190 likes | 462 Views
5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Vistfræði: Er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Vistkerfi: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði og umhverfi þeirra líka.
E N D
5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Vistfræði: Er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Vistkerfi: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði og umhverfi þeirra líka. Dæmi: Allar lífverur sem lifa í tjörn, vatnið, botninn og bakkarnir. Vistkerfi er því samsett úr lifandi og lífvana þáttum. Einkenni lífvera
5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Líffélag: Allar lífverur sem lifa á ákveðnu svæði mynda eitt félag. Dæmi: Allar lífverur sem lifa í Tjörninni í Reykjavík eða allar lífverur sem lifa í Viðey. Stofnar: Hver lífverutegund í líffélagi myndar einn stofn. Stofn er því hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á ákveðnu afmörkuðu svæði.Dæmi: Allir hrafnar á Íslandi eða öll hornsíli í Rauðavatni Einkenni lífvera
5-1. Lífverur og umhverfi þeirra bls. 88-94. Kjörbýli eða búsvæði: kallast sá staður sem lífvera á að heimkynnum sínum. Dæmi: Kjörbýli þorsks er sjór. Í kjörbýli sínu finna lífveru fæðu og skjól. Sess: Lífverur gegna einnig ákveðnu hlutverki innan líffélagsins. Það kallast að skipa ákveðinn sess (vist) og felur í sér allt sem lífvera gerir og þarfnast innan kjörbýlis síns.Lífverur geta deilt með sér kjörbýli en geta ekki skipað nákvæmlega sama sessinn. Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. • Plöntur eru undirstaðan undir annað líf, þær eru kallaðar frumbjarga því þær mynda sjálfar fæðu sína með ljóstillífun. • Flokka má lífverur í þrjá hópa eftir því hvernig þær afla sér fæðu: • Frumframleiðendur: Plöntur sem mynda fæðu með ljóstillífun. • Neytendur: Lífverur sem lifa á frumframleiðendum. Þær eru kallaðar ófrumbjarga. Dæmi: Menn og dýr. • Sundrendur: Lífverur sem nærast á dauðum lífverum og láta þær rotna, oft kallaðar rotverur. Dæmi: Bakteríur og sveppir. Rotverur skila næringarefnum úr lífverum til baka í jarðveginn eða vatnið. Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Ljóstillífun: Ferli í frumbjarga lífverum þar sem orka sólarljóss er beisluð og notuð til að búa til fæðuefni. Koltvíoxíð + vatn + orka sykrur (glúkósi) + súrefni 6 CO2 + 6 H2O + orka C6H12O6 + 6 O2 Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. súrefni glúkósi Bruni/ frumuöndun: Ferli í frumum þar sem glúkósi og aðrar einfaldar sameindir brotna niður og orkan sem losnar úr læðingi er nýtt til þess að framkvæma ýmis störf. Koltvíoxíð og vatn orka Fæða + súrefni koltvíoxið + vatn + orka C6H12O6 + 6 O2 6 CO2 + 6 H2O + orka Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðukeðja: • Lýsir því hvernig mismunandi hópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku. • Plöntur eru í fyrsta hlekk fæðukeðjunnar. Plöntuætur í þeim næsta og dýr sem lifa á plöntuætum í þriðja hlekknum. • Dæmi: Gras→engispretta→fugl→slanga Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðuvefur: • Er gerður úr mörgum fæðukeðjum og gefur betri mynd af fæðu lífvera því lífverur neyta sjaldnast bara einnar fæðutegundar. Einkenni lífvera
Fæðuvefur Einkenni lífvera
5-2 Fæða og orka í vistkerfi bls.94-101. Fæðu/orku píramídi: • Skiptist í þrep eða hjalla. • Neðst eru frumfram-leiðendur en efst kjötætur. • Orkan minnkar eftir því sem ofar dregur, en hluti hennar tapast, t.d. með efna-skiptum. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Innan allra vistkerfa eru ýmis tengsl milli lífvera: • Samkeppni: lífverur keppa um fæðu, vatn, skjól, birtu, maka og önnur lífsgæði. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. 2. Ránlíf og afrán: Ránlíf þegar dýr drepa önnur dýr sér til matar Afrán þegar lífvera étur aðra lifandi lífveru, plöntu eða dýr. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. 3. Samlíf: Tengsl milli lífvera, þar sem lífverur ýmist hagnast, tapa eða hvorugt. 3 gerðir: gistilíf, sníkjulíf og samhjálp Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Gistilíf: Annar hagnast en hinn hvorki tapar né hagnast. Dæmi: • Hrúðurkarlar sem sitja á hval • Brönugrös sem eru ásætur á trjágreinum Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Samhjálp: Báðar lífverur hagnast. Dæmi: • Fléttur sem eru sambýli sveppa og bláþörunga. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Sníkjulíf: Sníkillinn hagnast en hýsillinn tapar. Dæmi: • Höfuðlús • Njálgur • Bandormur • Silkijurt • sæsteinsuga Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Náttúruval: Breytingar sem verða á lífverum á löngum tíma við þróun og auðvelda þeim að lifa af í umhverfi sínu. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. • Aðlögun: Orsakast af náttúruvali og leiðir til þess að útlit og hegðun lífvera af ákveðinni tegund breytist á löngum tíma. Aðlagast t.d. að óvinum sínum eða að samkeppni um búsvæði eða fæðu. Einkenni lífvera
5-3 Tengsl í vistkerfi bls. 101-115. Jafnvægi í vistkerfinu: • Í vistkerfum ríkir oftast jafnvægi. • Jafnvægið getur raskast vegna breytinga á umhverfisþáttum (regni, hita ofl.) eða vegna breytinga á einni eða fleirri tegundum líffélagsins. Einkenni lífvera