90 likes | 208 Views
Starfsmannaráðgjöf Starfsafls - Lærdómar 2007-2008. ÁHÆTTA. Þeir starfsmenn sem eru í mestri áhættu með að missa af endurmenntun og þjálfun eru: Almennir starfsmenn (án fagréttinda). Starfsmenn lítilla eða meðalstórra fyrirtækja (SME) á almenna vinnumarkaðnum (einkageirinn).
E N D
ÁHÆTTA • Þeir starfsmenn sem eru í mestri áhættu með að missa af endurmenntun og þjálfun eru: • Almennir starfsmenn (án fagréttinda). • Starfsmenn lítilla eða meðalstórra fyrirtækja (SME) á almenna vinnumarkaðnum (einkageirinn). • Starfsmenn sem hafa annað móðurmál en það sem almennt er talað á vinnustað (=útlendingar). • Hvað ef öll þessi atriði eru til staðar eins og víða er í ferðaþjónustunni? • Við viljum nýja nálgun á viðfangsefnið, ekki nóg að bjóða bara námskeið og fjármögnun þeirra. En að sjálfsögðu verður það til staðar áfram.
Hvað er Starfsafl? • Starfsafl er fræðslusjóður í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins. • Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur, starfsmenntaiðgjald (0,2% af launum) og styrkir frá ýmsum sjóðum. • Starfsafl styrkir fyrirtæki og einstaklinga til fræðslu. • Að jafnaði styrkir sjóðurinn 75% af kostnaði við fræðslu félagsmanna í Flóabandalaginu. • Landsmennt er byggt upp á svipaðan hátt, eigendur eru SA og félög SGS á landsbyggðinni.
Hvað er Starfsmannaráðgjöf Starfsafls/Landsmenntar? • Sameiginlegt verkefni Starfsafls og Landsmenntar (og eiganda þeirra). • Sama aðferðafræði en aðeins mismunandi nálgun t.d. kynningarefni. • Tvö verkefni bæði með góðum stuðningi Starfmenntaráðs. Það þriðja í ferli. • Byggist á því að fræðslusjóðir kosta vinnu utanaðkomandi mannauðsráðgjafa í tiltekinn tíma (25-50 klst) sem vinnur með viðkomandi fyrirtæki að starfþróunarmálum. • Afurð verkefnis er skýrsla o.fl. afurðir t.d. gátlistar, starfsmannahandbækur, fræðsluáætlanir.
Starfmannaráðgjöfin: 1. Starfmannaráðgjöf 2. Starfsmannaráðgjöf til smærri fyrirtækja 3. Fræðslustjóri að láni (nýtt 2009) • Móta heilstætt ferli frá upphafi ráðningar þar til starfsmaðurinn er orðinn þjálfaður við störf sín. • Fræðsla nýrra starfsmanna skipulögð með tilliti til hvers vinnustaðar og fyrirtækis • Stjórnendur, nýliðar og annað starfsfólk viti hver ábyrgð þeirra er í móttöku og þjálfun nýliða • Áhersla á greiningu á fræðsluþörf og mótun fræðslustefnu í framhaldinu. • Áhersla á að móta heildstætt ferli sem tekur mið af núverandi þjálfun innan hvers fyrirtækis og hvernig bæta megi inn utanaðkomandi þjálfun t.d. námskrám FA eða hjá fræðsluaðilum
Helstu aðferðir ráðgjafar • Ráðgjafi greinir í upphafi helstu stærðir í fyrirtækinu, stærð, hlutverk, viðskiptamódel, stöðu á markaði o.fl. • Rætt við helstu stjórnendur og millistjórnendur • Rætt við starfsmenn, einstaka eða í hópum, eftir stærð fyrirtækis • Settir á stofn rýnihópar, með fulltrúum allra starfsmanna. Eru nýliðaferli (ef til eru) að virka? Virk starfsmannastefna? Hvar er hægt að bæta? Fræðslustefna? Trúnaður mikilvægur. • Tillögur unnar og lagðar fyrir stjórnendur og starfsmenn.
Fyrirtæki sem hafa tekið þátt(7 af 14 eru ferðaþjónustufyrirtæki)
Helstu lærdómar • Betri þjálfun nýliða, mikilvæg starfsmenntun. Menntun og þjálfun sem nýtist fyrirtækinu beint. • Breytir grundvallarviðmiðum innan fyrirtækis, fyrirtæki, stjórnendur og starfmenn sjá betur gildi fræðslu og þjálfunar sem tækis til að ná betri samkeppnisstöðu. • Smáfyrirtæki og almennir starfsmenn eru áhættuhópur í símenntun, verkefnið ræðst að rótum vandans. • Eykur meðvitund um námskeiðsstyrki, fleiri umsóknir hafa komið inn frá mörgum fyrirtækjum. • Ýmis önnur jákvæð hliðaráhrif.
Ár 2008 Samanburður á fjölda styrkja Starfsafls til fyrirtækja - eftir atvinnugreinum Ár 2007