1 / 12

Lýðræði er leikur einn

Lýðræði er leikur einn . Verkefnið „Lýðræði er leikur einn“ er samstarfsverkefni þriggja grunnskóla (Grundarfirði, Sandgerði og Vogum) með stuðningi Sprotasjóðs, Umboðsmanns barna, Unicef, UMFÍ og Skátanna .

hayden
Download Presentation

Lýðræði er leikur einn

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lýðræði er leikur einn

  2. Verkefnið „Lýðræði er leikur einn“ er samstarfsverkefni þriggja grunnskóla (Grundarfirði, Sandgerði og Vogum) með stuðningi Sprotasjóðs, Umboðsmanns barna, Unicef, UMFÍ og Skátanna. • Í nýrri aðalnámskrá er námi skipt í sex grunnþætti og er lýðræði og mannréttindi einn þeirra. • Markmið verkefnisins er að þjálfa nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og ígrundun um mannréttindi í samstarfi við foreldra, félagasamtök og bæjarfélagið í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Í aðalnámskrá grunnskóla segir: • „ Lýðræðis- og mannréttindamenntun byggist á gagnrýninni hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins. Slíkt nám gerir ráð fyrir samstarfi út fyrir veggi skóla engu síður en samstarfi í skólanum. Þannig þarf að gera ráð fyrir virku samstarfi við heimili barna og ungmenna og við æskulýðs- og íþróttastarf. Gera þarf ráð fyrir virku samstarfi við grenndarsamfélag innan sveitarfélags eða hverfis en slíkt samstarf er einnig einn af lykilþáttum sjálfbærni. Áhersla er lögð á að lýðræðislegir skólar geti þannig tekið þátt í að skapa samábyrgt og sjálfbært samfélag.“

  3. Í samræmi við nýja Aðalnámsskrá -nokkur dæmi Nemendur eiga að ná hæfni í að: • Sýna fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti og sýna umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. • Gera grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess. • Setja sig í spor fólks með ólíkan bakrunn á völdum stöðum og tímum. • Geta lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta. • Gera grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnanna samfélagsins. • Gera grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu. • Geta lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans í nærsamfélagi, umhverfi og menningu. • Setja sér markmið og gera áætlun fyrir fjölbreytt viðfangsefni. • Taka þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. • Rökræða um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga. • Taka þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, og sýna ábyrgð í samskiptum.

  4. Svona set ég upp áætlunina

  5. Hjálpargögn við kennsluna • Bókin Kompás ásamt vefsíðu. • www.stjornlogungafolksins.is • Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna

  6. Kennslan • Nemendur vinna aðallega í hópavinnu, þar sem kennari stýrir ekki, heldur er leiðbeinandi á hliðarlínunni. • Nemendur setja öll einstaklingsverkefni, hugmyndir og annað sem þeim dettur í hug, í leiðarbók. • Nemendur þjálfa sig í virkri hlustun, hópavinnu, framkomu og að mynda sér skoðanir og tjá þær fyrir samnemendum sínum.

  7. Fyrst var farið yfir Barnasáttmálann. Eftir það fóru nemendur í verkefni tengdu því um muninn á mannréttindum og forréttindum. • Farið í verkefni þar sem nemendur þurftu að þjálfast í virkri hlustun og mynda sér skoðun. • Ræðuhöld. • Nemendum kynnt hvað var verið að kjósa um í kosningum um stjórnarskrá. • Farið yfir starf alþingis, þingmanna, ríkisstjórnar og forseta. • Nemendum kynnt fyrir barni sem „þau“ eiga í Mongólíu. Nemendur unnu verkefni út frá því. • Verkefnið ,,Framtíðarmöguleikar okkar“. Nemendur vinna með bæinn sinn Sandgerði • Jólaverkefni, tengt því að betra er að gefa en þiggja.

  8. Námsmat • Leiðarmappa 40%. • Á meðan nemendur eru að vinna í hópaverkefni, er ávallt haldinn bekkjarfundur þar sem farið er yfir stöðu mála. Í lok er sjálfsmat, jafningjamat og kennaramat. Hópaverkefnin gilda samtals 40% • Nemendur fá skriflegt mat strax eftir að þeir hafa haldið ræðu eða komið fram. Framkoma, tjáning og þátttaka gildir 20%.

More Related