270 likes | 674 Views
Íslensk málsaga Hvað á barnið að heita? Bls. 107-118. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Til hvers eru nöfn?. Nafn manns er persónulegasta eign hans og greinir hann frá fjöldanum. Í mörgum trúarbrögðum fylgir helgi nöfnum.
E N D
Íslensk málsagaHvað á barnið að heita? Bls. 107-118 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Til hvers eru nöfn? • Nafn manns er persónulegasta eign hans og greinir hann frá fjöldanum. • Í mörgum trúarbrögðum fylgir helgi nöfnum. • Í heiðni hétu menn Steinn en voru helgaðir Þór: Þorsteinn, Steinþór. • Dýrlinganöfn: María, Jesús, Jakob, Georg, Barbara, Anna.
Hvaðan kemur nafnið? • Flest börn á Íslandi eru skírð. • Skírn merkir hreinsun. • Prestur gerir Hagstofu Íslands viðvart og nafnið fer í Þjóðskrá. • Einnig er hægt að gefa nafn óháð trú. • Þá bera foreldrar ábyrgð á að nafnið sé fært í Þjóðskrá.
Hvaðan kemur nafnið? • Margir heitaí höfuðið á lifandi fólki. • Aðrir heita eftir látnum einstaklingum. • Ýmsir bera draumnöfn. Oft hefur þá einhver persóna vitjað nafns í draumi. • Sumir heita eftir jörðum sem tengjast ættinni: • Holti af Holtastöðum • Dýrfinna af Dýrfinnustöðum • Kalman eftir Kalmanstungu • Sumir heita „út í bláinn“!
Hvaðan kemur nafnið? • Bókmenntir hafa aukið vinsældir margra nafna. • Kjartan og Melkorka úr Laxdælu. • Erla úr kvæðinu Erla góða Erla. • Andri úr Punktur punktur komma strik. • Silja, Sunna, Líf, Dagur úr bókaflokknum Ísfólkinu. • Bókmenntir hafa líka dregið úr vinsældum margra nafna og jafnvel kveðið þau í kútinn. • Hrappur og Mörður í Njálu. • Grettir úr Grettis sögu. • Gróa úr Pilti og stúlku.
Hvað mótar nafnatískuna? • Bókmenntir • Frægir einstaklingar • Styrjaldir • Trúarbrögð • Þjóðlegar hefðir • Fleira?
Hvað er einstakt við íslenska nafnasiði? • Sérstök lög gilda um nöfn Íslendinga og hvaða nöfn megi gefa börnum. • Skírnarnafn • Það nafn sem viðkomandi hefur verið skírður. • Eiginnafn • Það nafn sem viðkomandi hefur verið nefndur. Skírnarnafn er eiginnafn einstaklings.
Hvað er einstakt við íslenska nafnasiði? • Íslendingar varðveita einir þjóða þann sið að kenna sig við föður sinn eða móður. • Ættarnöfn eru þó til á Íslandi. Þá kennir einstaklingur sig við ætt sína en ekki föður eða móður. • Íslenskar konur halda því nöfnum sínum við giftingu.
Hvað er einstakt við íslenska nafnasiði? • Ættarnöfn á Íslandi eru a.m.k. 300 en bannað er að taka upp ný ættarnöfn. • Margir hafa þó farið í kringum þetta með því að skíra börn sín nöfnum sem notuð eru sem ættarnöfn. • Ættarnöfn eru frá Rómverjum komin. Þeir voru fjölskyldumenn og faðirinn hafði ráð fjölskyldunnar í hendi sér.
Hvað er einstakt við íslenska nafnasiði?, frh. • Nafnasiðir Sama líkjast að nokkru leyti íslenskum nafnasiðum. • Samískur maður ber eiginnafn en síðan eru valin nöfn til þess að kenna hann til ættarinnar. • Það eru nöfn nafnkunnra manna úr undanfarandi ættliðum (Gunnar Elsa Sólveig). • Í gamla daga var nöfnum íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn stundum snúið upp á latínu enda taldist latína vera heimsmál. • Einar Einarsson varð þá Ennarus Ennari. • Sumir héldu þessu nafni þegar þeir komu heim (Thorlacius, Briem, Stephensen, Vídalín).
Hvað er einstakt við íslenska nafnasiði?, frh. • Mörg erlend ættarnöfn hafa orðið til á þann veg að maður fram af manni var í sömu starfsgrein. • John Smith • Maria Miller • Lou Carpenter • ...
Hvað er viðurnefni? • Viðurnefni er aukanefni sem manni er gefið, oftast án þess að hann hafi óskað eftir því, en ræðst af ýmsum þáttum, s.s. útliti, búsetu, siðum og venjum, persónulegum einkennum, afrekum eða lítilmennsku. • Haraldur hárfagri (lúfa) • Höskuldur Hvítanesgoði • Kaupa-Héðinn • Valgarður grái • Hallgerður langbrók • Ölvir barnakarl • Auður djúpúðga • Hrafna-Flóki
Hvað er uppnefni, gælunafn og stuttnefni? • Uppnefni • Oftast niðrandi. • Gjarnan dregið af öðrum orðstofni en þeim sem í eiginnafninu er. • Dæmi: Gunnar skalli • Gælunafn • Óopinbert nafn notað í hópi nánustu ættingja eða vina. • Dæmi: Brósi, Lilli, Systa... • Stuttnefni • Sumpart eins og gælunafn en mörg stuttnefni eru þó af óskyldum stofni. • Þessi nöfn eru oft notuð utan vébanda fjölskyldunnar en eru þó tæpast opinber • Dæmi: Guðmundur = Gummi/Mummi, Mundi, Guðrún = Gunna/Gudda...
Af hverju heita menn fleiri en einu nafni? • Í fornum sögum eru engin dæmi þess að menn hafi haft fleiri en eitt eiginnafn. • Viðurnefni voru þó algeng og vísast hafa sum þeirra breyst í nöfn. • Eyvindur lambi > Lambi • Finna > Kolfinna • Í Þorsteins sögu hvíta segir frá því hvernig Helgi Þorgilsson fékk viðurnefnið Brodd-Helgi. „Var það þá átrúnaður manna, að þeir menn myndu lengur lifa, sem tvö nöfn hefðu.“
Af hverju heita menn fleiri en einu nafni? • Nú eru tvínefni algengari en einnefni. • Ástæðan er líklega m.a. sú ríka hefð að gefa börnum nöfn forfeðra og formæðra sinna. Barn getur þá heitið í höfuðið á fleiri en einum einstaklingi. • Líklega hafa tvínefni færst í aukana hér á landi fyrir dönsk áhrif.
Fjöldi nafna og fjölbreytni þeirra • Í manntalinu 1703 voru Íslendingar rúmlega 50.000 talsins. • 25% karlmanna hét Jón. • 20% kvenna hét Guðrún. • Árið 1982 höfðu nafnavenjur breyst: • 4,8% karla báru nafnið Jón. • 4,6% kvenna báru nafnið Guðrún.
Fjöldi nafna og fjölbreytni þeirra • Fjölbreytni nafna hefur aukist smám saman. • Árið 1999 báru íslenskir karlar 2918 nöfn en konur 3802. • Sérstök lög gilda um mannanöfn og gefin hefur verið út skrá um nöfn sem þykja hæf til notkunar. Hún er mjög umdeild.
Norræn nöfn • Norræn nöfn eru af ýmsum toga. • Mörg þeirra eru komin úr náttúrunni: • Steinn, Unnur, Örn, Hrafn, Bergur, Björn, Birna, Bjarni. • Sumum börnum hafa verið gefin nöfn eftir útliti eða innræti: • Kolur, Kolfinna, Svartur, Kolskeggur, Arnljótur, Sölvi, Snorri. • Sumir nefndu börn sín í von um að þau öðluðust þá eiginleika sem í nafninu felast: • Hrærekur, Vígbjóður, Styrgerður, Styrr. • Fornmenn helguðu goðum og vættum börn sín. • Finnur og Gerður urðu Þorfinnur og Þorgerður.
Keltnesk nöfn • Keltnesk nöfn eru ekki algeng í nútímamáli. • Karlmannsnöfn: • Kjartan er algengasta karlmannsnafnið af keltneskum uppruna. • Njáll, Kormákur og Brjánn eru einnig nokkuð algeng. • Enginn heitir nú hins vegar Bekan eða Kaðall. • Kvenmannsnöfn: • Melkorka er algengasta kvenmannsnafnið af keltenskum uppruna. • Kaðlín er hins vegar sárasjaldgæft.
Hvernig breytti kristnitakan árið 1000 nafnaforðanum? • Biblían varð veigamikill áhrifavaldur í nafngiftum Íslendinga sem og annarra kristinna þjóða. • Jón, Jóhann og Jóhanna eru nöfn sem ættuð eru frá Jóhannesi skírara. • Andrés, Jakob, Markús, Páll og Pétur eru postulanöfn. • Elísabet, Katrín, Agnes, Anna, Tómas, Nikulás, Ólafur og Guðmundur voru dýrlinganöfn. • Nafnið Guðrún hélt vinsældum sínum eftir kristnitöku, sennilega vegna þess að menn lögðu nýja merkingu í nafnið.
Dönsk/þýsk nöfn komu eftir siðaskipti 1550 • Danakonungur varð einvaldur hér á landi 1662. • Það varð þó ekki fyrr en á 18. öld að dönsku konunganöfnin fóru að njóta hylli hér á landi: • Friðrik, Kristján • Nöfnin Axel, Jóakim, Eðvald, Hans, Karólína og Lovísa eru líklega einnig komin úr dönsku. • Þýskaland var miðstöð siðaskiptamanna. Þaðan eru ýmis nöfn komin: • Marteinn, Hannes, Eggert • Á 19. öld urðu tvínefni býsna algeng hérlendis, einkum að danskri fyrirmynd: • Anna María • Karlmannsnöfn með Jens eða Hans að öðrum hvorum lið.
Íslendingar bjuggu til nöfn • Á 19. öld fóru menn að marki að búa til nöfn af erlendum og innlendum stofni: • Kristmundur (mundur = hönd), Kristbjörg (björg= so. bjarga). • Guðjón, Guðbjörg, Jóngeir. • Á 19. öld fóru menn að búa til kvenmannsnöfn af karlmannsnöfnum: • Ólöf, Ólafía, Hákonía, Björnonía, Skúlína. • Karlmannsnöfn leidd af kvenmannsnöfnum er fátíðari: • Rósar, Sigurlaugur, Katríníus, Guðrúníus, Liljus. • Ýmis nöfn eru nú til bæði í íslenskri og erlendri útgáfu: • Hlöðver/Lúðvík • Róbert/Hróbjartur
Hvaða tíska ríkir í nafngiftum núna? • Nafnasiðir fylgja ávallt tískustraumum. • Foreldrar velja börnum sínum nöfn eftir sviðvenju í hverri ætt, út í bláinn eða öðrum leiðum sem hér hafa verið nefndar. • Jafnframt er algengt að börnum séu gefin tvö stutt nöfn: • Jón Þór, Elva Dögg, Íris Ósk, Bjarni Freyr. • Sara Líf, Embla Sól, Sindri Snær og Gabríel Máni.
Hvaða tíska ríkir í nafngiftum núna? • Eftirtalin nöfn eru á lista yfir 20 algengustu nöfn barna á aldrinum 0-4 ára en ekki á lista yfir 100 algengustu nöfn Íslendinga allra árið 2007: • Gabríel, Ísak, Mikael, Aníta, Birta, Embla, Emilía. • Þessi nöfn hafa einnig notið stóraukinna vinsælda undanfarin ár: • Alexander, Aron, Daníel, Kristófer, Viktor, Andrea, Eva, Rakel, Sara, Thelma og Tinna.
Hvaða tíska ríkir í nafngiftum núna? • Í staðinn hafa mörg gömul og gróin íslensk nöfn hrapað niður á vinsældalistanum. Eftirtalin nöfn eru á meðal 20 algengustu nafna Íslendinga allra árið 2007 en komast ekki á listann þegar um er að ræða börn á aldrinum 0-4 ára: • Karlmannsnöfn: Bjarni, Gísli, Ragnar • Kvenmannsnöfn: Erla, Guðbjörg, Guðný, Ólöf • Þessi nöfn hafa líka þokað fyrir tískunöfnum: • Árni, Björn, Helgi, Halldór, Jóhann, Kristinn, Pétur, Ásta, Elín, Ingibjörg, Jóhanna, Ragnheiður, Sigríður.