1 / 19

5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94.

5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Vistfræði: Er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Vistkerfi: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði og umhverfi þeirra líka.

milton
Download Presentation

5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Vistfræði: Er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Vistkerfi: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði og umhverfi þeirra líka. Dæmi: Allar lífverur sem lifa í tjörn, vatnið, botninn og bakkarnir. Vistkerfi er því samsett úr lifandi og lífvana þáttum. Einkenni lífvera

  2. 5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Líffélag: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði mynda eitt félag. Dæmi: Allar lífverur sem lifa í Tjörninni í Reykjavík eða allar lífverur sem lifa í Viðey. Stofnar: Hver lífverutegund í líffélagi myndar einn stofn. Stofn er því hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á ákveðnu afmörkuðu svæði.Dæmi: Allir hrafnar á Íslandi eða öll hornsíli í Rauðavatni Einkenni lífvera

  3. 5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Kjörbýli eða búsvæði: kallast sá staður sem lífvera á að heimkynnum sínum. Dæmi: Kjörbýli þorsks er sjór. Í kjörbýli sínu finna lífveru fæðu og skjól. Sess: Lífverur gegna einnig ákveðnu hlutverki innan líffélagsins. Það kallast að skipa ákveðinn sess (vist) og felur í sér allt sem lífvera gerir og þarfnast innan kjörbýlis síns.Lífverur geta deilt með sér kjörbýli en geta ekki skipað nákvæmlega sama sessinn. Einkenni lífvera

  4. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. • Plöntur eru undirstaðan undir annað líf, þær eru kallaðar frumbjarga því þær mynda sjálfar fæðu sína með ljóstillífun. • Flokka má lífverur í þrjá hópa eftir því hvernig þær afla sér fæðu: • Frumframleiðendur: Plöntur sem mynda fæðu með ljóstillífun. • Neytendur: Lífverur sem lifa á frumframleiðendum. Þær eru kallaðar ófrumbjarga. Dæmi: Menn og dýr. • Sundrendur: Lífverur sem nærast á dauðum lífverum og láta þær rotna, oft kallaðar rotverur. Dæmi: Bakteríur og sveppir. Rotverur skila næringarefnum úr lífverum til baka í jarðveginn eða vatnið. Einkenni lífvera

  5. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Ljóstillífun: Ferli í frumbjarga lífverum þar sem orka sólarljóss er beisluð og notuð til að búa til fæðuefni. Koltvíoxíð   +   vatn   +   orka      sykrur (glúkósi)  +  súrefni 6 CO2 + 6 H2O + orka C6H12O6 + 6 O2 Einkenni lífvera

  6. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. súrefni glúkósi Bruni/ frumuöndun: Ferli í frumum þar sem glúkósi og aðrar einfaldar sameindir brotna niður og orkan sem losnar úr læðingi er nýtt til þess að framkvæma ýmis störf. Koltvíoxíð og vatn orka Fæða    +   súrefni      koltvíoxið   +   vatn   +   orka C6H12O6 + 6 O2 6 CO2 + 6 H2O + orka Einkenni lífvera

  7. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðukeðja: • Lýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku. • Plöntur eru í fyrsta hlekk fæðukeðjunnar. Plöntuætur í þeim næsta og dýr sem lifa á plöntuætum í þriðja hlekknum. • Dæmi: Gras→engispretta→fugl→slanga Einkenni lífvera

  8. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðuvefur: • Er gerður úr mörgum fæðukeðjum og gefur betri mynd af fæðu lífvera því lífverur neyta sjaldnast bara einnar fæðutegundar. Einkenni lífvera

  9. Fæðuvefur Einkenni lífvera

  10. 5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðu/orku píramídi: • Skiptist í þrep eða hjalla. • Neðst eru frumfram-leiðendur en efst kjötætur. • Orkan minnkar eftir því sem ofar dregur, en hluti hennar tapast, t.d. með efna-skiptum. Einkenni lífvera

  11. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Innan allra vistkerfa eru ýmis tengsl milli lífvera: • Samkeppni: lífverur keppa um fæðu, vatn, skjól, birtu, maka og önnur lífsgæði. Einkenni lífvera

  12. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. 2. Ránlíf og afrán: Ránlíf þegar dýr drepa önnur dýr sér til matar Afrán þegar lífvera étur aðra lifandi lífveru, plöntu eða dýr. Einkenni lífvera

  13. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. 3. Samlíf: Tengsl milli lífvera, þar sem lífverur ýmist hagnast, tapa eða hvorugt. 3 gerðir: gistilíf, sníkjulíf og samhjálp Einkenni lífvera

  14. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Gistilíf: Annar hagnast en hinn hvorki tapar né hagnast. Dæmi: • Hrúðurkarlar sem sitja á hval • Brönugrös sem eru ásætur á trjágreinum Einkenni lífvera

  15. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Samhjálp: Báðar lífverur hagnast. Dæmi: • Fléttur sem eru sambýli sveppa og bláþörunga. Einkenni lífvera

  16. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Sníkjulíf: Sníkillinn hagnast en hýsillinn tapar. Dæmi: • Höfuðlús • Njálgur • Bandormur • Silkijurt • sæsteinsuga Einkenni lífvera

  17. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Náttúruval: Breytingar sem verða á lífverum á löngum tíma við þróun og auðvelda þeim að lifa af í umhverfi sínu. Einkenni lífvera

  18. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. • Aðlögun: Orsakast af náttúruvali og leiðir til þess að útlit og hegðun lífvera af ákveðinni tegund breytist á löngum tíma. Aðlagast t.d. að óvinum sínum eða að samkeppni um búsvæði eða fæðu. Einkenni lífvera

  19. 5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Jafnvægi í vistkerfinu: • Í vistkerfum ríkir oftast jafnvægi. • Jafnvægið getur raskast vegna breytinga á umhverfisþáttum (regni, hita ofl.) eða vegna breytinga á einni eða fleirri tegundum líffélagsins. Einkenni lífvera

More Related