslan • Nemendur vinna aðallega í hópavinnu, þar sem kennari stýrir ekki, heldur er leiðbeinandi á hliðarlínunni. • Nemendur setja öll einstaklingsverkefni, hugmyndir og annað sem þeim dettur í hug, í leiðarbók. • Nemendur þjálfa sig í virkri hlustun, hópavinnu, framkomu og að mynda sér skoðanir og tjá þær fyrir samnemendum sínum.
Fyrst var farið yfir Barnasáttmálann. Eftir það fóru nemendur í verkefni tengdu því um muninn á mannréttindum og forréttindum. • Farið í verkefni þar sem nemendur þurftu að þjálfast í virkri hlustun og mynda sér skoðun. • Ræðuhöld. • Nemendum kynnt hvað var verið að kjósa um í kosningum um stjórnarskrá. • Farið yfir starf alþingis, þingmanna, ríkisstjórnar og forseta. • Nemendum kynnt fyrir barni sem „þau“ eiga í Mongólíu. Nemendur unnu verkefni út frá því. • Verkefnið ,,Framtíðarmöguleikar okkar“. Nemendur vinna með bæinn sinn Sandgerði • Jólaverkefni, tengt því að betra er að gefa en þiggja.
Námsmat • Leiðarmappa 40%. • Á meðan nemendur eru að vinna í hópaverkefni, er ávallt haldinn bekkjarfundur þar sem farið er yfir stöðu mála. Í lok er sjálfsmat, jafningjamat og kennaramat. Hópaverkefnin gilda samtals 40% • Nemendur fá skriflegt mat strax eftir að þeir hafa haldið ræðu eða komið fram. Framkoma, tjáning og þátttaka gildir 20%.