200 likes | 339 Views
Viðhorf í stærðfræðinámi. Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 2003. Viðhorf til stærðfræðinnar. Skoðanir: Stærðfræðin er grein þar sem notaðar eru reglur. Afstaða til greinarinnar: Ég vildi heldur skipta um dekk á bíl en læra meiri algebru. Tilfinningar:
E N D
Viðhorf í stærðfræðinámi Stærðfræði – stærðfræðinemandinn 2003
Viðhorf til stærðfræðinnar • Skoðanir: • Stærðfræðin er grein þar sem notaðar eru reglur. • Afstaða til greinarinnar: • Ég vildi heldur skipta um dekk á bíl en læra meiri algebru. • Tilfinningar: • Oh, ég get þetta ekki, ég þoli ekki tölfræði! Guðmundur Birgisson
Greining skoðana • Skoðanir á stærðfræðinni. • Skoðanir á sjálfum sér. • Skoðanir á stærðfræðikennslu. • Skoðanir á félagslegu umhverfi. Guðmundur Birgisson
Greining afstöðu • Afstaða til náms almennt. • Afstaða til skólans. • Afstaða til kennarans. • Afstaða til stærðfræðinnar. • Afstaða til einstakra þátta stærðfræðinnar. • Afstaða til vinnubragða. Guðmundur Birgisson
Greining tilfinninga • Tilfinningar gagnvart námsefni. • Tilfinningar við heimanám. • Tilfinningar við hópvinnu. • Tilfinningar við einstaklingsvinnu. • Tilfinningar við lausn erfiðra þrauta. • Tilfinningar við lausn léttra þrauta. Guðmundur Birgisson
Ástæður þess að við... • Innri og ytri áhugahvöt: • Vegna þess að það er próf. • Vegna þess að þá get ég gert það sem ég vil. • Vegna þess að rúmfræðiþrautir veita mér útrás fyrir frumlega hugsun. • Áhersla á viðfangsefnið eða sjálfið: • Ég kláraði dæmið eins og hinir. (Fann stærstu töluna og minnstu töluna í dæmi 3 á bls. 20). • Mér tókst að skilja hvers vegna... (Raðaði tölunum í dæmi 3 á bls. 20 eftir stærð). Guðmundur Birgisson
Gildismat og væntingar • Hversu líklegt er að mér gagni vel ef ég legg mig fram? • Hversu líklegt er að mér gangi illa þó ég leggi mig fram? • Hvers virði er mér að ganga vel? • Hversu alvarlegt er ef mér gengur illa? Guðmundur Birgisson
Skýringar nemenda • Af hverju gekk mér vel? • Af hverju gekk mér illa? Guðmundur Birgisson
Hvað vitum við? • Gerður Björnsdóttir og Bára Birgisdóttir (2000). Nemendur í 5. og 9. bekk í Reykjavík: • 76% segja að allir geti orðið góðir í stærðfræði. • 89% segja “Ég get orðið góð í stærðfræði.” • Af þeim segjast 66% vinna vel í stærðfræðitímum og 69% vinna vel heima. 28% segjast hafa gaman af heimavinnunni. 58% finnst þeir standa sig vel í stærðfræði Guðmundur Birgisson
5. og 9. bekkur (frh.) • Þegar ný viðfangsefni eru kynnt hugsa 63% nemenda að þeir muni ná valdi á nýja efninu. • Þegar ný þraut er lögð fyrir hugsa 76% nemenda að þeir geti leyst þrautina. • 78% nemenda segja að það skipti þá máli að vera góðir í stærðfræði. • 84% nemenda segjast telja að það skipti foreldra þeirra máli að þeir séu góðir í stærðfræði. Guðmundur Birgisson
5. og 9. bekkur (frh.) • 80% nemenda segjast læra stærðfræði af því að hún sé mikilvæg. • 68% telja stærðfræði hafa notagildi í daglegu lífi. • 75% telja að stærðfræðin muni nýtast þeim í starfi. • Hvar sjá nemendur stærðfræðina notaða? • Í skólanum og í búðum! Guðmundur Birgisson
Munur á 5. og 9. bekk? • 73% 5. bekkinga telja að þeir standi sig vel eða mjög vel í stærðfræði. • 38% 9. bekkinga telja að þeir standi sig vel eða mjög vel í stærðfræði. • 73% 5. bekkinga telja að það eigi að taka 1 - 3 mínútur að leysa orðadæmi. • 47% 9. bekkinga telja að það eigi að taka 1 - 3 mínútur að leysa orðadæmi. Guðmundur Birgisson
Mannlýsingar(1): Varði Varðberg • Varða gengur illa í stærðfræði. Hann er farinn að trúa því að ekkert fái því breytt. Þess vegna eyðir hann orku sinni í að passa að fólk haldi ekki að hann sé heimskur. Hann er svo flinkur við þetta að kennarinn tekur ekki eftir því að hann gerir aldrei neitt sjálfur – allir halda að hann sé frekar iðinn. Þegar að prófum kemur lætur hann eins og honum sé sama um einkunnina, fíflast og gantast og þá er hægt að skýra lága einkunn með öðru en því að hann kunni alls ekki neitt. (1) Lýsingarnar eru byggðar á mannlýsingum í Stipek, D. (1993). Motivation to Learn: From Theory to Practice. Allyn and Bacon. MA. Guðmundur Birgisson
Mannlýsingar: Vilma frá Vonleysuströnd • Vilma er búin að gefast upp. Hún reynir ekki að reikna og reynir ekki að láta líta út fyrir að hún sé að leysa dæmin. Kennarinn spyr hana af hverju hún geri ekkert og Vilma svarar: „Ég skil þetta ekki.“ Kennarinn fer með henni í gegnum eitt dæmi og spyr hana um einstök skref. Hún veit greinilega eitt og annað en situr áfram aðgerðarlaus þegar kennarinn snýr sér að öðrum nemendum. Vilma er sannfærð um að hún geti ekki náð tökum á stærðfræðinni og hefur líka gefist upp á að telja öðrum trú um hið gagnstæða. Guðmundur Birgisson
Mannlýsingar: Anna áreiðanlega • Anna fær alltaf háa einkunn í stærðfræði. Heimavinnan hennar er óaðfinnanleg. Hún fékk 10 á stúdentsprófinu. Hún hefur mikinn metnað og þegar hún fékk 8,0 á skyndiprófi varð hún eyðilögð og fékk 10 á því næsta. Kennarinn reynir stundum að fá hana til að reyna við þyngri þrautir en Anna fæst ekki til að glíma við þær ef þær eru ekki til prófs. Henni var boðið að taka þátt í stærðfræðikeppni háskólanna en hún afþakkaði boðið. Hún ætlar ekki í stærðfræðikjörsvið. Guðmundur Birgisson
Mannlýsingar: Siggi sátti • Siggi er ævinlega hrókur alls fagnaðar, mætir vel og drollar oft í skólanum lengi eftir að kennslu lýkur. Honum finnst gaman í skólanum. Siggi fær venjulega 6 eða 7 í stærðfræði og kennarinn hans er argur því Siggi gæti náð miklu betri árangri. Stundum er hann sá eini sem getur svarað erfiðum spurningum. Siggi hefur áhuga á forritun og vinnur fyrir sér með vefsíðugerð. Hann er fyllilega sáttur við einkunnirnar sínar og kennarinn getur með engu móti fengið hann til að leggja sig meira fram í stærðfræðinni. Guðmundur Birgisson
Mannlýsingar: Irma óttaslegna • Irmu gengur vel í öllu nema stærðfræði. Að vísu er heimavinnan hennar oftast rétt og vel unnin en þegar kennarinn spyr hana um eitthvað í stærðfræðitíma veit hún aldrei svarið og henni gengur illa á prófum. Á prófunum hennar sést greinilega að hún hefur oft þurrkað út rétta lausn og skrifað svo eitthvað annað sem er ekki rétt. Hún er oft fjarverandi í stærðfræðitímum og þarf oft að taka sjúkrapróf að hausti. Guðmundur Birgisson
Æfingar • Hversu líklegt er að mér gangi vel í stærðfræðinni ef ég legg mig fram? • Hvers virði er það fyrir mig að mér gangi vel í stærðfræðinni? • Hef ég bara áhuga á að ná prófinu eða vil ég verða góður stærðfræðikennari? • Reyni ég að finna áhugaverða fleti á dæmunum sem ekki er spurt um og ekki er svar við í bókinni? • Er ég til í að takast á við erfið verkefni þótt árangurinn verði ekki fullkominn? Guðmundur Birgisson
Æfingar • Er ég til í að glíma við hvert dæmi lengur en 5 mínútur? • Get ég lært af því að glíma við dæmi þótt ég nái ekki að klára það? • Er ég til í að segja frá tilraunum mínum til að leysa dæmi þótt ég sé ekki viss um að svar mitt sé rétt? • Finn ég fyrir gleði þegar mér tekst að leysa dæmi? • Finn ég fyrir kvíða þegar ég kem í stærðfræðitíma? Guðmundur Birgisson
Æfingar • Finn ég fyrir kvíða þegar ég hugsa til stærðfræðiprófsins? • Finn ég fyrir kvíða þegar ég hugsa til þess að kenna stærðfræði? • Hverju er það að þakka þegar mér gengur vel með stærðfræðidæmin? • Hverju er það að kenna þegar mér gengur illa með stærðfræðidæmin? • Hvaða er stærðfræði að mínu mati? • Hvernig á stærðfræðikennsla að fara fram? • Hvernig á stærðfræðinám að fara fram? Guðmundur Birgisson